Skipulagsnefnd

1277. fundur 30. maí 2016 kl. 16:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
  • Sigríður Kristjánsdóttir aðalfulltrúi
  • Kristinn D Gissurarson aðalfulltrúi
  • Andrés Pétursson aðalfulltrúi
  • Jón Finnbogason varafulltrúi
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Arnþór Sigurðsson varafulltrúi
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
  • Steingrímur Hauksson sviðsstjóri skipulags- umhverfissviðs
  • Smári Magnús Smárason starfsmaður umhverfissviðs
  • Þóra Jóhannesdóttir Kjarval starfsmaður nefndar
  • Guðrún Edda Finnbogadóttir lögfræðingur
Fundargerð ritaði: Þóra Kjarval arkitekt
Dagskrá

1.1604027 - Bæjarráð - 2820. Fundur haldinn 4. maí 2016.

1604014F - Skipulagsnefnd, dags. 2. maí 2016.
1276. fundur skipulagsnefndar í 23. liðum.
Lagt fram.

16041211 - Álftröð 1. Grenndarkynning.
Frá skipulagsstjóra, dags. 3. maí, lagt fram frá byggingarfulltrúa erindi Hildar Bjarnadóttur, arkitekts, dags. 20.3.2016, f.h. lóðarhafa þar sem óskað er eftir heimild til stækkunar á bílskúrum á norðvestur hluta lóðar. Bílskúrar eru í dag 68,8 m2 en verða eftir stækkun 107,8 m2. Nýtingarhlutfall lóðar verður 0,33 eftir breytingu en er í dag 0,27 sbr. uppdráttum dags. 20.3.2016. Skipulagsnefnd hafnaði ósk um stækkun bílskúrs með vísan í fyrri ákvörðun skipulagsnefndar frá 21. mars 2016 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

1002115 - Fífuhvammsland vesturhluti, breytt deiliskipulag.
Frá skipulagsstjóra, dags. 3. maí, lögð fram að nýju tillaga umhverfissviðs að breyttu deiliskipulagi Fífuhvammslands vesturhluta með lagfæringum á uppdrætti, greinargerð og umhverfisskýrslu, ásamt umhverfisskýrslu dags. 11.4.2016 og umsögn dags. 11.4.2016 með fyrrgreindum breytingum. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 ásamt umhvefisskýrslu dags. 11. apríl 2016 og umsögn dags. 11. apríl 2016, og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

1510610 - Hamraendi 25. Breytt deiliskipulag.
Frá skipulagsstjóra, dags. 3. maí, lagt fram að nýju erindi Sveins Ívarssonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa, dags. 20.10.2015, þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi Hamraenda 25. Í breytingunni felst að byggingarreitur stækkar um 2m til suðurs og lóð stækkar um 81 m2 til suðurs. Gert er ráð fyrir fjórum bílastæðum við snúningshaus sbr. uppdrætti dags. 20.10.2015. Á fundi skipulagsnefndar 21.3.2016 var samþykkt með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Hamraenda 24, 26, 28, 30 og 32. Erindi lagt fram að nýju ásamt skriflegu samþykki tilgreindra lóðarhafa. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

1512150 - Hlíðarendi 19. Breytt deiliskipulag.
Frá skipulagsstjóra, dags. 3. maí, lagt fram að nýju erindi Sveins Ívarssonar, arkitekts, f.h. lóðarahafa dags. 26.8.2015 þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi Hlíðarenda 19. Í breytingunni felst að byggingarreitur og lóð stækka um 4 metra til suðurs sbr. uppdráttum dags. 26.8.2015. Á fundi skipulagsnefndar 14.12.2015 var samþykkt með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Hlíðarenda 17, 18, 20 og 22. Lagt fram ásamt skriflegu samþykki tilgreindra lóðarhafa. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

16041206 - Kársnesbraut 135. Grenndarkynning.
Frá skipulagsstjóra, dags. 3. maí, lagt fram frá byggingarfulltrúa erindi Verkfræðistofu Hauks Ásgeirssonar dags. í mars 2016, f.h. lóðarhafa þar sem óskað er eftir breytingum á lóðinni Kársnesbraut 135. Í breytingunni felst að byggja ca. 68 m2 bílskúr við suður-lóðamörk sbr. uppdrætti dags. í mars 2016. Þá lagt fram samþykki lóðarhafa Holtagerðis 78, 80, 82; Kársnesbrautar 133, 137 og Kársnesbrautar 112, dags. 25.4.2016. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

1601517 - Kársnesskóli. Skólagerði. Færanlegar kennslustofur.
Frá skipulagsstjóra, dags. 3. maí, lögð fram að nýju frá byggingarfulltrúa að lokinni kynningu tillaga sviðsstjóra umhverfissviðs dags. 18.1.2016 um heimild til að setja niður þrjár færanlegar kennslustofur vestan við Kársnesskóla við Skólagerði sbr. uppdrátt. Á fundi skipulagsnefndar 18.1.2016 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Skólagerðis 1, 3, 5, 7, 9, 10, 11, 12, 13, 14, 15 og 17; Holtagerðis 26, 28, 30, 32, 33, 34, 35 og 37. Kynningu lauk 29.4.2016. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

