Skipulags- og umhverfisráð

22. fundur 19. janúar 2026 kl. 15:30 - 18:44 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Hjördís Ýr Johnson formaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalfulltrúi
  • Kristinn Dagur Gissurarson varaformaður
  • Gunnar Sær Ragnarsson aðalfulltrúi
  • Helga Jónsdóttir aðalfulltrúi
  • Leó Snær Pétursson, aðalmaður boðaði forföll og Andrés Pétursson varafulltrúi, sat fundinn í hans stað.
  • Hákon Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Indriði Ingi Stefánsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Auður Dagný Kristinsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Andrea Kristinsdóttir verkefnastjóri
  • Karlotta Helgadóttir fulltrúi skipulagsdeildar
  • Harri Ormarsson lögfræðingur
  • Guðrún Edda Finnbogadóttir skrifstofustjóri umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Karlotta Helgadóttir fulltrúi skipulagsdeildar f.h. skipulagsfulltrúa
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.2512015F - Bæjarstjórn - 1331. fundur frá 13.01.2026

Skipulags- og umhverfisráð - 21. fundur frá 15.12.2025.

Lagt fram.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

2.2512003F - Bæjarráð - 3240. fundur frá 18.12.2025

Skipulags- og umhverfisráð - 21. fundur frá 15.12.2025.

Lagt fram.

Almenn erindi

3.25122242 - Roðahvarf 10-18 og 20-32. Byggingaráform.

Með tilvísun í deiliskipulagsskilmála í deiliskipulagi Vatnsendahvarfs, dags. 14. nóvember 2023, eru lögð fram byggingaráform frá Nordic office of Architecture dags 22. desember 2025 f.h. lóðarhafa lóðanna nr. 10-18 og 20-32 við Roðahvarf. Í byggingaráformum kemur fram hvernig hönnun og frágangur mannvirkja og lóða falla að viðmiðum í almennum ákvæðum í skipulagsskilmálum í gildandi deiliskipulagi Vatnsendahvarfs.

Hulda Jóns, Hjalti Brynjarsson og Najlaa Attaallah arkitektar frá Nordic Office of Architecture gerðu grein fyrir erindinu.
Vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

Almenn erindi

4.25043169 - Silfursmári 1-7. Breyting á aðalskipulagi. Skipulagslýsing.

Lögð fram tillaga að sameiginlegri skipulags- og matslýsingu, dags. 16. janúar 2026, vegna breytingar á Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040 og breytingar á deiliskipulagi fyrir Silfursmára 1-7 í samræmi við 1. mgr. 30. gr. og 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021. Skipulags- og matslýsing fjallar um fyrirhugaða breytingu á aðalskipulagi þar sem til stendur að hækka hámarks hæð húsa í allt að 11 hæðir, efsta inndregin, og breytingu á deiliskipulagi þar sem fyrirhugað er að fjölga íbúðum, breyta fyrirkomulagi og hæðum bygginga og bæta torgsvæði og tengingar við og um svæðið. Lagt fram minnisblað dags. 16. janúar 2026.
Gunnar Sær Ragnarsson tók sæti á fundinum kl. 16:08.

Samþykkt að framlögð skipulags- og matslýsing verði kynnt með vísan til 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fjórum atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Kristins Dags Gissurarsonar, Andra Steins Hilmarssonar og Gunnars Sæs Ragnarssonar gegn atkvæðum Andrésar Péturssonar, Helgu Jónsdóttur og Hákonar Gunnarssonar. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Fundarhlé kl. 16:18, fundi framhaldið kl. 16:57.

Bókun:
„Skipulagsstofnun synjaði tillögu Kópavogsbæjar um að telja aðalskipulagsbreytinguna sem hér er til umfjöllunar óverulega. Í rökstuðningi stofnunarinnar kom fram að breytingin sé líkleg til að geta haft áhrif á hagsmuni íbúa og annarra hagsmunaaðila í nágrenninu. Í því ferli sem ógilt var gafst íbúum og öðrum hagsmunaaðilum færi á að gera athugasemdir við deiliskipulagstillögu. Mikill fjöldi athugasemda barst m.a. um skort á greiningum og mælingum t.d. á aukningu byggingarmagns, fjölgun íbúða, vindálagi, umferðarmál og bílastæði, ófullnægjandi greiningu á grenndarhagsmunum og bent er á að meðalhóf skorti, ekki hafi verið gætt rannsóknarskyldu o.s.frv. Eftir að hafa kynnt okkur vel rökstuddar athugasemdir og málefnalegar áhyggjur íbúa telja undirrituð ekki koma til álita að kynna tillögu til breytingar á aðalskipulagi óbreytta. Við höfnum því.“
Helga Jónsdóttir, Hákon Gunnarsson, Andrés Pétursson og Indriði Ingi Stefánsson.

