Skipulags- og umhverfisráð

17. fundur 20. október 2025 kl. 15:30 - 16:48 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Hjördís Ýr Johnson formaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalfulltrúi
  • Kristinn Dagur Gissurarson varaformaður
  • Gunnar Sær Ragnarsson aðalfulltrúi
  • Helga Jónsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Kolbeinn Reginsson varafulltrúi, sat fundinn í hans stað.
  • Leó Snær Pétursson aðalfulltrúi
  • Hákon Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Indriði Ingi Stefánsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Auður Dagný Kristinsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs
  • Andrea Kristinsdóttir verkefnastjóri
  • Karlotta Helgadóttir fulltrúi skipulagsdeildar
  • Harri Ormarsson lögfræðingur
Fundargerð ritaði: Karlotta Helgadóttir fulltrúi skipulagsdeildar, f.h. skipulagsfulltrúa
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.2509026F - Bæjarstjórn - 1327. fundur frá 14.10.2025

2509012F - Skipulags- og umhverfisráð - 15. fundur frá 29.09.2025.



Fundargerð í þremur liðum.

Lagt fram.



2509013F - Skipulags- og umhverfisráð - 16. fundur frá 06.10.2025.



23111613 - Ásbraut. Nýtt deiliskipulag.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulags- og umhverfisráðs með 9 atkvæðum.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

2.2509023F - Bæjarráð - 3229. fundur frá 02.10.2025

2509012F - Skipulags- og umhverfisráð - 15. fundur frá 29.09.2025.



Fundargerð í þremur liðum.

Lagt fram.



Umræður.

Almenn erindi

3.2201629 - Auðbrekka þróunarsvæði. Svæði 4, Auðbrekka 15 til 27, oddatölur. Deiliskipulag.

Lögð fram á vinnslustigi tillaga skipulagsdeildar dags. 17. október 2025 að deiliskipulagi fyrir svæði 4 á þróunarsvæðinu í Auðbrekku (ÞR-2). Í tillögunni felst áframhaldandi þróun svæðisins úr athafnasvæði í blandaða byggð. Íbúðir á svæði 4 verða samtals 89 á svæði 4. Þriðjungi íbúða verður komið fyrir á efstu hæð í núverandi atvinnuhúsnæði sem breytt verður í íbúðarhúsnæði að hluta og hækkað um eina hæð. Nýbygging við Auðbrekku 15. Gert er ráð fyrir að byggingarmagn á svæðinu geti aukist um 6.300 m2. Atvinnuhúsnæði verður áfram á jarðhæðum við Auðbrekku.

Tillagan er sett fram á uppdrætti og skilmálahefti dags 17. október 2025.

Einnig er lögð fram skipulagslýsing dags. 2015, uppfærð 17. okt 2025, drög að umhverfismati dags. 17. október 2025, Áhættumati vegna loftslagsbreytinga dags 9. maí 2025, skýringarhefti-B dags. í október 2025 og húsakönnun dags. október 2025.

Brynja Guðnadóttir verkefnastjóri gerði grein fyrir erindinu.
Samþykkt að framlögð tillaga verði forkynnt á vinnslustigi með vísan til 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

4.25101025 - Hafnarbraut 17-23. Svæði 9. Drög að byggingaráformum.

Lögð fram til kynningar í samræmi við skipulagsskilmála drög Arkís arkitekta dags. 17. október 2025 fyrir hönd lóðarhafa lóðanna nr. 17-23 við Hafnarbraut að byggingaráformum. Í byggingaráformum kemur fram hvernig hönnun og frágangur húsa og lóða fellur að viðmiðum í ákvæðum í skipulagsskilmálum Kársnes Þróunarsvæði-svæði 9 og þeim dæmum eða fyrirmyndum sem fram koma á skýringaruppdrætti deiliskipulagsins sem samþykkt var í bæjarráði Kópavogs 23. ágúst 2018 og birt í B-deild Stjórnartíðinda 10. október 2018. Uppdrættir í mkv. 1:100, 1:200, 1:300 og 1:500.

Arnar Þór Jónsson arkitekt frá Arkís, Hermann Georg Gunnlaugsson landslagsarkitekt frá Storð og Sandra Dís Dagbjartsdóttir sviðsstjóri hjá Verkgörðum gerðu grein fyrir erindinu.

Elín Mjöll Lárusdóttir verkefnastjóri tók sæti á fundinum undir þessum lið.
Vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

Gestir

  • Sandra Dís Dagbjartsdóttir - mæting: 15:45
  • Arnar Þór Jónsson - mæting: 15:45
  • Hermann Georg Gunnlaugsson - mæting: 15:45

Almenn erindi

5.24041399 - Borgarlínan í Kópavogi. Lota 1. Breytt deiliskipulag Kársneshafnar. Bakkabraut norðan Vesturvarar.

Lögð fram uppfærð tillaga skipulagsdeildar dags. 1. október 2025 að breytingu á deiliskipulagi Kársneshafnar fyrir Bakkabraut norðan Vesturvarar ásamt gatnamótum Bakkabrautar og Vesturvarar. Skipulagsbreytingin nær til þess gatnarýmis sem tengist fyrirhugaðri Borgarlínu og þeim samgöngumannvirkjum sem henni fylgja. Borgarlínustöð er staðsett við norðurmörk lóða Hafnarbrautar 27 og Vesturvarar 30. Lóðarmörk nærliggjandi lóða breytast og innviðum Borgarlínu er afmarkað 25m breitt bæjarland við stöðina. Tillagan var auglýst frá 19. maí til 3. júlí 2025. Á fundi skipulags- og umhverfisráðs þann 6. október 2025 var athugasemdum sem bárust á kynningartíma vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa. Lagt fram að nýju ásamt umsögn dags. 13. október 2025 og uppfærðum uppdrætti dags. 1. október 2025.
Samþykkt með áorðnum breytingum dags. 1. október 2025 með fimm atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Andra Steins Hilmarssonar, Leós Snæs Péturssonar, Kolbeins Reginssonar og Hákonar Gunnarssonar gegn atkvæði Kristins Dags Gissurarsonar. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Gunnar Sær Ragnarsson sat hjá við afgreiðslu málsins.

