Á fundi skipulagsnefndar 17. mars 2009 er lagt fram erindi Gunnars P. Kristinssonar arkitekt dags. 16. mars 2009 fh. lóðarhafa nr. 16 við Grundarsmára. Erindi varðar beiðni lóðarhafa um að byggja viðbyggingu á tveimur hæðum á vesturhlið og útbyggðan glugga á norðurhlið, ásamt því að byggja skyggni yfir svalir og framlengja svalir á norðurhlið. Viðbygging yrði 24,8 m² á efri hæð og 17,2 m² á neðri hæð, alls 42,0 m² Útbyggður gluggi 8,6 m² stækkun á svölum 1,2 m til norðurs. Hús er nú 256,8 m² og verður eftir breytingar 307,4 m².
Meðfylgjandi: Skýringaruppdrættir í mkv. 1:100 dags. 13. mars 2009.
Skipulagsnefnd samþykkir að senda málið í kynningu til lóðarhafa Grundarsmára 11, 13, 14, 15, 17, 18 og 20. Grófarsmára 21, 23, 25, 27, 29, 31, 33 og 35.
Kynning fór fram 27. mars til 27. apríl 2009. Athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 5. maí 2009 er erindið lagt fram að nýju ásamt athugasemdum.
Frestað.
Bæjarskipulagi falið að taka saman umsögn varðandi innsenndar athugasemdir.
Á fundi skipulagsnefndar 19. maí 2009 er erindið lagt fram á ný ásamt umsögn dags. 19. maí 2009.
Frestað.
Skipulagsstjóra falið að ræða við lóðarhafa um minnkun byggingarmagns.
Á fundi skipulagsnefndar 23. júní 2009 er erindið lagt fram að nýju ásamt tillögu að nýju deiliskipulagi lóðarinnar dags. 3. júní 2009.
Skipulagsnefnd hafnar erindinu dags. 17. mars 2009. Skipulagsnefnd samþykkir að senda nýja tillögu að deiliskipulagi lóðarinnar dags. 3. júní 2009 í kynningu til lóðarhafa Grundarsmára 11, 13, 14, 15, 17, 17 og 20. Grófarsmára 21, 23, 25, 27, 29, 31, 33 og 35. Í tillögunni felst að viðbygging á vesturhlið verði 17,8 m² á efri hæð og 12,8 m² á neðri hæð, alls 30,6 m². Útbyggður gluggi 8,6 m² á norðurhlið og stækkun á svölum 1,2 m til norðurs. Hús er nú um 256,8 m² og verður eftir breytingu 296 m². Viðbyggingar fari yfir 1/3 lengdar viðkomandi hliðar hússins, sbr. skilmála. Heildarstærð hússins verður um 16,8 m² yfir gildandi skilmálum.
Skipulagsnefnd vísar málinu til afgreiðslu bæjarráðs.
Á fundi bæjarráðs 25. júní 2009 er samþykkt skipulagsnefndar staðfest.
Kynning fór fram 2, júlí til 4. ágúst 2009. Athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 26. ágúst 2009 er erindið lagt fram að nýju ásamt athugasemdum.