Bókun:
„Afstaða Skipulagsstofnunar gagnvart aðalskipulagsbreytingunni liggur fyrir og telur stofnunin breytinguna á aðalskipulagi ekki óverulega. Málið fer nú aftur í formlegt og gagnsætt skipulagsferli og verður tillagan því auglýst að nýju í samræmi við 1. mgr. 30. gr. og 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021. Þær ábendingar og athugasemdir sem bárust frá íbúum og hagsmunaaðilum í fyrra ferli eru málefnalegar og leggur meirihlutinn áherslu á að þessar athugasemdir muni nýtast við áframhaldandi vinnslu málsins og verða teknar til skoðunar í þeirri vinnu sem framundan er.“
Hjördís Ýr Johnson, Kristinn Dagur Gissurarson, Andri Steinn Hilmarsson og Gunnar Sær Ragnarsson.

Almenn erindi

5.2411179 - Silfursmári 1-7. Breytt deiliskipulag. Skipulagslýsing.

Lögð fram tillaga að sameiginlegri skipulags- og matslýsingu, dags. 16. janúar 2026, vegna breytingar á Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040 og breytingar á deiliskipulagi fyrir Silfursmára 1-7 í samræmi við 1. mgr. 30. gr. og 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021. Skipulags- og matslýsing fjallar um fyrirhugaða breytingu á aðalskipulagi þar sem til stendur að hækka hámarks hæð húsa í allt að 11 hæðir, efsta inndregin, og breytingu á deiliskipulagi þar sem fyrirhugað er að fjölga íbúðum, breyta fyrirkomulagi og hæðum bygginga og bæta torgsvæði og tengingar við og um svæðið. Lagt fram minnisblað dags. 16. janúar 2026.
Samþykkt að framlögð skipulags- og matslýsing verði kynnt með vísan til 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fjórum atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Kristins Dags Gissurarsonar, Andra Steins Hilmarssonar og Gunnars Sæs Ragnarssonar gegn atkvæðum Andrésar Péturssonar, Helgu Jónsdóttur og Hákonar Gunnarssonar. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bókun:
„Skipulagsstofnun synjaði tillögu Kópavogsbæjar um að telja aðalskipulagsbreytinguna sem hér er til umfjöllunar óverulega. Í rökstuðningi stofnunarinnar kom fram að breytingin sé líkleg til að geta haft áhrif á hagsmuni íbúa og annarra hagsmunaaðila í nágrenninu. Í því ferli sem ógilt var gafst íbúum og öðrum hagsmunaaðilum færi á að gera athugasemdir við deiliskipulagstillögu. Mikill fjöldi athugasemda barst m.a. um skort á greiningum og mælingum t.d. á aukningu byggingarmagns, fjölgun íbúða, vindálagi, umferðarmál og bílastæði, ófullnægjandi greiningu á grenndarhagsmunum og bent er á að meðalhóf skorti, ekki hafi verið gætt rannsóknarskyldu o.s.frv. Eftir að hafa kynnt okkur vel rökstuddar athugasemdir og málefnalegar áhyggjur íbúa telja undirrituð ekki koma til álita að kynna tillögu til breytingar á aðalskipulagi óbreytta. Við höfnum því.“
Helga Jónsdóttir, Hákon Gunnarsson, Andrés Pétursson og Indriði Ingi Stefánsson.

Bókun:
„Afstaða Skipulagsstofnunar gagnvart aðalskipulagsbreytingunni liggur fyrir og telur stofnunin breytinguna á aðalskipulagi ekki óverulega. Málið fer nú aftur í formlegt og gagnsætt skipulagsferli og verður tillagan því auglýst að nýju í samræmi við 1. mgr. 30. gr. og 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021. Þær ábendingar og athugasemdir sem bárust frá íbúum og hagsmunaaðilum í fyrra ferli eru málefnalegar og leggur meirihlutinn áherslu á að þessar athugasemdir muni nýtast við áframhaldandi vinnslu málsins og verða teknar til skoðunar í þeirri vinnu sem framundan er.“
Hjördís Ýr Johnson, Kristinn Dagur Gissurarson, Andri Steinn Hilmarsson og Gunnar Sær Ragnarsson.

