Lögð fram að nýju að lokinni auglýsingu tillaga umhverfissviðs dags. 29. maí 2025 að rammahluta Aðalskipulags Kópavogs 2019-2040 fyrir þróunarsvæðið (ÞR-1) á vestanverðu Kársnesi. Tillagan er unnin af ALTA og Kópavogsbæ. Viðfangsefni tillögunnar snýr einkum að áframhaldandi þróun svæðisins með sérstakri áherslu á gæði byggðar, góðar samgöngutengingar m.a. fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur og almenningsrými. Tillagan var auglýst frá 30. júlí 2025 til 18. september 2025. Þá lagðar fram ábendingar og athugasemdir sem bárust á kynningartímanum.
Kristjana H. Kristjánsdóttir verkefnastjóri, Halldóra Hrólfsdóttir og Halldóra Hreggviðsdóttir ráðgjafar frá Alta gerðu grein fyrir erindinu.
Gestir
- Halldóra Hrólfsdóttir - mæting: 15:30
- Kristjana H. Kristjánsdóttir - mæting: 15:30
- Halldóra Hreggviðsdóttir - mæting: 15:30