Skipulagsnefnd

1212. fundur 27. júní 2012 kl. 16:30 - 18:45 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Smári Magnús Smárason skipulagsstjóri
  • Guðný Dóra Gestsdóttir aðalfulltrúi
  • Guðmundur Örn Jónsson aðalfulltrúi
  • Vilhjálmur Einarsson aðalfulltrúi
  • Jóhann Ísberg aðalfulltrúi
  • Kristinn D Gissurarson aðalfulltrúi
  • Steingrímur Hauksson embættismaður
  • Einar Ingvarsson aðalfulltrúi
Fundargerð ritaði: Þóra Kjarval, arkitekt
Dagskrá

1.1206024 - Bæjarráð - 2646


1206009F - Skipulagsnefnd, 19. júní

1211. fundur Bæjarráð vísar fundargerðinni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

12. 1203154 - Álmakór 7 og 9. Breytt deiliskipulag.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið og vísar afgreiðslu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og vísar málinu til bæjarstjórnar til staðfestingar.

13. 1204229 - Aflakór 1-3, breytt deiliskipulag
Skipulagsnefnd samþykkir erindið og vísar afgreiðslu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og vísar málinu til bæjarstjórnar til staðfestingar.

14. 1205195 - Þorrasalir 29, einbýli á einni hæð.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið og vísar afgreiðslu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og vísar málinu til bæjarstjórnar til staðfestingar.

15.1206283 - Hólmaþing 5a - Breyting á lóðamörkum.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið og vísar afgreiðslu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og vísar málinu til bæjarstjórnar til staðfestingar.

16. 1205200 - Vatnsendablettur 4, Fagrabrekka - Ný íbúðarlóð
Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa framlagða tillögu og vísar afgreiðslu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og vísar málinu til bæjarstjórnar til staðfestingar.

17. 0701177 - Vatnsendablettir 730-739, breytt deiliskipulag

Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa framlagða tillögu og vísar afgreiðslu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til staðfestingar.

18. 1206312 - Vallakór 2 - Stækkun byggingareitar
Skipulagsnefnd samþykkir erindið og vísar afgreiðslu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og vísar málinu til bæjarstjórnar til staðfestingar.

19.1204242 - Engjaþing 1, 3 og 5. Breytt deiliskipulag.
Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa framlagða tillögu og vísar afgreiðslu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og vísar málinu til bæjarstjórnar til staðfestingar.

20.1206330 - Kópavogstún - Litboltavöllur
Skipulagsnefnd hafnar erindinu og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og hafnar erindinu og vísar málinu til bæjarstjórnar til staðfestingar.

2.1206026 - Bæjarstjórn - 1061

Forseti óskaði eftir heimild fundarins til að gefa arkitekt á umhverfissviði orðið og var það samþykkt.

Til máls tók Smári Smárason, arkitekt og gerði hann grein fyrir málum sem þarfnast staðfestingar bæjarstjórnar.

6
1203154 - Álmakór 7 og 9. Breytt deiliskipulag.

Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og vísar málinu til bæjarstjórnar til staðfestingar sbr. lið 12 í fundargerð 21. júní.
Hlé var gert á fundi kl. 17:22. Fundi var fram haldið kl. 17:23.
Bæjarstjórn staðfestir einróma afgreiðslu bæjarráðs og samþykkir erindið.7
1204229 - Aflakór 1-3. Breytt deiliskipulag

Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og vísar málinu til bæjarstjórnar til staðfestingar sbr. 13 lið í fundargerð 21. júní.
Bæjarstjórn staðfestir einróma afgreiðslu bæjarráðs og samþykkir erindið.8
1205195 - Þorrasalir 29. Einbýli á einni hæð.

Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og vísar málinu til bæjarstjórnar til staðfestingar sbr. lið 14 í fundargerð 21. júní.
Bæjarstjórn staðfestir einróma afgreiðslu bæjarráðs og samþykkir erindið.9
1206283 - Hólmaþing 5a - Breyting á lóðamörkum.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og vísar málinu til bæjarstjórnar til staðfestingar sbr. lið 15 í fundargerð 21. júní.
Bæjarstjórn staðfestir einróma afgreiðslu bæjarráðs og samþykkir erindið.10
1205200 - Vatnsendablettur 4, Fagrabrekka - Ný íbúðarlóð
Bæjarráð samþykkti afgreiðslu skipulagsnefndar og vísar málinu til bæjarstjórnar til staðfestingar sbr. lið 16 í fundargerð 21. júní.
Bæjarstjórn staðfestir einróma afgreiðslu bæjarráðs og samþykkir erindið.11
0701177 - Vatnsendablettir 730-739. Breytt deiliskipulag
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til staðfestingar sbr. lið 17 í fundargerð 21. júní
Bæjarstjórn samþykkir með tíu samhljóða atkvæðum að auglýsa framlagða tillögu. Einn bæjarfulltrúi sat hjá.12
1206312 - Vallakór 2 - Stækkun byggingareitar

Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og vísar málinu til bæjarstjórnar til staðfestingar sbr. lið 18 í fundargerð 21. júní.
Bæjarstjórn staðfestir einróma afgreiðslu bæjarráðs og samþykkir erindið.13
1204242 - Engjaþing 1, 3 og 5. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipualgsnefndar og vísar málinu til bæjarstjórnar til staðfestingar sbr. lið 19 í fundargerð 21. júní.
Bæjarstjórn staðfestir einróma afgreiðslu bæjarráðs og samþykkir að auglýsa fram lagða tillögu.14
1206330 - Kópavogstún - Litboltavöllur
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og vísar málinu til bæjarstjórnar til staðfestingar sbr. lið 20 í fundargerð 21. júní.
Bæjarstjórn staðfestir með níu samhljóða atkvæðum afgreiðslu bæjarráðs og hafnar erindinu. Tveir bæjarfulltrúar sátu hjá.

3.1011193 - Kópavogstún - Kópavogsgerði. Breytt deiliskipulag.

Á fundi skipulagsnefndar 21. mars 2012 var lögð fram tillaga Skipulags- og byggingardeildar að breyttu deiliskipulagi við Kópavogstún og Kópavogsgerði,- tillögur A, B og C. Uppdrættir í mkv. 1:1000 dags. 20. mars 2012. Var afgreiðslu frestað.

Lögð fram tillaga Skipulag- og byggingardeildar Kópavogs dags. 21. mars 2012 og breytt 26. apríl 2012 að breyttu deiliskipulagi á Kópavogstúni. Nánar til tekið afmarkast deiliskipulagssvæðið af fjölbýlishúsinu við Kópavogstún 8 til norðvesturs, Kópavogstúni 3, 5 og 7 til norðausturs, útivistarsvæði til austurs og Kópavogi til suðurs.

Í breytingunni felst:
a) Samkvæmt gildandi deiliskipulagi fyrir Kópavogsgerði 1, 3, 5 og 9 samþykkt í bæjarráði 17. september 2009 er gert ráð fyrir 53 íbúðum í þremur fjölbýlishúsum. Í tillögunni eru þessir byggingarreitir felldir út og í stað þeirra koma nýir byggingarreitir á tveimur lóðum fyrir Kópavogsgerði 1-3 og 5-7. Útmörk mannvirkis hæfingarstöðvarinnar, Kópavogsgerði 11, helst óbreytt. Að Kópavogsgerði 1-3 og 5-7 verða 36 íbúðir. Miðað við fyrri byggingaráform lækkar hæð húsa úr 5 hæðum með inndreginni þakhæð og kjallara í hús sem verða 3 hæðir með inndreginni þakhæð og kjallara (Kópavogsgerði 1-7). Hámarkshæð byggingarreitar frá kjallara er 16 metrar. Aðkoma og lóðarmörk breytast. Bílastæði fyrir Kópavogsgerði 1-7 verða í allt 72 stæði þar af 36 í niðurgröfnum bílakjallara sem byggja skal samhliða fjölbýlishúsunum. Í bílakjallara og á lóðum er kvöð um almennan umferðarrétt.
b) Við Kópavogstún 10 og 12 er gert ráð fyrir að fjöldi íbúða breytist úr 18 í 28. Byggingarreitir þakhæðar breytist og stækkar til suðurs og norðurs. Gert er ráð fyrir niðurgrafinni bílageymslu fyrir 30 bíla og heildarfjöldi bílastæða á lóð er áætlaður 58 stæði. Hæð byggingarreits breytist ekki.
c) Gert er ráð fyrir að starfsemi endurhæfingarstöðvarinnar að Kópavogsgerði 11 verði áfram í núverandi húsnæði.
d) Lóðarmörk við gamla Hælið, aðkoma og fyrirkomulag bílastæða breytist en fjöldi samnýtanlegra bílastæða helst óbreyttur. Húsanúmer breytist.
e) Tillaga er gerð að friðun Hælisins og gamla Kópavogsbæjarins.

Heildarfjöldi íbúða á deiliskipulagssvæðinu dregst saman úr 71 íbúð í 64. Miðað við 2.7 íbúa í íbúð er áætlað að um 173 íbúar komi til að búa á svæðinu fullbyggðu. Þéttleiki deiliskipulagssvæðisins samsvarar um 47 íbúðum að meðaltali á hvern ha eða um 127 íbúum á ha. Samanlagt flatarmál þess svæðis sem fer undir lóðir er um 0.88 ha. Nýtingarhlutfall fyrir einstaka landnotkunarreiti er sem hér segir til viðmiðunar: Fyrir fjölbýlishús 0,8 til 1,5; Húsanúmer breytast. Miðað er við að skólabörn sæki grunnskóla í Kársnesskóla.

