Skipulags- og umhverfisráð

21. fundur 15. desember 2025 kl. 15:30 - 17:18 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Hjördís Ýr Johnson formaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalfulltrúi
  • Kristinn Dagur Gissurarson varaformaður
  • Gunnar Sær Ragnarsson aðalfulltrúi
  • Helga Jónsdóttir aðalfulltrúi
  • Leó Snær Pétursson, aðalmaður boðaði forföll og Andrés Pétursson varafulltrúi, sat fundinn í hans stað.
  • Hákon Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Indriði Ingi Stefánsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Auður Dagný Kristinsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs
  • Andrea Kristinsdóttir verkefnastjóri
  • Karlotta Helgadóttir fulltrúi skipulagsdeildar
  • Harri Ormarsson lögfræðingur
Fundargerð ritaði: Karlotta Helgadóttir fulltrúi skipulagsdeildar, f.h. skipulagsfulltrúa
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.2511019F - Bæjarstjórn - 1330. fundur frá 09.12.2025

2511023F - Skipulags- og umhverfisráð - 20. fundur frá 01.12.2025.



2208454-Kársnes þróunarsvæði. Rammahluti aðalskipulags.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulags- og umhverfisráðs með 9 atkvæðum og hjásetu Kolbeins Reginssonar og Thelmu Árnadóttur.



2509064-Stöðvarhvarf 2-14. Breytt deiliskipulag.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulags- og umhverfisráðs með 11 atkvæðum.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

2.2511029F - Bæjarráð - 3238. fundur frá 04.12.2025

2511023F - Skipulags- og umhverfisráð - 20. fundur frá 01.12.2025.



2208454-Kársnes þróunarsvæði. Rammahluti aðalskipulags.

Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.



2509064-Stöðvarhvarf 2-14. Breytt deiliskipulag.

Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Almenn erindi

3.25093201 - Áætlun um fundi skipulags- og umhverfisráðs 2026

Lögð fram uppfærð áætlun um fundi skipulags- og umhverfisráðs 2026.
Samþykkt.

Almenn erindi

4.25102579 - Stöðvarhvarf 2-8. Byggingaráform.

Lögð fram til afgreiðslu í samræmi við skipulagsskilmála drög Tendra arkitekta dags. 27. nóvember 2025 f.h. lóðarhafa lóðanna nr. 2-8 við Stöðvarhvarf að byggingaráformum. Í byggingaráformum kemur fram hvernig hönnun og frágangur hússins fellur að viðmiðum í almennum ákvæðum í skipulagsskilmálum í gildandi deiliskipulagi Vatnsendahvarfs. Jafnframt lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. desember 2025.
Ekki eru gerðar athugasemdir við að sótt verði um byggingarleyfi á grundvelli framlagðra gagna dags. 27. nóvember 2025 að teknu tilliti til ábendinga í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. desember 2025.

Almenn erindi

5.2508452 - Bakkabraut 9-23. Svæði 8. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju að lokinni auglýsingu tillaga umhverfissviðs dags. 1. október 2025 að breytingu á deiliskipulagi Kársneshafnar fyrir lóðina nr. 9-23 við Bakkabraut, svæði 8 á þróunarsvæðinu á Kársnesi (ÞR-1). Í breytingunni felst breytt aðkoma að lóðinni, breytt fyrirkomulag bílastæða og djúpgáma. Tillagan var auglýst frá 9. október til 2. desember 2025, athugasemdir bárust.
Vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

Almenn erindi

6.25121120 - Hlíðarhvarf 21. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn lóðarhafa lóðarinnar nr. 21 við Hlíðarhvarf ódags. um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar. Spurst er fyrir um hvort heimilað verði að byggja á lóðinni einbýlis hús á einni hæð í stað einnar hæðar auk kjallara.

Vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
Fylgiskjöl:

Almenn erindi

7.2511765 - Brekkuhvarf 5. Fyrirspurn.

Lögð fram að nýju fyrirspurn lóðarhafa lóðarinnar nr. 5 við Brekkuhvarf dags. 10. nóvember 2025 um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst m.a. uppskipting lóðarinnar í tvær einbýlishúsalóðir, sbr. fyrri fyrirspurn dags. 26. maí 2025. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 8. desember 2025 var erindinu vísað til skipulags- og umhverfisráðs. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. desember 2025.

Freyr Snorrason verkefnastjóri tók sæti á fundinum undir þessum lið og gerði grein fyrir erindinu.
Andrés Pétursson tók sæti á fundinum kl. 15:51.

Afgreiðslu frestað.

Almenn erindi

8.25101025 - Hafnarbraut 17-23. Svæði 9. Drög að byggingaráformum.

Lögð fram að nýju til afgreiðslu í samræmi við skipulagsskilmála uppfærð drög Arkís arkitekta dags. 17. október 2025, uppfærð dags. 12. desember 2025, f.h. lóðarhafa lóðanna nr. 17-23 við Hafnarbraut að byggingaráformum. Í byggingaráformum kemur fram hvernig hönnun og frágangur húsa og lóða fellur að viðmiðum í ákvæðum í skipulagsskilmálum Kársnes Þróunarsvæði-svæði 9 og þeim dæmum eða fyrirmyndum sem fram koma á skýringaruppdrætti deiliskipulagsins sem samþykkt var í bæjarráði Kópavogs 23. ágúst 2018 og birt í B-deild Stjórnartíðinda 10. október 2018. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 12. desember 2025 og drög að uppfærðum deiliskipulagsuppdrætti dags. 12. desember 2025.

Elín Mjöll Lárusdóttir verkefnastjóri tók sæti á fundinum undir þessum lið og gerði grein fyrir erindinu.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 12. desember 2025 eru ekki gerðar athugasemdir við að sótt verði um byggingarleyfi á grundvelli framlagðra gagna með fimm atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Kristins Dags Gissurarsonar, Andra Steins Hilmarssonar, Gunnars Sæs Ragnarssonar og Andrésar Péturssonar gegn atkvæði Helgu Jónsdóttur.
Hákon Gunnarsson sat hjá við afgreiðslu málsins.

Almenn erindi

9.25103362 - Skógarlind 1. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn Hallgríms Þórs Sigurðssonar arkitekts dags. 31. október 2025 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 1 við Skógarlind um breytingu á aðal- og deiliskipulagi Kópavogs. Spurst er fyrir um tvær tillögur að breytingunum en báðar gera þær ráð fyrir íbúðum, verslunum og þjónustu ásamt bílakjallara. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 8. desember 2025 var erindinu vísað til skipulags- og umhverfisráðs.
Vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

Almenn erindi

10.25121108 - Íþróttasvæði í Kópavogsdal. Samkeppni.

Lagt fram erindi skipulagsfulltrúa dags. 12. desember 2025, þar sem óskað er eftir heimild skipulags- og umhverfisráðs til að hefja vinnu við samkeppni á íþróttasvæði í Kópavogsdal í samræmi við tillögur skipulagsfulltrúa, dags. 15. janúar 2025 sem lagðar voru fram í bæjarráði þann 23. janúar 2025.

Freyr Snorrason verkefnastjóri tók sæti á fundinum undir þessum lið og gerði grein fyrir erindinu.
Afgreiðslu frestað.

Fundi slitið - kl. 17:18.