Skipulagsnefnd

1261. fundur 15. júní 2015 kl. 16:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
 • Sverrir Óskarsson aðalfulltrúi
 • Anna María Bjarnadóttir aðalfulltrúi
 • Sigríður Kristjánsdóttir aðalfulltrúi
 • Kristinn D Gissurarson aðalfulltrúi
 • Ása Richardsdóttir aðalfulltrúi
 • Margrét Júlía Rafnsdóttir aðalfulltrúi
 • Jón Finnbogason varafulltrúi
 • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
 • Þóra Jóhannesdóttir Kjarval starfsmaður nefndar
 • Smári Magnús Smárason starfsmaður umhverfissviðs
 • Gísli Norðdahl byggingarfulltrúi
 • Salvör Þórisdóttir lögfræðingur
Fundargerð ritaði: Þóra Kjarval arkitekt
Dagskrá
Jón Finnbogason sat fundinn í stað Guðmundar Geirdal.

1.1505024 - Bæjarráð - 2777. Fundur haldinn 4. júní 2015

1505011F - Skipulagsnefnd, dags. 1. júní 2015. 1260. fundur skipulagsnefndar í 15. liðum. Lagt fram.

1503265 - Boðaþing 14-16 og 18-20. Breytt deiliskipulag.

Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi og vísaði erindinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1503554 - Gulaþing 25. Breytt deiliskipulag.

Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi þar sem komið er til móts við innsendar athugasemdir og vísaði erindinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

2.1505022 - Bæjarstjórn - 1118. Fundur haldinn 9. júní 2015

1505024F - Bæjarráð, dags. 4. júní 2015.
2777. fundur bæjarráðs í 19. liðum.
Lagt fram.

1503265 - Boðaþing 14-16 og 18-20. Breytt deiliskipulag.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi og vísaði erindinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Bæjarstjórn staðfesti afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

1503554 - Gulaþing 25. Breytt deiliskipulag.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi þar sem komið er til móts við innsendar athugasemdir og vísaði erindinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Bæjarstjórn staðfesti afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

3.15061875 - Sandskeiðslína 1 og niðurrif Hamraneslínu 1 og 2.

Fulltrúar Landsnets kynna undirbúning vegna byggingar Sandskeiðslínu 1 og niðurrifs Hamraneslínu 1 og 2 sem gert er ráð fyrir í kjölfar þess að Sandskeiðslína er komin í rekstur.
Ólafur Árnason, fagstjóri hjá Verkfræðistofunni Eflu og Þórarinn Bjarnason frá Landsneti, kynnti málið.

4.1312123 - Hverfisskipulag

Lögð fram samantekt frá íbúafundi Fífuhvamms sem haldinn var 28.5. sl.

Þá lagðar fram athugasemdir sem bárust við drög að Hverfisáætlun Smárans. Athugasemdir bárust frá Nýja Norðurturninum hf., dags.29.5.2015; frá Gunnhildi S. Jónsdóttur og Gunnari M. Hansson, Lautarsmára 5, dags. 28.5.2015.
Verkefnisstjóri hverfisskipulags kynnti stöðu mála.

5.1505137 - Hverfisskipulag Reykjavíkur

Lagðar fram umsagnir skipulags- og byggingardeildar dags 11.6.2015 vegna skipulags- og matslýsingar fyrir hverfisskipulag Árbæjar, hverfi 7.1, 7.2, 7.3 og 7.4.; fyrir skipulags- og matslýsingu fyrir Hverfisskipulag Breiðholts, hverfi 6.1, 6.2 og 6.3.
Lagt fram. Skipulagsnefnd áskilur sér rétt til að gera athugasemdir á seinni stigum málsins.

6.1503043 - Digranesvegur 18. Grenndarkynning.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Apparat teiknistofu f.h. lóðarhafa þar sem óskað er eftir að breyta eign nr. 0102 úr tannlæknastofu í íbúð. Á fundi skipulagsnefndar 16.3.2015 var samþykktmeð tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Digranesvegar 1, 16, 16a, 18a og 20. Kynningu lauk 11. júní 2015. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

7.1402319 - Dalaþing 4. Breytt deiliskipulag.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Stefáns Þ. Ingólfssonar, arkitekts, dags. 13.2.2014 f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi Dalaþings 4. Á fundi skipulagsnefndar 20.4.2015 var samþykkt með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu skipulagsstjóra fyrir lóðarhöfum Dalaþings 1, 2, 3, 5, 6, 7, 8, 9; Hafraþings 5, 6, 8, 7, 8, 9, 10, 11, 12. Kynningu lauk 11. júní 2015. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

8.1502349 - Vatnsendaskóli - Funahvarf 2 - Breytt deiliskipulag

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga umhverfissviðs að útfærslu deiliskipulags við Vatnsendaskóla hvað varðar íþróttahús, fyrirkomulag bílastæða, leiksvæða og staðsetningu færanlegra kennslustofa.
Á fundi skipulagsnefndar 16.3.2015 var samþykkt með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Kynningu lauk 8.6.2015. Athugasemdir bárust frá Húsfélagi Fellahvarfs 3, dags. 7.6.2015; frá Fellahvarfi 19 og 23, dags. 7.6.2015.
Frestað. Vísað til úrvinnslu umhverfissviðs.

9.1312426 - Austurkór 63, símahús og mastur.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Fjarskipta hf, Skútuvogi 2, 104 Reykjavík dags. 26.2.2015 þar sem óksað er eftir heimild skipulagsnefndar til uppsetningar fjarskiptabúnaðar á húsinu Austurkór 63. Kynningu lauk 8.6.2015. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.