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa ofangreinda breytingu á deiliskipulagi. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

Tillagan samþykkt með fjórum atkvæðum gegn þremur.

Á fundi bæjarráðs 3. maí 2012 var tillögunni vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar sem 8. maí 2012 samþykkti að kynna tillöguna í samræmi við samþykkt skipulagsnefndar frá 26. apríl 2012 og 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2012.
Tillagan var auglýst frá 14. maí 2012 með athugasemdafresti til 26. júní 2012. Athugasemd barst frá Valdimari G. Guðmundssyni, rekstrarsviði Landspítala - háskólasjúkarahúss sbr. bréf dags. 31. maí 2012, Hauki Ingibergssyni sbr. bréf dags. 25. júní 2012 og Birnu G. Bjarnadóttur f.h húsfélagsins að Kópavogstúni 6-8.

Lögð fram að nýju breytt tillaga dags. 27. júní 2012, þar sem komið er til móts við innsenda athugasemd Valdimars G. Guðmundssonar dags. 31. maí 2012. Einnig lagðar fram innsendar athugasemdir og umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 27. júní 2012.

Samþykkt með áorðnum breytingum dags. 27. júní 2012 og vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bókun VG og S:

Ólíkt fyrri meirihluta, hefur núverandi meirihluti Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna ekkert samstarf haft við þau samtök sem mest hafa látið sig varða skipulagsmál á Kársnesi. Neitar jafnvel að lengja umsagnafrest svo samtökunum gefist kostur á að senda unn athugasemdir, en opinber auglýsing fór framhjá þeim.

Einnig fer núverandi meirihluti gegn niðurstöðu íbúafundar íbúa Kársness sem lagði áherslu á að á Kársnesi séu "enn græn svæði sem þarf að passa."

Tillagan sýnir þann meginmun sem er á stjórnsýslu núverandi meirihluta sjálfstæðis- og framsóknarmanna. Það er okkar skoðun að önnur svæði í Kópavogi séu mun hentugri fyrir byggingu fjölbýlishúsa.

Guðný Dóra Gestsdóttir, Guðmundur Örn Jónsson.

Bókun meirihlutans:

Mjög hefur verið vandað til nýs skipulags á Kópavogstúni og dregið verulega úr byggingamagni í þessari tillögu en í kynntum hugmyndum sem Samfylking og Vinstri grænir stóðu að 2011.

Kristinn Dagur Gissurarson, Vilhjálmur Einarsson og Jóhann Ísberg.

Bókun VG og S:

Samfylking og Vinstri grænir hvorki stóðu að né samþykktu framgreinda hugmynd á sínum tíma. Hugmyndavinna lík framangreindri tillögu sem unnin var af sérfræðingum skipulagsins var kynnt fulltrúum Betri Byggðar á Kársnesi og féll hún í grýttan jarðveg. Í framhaldi lagði fyrri merihluti hana á hilluna, enda vildi fyrri meirihluti vinna skipulag í sátt við íbúana.

Guðný Dóra Gestsdóttir, Guðmundur Örn Jónsson.

Bókun meirihluta:

Fyrrverandi meirihluti lagði þessa vinnu aldrei á hilluna. Málið var í vinnslu allan starfstíma fyrrverandi meirihluta. Núverandi meirihluti hefur unnið málið áfram og niðurstaðan er öllum til heilla.

Kristinn Dagur Gissurarson, Vilhjálmur Einarsson og Jóhann Ísberg.

Bókun VG og S:

Minnihluti vísar til fyrri fullyrðinga að aldrei stóð til að ganga gegn vilja íbúa Kársness við skipulag Kópavogstúns.

Guðný Dóra Gestsdóttir, Guðmundur Örn Jónsson.

Bókun meirihluta:

Hafa ber heildarhagsmuni íbúa að leiðarljósi og þannig hefur meirihluti skipulagsnefndar unnið.

Kristinn Dagur Gissurarson, Vilhjálmur Einarsson og Jóhann Ísberg.

Undirrituð óskar eftir að lagðar verði fram upplýsingar á næsta fundi um hvar auglýsingar um breytt skipulag birtust, í hvaða miðlum og hvenær.

Guðný Dóra Gestsdóttir.

