Á fundi skipulagsnefndar 26. ágúst 2009 er lagt fram bréf byggingarfulltrúa varðandi nr. 12 við Þinghólsbraut dags. 21. júlí 2009. Erindið varðar leyfi til breytinga á þakhæð hússins, aukið íbúðarými með því að settir verði kvistir.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdrættir í mkv. 1:500 og 1:100 dags. 10. júní 2009.
Skipulagsnefnd samþykkir að lóðarhafi hlutist til um gerð húsa- og bæjarkönnun skv. 23. gr. skipulags og byggingarlaga og að senda málið í kynningu til lóðarhafa Þinghólsbrautar 1, 2, 3, 4, 5, 6 ,7, 8, 9, 10, 11, 13, 14, 15, 16, 17 og 18. Kópavogsbraut 45, 47, 49, 51, 53 og 55.
Kynning fór fram 25. september til 28. október 2009. Engar athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 3. nóvember 2009 er erindið lagt fram að nýju.
Skipulagsnefnd samþykkir að vísa erindi um heiti sviðsins til bæjarráðs og bæjarstjórnar.