Almenn erindi

6.25121120 - Hlíðarhvarf 21. Fyrirspurn.

Lögð fram að nýju fyrirspurn lóðarhafa lóðarinnar nr. 21 við Hlíðarhvarf ódags. um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar. Spurst er fyrir um hvort heimilað verði að byggja á lóðinni einbýlis hús á einni hæð í stað einnar hæðar auk kjallara. Á fundi skipulags- og umhverfisráðs þann 15. desember 2025 var fyrirspurninni vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa. Lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. janúar 2026.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. janúar 2026 samþykkt með fimm atkvæðum Kristins Dags Gissurarsonar, Andra Steins Hilmarssonar, Gunnars Sæs Ragnarssonar, Andrésar Péturssonar og Hákonar Gunnarssonar gegn atkvæði Helgu Jónsdóttur.
Hjördís Ýr Johnson sat hjá við afgreiðslu málsins.

Bókun:
„Deiliskipulagið sem óskað er breytinga á er nýtt og vel var til þess vandað. Almennt geta lóðarhafar ekki vænst þess að skipulagi verði breytt varðandi nýtingu og fyrirkomulag bygginga. Rangar upplýsingar einstaks starfsmanns bæjarins breyta þar engu um. Að baki búa sjónarmið um að borgararnir eigi að geta treyst því að ekki sé ráðist í breytingar á deiliskipulagi nema veigamiklar ástæður mæli með því, enda geta slíkar breytingar raskað hagsmunum annarra lóðarhafa og dregið úr þeirri festu sem deiliskipulagi er ætlað að skapa. Þessi sjónarmið eiga við og við teljum varhugavert fordæmi að næstu nágrönnum sé ætlað að leysa viðfangsefnið með lóðarhafa.“
Helga Jónsdóttir og Indriði Ingi Stefánsson.

Almenn erindi

7.2402739 - Nónhæð. Nónsmári 1-17. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju að lokinni auglýsingu tillaga Hrólfs Carls Cela arkitekts dags. 12. febrúar 2024 f.h. lóðarhafa lóðanna nr. 1-17 við Nónsmára að breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst tilfærsla íbúða milli lóða og hækkun byggingarreita úr tveimur hæðum í þrjár á norðurhluta lóðanna. Heildarfjöldi íbúða á lóðunum tveimur helst óbreyttur, 100 íbúðir. Á lóðinni nr. 11-17 er íbúðum fjölgað úr 45 í 47 íbúðir. Hámarksflatarmál ofanjarðar er aukið um 490 m², úr 4.840 m² í 5.330 m², við það hækkar nýtingarhlutfall lóðarinnar úr 0,92 í 1,01. Á lóðinni nr. 1-9 er íbúðum fækkað úr 55 í 53 íbúðir og stigahúsum fjölgar um eitt, úr fjórum í fimm. Nyrsti hluti byggingarreits hækkar úr tveimur í þrjár hæðir. Hámarksflatarmál ofanjarðar er aukið um 7.200 m², úr 5.960 m² í 7.200 m², við það hækkar nýtingarhlutfall úr 0,94 í 1,10. Lóðin stækkar um 185 m², úr 6.360 m² í 6.545 m² til austurs að göngu- og hjólastíg meðfram Smárahvammsvegi. Tillagan var auglýst frá 23. október til 15. janúar 2026. Lögð fram að nýju ásamt athugasemdum sem bárust á kynningartíma.
Vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

Almenn erindi

8.2501990 - Arnarnesvegur. Milli Fífuhvammsvegar og Rjúpnavegar. Nýtt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju að lokinni auglýsingu tillaga umhverfissviðs að deiliskipulagi Arnarnesvegar frá Fífuhvammsvegi að Rjúpnavegi, dags. 10. otkóber 2025. Í tillögunni felst breyting á T-gatnamótum við Sólarsali til að bæta umferðarflæði og auka umferðaröryggi með fækkun skurðpunkta. Einnig er berð breyting á gatnamótum við Salaveg þar sem gert er ráð fyrir hringtorgi. Til framtíðar er miðað við að Arnarnesvegur geti á þessu svæði orðið fjögurra akreina vegur (2 2). Tillagan sem unnin er af Eflu fyrir Kópavogsbæ og Vegagerðina er sett fram á uppdrætti ásamt greinargerð dags. 10. október 2025. Tillagan var auglýst frá 18. nóvember til 13. janúar 2026. Lögð fram að nýju ásamt athugasemdum sem bárust á kynningartíma.
Vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

Almenn erindi

9.25043616 - Nýbýlavegur 1. Breyting á Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040.