4.1204110 - Baugakór 36, breytt deiliskipulag

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi umhverfissviðs dags. 24. apríl 2012 um færanlegar kennslustofur á lóð leikskólans við Baugakór 36. Sótt er um að staðsetja tvær færanlegar kennslustofur í norðvesturhluta leikskólalóðarinnar. Um er að ræða tvær 60 m2 kennslustofur úr timbri, 6,7 x 12,7 metrar að stærð og eiga þær að vera staðsettar innan reits sem er 25,4 x 14,7 metrar að stærð. Lóðamörk breytast.
Stærð lóðar fyrir breytingu: 6.722 fm. Stærð lóðar eftir breytingu: 7.542 fm. Lóðarstækkunin á sér stað í norðvesturhluta lóðarinnar. Á fundi skipulagsnefndar þann 26. apríl 2012 var samþykkt með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að senda framlagða tillögu að færanlegum kennslustofum í grenndarkynningu til lóðarhafa við Baugakór 34, Drekakórs 2, 4 og 6, Dofrakórs 1 og 2 og Desjakórs 1 og 2. lóðarhafa við Baugakór 34, Drekakórs 2, 4 og 6, Dofrakórs 1 og 2 og Desjakórs 1 og 2. Kynningartíma lauk 12. júní 2012. Athugasemd barst frá Ingólfi Jónssyni lóðarhafa Desjakórs 2. sbr. tölvupósti dags. 8.júní 2012; frá Sædísi Magnúsdóttur, lóðarhafa Baugakórs 5, sbr. erindi úr Íbúagátt, ódagsett.
Á fundi skipulagsnefndar 19. júní 2012 var tillagan lögð fram að nýju ásamt framkomnum athugasemdum. Skipulagsnefnd frestaði afgreiðslu málsins og óskaði umsagnar skipulags- og byggingardeildar um athugasemdir og ábendingar er bárust á kynningartíma.

Lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar.

Afgreiðslu frestað.
Skipulagsnefnd óskar eftir umsögn Skipulags- og byggingardeildar um framkomnar athugasemdir og ábendingar.
Á fundi skipulagsnefndar 27. júní 2012 var lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar um innsendar athugasemdir.

Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

5.1206259 - Asparhvarf 18 - Reiðskóli

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Jákvætts ehf. f.h. lóðarhafa Asparhvarfi 18 þar sem óskað er heimildar skipulagsnefndar til að reka reiðskóla á lóðinni sumarmánuðina júní, júlí og ágúst. Erindið var lagt fram á fundi skipulagsnefndar 19. júní 2012 ásamt ljósmyndum sem sýna aðstöðu á lóð enn fremur samþykki lóðarhafa að Asparhvarfi 20, 12, 14, 16, 13 og 15. Skipulagsnefnd samþykkti 19. júní 2012, með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2012 að kynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Asparhvarfs 2, 4, 6, 10, 12, 14, 16, 20 og 22.

Tillagan lögð fram að nýju. Enn fremur lögð fram kynningargögn með áritun ofangreindra lóðarhafa, þar sem ekki eru gerðar athugasemdir við starfsemi fyrirhugaðs reiðskóla sbr. erindi. Ekki hafa borist samþykki allra.

Frestað.

6.1204080 - Huldubraut 31, umsókn um byggingarleyfi

Frá byggingarfulltrúa.
Lögð fram tillaga Steinars Sigurðssonar, arkitekts f.h. lóðarhafa þar sem óskað er heimildar skipulagsnefndar til að innrétta stúdíóíbúð 50,3 m2 að flatarmáli í tengslum við ferðamennsku í hluta núverandi bílgeymslu á lóðinni nr. 31 við Huldubraut. Uppdráttur í mkv. 1:100 dags. 11. apríl 2012.


Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í gr. 44. skipulagslaga nr. 123/2012 að kynna erindið fyrir lóðarhöfum Huldubraut 29 og 33.
Erindið var grenndarkynnt frá 15. maí til 19. júní 2012. Engar athugasemdir bárust.

Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

7.1206519 - Markavegur, breytt deiliskipulag

Lagt fram erindi skipulags- og byggingardeildar dags. 27. júní 2012 er varðar breytt fyrirkomulaga hesthúsa við Markaveg 1-9. Í breytingunni felst að hestagerði stækka og bílastæði breytast.

Hafnað. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

8.1110159 - Austurkór 104 (áður 92), breytt deiliskipulag

Lagt fram erindi skipulags- og byggingardeildar um að endurbirta aulýsingu sem birt var í B- deild Stjórnartíðinda þann 12. maí 2012 um deiliskipulagsuppdrátt vegna Austurkórs nr. 104 í samræmi við kynnta tillögu og samþykktir nágranna.

Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að endurbirta deiliskipulagsuppdrátt fyrir Austurkór 104 dags. 27. júní 2012 í B-deild Stjórnartíðinda.

Fundi slitið - kl. 18:45.