Skipulags- og umhverfisráð

14. fundur 15. september 2025 kl. 15:30 - 16:55 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Hjördís Ýr Johnson formaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalfulltrúi
  • Kristinn Dagur Gissurarson varaformaður
  • Gunnar Sær Ragnarsson aðalfulltrúi
  • Helga Jónsdóttir aðalfulltrúi
  • Leó Snær Pétursson aðalfulltrúi
  • Hákon Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Indriði Ingi Stefánsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Auður Dagný Kristinsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs
  • Andrea Kristinsdóttir verkefnastjóri
  • Karlotta Helgadóttir fulltrúi skipulagsdeildar
  • Harri Ormarsson lögfræðingur
Fundargerð ritaði: Karlotta Helgadóttir fulltrúi skipulagsdeildar, f.h. skipulagsfulltrúa
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.2508020F - Bæjarstjórn - 1325. fundur frá 09.09.2025

2508006F - Skipulags- og umhverfisráð - 13. fundur frá 01.09.2025.



25032174 - Digranesvegur 15. Kópavogsskóli. Nýtt deiliskipulag.

Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulags- og umhverfisráðs með 11 atkvæðum.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

2.2508019F - Bæjarráð - 3225. fundur frá 04.09.2025

2508006F - Skipulags- og umhverfisráð - 13. fundur frá 01.09.2025.



25032174 - Digranesvegur 15. Kópavogsskóli. Nýtt deiliskipulag.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Almenn erindi

3.25022006 - Smiðjuvegur 7. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju að lokinni auglýsingu umsókn Gunnars Páls Kristinssonar arkitekts dags. 20. júní 2025 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 7 við Smiðjuveg um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst 1485,1 m² viðbygging við núverandi húsnæði á lóðinni til vesturs. Viðbyggingin mun vera á einni hæð auk kjallara. Þak á fyrirhugaðri viðbyggingu verður í sömu hæð og þak núverandi byggingar. Einnig er fyrirhugað að byggja 35m² viðbyggingu á einni hæð við austurgafl hússins. Núverandi bílastæði færast niður í hluta af kjallaranum en þar er gert ráð fyrir um 14 bílastæðum í opnu kjallararými. Bílastæðum á lóðinni fækkar úr 81 í 69. Byggingarmagn eykst úr 3554 m² í 5039 m² og nýtingarhlutfall hækkar úr 0,5 í 0,7. Uppdrættir dags. 20. júní 2025, uppfærðir 11. júlí 2025. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 12. september 2025 um umsögn sem barst á kynningartíma tillögunnar sem lauk 5. september 2025, ásamt uppfærðum uppdrætti dags. 12. september 2025.
Samþykkt með áorðnum breytingum dags. 12. september 2025. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

4.25061031 - Vatnsendahlíð, Vatnsvík og Kjóavellir. Skipulagslýsing.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu skipulagslýsing dags. 13. júní 2025 vegna breytingar á Aðalskipulagi Kópavogs 2019 - 2040, breytingar á deiliskipulagi Vatnsendahlíðar Þing, samþykkt. dags. 13. janúar 2009 m.s.br., nýs deiliskipulags Vatnsvíkur og breytingar á deiliskipulagi Kjóavalla, samþykkt dags. 8. júlí 2008 m.s.br. Skipulagslýsingin er unnin af Kópavogsbæ. Skipulagslýsing fjallar um áform um að breyta skipulagi til að skipuleggja samfellda og vistvæna íbúðabyggð í Vatnsendahlíð og Vatnsvík, í góðum tengslum við núverandi byggð og innviði. Einnig er fjallað um áform um að lagt verði mat á þörf og fyrirkomulag uppbyggingar þjónustumiðstöðvar og hún eftir atvikum skipulögð við Kjóavelli.

Þá eru einnig lagt fram yfirlit umsagna og umsagnir og ábendingar sem bárust á kynningartíma skipulagslýsingarinnar sem lauk 1. september 2025.
Lagt fram. Frestað.

Almenn erindi

5.2411575 - Smiðjuvegur 4. Byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 1. nóvember 2024 þar sem byggingarleyfisumsókn Inga Gunnars Þórðarsonar byggingafræðings f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 4 við Smiðjuveg er vísað til skipulagsfulltrúa. Sótt er um að breyta notkun 110 m² atvinnurýmis á 2. hæð í gistiheimili. Uppdrættir dags. 1. september 2024.

Þá er einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. september 2025.
Hafnað með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 11. september 2025. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

6.25043140 - Digranesvegur 8-16A. Ósk um upphaf deiliskipulagsvinnu.

Lagt fram að nýju erindi Skala arkitekta f.h. lóðarhafa Digranesvegar 8, 10 og 12 dags. 28. apríl 2025 þar sem óskað er eftir samvinnu við skipulagsyfirvöld um gerð deiliskipulags fyrir lóðirnar nr. 8, 10, 12, 14, 16 og 16A við Digranesveg í samræmi við 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt er óskað eftir að sveitarstjórn veiti heimild til að vinna tillögu að deiliskipulag fyrir umrætt svæði og afmarki mörk svæðisins. Þá er einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. september 2025.
Hafnað með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 12. september 2025. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

7.22061304 - Íbúasamráð í skipulagsmálum. Þróun verklagsreglna.

Lögð fram að nýju til afgreiðslu tillaga umhverfissviðs að verklagi fyrir íbúasamráð í skipulagsmálum dags. 11. september 2025.
Samþykkt með sex atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Andra Steins Hilmarsonar, Gunnars Sæs Ragnarssonar, Leós Snæs Péturssonar, Helgu Jónsdóttur og Hákonar Gunnarssonar. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Kristinn Dagur Gissurarson sat hjá við afgreiðslu málsins.

Almenn erindi

8.2509064 - Stöðvarhvarf 2-14. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram umsókn Þorleifs Eggertssonar arkitekts dags. 1. september 2025 f.h. lóðarhafa lóðanna nr. 2-14 við Stöðvarhvarf um breytingu á deiliskipulagi Vatnsendahvarfs samþ. 14. nóvember 2023. Sótt er um að fallið verði frá kvöð í skilmálum deiliskipulagsins um að stigahús séu gegnumgeng á jarðhæð.
Samþykkt með vísan til 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð umsókn verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum lóðanna nr. 1-29 við Stöðvarhvarf.

Almenn erindi

9.2507871 - Hrauntunga 11. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn lóðarhafa lóðarinnar nr. 11 við Hrauntungu dags. 12. júlí 2025 um fyrirhugaða 80 m² viðbyggingu við suðurhlið núverandi húss á lóðinni ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. ágúst 2025. Einnig er lagt fram erindi lóðarhafa dags. 4. september 2025.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 4. september 2025 með sex atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Kristins Dags Gissurarsonar, Andra Steins Hilmarssonar, Leós Snæs Péturssonar, Helgu Jónsdóttur og Hákonar Gunnarssonar gegn atkvæði Gunnars Sæs Ragnarssonar.

Fundi slitið - kl. 16:55.