Lagður fram tölvupóstur frá Magnúsi Pálma Örnólfssyni, f.h. Túnfljóts ehf, fyrri eiganda Austurkórs 63, dags. 10.6.2015.
Frestað.

10.1410308 - Hlíðarvegur 43 og 45. Grenndarkynning.

Lögð fram að nýju tillaga KRark f.h. lóðarhafa dags. 31.5.2015 að nýjum íbúðarhúsum við Hlíðarveg 43 og 45. Á fundi skipulagsnefndar 1.6.2015 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Hlíðarvegar 41: Hrauntungu 60, 62, 64 og 66.

Lagt fram skriflegt samþykki lóðarhafa Hlíðarvegar 41; Hrauntungu 60, 62, 64 og 66 (lóðarhafar sem fengu grenndarkynningu senda) dags. 9.6.2015.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

11.1304237 - Smárinn. Endurskoðun deiliskipulags.

Lögð fram drög að deiliskipulagi suðursvæðis Smáralindar. Uppdráttur í mkv. 1:2000 ásamt greinargerð, skýringarmyndum og skipulagsskilmálum dags. í júní 2015.
Ark Studio og VSÓ gerðu grein fyrir framlögðum drögum.

12.1505736 - Vatnsendablettur 247 (Dimma). Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju tillaga að breyttu deiliskipulagi Vatnsendabletts 247 (Dimmu) dags. 1.6.2015. Á fundi skipulagsnefndar 1.6.2015 var málinu frestað. Í breytingunni felst að komið er fyrir hesthúsi fyrir allt að sex hesta á suðausturhluta lóðarinnar. Aðkoma frá núverandi reiðleið sem liggur vestan lóðarinnar verður um húsagötu og heimreið að Dimmu sbr. uppdrætti dags. 1.6.2015.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir lóðarhöfum Vatnsendabletts 18, 20, 235, 510 (Fagraholt), Fagranes, 710, 711, 712, 713, 722 og 723.

13.15062063 - Helgubraut 13. Grenndarkynning.

Lagt fram erindi Vektor ehf. f.h. lóðarhafa dags. 7.6.2015. Óskað er eftir að byggja 11m2 sólskála og anddyri á suðurhlið Helgubrautar 13. Hæð skálans verður 2,6m sbr. meðfylgjandi uppdrætti dags. 7.6.2015.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða fyrir lóðarhöfum Helgubrautar 11 og 15.

14.15061205 - Nýbýlavegur 20. Grenndarkynning.

Frá byggingarfulltrúa:
Lagt fram erindi Hildar Bjarnadóttur, arkitekts, f.h. lóðarhafa dags. 10.2.2015. Í erindi er óskað eftir að hækka þak á rými 0201 um 1,2m. Einnig er bætt við nýjum flóttastiga á bakhlið sbr. uppdráttum dags. 10.2.2015.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Laufbrekku 16, 18, 20 og 22.

15.15061520 - Víðigrund 61. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Elínar Sigurgeirsdóttur, lóðarhafa Víðigrundar 61, dags. 22.5.2015. Í erindi er óskað eftir að bæta einu bílastæði við vestan megin við sameiginlega bílskúra Víðigrundar 57, 59 og 61 sbr. meðfylgjandi skýringarmynd. Meðfylgjandi er skriflegt samþykki lóðarhafa Víðigrundar 57 og 59.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Víðigrundar 55 og 63.

16.15062065 - Víðihvammur 30. Grenndarkynning.

Lagt fram erindi Arkís f.h. lóðarhafa dags. 29.5.2015. þar sem óskað er eftir breytingum á einbýlishúsi við Víðihvamm 30. Í breytingunni felst að breyta húsinu í tvíbýli og byggja við húsið á tveimur stöðum:
1. Nýtt 5m2 anddyri við núverandi inngang á norðurhlið efri hæðar hússins.
2. Byggja 14m2 viðbyggingu á suðurhlið neðri hæðar hússins, á þaki viðbyggingar verða svalir fyrir efri hæðina.
Heildarbyggingarmagn hækkar úr 178,5m2 í 197,3m2 og nýtingarhlutfall hækkar úr 0,25 í 0,28 eftir breytingu sbr. uppdráttum dags. 29.5.2015.
Frestað.

17.15062060 - Langabrekka 5. Grenndarkynning

Lagt fram erindi Teiknivangs f.h. lóðarhafa dags. í mars 2012. Óskað er eftir að byggja við bílskúr til suðurs á lóðinni Löngubrekku 5. Viðbygging er 2,5 x 7,5 metrar að stærð eða um 19m2 að grunnfleti. Hæð viðbyggingar verður 3,3m að hæð og stendur 0,5m frá lóðarmörkum við Álfhólsveg 61. Gólfkóti viðbyggingar verður 1,3m lægri en lóðin við Álfhólsveg 61 sbr. meðfylgjandi uppdrætti dags. í mars 2012.
Frestað. Óskað eftir uppfærðum gögnum.

18.15061927 - Fornahvarf 1. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn Kristjáns Andréssonar, dags. 10.6.2015 varðandi mögulega uppbyggingu við Fornahvarf 1. Í fyrirspurn kemur fram vilji til að stækka lítillega við núverandi íbúðarhús og byggja hesthús fyrir 4-6 hesta á suðvesturhorni lóðarinnar sbr. meðfylgjandi skýringarmynd dags. 10.6.2015.
Frestað.

Fundi slitið.