Skipulagsnefnd

1233. fundur 10. desember 2013 kl. 16:30 - 18:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
 • Kristinn D Gissurarson aðalfulltrúi
 • Jóhann Ísberg aðalfulltrúi
 • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
 • Vilhjálmur Einarsson aðalfulltrúi
 • Hreggviður Norðdahl aðalfulltrúi
 • Einar Ingvarsson aðalfulltrúi
 • Helga Elínborg Jónsdóttir aðalfulltrúi
 • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
 • Smári Magnús Smárason starfsmaður nefndar
 • Steingrímur Hauksson starfsmaður nefndar
 • Gísli Norðdahl byggingarfulltrúi
 • Sólveig Helga Jóhannsdóttir sviðsstjóri skipulags- umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Þóra Kjarval arkitekt
Dagskrá

1.1311009 - Bæjarráð - 2708. Fundur haldinn 14. nóvember 2013.

1311007F - Skipulagsnefnd, 11. nóvember, 1232. fundargerð í 5 liðum.
Lagt fram.

2.1311008 - Bæjarstjórn - 1085. Fundur haldinn 12. nóvember 2013.

1002159 - Útikennslusvæði í Kópavogi
Lögð fram að nýju tillaga umhverfisfulltrúa að útikennslusvæði á Víghólasvæði.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða breytingartillögu.
Bæjarráð samþykkti afgreiðslu skipulagsnefndar og vísaði tillögunni til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða breytingartillögu með 11 atkvæðum.

1311045 - Kópavogstún 6-8. Svalaskýli.
Lagt fram erindi Friðriks Friðrikssonar, arkitekts, f.h. húsfélagsins að Kópavogstúni 6-8. Skipulagsnefnd taldi breytinguna ekki hafa grenndaráhrif og samþykkti tillöguna með tilvísan í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarráð samþykkti afgreiðslu skipulagsnefndar og vísaði tillögunni til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða breytingartillögu með 10 atkvæðum.
Elfur Logadóttir vék af fundi undir þessum lið.

1307353 - Boðaþing 1-3. Breytt deiliskipulag.
Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga Ragnars Auðunns Birgissonar, arkitekts, f.h. Húsvirki. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða breytingartillögu.
Bæjarráð samþykkti afgreiðslu skipulagsnefndar og vísaði tillögunni til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða breytingartillögu með 11 atkvæðum.

1309324 - Efstaland/Smiðjuvegur. Afmörkun íbúðarlóðar.
Á fundi skipulagsnefndar 24. september 2013 var lögð fram tillaga að nýjum lóðamörkum íbúðalóðar að Smiðjuvegi/Efstalandi. Skipulagsnefnd hafnaði tillögunni. Bæjarráð samþykkti afgreiðslu skipulagsnefndar, hafnaði erindinu og vísaði tillögunni til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með 11 atkvæðum og hafnar tillögunni.

1311005 - Markavegur 2-3. Breytt deiliskipulag.
Lagt fram erindi Kristins Valdimarssonar, lóðarhafa, um breytt deiliskipulag fyrir lóðina við Markaveg 2-3. Skipulagsnefnd hafnaði tillögunni. Bæjarráð samþykkti afgreiðslu skipulagsnefndar, hafnaði erindinu og vísaði því til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með 11 atkvæðum og hafnar tillögunni.

1309251 - Laufbrekka 8. Viðbygging.
Að lokinni kynningu var lögð fram að nýju tillaga Árna Friðrikssonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa. Skipulagsnefnd hafnaði framlagðri breytingartillögu.
Bæjarráð samþykkti afgreiðslu skipulagsnefndar, hafnaði erindinu og vísaði því til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með 11 atkvæðum og hafnar tillögunni.

1311025 - Vallaþing. Gatnagerð. Framkvæmdaleyfi.
Lögð fram tillaga fyrir 1. áfanga gatnagerðar við Vallaþing.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu að framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmd við Vallaþing. Bæjarráð samþykkti afgreiðslu skipulagsnefndar og vísaði málinu til bæjarstjórnar til staðfestingar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs og samþykkir framlagða tillögu að framkvæmdaleyfi með sex atkvæðum. Fimm bæjarfulltrúar sátu hjá.