Lögð fram að nýju tillaga skipulagsfulltrúa dags. 14. nóvember 2025 skipulagslýsing fyrir breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040 fyrir lóðina nr. 1 við Nýbýlaveg. Í breytingunni felst að landnotkun á lóðinni verði breytt úr verslun og þjónustu í íbúðabyggð. Á fundi skipulags- og umhverfisráðs þann 17. nóvember 2025 var afgreiðslu frestað.
Fundarhlé kl. 17:33, fundi framhaldið kl. 18:06.

Samþykkt að framlögð skipulagslýsing verði kynnt með vísan til 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fjórum atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Kristins Dags Gissurarsonar, Andra Steins Hilmarssonar og Gunnars Sæs Ragnarssonar gegn atkvæðum Andrésar Péturssonar, Helgu Jónsdóttur og Hákonar Gunnarssonar. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bókun:
„Nýbýlavegur 1 er ein mikilvægasta og verðmætasta lóðin innan bæjarmarka Kópavogs. Fyrir liggur að breyta þarf landnotkun eða „tilgangi“ bygginga á lóðinni. Um það þarf Kópavogsbær að eiga viðræður við núverandi lóðarhafa og veghaldarann (Vegagerðina). Íbúar í grenndinni hafa sömuleiðis ríka hagsmuni af ákvörðun um ráðstöfun lóðarinnar og á raddir þeirra ber að hlusta. Það er ótímabært og gagnstætt hagsmunum íbúa og bæjarfélagsins að ákveða að þarna verði íbúabyggð eins og lagt er til í tillögunni. Við leggjumst gegn henni.“
Hákon Gunnarsson, Indriði Ingi Stefánsson, Helga Jónsdóttir og Andrés Pétursson.

Bókun:
„Núverandi svæði er í dag skilgreint sem verslunar- og þjónustusvæði en skipulagslýsingin gerir ráð fyrir að svæðið verði íbúðarbyggð. Meirihlutinn leggur áherslu á að vegtenging verði einungis frá Nýbýlavegi. Í skipulagsvinnu þarf að skoða byggingarheimildir, hæðir húsa og aðra skilmála varðandi frágang, ásýnd og gæði byggðar. Í kynningu á skipulagslýsingu gefst tækifæri til að eiga samráð við íbúana enda leggur meirihlutinn ríka áherslu á að skipulagsvinnan fari fram í góðri sátt.“
Hjördís Ýr Johnson, Kristinn Dagur Gissurarson, Andri Steinn Hilmarsson og Gunnar Sær Ragnarsson.

Almenn erindi

10.25121767 - Urðarhvarf 16. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn Framkvæmdasýslunnar - Ríkiseigna dags. 12. desember 2025 þar sem spurst er fyrir um hvort heimilað verði að breyta landnotkun fyrir lóðina nr. 16 við Urðarhvarf. Lóðin er á verslunar- og þjónustusvæði í Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040, óskað er eftir að skilgreind landnotkun skv. aðalskipulagi verði samfélagsþjónusta. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 12. janúar 2026 var erindinu vísað til skipulags- og umhverfisráðs. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. janúar 2026.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 16. janúar 2026.

Almenn erindi

11.2508452 - Bakkabraut 9-23. Svæði 8. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram til afgreiðslu tillaga umhverfissviðs dags. 1. október 2025 að breytingu á deiliskipulagi Kársneshafnar fyrir lóðina nr. 9-23 við Bakkabraut, svæði 8 á þróunarsvæðinu á Kársnesi (ÞR-1). Í breytingunni felst breytt aðkoma að lóðinni, breytt fyrirkomulag bílastæða og djúpgáma. Á fundi skipulags- og umhverfisráðs þann 15. desember 2025 var tillögunni vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa. Lagt fram að nýju ásamt minnisblaði frá skipulagsfulltrúa dags. 16. janúar 2026.
Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 18:44.