1604158 - Lundur 74-78. Breytt deiliskipulag.
Frá skipulagsstjóra, dags. 3. maí, lögð fram tillaga Guðmundar Gunnalaugssonar, arkitekts fh. lóðarhafa að breytingu á hæðarkóta við hús nr. 74, 76 og 78 við Lund sbr. uppdrætti í mkv. 1:500 og 1:100 dags. 14.3. 2016 og 25.4. 2016 ásamt greinargerð. Í breytingunni fellst að hámarkshæð Lundar nr. 74 hækkar um 80 sm, Lundar 76 um 50 sm og Lundar nr. 78 um 20 sm. Skipulagsnefnd taldi framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi ekki varða hagsmuni annara en lóðarhafa og sveitafélagsins og samþykkti því tillöguna með tilvísan til 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

1601641 - Selbrekka 20. Grenndarkynning.
Frá skipulagsstjóra, dags. 3. maí, lagt fram að nýju erindi KRark, dags. 30.11.2015, f.h. lóðarhafa þar sem óskað er eftir að breyta Selbrekku 20 úr einbýlishúsi í tvíbýlishús. Á fundi skipulagsnefndar 18.1.2015 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Selbrekku 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 10, 11, 12, 14, 16, 18, 20, 22, 24 og 26. Kynningu lauk 11.3.2016. Athugasemd barst frá Helga Magnússyni og Sigríði Jóhannsdóttur, Selbrekku 18, dags. 8.3.2016. Erindi lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 2.5.2016. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu ásamt umsögn dags. 2.5.2016, með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

2.1605001 - Bæjarstjórn - 1137. Fundur haldinn 10. maí 2016.

16041211 - Álftröð 1. Grenndarkynning.
Frá skipulagsstjóra, dags. 3. maí, lagt fram frá byggingarfulltrúa erindi Hildar Bjarnadóttur, arkitekts, dags. 20.3.2016, f.h. lóðarhafa þar sem óskað er eftir heimild til stækkunar á bílskúrum á norðvestur hluta lóðar. Bílskúrar eru í dag 68,8 m2 en verða eftir stækkun 107,8 m2. Nýtingarhlutfall lóðar verður 0,33 eftir breytingu en er í dag 0,27 sbr. uppdráttum dags. 20.3.2016. Skipulagsnefnd hafnaði ósk um stækkun bílskúrs með vísan í fyrri ákvörðun skipulagsnefndar frá 21. mars 2016 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar. Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og hafnar erindinu með 11 atkvæðum.

1002115 - Fífuhvammsland vesturhluti, breytt deiliskipulag.
Frá skipulagsstjóra, dags. 3. maí, lögð fram að nýju tillaga umhverfissviðs að breyttu deiliskipulagi Fífuhvammslands vesturhluta með lagfæringum á uppdrætti, greinargerð og umhverfisskýrslu, ásamt umhverfisskýrslu dags. 11.4.2016 og umsögn dags. 11.4.2016 með fyrrgreindum breytingum. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 ásamt umhvefisskýrslu dags. 11. apríl 2016 og umsögn dags. 11. apríl 2016, og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar. Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

1510610 - Hamraendi 25. Breytt deiliskipulag.
Frá skipulagsstjóra, dags. 3. maí, lagt fram að nýju erindi Sveins Ívarssonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa, dags. 20.10.2015, þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi Hamraenda 25. Í breytingunni felst að byggingarreitur stækkar um 2m til suðurs og lóð stækkar um 81 m2 til suðurs. Gert er ráð fyrir fjórum bílastæðum við snúningshaus sbr. uppdrætti dags. 20.10.2015. Á fundi skipulagsnefndar 21.3.2016 var samþykkt með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Hamraenda 24, 26, 28, 30 og 32. Erindi lagt fram að nýju ásamt skriflegu samþykki tilgreindra lóðarhafa. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar. Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

1512150 - Hlíðarendi 19. Breytt deiliskipulag.
Frá skipulagsstjóra, dags. 3. maí, lagt fram að nýju erindi Sveins Ívarssonar, arkitekts, f.h. lóðarahafa dags. 26.8.2015 þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi Hlíðarenda 19. Í breytingunni felst að byggingarreitur og lóð stækka um 4 metra til suðurs sbr. uppdráttum dags. 26.8.2015. Á fundi skipulagsnefndar 14.12.2015 var samþykkt með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Hlíðarenda 17, 18, 20 og 22. Lagt fram ásamt skriflegu samþykki tilgreindra lóðarhafa. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar. Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

16041206 - Kársnesbraut 135. Grenndarkynning.
Frá skipulagsstjóra, dags. 3. maí, lagt fram frá byggingarfulltrúa erindi Verkfræðistofu Hauks Ásgeirssonar dags. í mars 2016, f.h. lóðarhafa þar sem óskað er eftir breytingum á lóðinni Kársnesbraut 135. Í breytingunni felst að byggja ca. 68 m2 bílskúr við suður-lóðamörk sbr. uppdrætti dags. í mars 2016. Þá lagt fram samþykki lóðarhafa Holtagerðis 78, 80, 82; Kársnesbrautar 133, 137 og Kársnesbrautar 112, dags. 25.4.2016. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar. Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

