Skipulags- og umhverfisráð

18. fundur 03. nóvember 2025 kl. 15:30 - 18:13 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Hjördís Ýr Johnson formaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalfulltrúi
  • Kristinn Dagur Gissurarson varaformaður
  • Gunnar Sær Ragnarsson aðalfulltrúi
  • Helga Jónsdóttir aðalfulltrúi
  • Leó Snær Pétursson aðalfulltrúi
  • Hákon Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Indriði Ingi Stefánsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Auður Dagný Kristinsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs
  • Andrea Kristinsdóttir verkefnastjóri
  • Karlotta Helgadóttir fulltrúi skipulagsdeildar
  • Harri Ormarsson lögfræðingur
Fundargerð ritaði: Karlotta Helgadóttir fulltrúi skipulagsdeildar, f.h. skipulagsfulltrúa
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.2510015F - Bæjarráð - 3232. fundur frá 23.10.2025

2510007F - Skipulags- og umhverfisráð - 17. fundur frá 20.10.2025.



2201629 - Auðbrekka þróunarsvæði. Svæði 4, Auðbrekka 15 til 27, oddatölur. Deiliskipulag.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.



24041399 - Borgarlínan í Kópavogi. Lota 1. Breytt deiliskipulag Kársneshafnar. Bakkabraut norðan Vesturvarar.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.



2501990 - Arnarnesvegur. Milli Fífuhvammsvegar og Rjúpnavegar. Nýtt deiliskipulag. Skipulagsýsing.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.



25092015 - Íþróttamannvirki í Kópavogsdal. Breytt deiliskipulag.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Almenn erindi

2.2103759 - Kársnesstígur á sunnanverðu Kársnesi. Deiliskipulag.

Lögð fram á vinnslustigi tillaga að nýju deiliskipulagi Kársnesstígs á sunnanverðu Kársnesi, dags. 31. október 2025, til forkynningar í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Viðfangsefni deiliskipulagsins eru endurbætur á Kársnesstíg á sunnanverðu Kársnesi með áherslu á að bæta aðgengi og öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda. Í því samhengi er lagt til að komið verði fyrir aðgreindum hjólastíg sem stuðlar að skýrari aðgreiningu ferðamáta og eykur öryggi allra vegfarenda. Skipulagssvæðið nær yfir Kársnesstíg og nærliggjandi svæði á milli Bakkabrautar 2 og Urðarbrautar og er í samræmi við stefnu og markmið Aðalskipulags Kópavogs 2019-2040. Tillagan sem er á vinnslustigi til forkynningar er sett fram á tveimur skýringaruppdráttum dags. 31. október 2025. Tillögunni fylgir umhverfismat áætlunar dags. 29. október 2025 sem unnið er af Eflu. Einnig er lögð fram rýni á valköstum frá Urbana-Pláss dags. í apríl 2025, valkostagreining fyrir legu göngu- og hjólastígsins dags. 5. desember 2022, umferðaröryggisrýni frá Vegagerðinni dags. í janúar 2023 og minnisblað frá ReSource um umhverfisáhrif dags. 30. apríl 2025.

Birkir Rútsson deildarstjóri gatnadeildar og Kristjana H. Kristjánsdóttir verkefnastjóri gerðu grein fyrir tillögunni. Hrafnhildur Brynjólfsdóttir ráðgjafi frá Eflu gerði grein fyrir umhverfismati áætlunarinnar.
Samþykkt með fimm atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Kristins Dags Gissurarsonar, Andra Steins Hilmarssonar, Gunnars Sæs Ragnarssonar og Hákonar Gunnarssonar gegn atkvæði Helgu Jónsdóttur að framlögð tillaga verði forkynnt á vinnslustigi með vísan til 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Leó Snær Pétursson sat hjá við afgreiðslu málsins.

Gestir

  • Hrafnhildur Brynjólfsdóttir - mæting: 15:30

Almenn erindi

3.2109382 - Vegtenging milli Stjörnugrófar og Fossvogsbrúnar fyrir strætó.

Lagt fram erindi frá Strætó bs. dags. 8. september 2025 þar sem óskað er eftir því að Reykjavíkurborg og Kópavogur hefji undirbúning að byggingu strætóvegar milli Stjörnugrófar og Fossvogsbrúnar ásamt því að setja upp hlið og tvær nýjar stoppistöðvar í Reykjavík og Kópavogi.

Birkir Rútsson deildarstjóri gatnadeildar tók sæti á fundinum undir þessum lið.
Fundarhlé kl. 16:48, fundi framhaldið kl. 16:58.

Vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa með sex atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Kristins Dags Gissurarsonar, Andra Steins Hilmarssonar, Leós Snæs Péturssonar, Helgu Jónsdóttur og Hákonar Gunnarssonar gegn atkvæði Gunnars Sæs Ragnarssonar.

Almenn erindi

4.25101632 - Roðahvarf 1-11. Byggingaráform.

