Skipulags- og umhverfisráð

16. fundur 06. október 2025 kl. 15:30 - 16:17 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Hjördís Ýr Johnson formaður
  • Andri Steinn Hilmarsson, aðalmaður boðaði forföll og Þorvarður Hrafn Ásgeirsson varafulltrúi, sat fundinn í hans stað.
  • Kristinn Dagur Gissurarson varaformaður
  • Gunnar Sær Ragnarsson aðalfulltrúi
  • Helga Jónsdóttir aðalfulltrúi
  • Leó Snær Pétursson, aðalmaður boðaði forföll og Andrés Pétursson varafulltrúi, sat fundinn í hans stað.
  • Hákon Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Indriði Ingi Stefánsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Auður Dagný Kristinsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs
  • Andrea Kristinsdóttir verkefnastjóri
  • Karlotta Helgadóttir fulltrúi skipulagsdeildar
  • Harri Ormarsson lögfræðingur
Fundargerð ritaði: Karlotta Helgadóttir fulltrúi skipulagsdeildar, f.h. skipulagsfulltrúa
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.2509005F - Bæjarstjórn - 1326. fundur frá 23.09.2025

2508014F - Skipulags- og umhverfisráð - 14. fundur frá 15.09.2025



25022006 - Smiðjuvegur 7. Breytt deiliskipulag.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulags- og umhverfisráðs með 11 atkvæðum.



2411575 - Smiðjuvegur 4. Byggingarleyfisumsókn.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulags- og umhverfisráðs með 11 atkvæðum.



25043140 - Digranesvegur 8-16A. Ósk um upphaf deiliskipulagsvinnu.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulags- og umhverfisráðs með 11 atkvæðum.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

2.2509006F - Bæjarráð - 3227. fundur frá 18.09.2025

2508014F - Skipulags- og umhverfisráð - 14. fundur frá 15.09.2025.



25022006 - Smiðjuvegur 7. Breytt deiliskipulag.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.



2411575 - Smiðjuvegur 4. Byggingarleyfisumsókn.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.



25043140 - Digranesvegur 8-16A. Ósk um upphaf deiliskipulagsvinnu.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.



22061304 - Íbúasamráð í skipulagsmálum. Þróun verklagsreglna.

Bæjarráð frestar erindinu til næsta fundar og óskar eftir kynningu.

Almenn erindi

3.24041399 - Borgarlínan í Kópavogi. Lota 1. Breytt deiliskipulag Kársneshafnar. Bakkabraut norðan Vesturvarar.

Lögð fram að lokinni auglýsingu tillaga skipulagsdeildar dags. 3. apríl 2025 að breytingu á deiliskipulagi Kársneshafnar fyrir Bakkabraut norðan Vesturvarar ásamt gatnamótum Bakkabrautar og Vesturvarar. Skipulagsbreytingin nær til þess gatnarýmis sem tengist fyrirhugaðri Borgarlínu og þeim samgöngumannvirkjum sem henni fylgja. Borgarlínustöð er staðsett við norðurmörk lóða Hafnarbrautar 27 og Vesturvarar 30. Lóðarmörk nærliggjandi lóða breytast og innviðum Borgarlínu er afmarkað 25m breitt bæjarland við stöðina. Innan þess er reiknað með að komist fyrir göngu- og hjólastígar sitt hvoru megin (5m), brautarpallar sitt hvoru megin og 7m breytt sérrými Borgarlínu. Nákvæm útfærsla stöðvar ákvarðast við verkhönnun Borgarlínu. Byggingarreitur er afmarkaður yfir 67 lengdarmetra. Innan þess svæðis mega og skulu öll mannvirki og götugögn stöðvarinnar rísa. Þar með talið skýli, bekkir, tillibekkir, grindverk, handrið og pollar, hjólastæði, ruslastampar, upplýsingaskilti, auðkennismerki stöðvar, sértæk lýsing og rampar. Tillagan var auglýst frá 19. maí til 3. júlí 2025. Lagðar eru fram athugasemdir sem bárust á kynningartíma.
Vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

Almenn erindi

4.23111613 - Ásbraut. Nýtt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju að lokinni auglýsingu tillaga umhverfissviðs að deiliskipulagi Ásbrautar dags. 1. október 2025. Í tillögunni er göturými Ásbrautar endurhannað til að bæta stígakerfi og tryggja með samræmdum hætti örugga og greiða umferð gangandi og hjólandi. Tillagan er unnin af VSÓ ráðgjöf og umhverfissviði Kópavogsbæjar. Þá er einnig lagt fram minnisblað um fyrirkomulag hjólainnviða dags. 3. júlí 2025, uppfært 1. október 2025, minnisblað um bílastæði dags. í júlí 2025, uppfært 1. október 2025 og minnisblað um breytingar frá auglýsingu dags. 1. október 2025. Á fundi skipulags- og umhverfisráðs þann 7. júlí 2025 var samþykkt að auglýsa tillöguna, var hún auglýst til og með 18. september 2025. Þá lagðar fram þær athugasemdir sem bárust á kynningartíma ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. október 2025.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 3. október 2025. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

