Skipulags- og umhverfisráð

15. fundur 29. september 2025 kl. 15:30 - 17:25 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Hjördís Ýr Johnson formaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalfulltrúi
  • Kristinn Dagur Gissurarson varaformaður
  • Gunnar Sær Ragnarsson aðalfulltrúi
  • Helga Jónsdóttir aðalfulltrúi
  • Leó Snær Pétursson aðalfulltrúi
  • Hákon Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Indriði Ingi Stefánsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Auður Dagný Kristinsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs
  • Andrea Kristinsdóttir verkefnastjóri
  • Harri Ormarsson lögfræðingur
  • Kristjana H Kristjánsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Kristjana H. Kristjánsdóttir verkefnastjóri, f.h. skipulagsfulltrúa.
Dagskrá

Almenn erindi

1.2208454 - Kársnes þróunarsvæði. Rammahluti aðalskipulags.

Lögð fram að nýju að lokinni auglýsingu tillaga umhverfissviðs dags. 29. maí 2025 að rammahluta Aðalskipulags Kópavogs 2019-2040 fyrir þróunarsvæðið (ÞR-1) á vestanverðu Kársnesi. Tillagan er unnin af ALTA og Kópavogsbæ. Viðfangsefni tillögunnar snýr einkum að áframhaldandi þróun svæðisins með sérstakri áherslu á gæði byggðar, góðar samgöngutengingar m.a. fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur og almenningsrými. Tillagan var auglýst frá 30. júlí 2025 til 18. september 2025. Þá lagðar fram ábendingar og athugasemdir sem bárust á kynningartímanum.

Kristjana H. Kristjánsdóttir verkefnastjóri, Halldóra Hrólfsdóttir og Halldóra Hreggviðsdóttir ráðgjafar frá Alta gerðu grein fyrir erindinu.



Lagt fram og kynnt. Umræður.

Gestir

  • Halldóra Hrólfsdóttir - mæting: 15:30
  • Kristjana H. Kristjánsdóttir - mæting: 15:30
  • Halldóra Hreggviðsdóttir - mæting: 15:30

Almenn erindi

2.25093201 - Áætlun um fundi skipulags- og umhverfisráðs 2026

Lögð fram til afgreiðslu drög að áætlun um fundi skipulags- og umhverfisráðs árið 2026, dags. 25. september 2025.
Samþykkt.

Almenn erindi

3.25053687 - Embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa

Lagt fram yfirlit yfir fullnaðarafgreiðslur skipulagsfulltrúa Kópavogs. Fundir nr. 24 til 30 á tímabilinu 10. júní til 22. september 2025.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 17:25.