Með tilvísun í deiliskipulagsskilmála í deiliskipulagi Vatnsendahvarfs dags. 14. nóvember 2023 eru lögð fram byggingaráform frá Rýma arkitektum dags. 15. október 2025 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 1-11 við Roðahvarf ásamt lóðaruppdrætti dags. 15. október 2025. Í byggingaráformum kemur fram hvernig hönnun og frágangur hússins fellur að viðmiðum í almennum ákvæðum í skipulagsskilmálum í gildandi deiliskipulagi Vatnsendahvarfs.
Vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

Almenn erindi

5.23112060 - Keppnisvöllur við Kórinn. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju tillaga umhverfissviðs dags. 3. júlí 2025 að breytingu á deiliskipulaginu, Hörðuvellir - Heilsu-, íþrótta- og fræðasetur samþykkt í bæjarstjórn 19. júlí 2005 með síðari breytingum og Hörðuvellir Miðsvæði, samþykkt í bæjarstjórn 28. ágúst 2014 en heildarskipulagið sem er í gildi á svæðinu er deiliskipulag Hörðuvalla samþykkt 24. júlí 2003. Í breytingunni felst nýr keppnisvöllur norðan Kórsins í samræmi við kröfur KSÍ til knattleikja í efstu deild m.a. m.t.t. lágmarksfjölda áhorfenda í sætum með yfirbyggðu þaki auk aðstöðu fyrir fjölmiðla og flóðlýsingu. Austan keppnisvallarins er gert ráð fyrir yfirbyggðri áhorfendastúku allt að 3000 m². Áætlað heildarbyggingarmagn á lóðinni verður áfram samtals 41.500 m² og nýtingarhlutfall 0,61. Tillagan gerir auk þess ráð fyrir stækkun lóðarinnar um 600 m² úr 67.662 m² í 68.262 m² til norðurs og austurs. Tillagan var auglýst frá 13. ágúst til og 30. september 2025. Á fundi skipulags- og umhverfisráðs þann 6. október 2025 var athugasemdum sem bárust á kynningartíma vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa. Lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. október 2025 og uppfærðum uppdrætti dags. 29. október 2025.
Samþykkt með áorðnum breytingum dags. 29. október 2025. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bókun:
„Óskað er eftir að gerður verður samanburður á kostnaði við uppsetningu flóðlýsingar á knattspyrnuleikvangi í Kórnum milli eftirfarandi tveggja valkosta áður en endanleg ákvörðun er tekin um ljósabúnað.
a.
Reglugerðar KSÍ um knattspyrnuleikvanga (B flokkur)
b.
Fljóðljósaleiðbeininga Knattspyrnusambands Evrópu (UEFA) (D flokkur).“
Hákon Gunnarsson og Leó Snær Pétursson.

Almenn erindi

6.25092567 - Hlíðarhvarf 21. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram umsókn Sigurðar H. Ólafssonar byggingarfræðings dags. 21. september 2025 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 21 við Hlíðarhvarf um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar. Í breytingunni felst stækkun byggingarreits til norðurs og vesturs. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 16. október 2025 var umsókninni vísað til skipulags- og umhverfisráðs. Á fundi skipulags- og umhverfisráðs þann 20. október 2025 var erindinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 31. október 2025.
Afgreiðslu frestað með fimm atkvæðum Kristins Dags Gissurarsonar, Andra Steins Hilmarssonar, Gunnars Sæs Ragnarssonar, Leós Snæs Péturssonar og Hákonar Gunnarssonar. Hjördís Ýr Johnson og Helga Jónsdóttir sátu hjá.

Almenn erindi

7.25071207 - Þinghólsbraut 63. Byggingarleyfisumsókn.

Lögð fram byggingarleyfisumsókn Ívars Arnars Guðmundssonar arkitekts f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 63 við Þinghólsbraut. Sótt er um 30,2 m² viðbyggingu á suð-vesturhlið, ásamt breytingum á innra skipulagi hússins og að komið verði fyrir stiga á austurhlið hússins. Núverandi þakform yrði framlengt og þakið hækkað um 23 cm yfir mestu þakhæðina. Nýtingarhlutfall hækkar úr 0,28 í 0,3. Byggingarleyfisumsóknin var grenndarkynnt frá 3. september til 3. október 2025 og athugasemd barst. Byggingarleyfisumsóknin var grenndarkynnt frá 3. september til 3. október 2025 og athugasemd barst. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 27. október 2025 var umsókninni vísað til skipulags- og umhverfisráðs og er nú lagt fram ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. október 2025.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 27. október 2025. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

8.25092452 - Grundarhvarf 8. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram umsókn Sveins Ívarssonar arkitekts dags. 18. september 2025 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 8 við Grundarhvarf um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst uppskipting lóðarinnar í lóðirnar nr. 8A og 8B við Grundarhvarf ásamt stækkun á núverandi húsi til austurs. Lóðin er 1.410 m² og með fyrirhugaðri breytingu yrði lóð A 850 m² og lóð B 560 m². Áformað nýtingarhlutfall lóðarinnar nr. 8A yrði 0,29 og 8B yrði 0,45. Uppdrættir dags. 10. september 2025. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 27. október 2025 var umsókninni vísað til skipulags- og umhverfisráðs og er nú lagt fram ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. október 2025.
Synjað með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 27. október 2025. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 18:13.