5.25061031 - Vatnsendahlíð, Vatnsvík og Kjóavellir. Skipulagslýsing.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu skipulagslýsing dags. 13. júní 2025 vegna breytingar á Aðalskipulagi Kópavogs 2019 - 2040, breytingar á deiliskipulagi Vatnsendahlíðar Þing, samþykkt. dags. 13. janúar 2009 m.s.br., nýs deiliskipulags Vatnsvíkur og breytingar á deiliskipulagi Kjóavalla, samþykkt dags. 8. júlí 2008 m.s.br. Skipulagslýsingin er unnin af Kópavogsbæ. Einnig er lögð fram samráðsáætlun fyrir Vatnsendahlíð og Vatnsvík dags. 10. júní 2025.

Þá eru einnig lagðar fram umsagnir, athugasemdir og ábendingar sem bárust á kynningartíma sem lauk 1. september 2025 ásamt minnisblaði dags. 3. október 2025 og þarfagreiningu þjónustumiðstöðvar Kópavogs dags. 3. október 2025.

Skipulagsfulltrúa er falið að hefja vinnu við gerð tillögu að breyttu aðal- og deiliskipulagi Vatnsendahlíðar og breyttu aðalskipulagi og nýju deiliskipulagi fyrir Vatnsvík á grundvelli framlagðrar skipulagslýsingar dags. 13. júní 2025 og með hliðsjón af framkomnum athugasemdum og ábendingum á kynningartíma.

Almenn erindi

6.23112060 - Keppnisvöllur við Kórinn. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga umhverfissviðs dags. 3. júlí 2025 að breytingu á deiliskipulaginu, Hörðuvellir - Heilsu-, íþrótta- og fræðasetur samþykkt í bæjarstjórn 19. júlí 2005 með síðari breytingum og Hörðuvellir Miðsvæði, samþykkt í bæjarstjórn 28. ágúst 2014 en heildarskipulagið sem er í gildi á svæðinu er deiliskipulag Hörðuvalla samþykkt 24. júlí 2003. Í breytingunni felst nýr keppnisvöllur norðan Kórsins í samræmi við kröfur KSÍ til knattleikja í efstu deild m.a. m.t.t. lágmarksfjölda áhorfenda í sætum með yfirbyggðu þaki auk aðstöðu fyrir fjölmiðla og flóðlýsingu. Austan keppnisvallarins er gert ráð fyrir yfirbyggðri áhorfendastúku allt að 3000m². Áætlað heildarbyggingarmagn á lóðinni verður áfram samtals 41.500m² og nýtingarhlutfall 0,61. Tillagan gerir auk þess ráð fyrir stækkun lóðarinnar um 600 m² úr 67.662m² í 68.262m² til norðurs og austurs. Tillagan var auglýst frá 13. ágúst til og 30. september 2025. Lagðar eru fram athugasemdir sem bárust á kynningartíma.
Vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

Almenn erindi

7.25092630 - Marbakkabraut 38. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn dags. 22. september 2025 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 38 við Marbakkabraut um að lóðinni verði skipt í þrjár lóðir og heimild fyrir einbýlishúsi á hverri lóð. Uppdrættir dags. 11. september 2025
Vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

Almenn erindi

8.25092481 - Sunnusmári 10. Hljóðmanir.

Lagt fram erindi íbúa lóðarinnar nr. 10 við Sunnusmára dags. 15. september 2025 um hljóðmanir meðfram Smárahvammsveg og Sunnusmára.

Einnig er lagt fram svarbréf deildarstjóra gatnadeildar dags. 23. september 2025 við erindinu.
Svarbréf deildarstjóra gatnadeildar dags. 23. september 2025 samþykkt með sex atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Kristins Dags Gissurarsonar, Þorvarðs Hrafns Ásgeirssonar, Andrésar Péturssonar, Helgu Jónsdóttur og Hákonar Gunnarssonar. Gunnar Sær Ragnarsson sat hjá við afgreiðslu málsins.

Gestir

  • Birkir Rútsson - mæting: 16:05

Fundi slitið - kl. 16:17.