1601517 - Kársnesskóli. Skólagerði. Færanlegar kennslustofur.
Frá skipulagsstjóra, dags. 3. maí, lögð fram að nýju frá byggingarfulltrúa að lokinni kynningu tillaga sviðsstjóra umhverfissviðs dags. 18.1.2016 um heimild til að setja niður þrjár færanlegar kennslustofur vestan við Kársnesskóla við Skólagerði sbr. uppdrátt. Á fundi skipulagsnefndar 18.1.2016 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Skólagerðis 1, 3, 5, 7, 9, 10, 11, 12, 13, 14, 15 og 17; Holtagerðis 26, 28, 30, 32, 33, 34, 35 og 37. Kynningu lauk 29.4.2016. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar. Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

1604158 - Lundur 74-78. Breytt deiliskipulag.
Frá skipulagsstjóra, dags. 3. maí, lögð fram tillaga Guðmundar Gunnalaugssonar, arkitekts fh. lóðarhafa að breytingu á hæðarkóta við hús nr. 74, 76 og 78 við Lund sbr. uppdrætti í mkv. 1:500 og 1:100 dags. 14.3. 2016 og 25.4. 2016 ásamt greinargerð. Í breytingunni fellst að hámarkshæð Lundar nr. 74 hækkar um 80 sm, Lundar 76 um 50 sm og Lundar nr. 78 um 20 sm. Skipulagsnefnd taldi framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi ekki varða hagsmuni annara en lóðarhafa og sveitafélagsins og samþykkti því tillöguna með tilvísan til 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar. Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

1601641 - Selbrekka 20. Grenndarkynning.
Frá skipulagsstjóra, dags. 3. maí, lagt fram að nýju erindi KRark, dags. 30.11.2015, f.h. lóðarhafa þar sem óskað er eftir að breyta Selbrekku 20 úr einbýlishúsi í tvíbýlishús. Á fundi skipulagsnefndar 18.1.2015 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Selbrekku 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 10, 11, 12, 14, 16, 18, 20, 22, 24 og 26. Kynningu lauk 11.3.2016. Athugasemd barst frá Helga Magnússyni og Sigríði Jóhannsdóttur, Selbrekku 18, dags. 8.3.2016. Erindi lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 2.5.2016. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu ásamt umsögn dags. 2.5.2016, með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til æjarstjórnar. Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

3.1510546 - Breiðahvarf 15. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju erindi lóðarhafa Breiðahvarfs 15 dags. 22.11.2015 þar sem óskað er eftir að breyta deiliskipulagi Breiðahvarfs 15. Athugasemdir bárust við kynnta tillögu. Á fundi skipulagsnefndar 11.4.2015 var málinu frestað og skipulagsnefnd fól skipulagsstjóra að funda með aðilum málsins. Greint frá fundi sem haldinn var með hlutaðeigandi aðila.
Skipulagsnefnd hafnaði framlagðri tillögu. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

4.16041316 - Gulaþing 11. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju erindi KRark, dags. í apríl 2016, f.h. lóðarhafa þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi Gulaþings 11. Í breytingunni felst að farið er út fyrir byggingarreit á suðvesturhlið hússins, svalir ná út úr byggingarreit til norðurs og hluti þakflatar á austurhlið hússins fer að hluta yfir hámarksvegghæð sbr. meðfylgjandi skilmálateikningu í mkv. 1:200 ódags. Á fundi skipulagsnefndar 2.5.2016 var samþykkt með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Gulaþings 9, 13, 15 og 17.

Lagt fram ásamt skriflegu samþykki aðliggjandi lóðarhafa.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Steingrímur Hauksson vék af fundi undir þessum lið.

5.1507047 - Hamraborg 3. Gistiheimili. Grenndarkynning.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Studio apartments þar sem óskað er eftir að breyta hluta Hamraborgar 3 í gistiheimiili sbr. uppdrætti dags. 12.1.2016. Á fundi skipulagsnefndar 31.3.2016 var samþykkt með tilvísan til. 44. gr. skipulagslaga að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Hamraborgar 1 og 5. Kynningu lauk 9.5.2016. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
Hlé var gert á fundi kl. 17:47.
Fundi var framhaldið kl. 17:50.

Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Theódóra S. Þorsteinsdóttir, Andrés Pétursson, Jón Finnbogason, Sigríður Kristjánsdóttir og Guðmundur Gísli Geirdal samþykktu tillöguna.

Arnþór Sigurðsson og Kristinn Dagur Gissurarson voru andvígur því að samþykkja tillöguna.
Margrét Júlía Rafnsdóttir tók undir höfnun Arnþórs Sigurðssonar og Kristins Dags Gissurarsonar.

Bókun frá Kristni Degi Gissurarsyni:
"Harma fordæmisgefandi ákvörðun meirihluta skipulagsnefndar að heimila gistirekstur á jarðhæð að Hamraborg 3. Skipulagsnefnd þ.e. meirihlutinn opnar á að flæði gistirýmareksturs á jarðhæðum í Hamraborg sem getur leitt til einhæfni og laskað áætlanir og áform um fjölbreytni á Hamraborgarsvæðinu."