1310352 - Tillögur svæðisskipulagsnefndar að breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001-2024 vegna aðalskipulags Reykjavíkur og annarra sveitarfélaga
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að breytingartillögur á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001-2023 vegna endurskoðunar aðalskipulags Reykjavíkur og annarra sveitarfélaga, verði samþykktar skv. 3. mgr. 25. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 9. gr. laga um umhverfisáhrif áætlana nr 105/2006.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og samþykkir breytingartillögur á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins einróma.

3.1311018 - Bæjarstjórn - 1086. Fundur haldinn 26. nóvember 2013.

1311007F - Skipulagsnefnd, 11. nóvember 1232. fundargerð í 5 liðum.
Lagt fram.

1202610 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024
Forseti óskaði eftir heimild fundarins til að gefa Birgi Sigurðssyni, skipulagsstjóra, orðið til að gera grein fyrir skipulagsmálum. Var það samþykkt. Þá tók Birgir Sigurðsson til máls og gerði grein fyrir Aðalskipulagi Kópavogs 2012 - 2024.
Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024 var auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá og með 9. ágúst til 20. september 2013. Alls barst 31 athugasemd og ábendingar. Tillagan lögð fram að nýju ásamt tillögu að breytingum á greinargerð og uppdráttum.
Eftirtalin gögn lögð fram:
a) Aðalskipulag Kópavogsbæjar 2012-2024. Tillaga að uppfærðri greinargerð og umhverfisskýrslu (sbr. 9. gr. laga nr. 105/2006) eftir auglýsingu dags. 11. nóvember 2013.
b) Aðalskipulag Kópavogsbæjar 2012-2024. Tillaga að uppfærðum uppdráttum (þéttbýlisuppdráttur og sveitarfélagsuppdráttur) eftir auglýsingu dags. 11. nóvember 2013
c) Athugasemdir og ábendingar við tillögu að Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 ásamt fylgiskjölum og tillögu að umsögnum og greinargerð dags. 11. nóvember 2013.
d) Tillaga að afgreiðslu eftir auglýsingu (sbr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010) greinargerð dags. 11. nóvember 2013.

Kl. 17:44 vék Hjálmar Hjálmarsson af fundi.

Með tilvísan í afgreiðslu skipulagsnefndar 11. nóvember 2013 og framlögð gögn samþykkir bæjarstjórn Kópavogs hér með Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024 með áorðnum breytingum ásamt ofangreindum umsögnum um athugasemdir og ábendingar er bárust á kynningartíma. Aðalskipulagið byggir á tillögu að breytingu á Svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001-2024 sem auglýst var samtímis tillögu að Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 og er nú í lokaferli. Bæjarstjórn Kópavogs samþykkir jafnframt að vísa hinu nýja aðalskipulagi Kópavogs til afgreiðslu Skipulagsstofnunar skv. 2. mgr. 32. gr skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt einróma.

4.1210289 - Vallakór 2. Breytt deiliskipulag

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Kristins Ragnarssonar arkitekts, f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi fyrir lóðina við Vallakór 2. Í breytingunni felst að einnar hæðar verslunarhúsnæði á suðvesturhorni lóðarinnar verði breytt í íbúðarhús á tveimur hæðum auk kjallara með sex íbúðum sbr. uppdráttum dags. 11.9.2013 í mkv. 1:2000 og 1:1000. Á fundi skipulagsnefndar 24.9.2013 var samþykkt með vísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 43 að auglýsa tillöguna. Kynningu lauk 26.11.2013. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.