Almenn erindi

6.2501990 - Arnarnesvegur. Milli Fífuhvammsvegar og Rjúpnavegar. Nýtt deiliskipulag. Skipulagsýsing.

Lögð fram tillaga umhverfissviðs að deiliskipulagi Arnarnesvegar frá Fífuhvammsvegi að Rjúpnavegi, dags. 10. otkóber 2025. Í tillögunni er gerð breyting á T-gatnamótum við Sólarsali til að bæta umferðarflæði og auka umferðaröryggi með fækkun skurðpunkta. Einnig er gerð breyting á gatnamótum við Salaveg þar sem gert er ráð fyrir hringtorgi. Til framtíðar er miðað við að Arnarnesvegur geti á þessi svæði orðið fjögurra akreina vegur (2 2) og er hann sýndur þannig á uppdrætti. Tillagan er unnin af Eflu fyrir Kópavogsbæ og Vegagerðina.

Uppdráttur í mkv. 1:2000, dags. 10. október. 2025. Einnig er lagt fram kort sem sýnir hljóðstigsreikning frá Arnarnesvegi.

Samþykkt að framlögð tillaga að deiliskipulagi verði auglýst með vísan til 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

7.25032174 - Digranesvegur 15. Kópavogsskóli. Nýtt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju að lokinni auglýsingu deiliskipulagslýsing dags. 29. ágúst 2025 fyrir nýtt deiliskipulag Kópavogsskóla, Digranesvegi 15. Fyrirhugað deiliskipulagssvæði er um 2,2 ha að flatarmáli og afmarkast af skipulagsmörkum deiliskipulags miðbæjar Kópavogs reiti B1-1, B4, B2 og B1-3 til vesturs, skipulagsmörkum deiliskipulags leikskóla við Skólatröð og að lóðarmörkum Vallartraðar 2, 6, 8 og 10 ásamt lóðamörkum Skólatraðar 1, 3, 5, 7, 9 og 11 til norðurs, skipulagsmörkum deiliskipulags Traðarreitar eystri til austurs og að lóðamörkum Digranesvegar 15 til suðurs. Á fundi skipulags- og umhverfisráðs þann 1. september 2025 var samþykkt að auglýsa skipulagslýsinguna. Kynningartíma lauk 16. október 2025. Lagt fram að nýju ásamt athugasemdum sem bárust.
Samþykkt að hafin verði vinna við gerð tillögu að deiliskipulagi á grundvelli framlagðrar skipulagslýsingar og með hliðsjón af þeim athugasemdum og ábendingum sem bárust á kynningartíma.

Almenn erindi

8.25092015 - Íþróttamannvirki í Kópavogsdal. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram umsókn Þóru Guðrúnar Gunnarsdóttur dags. 16. september 2025 f.h. Skautasambands Íslands um breytingu á deiliskipulagi Kópavogsdals til að koma fyrir fjölnota íþrótta- og heilsumiðstöð með bílageymslu í kjallara í Kópavogsdal. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 13. október 2025 var umsókninni vísað til skipulags- og umhverfisráðs. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. október 2025.
Synjað með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 13. október 2025. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

9.25092567 - Hlíðarhvarf 21. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram umsókn Sigurðar H. Ólafssonar byggingarfræðings dags. 21. september 2025 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 21 við Hlíðarhvarf um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar. Í breytingunni felst að byggt verði einnar hæðar hús á lóðinni í stað tveggja hæða ásamt stækkun byggingarreits til norðurs og vesturs. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 16. október 2025 var umsókninni vísað til skipulags- og umhverfisráðs.
Vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

Almenn erindi

10.25101529 - Fyrirspurn varabæjarfulltrúa um skrautlýsingu á turninum við Smáratorg 3.

Lögð fram fyrirspurn Hákonar Gunnarssonar, fulltrúa í skipulags- og umhverfisráði, dags. 15. október 2025 um skrautlýsingu við Smártorg 3. Einnig lagt fram svar umhverfissviðs dags. 16. október 2025.
Lagt fram.

Bókun skipulags- og umhverfisráðs:
„Eins og kemur fram í svari skrifstofustjóra umhverfissviðs er enn unnið að uppsetningu ljósanna og eru verklok áætluð á næstu dögum. Við uppsetningu hafa átt sér stað prufukeyrslur á ljósunum til að kanna hvort að skemmdir hafa orðið á búnaðinum við uppsetningu, en sú lýsing er meiri en endanleg lýsing kemur til með að vera.“

Almenn erindi

11.25101530 - Fyrirspurn varabæjarfulltrúa um göngu- og hjólastíg á sunnanverðu Kársnesi

Lögð fram fyrirspurn Hákonar Gunnarssonar, fulltrúa í skipulags- og umhverfisráði, dags. 15. október 2025 um fyrirhugaðan göngu- og hjólastíg á sunnanverðu Kársnesi. Einnig lagt fram svar skipulagsfulltrúa dags. 17. október 2025.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 16:48.