Bókun frá Theódóru S. Þorsteinsdóttur:
"Eins og skipulagið er í dag eru leiðbeiningar fyrir Hamraborg."

6.16041354 - Hamraborg 1-3. Auglýsingaskilti

Frá byggingarfulltrúa:
Lagt fram að nýju erindi húsfélagsins í Hamraborg 1-3 þar óskað er eftir heimild til að hengja upp auglýsingaskilti á norður gafl hússins sbr. meðfylgjandi ljósmyndum. Á fundi skipulagsnefndar 2.5.2016 var erindinu frestað.
Í ljósi þeirrar miklu uppbyggingar sem er að hefjast á Auðbrekkusvæðinu er það mat skipulagsnefndar að veita ekki skilyrðislaust leyfi fyrir auglýsingaskilti á norðurgafli Hamraborgar 1-3. Skipulagsnefnd veitir húsfélagi Hamraborgar 1-3 tímabundið leyfi til eins árs fyrir auglýsingaskilti á norðurgafli hússins en leyfið verði endurskoðað að einu ári liðnu. Kópavogsbær áskilur sér rétt til að afturkalla leyfið að ári liðnu og skal húsfélag Hamraborgar 1-3 þá fjarlægja auglýsingaskiltið innan eins mánaðar á sinn kostnað. Sækja skal um leyfið að nýju árlega.

7.16011467 - Kópavogsbakki 2. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju erindi Gláma-Kím arkitekta, dags. 26.1.2016, f.h. lóðarhafa þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi Kópavogsbakka 2. Á fundi skipulagsnefndar 18.2.2016 var samþykkt með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Kópavogsbakka 1, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 10, 11, 13 og 15. Kynning lauk 11.4.2016. Athugasemdir bárust frá Jónasi Haraldssyni, Kópavogsbakka 9, dags. 11.3.2016; frá Birni Inga Sveinssyni, Kópavogsbakka 8, dags. 14.3.2016; frá Jóni Daða Ólafssyni, Kópavogsbakka 7, dags. 1.4.2016; frá Páli Kristjánssyni, Kópavogsbakka 1, dags. 6.4.2016. Á fundi skipulagsnefndar 2.5.2016 var málinu frestað.

Lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 30.5.2016.
Skipulagsnefnd samþykkti tillögu að breyttu deiliskipulagi Kópavogsbakka 2 ásamt umsögn dags. 30.5.2016, með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

8.1602724 - Hækkun sjávar. Fyrirspurn frá Guðmundi Geirdal.

Með tilvísan í fyrirspurn Guðmundar G. Geirdal á 1273. fundi skipulagsnefndar 18.2.2016, er lagt fram minnisblað frá Vegagerðinni dags. 19.5.2016. Þá lögð fram skýringarmynd skipulags- og byggingardeildar með gólfkótum húsa á hafnarsvæðinu.
Sviðsstjóri gerði grein fyrir málinu.

9.1502167 - Rjúpnahæð: opin svæði, stígar og sparkvöllur. Breytt deiliskipulag.

Á fundi skipulagsnefndar 11.4.2016 var samþykkt að falla frá kynntum tillögum að breyttri staðsetningu sparkvallar í Rjúpnahæð. Skipulagsnefnd frestaði afgreiðslu málsins og fól skipulags- og byggingardeild að kynna nánari útfærslu á sparkvelli fyrir hlutaðeigandi. Var hlutaðeigandi tilkynnt niðurstaða skipulagsnefndar með bréfi dags. 2.5.2016. Athugasemdir bárust frá Erlu Björk Steinarsdóttur og Birni Jakobi Tryggvasyni, Auðnukór 7, dags. 25.5.2016.
Lagt fram og samþykkt.

10.1410344 - Smalaholt, leiksvæði. Breytt deiliskipulag.

Á fundi skipulagsnefndar 11.4.2016 var samþykkt að falla frá kynntum tillögum að breyttri staðsetningu sparkvallar í Rjúpnahæð. Skipulagsnefnd frestaði afgreiðslu málsins og fól skipulags- og byggingardeild að kynna nánari útfærslu á sparkvelli fyrir hlutaðeigandi. Var hlutaðeigandi tilkynnt niðurstaða skipulagsnefndar með bréfi dags. 2.5.2016. Athugasemdir bárust frá Sævari Guðjónssyni og Guðrúnu Jónsdóttur, Öldusölum 4, dags. 25.5.2016; frá Stefáni Konráðssyni og Margréti U. Kristjánsdóttur, Öldusölum 8, dags. 25.5.2016; frá Guðmundi Má Guðmundssyni og Hólmfríði Þorsteinsdóttur, Örvasölum 7, dags. 24.5.2016; frá Gísla Snæbjörnssyni og Evu Björk Aðalgeirsdóttur, Örvasölum 2, dags. 24.5.2016; frá Hildi Ingvarsdóttur, Örvasölum 3, dags. 24.5.2016; frá Kristni Erni Sverrissyni og Níní Jónasdóttur, Öldusölum 2, dags. 23.5.2016; frá Almari Þ. Möller og Jóhanni G. Möller, Örvasölum 14 og 16, dags. 23.5.2016; frá Jóni Gunnari Jónssyni og Sigríði Ríkharðsdóttur, Örvasölum 6, dags. 19.5.2016; frá Berglindi Ósk Guðmundsdóttur, Örvasölum 4, dags. 9.5.2016; frá Þórhalli Sverrissyni og Hildi Hjálmarsdóttur, Öldusölum 9, dags. 21.5.2016; frá Jónu Bryndísi Gísladóttur og Vilhjálmi Björnssyni, Örvasölum 24, dags. 19.5.2016.
Lagt fram. Afgreiðslu frestað. Skipulagsnefnd óskaði eftir því að skipulags- og byggingardeild boði til samráðsfundar með íbúum við Öldusali og Örvasali til að fara yfir málið.