Skipulagsnefnd samþykkir framlagða breytingartillögu. Lóðarhafa skal bent á að lóðargjöld verða innheimt samkvæmt breyttu deiliskipulagi. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

5.1211244 - Grænatún 20. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju erindi Einars V. Tryggvasonar arkitekts, f.h. lóðarhafa, að breyttu deiliskipulagi Grænatúns 20. Í breytingunni felst að einnar hæðar hús sem stendur á lóðinni er rifið og tveggja hæða parhús reist í stað þess. Heildarbyggingarmagn verður 430m2, grunnflötur parhússins verður 250m2 og nýtingarhlutfall verður 0,47 sbr. uppdrætti dags. 27. maí 2013. Skipulagsnefnd samþykkti á fundi sínum 27.8.2013 að auglýsa tillöguna með vísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynningu lauk 5. nóvember 2013. Athugasemdir bárust.

Lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 10.12.2013

Skipulagsnefnd samþykkir framlagða breytingartillögu ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

 

Birgir Hlynur Sigurðsson vék af fundi undir þessum lið.

6.1306855 - Austurkór 63-65. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Kristins Ragnarssonar arkitekts, f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar nr. 63-65 við Austurkór. Í breytingunni felst að íbúðum er fjölgað um eina eða úr 29 í 30. Erindið var fyrst lagt fram á fundi skipulagsnefndar 2.7.2013 og var íbúðum þá fjölgað um tvær eða úr 29 í 31. Skipulagsnefnd samþykkti þá að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Austurkórs 59, 61 og Auðnukórs 1. Að lokinni kynningu barst athugasemd frá lóðarhöfum Austurkórs 59 og 61. Erindið var lagt fram að nýju á fundi skipulagsnefndar 5.11.2013 ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 5.11.2013. Erindinu var þá frestað og skipulagsstjóra falið að vinna frekar að málinu.

Lögð fram ný tillaga dags. 15.10.2013 í mkv. 1:500 þar sem íbúðum í húsi nr. 63 er fjölgað um eina. Ný íbúð verður vestanmegin á 3. hæð hússins, sem verður inndregin um 7,5m á vesturhlið.

Skipulagsnefnd telur að lóðarhafi hafi á sannfærandi hátt komið til móts við athugasemdir sem bárust á kynningartíma og samþykkir framlagða breytingartillögu. Lóðarhafa skal bent á að lóðargjöld verða innheimt samkvæmt breyttu deiliskipulagi. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

7.1311396 - Auðbrekka 3. Viðbygging.

Lagt fram erindi Onyx ehf., f.h. lóðarhafa Auðbrekku 3. Sótt er um að stækka við jarðhæð hússins sem nemur 3,5m x 14,8m eða 51,8m2 sbr. uppdráttum dags. í október 2013 í mkv. 1:100 og 1:500.

Frestað.

8.1312013 - Álfhólsvegur 64. Nýbygging.

Lagt fram erindi frá Mansard teiknistofu f.h. lóðarhafa dags. 29.11.2013. Óskað er eftir að rífa einnar hæðar einbýlishús sem stendur á lóðinni og byggja í stað þess þriggja hæða íbúðarhús með fjórum íbúðum. Gert er ráð fyrir fjórum bílastæðum í opinni óupphitaðri bílageymslu á jarðhæð í götukóta. Auk þess verða fjögur bílastæði á vesturhluta lóðarinnar. Húsinu verður skipt í tvo meginhluta með stigagangi á milli þeirra, heildarstærð byggingar er áætluð 510m2 og verður nýtingarhlutfall 0,59 með bílageymslu sbr. uppdráttum dags. 28.11.2013.

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndakynna framlagða breytingartillögu fyrir lóðarhöfum Álfhólsvegar 58, 60, 62, 64, 66, 68, 70, 73, 75, 77, 79a-d, 81 og 83.

9.1312175 - Melahvarf 5. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Sveins Ívarssonar, arkitekts, dags. 5.12.2013 f.h. lóðarhafa. Óskað er eftir að breyta hesthúsi í tvö gistirými sbr. uppdráttum dags. 5.12.2013 í mkv. 1:100 og 1:500.

Frestað.

 

Hreggviður Norðdahl situr hjá.

10.1311395 - Hávegur 15. Viðbygging.

Lagt fram erindi Björgvins Halldórssonar, byggingafræðings, f.h. lóðarhafa. Óskað er eftir að byggja þakrými yfir bílskúr og tengibyggingu, ásamt breytingu útbyggingar á vesturhlið og þaki, úr tvíhalla þaki í einhalla þak sbr. uppdráttum dags. 1.11.2013 í mkv. 1:500.

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndakynna framlagða breytingartillögu fyrir lóðarhöfum Hávegar 13; Meltraðar 8 og 10 ásamt Álfhólsvegar 30, 30a og 32.

11.1210144 - Dalaþing 3 - breytt deiliskipulag

Lögð fram tillaga Sigurðar Hafsteinssonar, byggingartæknifræðings, f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi Dalaþings 3. Sótt er um að stækka núverandi íbúðarhús þannig að grunnflötur þess verði 175m2 að stærð sem er 75m2 minna en gildandi skilmálar gera ráð fyrir. Stærð byggingarreits verður 9,5m x 18m sbr. uppdrætti dags. 12.11.2013.

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndakynna framlagða breytingartillögu fyrir lóðarhöfum Dalaþings 1, 2, 4, og 5 ásamt Frostaþings 2, 2a og 4.

12.1309369 - Lundur 8-18. Breytt deiliskipulag.

Á fundi skipulagsnefndar 24. september 2013 var lagt fram erindi Guðmunds Gunnlaugssonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi við Lund 8-18. Í breytingunni fólst að snúa nyrðra húsinu (nr. 8, 10 og 12) til vesturs og fá þar bílageymslu undir. Einnig var sótt um að bæta við einni íbúð á norðvesturhorni syðra hússins. Heildaríbúðafjöldi yrði því 13 í stað 12 og yrðu 2 bílastæði pr. íbúð. Nýtingarhlutfall án kjallara var 0,66 en með kjallara 1,03. Húsin tvö voru tengd saman með glerskýldri stuttri brú sbr. uppdráttum dags. 18.9.2013 í mkv. 1:200 og 1:500. Skipulagsnefnd frestaði afgreiðslu málsins.

Lögð fram að nýju breytt tillaga þar sem fram kemur að brú sem tengja átti húsin tvö saman er felld út. Hús nr. 14-18 mjókkar um tvo metra þannig að geil milli húsa eykst frá fyrri tillögu og húsi nr. 8-12húsinu er snúið sbr. uppdrætti dags. 9.12.2013 í mkv. 1:200.

Frestað.

 

Vilhjálmur Einarsson vék af fundi undir þessum lið.

13.1310506 - Langabrekka 2. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Fagsmíðar ehf., dags. 28.11.2013, varðandi breytt deiliskipulag á lóðinni við Löngubrekku 2. Á fundi skipulagsnefndar 5.11.2013 var lagt fram erindi Fagsmíðar ehf. þar sem óskað var eftir að reisa sambærilegt hús með sjö íbúðum alls. Var því erindi frestað og skipulagsstjóra falið að vinna frekar að málinu. Lögð fram ný og breytt tillaga dags. 29.11.12013. Í breyttri tillögu er nú óskað er eftir því að reisa þriggja hæða hús með sex íbúðum alls. Byggingarreitur minnkar úr 276m2 í 248m2. Gildandi skipulag gerir ráð fyrir flötu þaki þar sem hæð yfir aðkomuhæð er 6.1m. Í breytingartillögu er gert ráð fyrir breytilegri hæð á þaki. Hæð yfir aðkomuhæð er frá 5,45m til 6,50m. Þak er tvíhalla, mænisstefna samsíða Löngubrekku. Farið er lítillega út fyrir og upp fyrir samþykktan byggingarreit. Nýtingarhlutfall verður 0,68 með kjallara en gildandi skipulag gerði ráð fyrir 0,77 í nýtingarhlutfall með kjallara. Bílastæði á lóð verða 10 í heildina, fimm þeirra við Löngubrekku en hin fimm við Laufbrekku sbr. uppdráttum dags. 28.11.2013.

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndakynna framlagða breytingartillögu fyrir lóðarhöfum við Löngubrekku 1, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 11 og 13; Laufbrekku 1, 1a og 3; Lyngbrekku 1, 1a og 2

14.1312114 - Hlíðarvegur 43-45. Breytt deiliskipulag.