11.1409123 - Kársnesbraut 7 (Ásbraut 1-1a). Kynning á byggingarleyfi.

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga THG arkitekta dags. 26.11.2015 f.h. lóðarhafa að uppbyggingu við Kársnesbraut 7. Í breytingunni felst að byggja tvö stakstæð íbúðarhús með þremur íbúðum hvort. Syðra húsið er samsíða Ásbrautinni en nyrðra húsið er samsíða Kársnesbrautinni. Bílastæði eru á milli húsanna tveggja og undir syðra húsinu. Heildarbyggingarmagn á lóð er um 798 m2 og nýtingarhlutfall er 0,46. Á fundi skipulagsnefndar 18.2.2016 var samþykkt með tilvísan til. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna Tillögu C fyrir lóðarhöfum Ásbrautar 2, 2a, 3, 5, 7, 7a, 9, 11 og 13; Hraunbrautar 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 10, 11, 12, 14 og 16; Kársnesbrautar 9, 11, 13, 15, 17, 19, 21a-d, 23 og 25; Marbakkabrautar 1, 3, 3a, 5 og 7. Kynningu lauk 18.5.2016. Athugasemdir bárust frá Inga Vali Jóhannssyni og Ragnheiði Harðardóttur, Kársnesbraut 9, dags. 18.5.2016; frá Guðmundi Tómas Axelssyni og Jónínu Sigurðardóttur, Ásbraut 2 ásamt Magnúsi Axelssyni, Axel Guðmundssyni og Guðbjörgu Tómasdóttur, Ásbraut 9, dags. 18.5.2016; frá Reyni Valgarðssyni, Hraunbraut 2, dags. 18.5.2016; Elísabetu Sigurðardóttur, Ásbraut 2a, dags. 18.5.2016.
Frestað. Skipulagsnefnd vísaði málinu til úrvinnslu skipulags- og byggingardeildar.

12.1509217 - Markavegur 1-9. Breytt deiliskipulag.

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga umhverfissviðs, dags. 14.9.2015, að breyttu deiliskipulagi Markarvegar 1-9. Á fundi skipulagsnefndar 21.3.2016 var samþykkt með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna nýja tilllögu í samræmi við minnisblað lögfræðisviðs dags. 26.11.2015. Kynning var send lóðarhöfum Markavegar 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8 og 9; Hæðarenda 1, 2 og 3 ásamt Kórnum. Kynningu lauk 20.5.2016. Athugasemd barst frá Kristjáni Erni Þorvaldssyni, Gulaþingi 42, dags. 22.5.2016; frá Jónasi Fr. Jónssyni, hdl., f.h. lóðarhafa Markavegar 1.
Frestað. Skipulagsnefnd vísaði málinu til úrvinnslu skipulags- og byggingardeildar.

13.16051122 - Álftröð 1. Stækkun Bílskúrs.

Frá byggingarfulltrúa:
Lagt fram erindi Hildar Bjarnadóttur, arkitekts, f.h. lóðarhafa dags. 20. maí 2016 þar sem óskað er eftir breytingum á bílskúrum við Álftröð 1. Í breytingunni felst að stækka núverandi bílskúra um 39,5 m2. Eftir breytingu verður bílskúrinn 107,8 m2 að stærð. Nýtingarhlutfall lóðar hækkar úr 0,29 í 0,33 sbr. uppdráttum dags. 23.3.2016.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Álftraðar 3, 5 og 7; Skólatraðar 2, 4, 6 og 8.

Arnþór Sigurðsson vék af fundi undir þessum lið.

Theódóra S. Þorsteinsdótir, Andrés Pétursson, Jón Finnbogason, Sigríður Kristjánsdóttir og Guðmundur G. Geirdal voru samþykk því að grenndarkynna tillöguna.

Kristinn Dagur Gissurarson var andvígur því að grenndarkynna tillöguna.

14.1605419 - Faldarhvarf 8, 10 og 12. Sólskálar. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi frá A2 arkitektum, dags. 10.5.2016, f.h lóðarhafa þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi Faldarhvarfs 8, 10 og 12. Í breytingunni felst að byggðir verði sólskálar við suðurhlið húsanna, hvor um sig 16 m2 að stærð. Byggingarreitur hvers skála er 3,5 m x 4,6 m og hámarkshæð þeirra verður 3,2 m sbr. uppdráttum dags. 10.5.2016.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Faldarhvarfs 2, 4, og 6; Faxahvarfi 1, 2, 4, 5, 8 og 10.