Fyrir hönd þinglýsts lóðarhafa er farið fram á heimild að breyta lóðarmörkum innbyrðis og byggja á sérhverri lóð tvílyft þríbýlishús auk kjallara og sameiginlegri bílageymslu fyrir 12 bíla. Gestabílastæði eru fyrirhuguð í göturými. Tillagan gerir ráð fyrir nýtingarhlutfallinu 0.5 fyrir báðar lóðir fyrir utan bílageymslu og b rýma.

Skipulagsnefnd lítur jákvætt á að grenndarkynna framlagða tillögu. Frestað þar til umsókn hefur borist byggingarfulltrúa Kópavogs.

15.1309251 - Laufbrekka 8. Viðbygging.

Lagt fram erindi Árna Friðrikssonar, arkitekts, dags. 27.11.2013, að breyttu deiliskipulagi Laufbrekku 8. Í breytingunni felst að byggð verður 34m2 viðbygging við vesturhlið íbúðarhússins. Hæsti punktur viðbyggingar er 3,2m og er hún 7 x 4,75m að grunnfleti sbr. uppdráttum dags. 25.11.2013. í mkv. 1:100.

Fyrra erindi vegna sömu lóðar var hafnað á fundi skipulagsnefndar 5.11.2013. Sú breytingartillaga gerði ráð fyrir viðbyggingu sem var 2,1m hærri en sú sem nú er fjallað um og var henni hafnað á grundvelli athugasemda sem bárust á kynningartíma.

Frestað.

16.1309366 - Þrymsalir 10. Breytt deiliskipulag.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Kjartans Sigurðssonar, ES teiknistofu, f.h. lóðarhafa um breytt deiliskipulag Þrymsala 10. Á fundi skipulagsnefndar 24.9.2013 var samþykkt að grenndarkynna tillöguna með vísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum Þrymsala 8 og 12, ásamt Þrúðsala 7, 9 og 11. Kynningu lauk 20.11.2013. Athugsemd barst.

Lagt fram að nýju ásamt minnisblaði skipulags- og byggingardeildar dags. 10.12.2013.

Skipulagsnefnd samþykkir framlagða breytingartillögu ásamt minnisblaði skipulags- og byggingardeildar. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar

17.1309370 - Lundur 22. Breytt deiliskipulag.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Guðmundar Gunnlaugssonar arkitekts, f.h. lóðarhafa, að breyttu deiliskipulagi Lundar 22. Í breytingunni felst að bætt er við einni hæð með 2 íbúðum, alls 286,1m2 að stærð. Nýtingarhlutfall lóðar verður 0,67 án kjallara en 0,97 með kjallara. Einnig er sótt um að hafa bílageymslu fyrir 8 bíla í kjallara og fækka bílastæðum á lóð úr 12 í 8. Heildarföldi bílastæða verður 16 eða 2 pr. íbúð. Á fundi skipulagsnefndar 24.9.2013 var samþykkt með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa tillöguna. Kynningu lauk 26.11.2013. Athugasemdir og ábendingar bárust.

Lagt fram ásamt viðbótargögnum og innsendum athugasemdum. Skipulagsnefnd felur skipulags- og byggingardeild að taka saman umsögn um framkomnar athugasemdir.

 

Vilhjálmur Einarsson vék af fundi undir þessum lið.

18.1311393 - Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2005-2054

Lögð fram til forkynningar og umsagnar tillaga að endurskoðun Aðalskipulags Hafnarfjarðar 2005-2024. Óskað er efir umsögn Kópavogsbæjar eigi síðar en 11. desember 2013. Einnig lögð fram endurskoðuð greinargerð dags. 5.11.2013, umhverfisskýrsla 11.11.2013 og þéttbýlisuppdráttur dags. 25.9.2013.

Lagt fram. Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við framlagða tillögu. Kópavogur áskilur sér rétt til að gera athugasemdir þegar umrædd tillaga verður kynnt með formlegum hætti á síðari stigum.

19.1212238 - Oddfellowblettur við Hólmsárbrú, deiliskipulag.

Lögð fram tvö bréf frá Konráð Adolphssyni dags. 15.10.2013.

Lagt fram.

20.1306126 - Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2015 - 2040

Lögð fram til kynningar "Umhverfismat tillögu að svæðisskipulagi. Mat á sviðsmyndum um þróun nýrrar byggðar. Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2015-2040." Drög að skýrslu ALTA um mat fagteymis á sviðsmyndum fyrir mögulega þróun byggðar á höfuðborgarsvæðinu dags. 20. nóvember 2013.

Lagt fram.

21.1307121 - Dalsmári 13. Stækkun Tennishallar og nýr rekstrarsamningur.

Lagt fram erindi Tennisfélags Kópavogs og Tennishallarinnar dags. 5.12.2013 þar sem óskað er eftir að stækka Tennishöllina við Dalsmára 13 til vesturs sbr. meðfylgjandi uppdrætti.

Lagt fram og kynnt.

22.1304237 - Smárinn. Endurskoðun deiliskipulags.

Greint frá stöðu mála.

23.903113 - Glaðheimar. Endurskoðun deiliskipulags.

Lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar að breyttu deiliskipulagi austurhluta Glaðheima.
Skipulagssvæðið, sem er 3,6 ha að flatarmáli, nær til þess hluta Glaðheima sem liggur austan fyrirhugaðs Glaðheimavegar milli Bæjarlindar og Lindavegar og að norðurmörkum lóða við Askalind 2a, 2, 4 og 6. Á svæðinu er nú Áhaldahús bæjarins, reiðskemma Gusts og hluti gamla skeiðvallarins,- mannvirki sem verða fjarlægð. Í gildandi deiliskipulagi frá 2009 er gert ráð fyrir blandaðri landnotkun á svæðinu þ.e. verslun, þjónustu og íbúðarhúsnæði samtals um 38.500 m2 að samanlögðum grunnfleti þar af um 13.000 m2 í verslun og þjónustu. Í umræddri tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir svæði er fallið frá hugmyndum um að hluti þess verði fyrir verslun og þjónustu og þess í stað verði eingöngu byggðar íbúðir á svæðinu alls um 300 talsins. Í miðju svæðisins er gert ráð fyrir leikskóla og útivistarsvæði(bæjargarði). Aðkoma verður frá Lindavegi og fyrirhuguðum Glaðheimavegi.
Byggingarmagn á svæðinu breytist óverulega frá gildandi deiliskipulagi. En miðað er við 37.700 m2 í íbúðarhúsnæði og 9.400 í niðurgröfnum bílageymslum eða samtals um 47.000 m2. Nýtingarhlutfall svæðisins er því áætlað um 1.0 og um 1.3 ef bílgeymslur neðanjarðar eru meðtaldar. Gert er ráð fyrir 1,7 bílastæðum á íbúð að meðaltali. Í tillögunni er fyrirkomulagi byggingarreita breytt miðað við gildandi deiliskipulag, hæð fyrirhugaðra húsa breytist svo og fyrirkomulag bílastæða á lóðum . Áætlað er að á svæðinu komi til með að búa um 700 íbúar miðað við 2.5 íbúa á íbúð eða um 200 íbúar á ha sbr. uppdráttum dags. 6.12.2013. í mkv 1:2000.

Skipulagsnefnd samþykkir að framlögð tillaga verði auglýst með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt að tillagan verði í upphfi næsta árs kynnt fyrir hverfaráðum Fífuhvamms og Smára.

24.1312115 - Áhaldahús. Ný lóð.

Lögð fram tillaga umhverfissviðs að nýrri staðsetningu áhaldahúss Kópavogs sbr. uppdrætti í mkv. 1:1000 dags. 6.12.2013.

Frestað.

25.1312123 - Hverfisskipulag

Í Aðalskipulagi Kópavogs kemur fram að hverfisskipulag verði unnið í kjölfar aðalskipulags. Lagt fram minnisblað um verklag við gerð hverfisskipulags.

Lagt fram og kynnt.

Fundi slitið - kl. 18:30.