15.1605472 - Holtagerði 8. Sólpallur. Grenndarkynning

Frá byggingarfulltrúa:
Lagt fram erindi Teiknistofunnar Kvarða, dags. 7.4.2016, f.h. lóðarhafa þar sem óskað er eftir breytingum á Holtagerði 8. Í breyingunni felst að nýta þak bílskúrs fyrir svalir og reisa skjólgirðingu kringum svalir, 1,5 - 1,8 metra á hæð sbr. uppdráttum dags. 7.4.2016.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Holtagerðis 5, 6, 7 og 10; Kársnesbrautar 57 og 59.

16.1605924 - Kárnesbraut 123. Viðbygging. Grenndarkynning.

Frá byggingarfulltrúa:
Lagt fram erindi VSB verkfræðistofu, dags. 28.4.2016, f.h. lóðarhafa þar sem óskað er eftir heimild fyrir breytingum á Kársnesbraut 123. Í breytingunni felst að byggt verði við húsið á norðvestur horni þess, tæpa 36 m2 viðbyggingu. Nýtt mænisþak verður sett ofan á núverandi þakflöt. Hæsti punktur nýs mænisþak verður 1,6 metrum hærri en núverandi þak sbr. uppdráttum dags. 28.4.2016.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Kársnesbrautar 121 og 125; Holtagerðis 66, 68 og 70.

17.1601673 - Skemmuvegur 48, sótt um stækkun á lóð.

Frá bæjarráði:
Á fundi bæjarráðs 21. janúar 2016 var lagt fram erindi frá S. Helgasyni móttekið 14. janúar 2016 um stækkun á lóð félagsins að Skemmuvegi 48 til austurs (Skemmuvegur 50) og að félagið fái heimild til að byggja á þeirri lóð.

Lögð fram til kynningar tillaga arkitektastofunnar Trípólí að nýbyggingu ásamt lóðastækkun við Skemmuveg 50 dags. 27.4.2016.
Skipulagsnefnd samþykkti framlögð byggingaráform.

18.812106 - Þríhnúkagígur.

Lögð fram að nýju tillaga að lýsingu deiliskipulagsverkefnis og matslýsing vegna deiliskipulags Þríhnúkagígs og nágrennis í Kópavogi dags. í september 2015.

Greint frá kynningarfundi sem haldinn var 28.1.2016 með bæjarfulltrúum, fulltrúum í skipulagsnefnd og umhverfis- og samgöngunefnd. Þá lögð fram greinargerð með athugasemdum og ábendingum er bárust á kynningartíma deiliskipulagslýsingar og viðbrögðum við þeim. Er greinargerðin dags. í desember 2015.

Lögð fram tillaga skipulagsstjóra að starfshópi skipuðum sérfræðingum á sviði vatnsverndar og gunnvatnsrannsókna á höfuðborgarsvæðinu sem yfirfara og uppfæra áhættumat vegna starfsemi í Bláfjöllum og áformaðra framkvæmda og starfsemi við Þríhnúkagíg.

Í samræmi við bókun skipulagsnefndar frá 1272. fundi nefndarinnar þann 15.2.2016 er lögð fram tillaga skipulagsstjóra að sviðsmyndum fyrir mögulegar framkvæmdir við Þríhnúkagíg og fyrir skíðasvæðið í Bláfjöllum.

Þá lögð fram tillaga skipulagsstjóra að starfshópi sem skal yfirfara og uppfæra áhættumat vegna starfsemi á skíðasvæði í Bláfjöllum og fyrirhugaðrar starfsemi við Þríhnúkagíg gagnvart vatnsvernd og grunnvatnsmálum í samræmi við 47. gr. í samþykkt um verndun vatnsbóla á höfuðborgarsvæðinu.
Skipulagsnefnd samþykkti tillögu skipulagsstjóra að starfshópi sem mun yfirfara og uppfæra áhættumat vegna skíðasvæðisins í Bláfjöllum og fyrirhugaða starfsemi við Þríhnúkagíg, gagnvart vatnsvernd og grunnvatnsmálum.

Skipulagsnefnd samþykkti jafnframt tillögu skipulagsstjóra að sviðsmyndum fyrir mögulegar framkvæmdir við Þríhnúkagíg (sviðsmyndir A, B og C) og fyrir mögulegar framkvæmdir við snjógerð á skíðasvæðinu í Bláfjöllum (sviðsmyndir A og B).

Arnþór Sigurðsson óskaði eftir að málinu yrði frestað.
Arnþór Sigurðsson var samþykkur frestun.
Margrét Júlía Rafnsdóttir tók undir samþykki Arnþórs Sigurðssonar.
Theódóra S. Þorsteinsdóttir, Andrés Pétursson, Jón Finnbogason, Sigríður Kristjánsdóttir, Guðmundur G. Geirdal og Kristinn Dagur Gissurarson voru ekki samþykk því að fresta málinu.

Theódóra S. Þorsteinsdóttir, Andrés Pétursson, Jón Finnbogason, Sigríður Kristjánsdóttir og Guðmundur G. Geirdal samþykktu tillögur skipulagssjóra.
Arnþór Sigurðsson og Kristinn Dagur Gissurarson sátu hjá.

19.1602252 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024. Endurskoðun. Skipulagslýsing: Smárinn vestan Reykjanesbrautar.

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju, með tilvísan í 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, lýsing á skipulagsverkefninu: Breyting á aðalskipulagi nr. 8: Smárinn vestan Reykjanesbrautar, dags. 3. janúar 2016. Kynningu lauk 4.5.2016. Erindi bárust frá Skipulagsstofnun, dags. 22.4.2016, sem gerir ekki athugasemdir við framlagða lýsingu verkefnisins; frá Vegagerðinni, dags. 3.5.2016, sem gerir ekki athugasemdir við framlagða lýsingu verkefnisins; frá Mosfellsbæ, dags. 4.5.2016, sem gerir ekki athugasemdir við framlagða lýsingu verkefnisins; frá Reykjavíkurborg, dags. 6.5.2016, sem gerir ekki athugasemdir við framlagða lýsingu verkefnisins.

Fyrir liggur tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024, Smárinn vestan Reykjanesbrautar, dagsett 10. maí 2016.

Um er að ræða 2. breytingu frá staðfestingu þess 24. febrúar 2014. Breytingin tekur á auknum fjölda íbúða í Smáranum vestan Reykjanesbrautar miðað við gildandi Aðalskipulag Kópavogs.

Í breytingartillögunni er ekki gert ráð fyrir að hnika frá stefnu aðalskipulags um svæðið en lagt er til að fjölga íbúðum úr 500 í 620.
Skipulagsnefnd lagði til við bæjarstjórn að samþykkja tillöguna til auglýsingar skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að undangenginni kynningu fyrir íbúum og hagsmunaaðilum skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bókun frá Margréti Júlíu Rafnsdóttur:
"Ég tel þessa fjölgun íbúða í Smáranum vestan Reykjanesbrautar of mikla í þessari tillögu eins og hún liggur fyrir."
Arnþór Sigurðsson tók undir bókun Margrétar Júlíu.

Bókun frá Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Guðmundi G. Geirdal, Jóni Finnbogasyni, Andrési Péturssyni, Sigríður Kristjánsdóttur og Kristni Degi Gissurarson:
"Í ljósi þess að þverpólitísk sátt er um húsnæðisskýrsluna og stefnu Kópavogs um að stuðla að byggingu minni íbúða þá fögnum við framlagðri tilllögu sem mun gera yngra fólki kleyft að eignast sitt eigið húsnæði."

Bókun frá Margréti Júlíu Rafnsdóttur:
"Ekki er gefið að yngra fólk muni hafa tök á kaupa nýjar íbúðir á umræddu svæði jafnvel þó að íbúðir verði minni en gert var ráð fyrir í upphafi. Önnur svæði henta betur til að byggja lítið húsnæði fyrir yngra fólk."
Arnþór Sigurðsson tók undir bókun Margrétar Júlíu.

Theódóra S. Þorsteinsdóttir, Andrés Pétursson, Jón Finnbogason, Sigríður Kristjánsdóttir, Kristinn Dagur Gissurarson og Guðmundur G. Geirdal voru samþykkt tillögunni.

Arnþór Sigurðsson var andvígur því að samþykkja tillöguna.

20.1602251 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024. Endurskoðun. Skipulagslýsing: Auðbrekka.

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju, með tilvísan í 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, lýsing á skipulagsverkefninu: Breyting á aðalskipulagi nr. 7: Auðbrekka, dags. 3. janúar 2016. Kynningu lauk 4.5.2016. Erindi bárust frá Skipulagsstofnun, dags. 22.4.2016, sem gerir ekki athugasemdir við framlagða lýsingu verkefnisins; frá Vegagerðinni, dags. 3.5.2016, sem gerir ekki athugasemdir við framlagða lýsingu verkefnisins; frá Mosfellsbæ, dags. 4.5.2016, sem gerir ekki athugasemdir við framlagða lýsingu verkefnisins.

Fyrir liggur tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024, Auðbrekka, dagsett 10. maí 2016.
Um er að ræða 3. breytingu frá staðfestingu þess 24. febrúar 2014. Breytingin tekur á auknum fjölda íbúða og aukningu á atvinnuhúsnæði í Auðbrekku miðað við gildandi Aðalskipulag Kópavogs.

Í breytingartillögunni er ekki gert ráð fyrir að hnika frá stefnu aðalskipulags um svæðið en lagt er til að fjölga íbúðum úr 165 í 365 og fermetrum í atvinnuhúsnæði um 20.000 ofanjarðar.
Skipulagsnefnd lagði til við bæjarstjórn að samþykkja tillöguna til auglýsingar skv. 1 mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að undangenginni kynningu fyrir íbúum og hagsmunaaðilum skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

21.1602248 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024. Endurskoðun. Skipulagslýsing: Miðhverfi, skilgreining.

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju lýsing á skipulagsverkefninu: Breyting á aðalskipulagi nr. 6: Miðhverfi, skilgreining, dags. 3. janúar 2016. Lýsing var kynnt í samræmi við tilvísan í 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynningu lauk 4.5.2016. Erindi bárust frá Mosfellsbæ, dags. 4.5.2016, sem gerir ekki athugasemdir við framlagða lýsingu verkefnisins; frá Reykjavíkurborg, dags. 6.5.2016, sem gerir ekki athugasemdir við framlagða lýsingu verkefnisins. Ábending barst frá Skipulagsstofnun, dags. 22.4.2016.
Frestað. Vísað til úrvinnslu skipulags- og byggingardeildar.

22.1602247 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024. Endurskoðun. Skipulagslýsing: Sveitarfélagsmörk.

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju lýsing á skipulagsverkefninu: Breyting á aðalskipulagi nr. 5: Sveitarfélagamörk í þéttbýli og upplandi Kópavogs, dags. 3. janúar 2016. Lýsing var kynnt í samræmi við tilvísan í 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynningu lauk 4.5.2016. Erindi bárust frá Mosfellsbæ, dags. 4.5.2016, sem gerir ekki athugasemdir við framlagða lýsingu verkefnisins. Ábendingar bárust frá Skipulagsstofnun, dags. 10.5.2016 og frá Reykjavíkurborg, dags. 6.5.2016.
Frestað. Vísað til úrvinnslu skipulags- og byggingardeildar.

23.1602245 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024. Endurskoðun. Skipulagslýsing: Kópavogsgöng.

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju lýsing á skipulagsverkefninu: Breyting á aðalskipulagi nr. 4: Niðurfelling Kópavogsgangna, dags. 3. janúar 2016. Lýsing var kynnt í samræmi við tilvísan í 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynningu lauk 4.5.2016. Erindi bárust frá Mosfellsbæ, dags. 4.5.2016, sem gerir ekki athugasemdir við framlagða lýsingu verkefnisins. Ábendingar bárust frá Skipulagsstofnun, dags. 10.5.2016; frá Reykjavíkurborg, dags. 6.5.2016; frá Vegagerðinni, dags. 3.5.2016.
Frestað. Vísað til úrvinnslu skipulags- og byggingardeildar.

24.1602244 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024. Endurskoðun. Skipulagslýsing: Vatnsvernd.

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju lýsing á skipulagsverkefninu: Breyting á aðalskipulagi nr. 3: Vatnsvernd, dags. 3. janúar 2016. Lýsing var kynnt í samræmi við tilvísan í 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynningu lauk 4.5.2016. Erindi bárust frá Mosfellsbæ, dags. 4.5.2016, sem gerir ekki athugasemdir við framlagða lýsingu verkefnisins; frá Reykjavíkurborg, dags. 6.5.2016, sem gerir ekki athugasemdir við framlagða lýsingu verkefnisins; frá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, dags. 29.4.2016, sem gerir ekki athugasemdir við framlagða lýsingu verkefnisins. Ábending barst frá Skipulagsstofnun, dags. 22.4.2016.
Frestað. Vísað til úrvinnslu skipulags- og byggingardeildar.

25.1602243 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024. Endurskoðun. Skipulagslýsing: Vaxtamörk byggðar.

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju lýsing á skipulagsverkefninu: Breyting á aðalskipulagi nr. 2: Vaxtamörk, dags. 3. janúar 2016. Lýsing var kynnt í samræmi við tilvísan í 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynningu lauk 4.5.2016. Erindi bárust frá Mosfellsbæ, dags. 4.5.2016, sem gerir ekki athugasemdir við framlagða lýsingu verkefnisins; frá Reykjavíkurborg, dags. 6.5.2016, sem gerir ekki athugasemdir við framlagða lýsingu verkefnisins. Ábending barst frá frá Skipulagsstofnun, dags. 22.4.2016.
Frestað. Vísað til úrvinnslu skipulags- og byggingardeildar.

26.16051113 - Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030. Vogabyggð. Breyting á aðalskipulag.

Lögð fram til kynningar drög að tillögu að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030, varðandi Vogabyggð dags. 5.5.2016.
Frestað. Vísað til úrvinnslu skipulags- og byggingardeildar.

27.1605087 - Hafraþing 4,6 og 8. Stjórnsýslukæra og krafa um stöðvun framkvæmda

Lagður fram til kynningar úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 42/2016 þar sem ákvörðun byggingarfulltrúa um að synja kröfu kærenda um að stöðva framkvæmdir við Hafraþing 4, 6 og 8 var kærð.
Lagt fram.

28.1605627 - Melgerði 34, kæra vegna breytt deiliskipulag.

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur borist kæra vegna ákvörðunar skipulagsnefndar Kópavogs frá 21.3.2016, staðfest af bæjarstjórn 12.4.2016, þar sem heimiluð er breyting á húsnæði við Melgerði 34.
Lagt fram.

29.1605375 - Oddfellowblettur við Hólmsá, kæra vegna höfnun á gerð deiliskipulags.

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur borist kæra vegna ákvörðunar skipulagsnefndar Kópavogs frá 11.4.2016, staðfest í bæjarstjórn 26.4.2016, um höfnun á erindi Miklabæjar ehf. vegna svo kallaðs Oddfellowbletts við Hólmsá.
Lagt fram.

Fundi slitið.