Lögð fram að nýju tillaga að Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 dags. 12. desember 2012, greinargerð, umhverfismat, þéttbýlisuppdráttur í mkv. 1:10.000 og sveitarfélagsuppdráttur í mkv. 1.50.000.
Greint frá stöðu mála.
Eftirfarandi skjöl lögð fram:
1.
Endurskoðun Aðalskipulags Kópavogs 2012-2024: Verkefnislýsing dags. 25. febrúar 2013.
2.
Lagðar fram til kynningar breytingartillögur á Svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001-2024 vegna endurskoðunar aðalskipulags Reykjavíkur og annarra sveitarfélaga dags. 20. febrúar 2013. Í greinargerð sem fylgir tillögunni koma m.a. fram leiðréttingar sem gera þarf á svæðisskipulaginu til samræmis við nýtt aðalskipulag Kópavogs.
3.
Samantekt skipulagsstjóra um athugasemdir og umsagnir.
Athugasemdafrestur við tillögu að Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 var lengdur til 28. febrúar 2013.
Frá síðasta fundi skipulagsnefndar sem haldinn var 5. febrúar 2013 bárust erindi frá:
1.
Skipulags- og byggingarfulltrúa sveitarfélagsins Ölfuss dags. 20.2.2013 þar sem ekki er gerð athugasemd við tillögu að Aðalskipulagi Kópavogs.
2.
Umhverfisstofnun dags. 20.2.2013. Umsögnin skiptist í umhverfi, náttúruminjaskrá, hverfisvernd, samgöngur, fyrirhugaðar breytingar á Kársnesi, Fífuhvammur-Glaðheimar, settjarnir og umhverfisskýrslu (landfyllingar og Smárinn/Glaðheimar.
3.
Reykjavíkurborg dags. 11.2.2013. Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur 6.2.2013 var bókað að Reykjavíkurborg áskilur sér rétt til að gera athugasemdir við aðalskipulagsstillöguna þegar hún verður augslýst skv. 31. gr. skipulagslaga.
4.
Minjastofnun Íslands dags. 1.2.2013. Minjastofnun ítrekar nauðsyn þess að endurskoða fornleifaskráningu Kópavogs frá árinu 2000 auk þess sem nauðsynlegt er að skrá þau svæði innan sveitafélagsins sem ekki voru skráð árið 2000.
5.
Forsætisráðuneytinu dags. 7.2.2013. Eftir samráð við samstarfsnefnd um málefni þjóðlendna gerir ráðuneyti ekki athugasemdir við tillögu að Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024.
6.
Erindi frá Ásmundi Hilmarssyni, Eyktarsmára 1, dags. 20.2.2013, 25.2.2013 og 28.2.2013 vegna aðal- og deiliskipulags við Arnarsmára 36. Undirritaður leggst eindregið gegn því að aðal- og deiliskipulagi fyrir reitinn verði lagt fram.
7.
Erindi vegna fyrirhugaðrar bensínstöðvar eða bifreiðaþjónustu í landi Lundar við Nýbýlaveg í Kópavogi. Guðjón Magnússon, Lundi 1 og Jón Pétursson, Lundi 3 skiluðu inn þann 27.2.2013 og 28.2.2013, alls 17 undirskriftalistum með 142 nöfnum þar sem skipulagi á landi Lundar er mótmælt.
8.
Bréf frá Arinbirni Viljhálmssyni, skipulagsstjóra Garðabæjar, dags. 28.2.2013 með athugasemdum Garðabæjar við tillögu að Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024.
9.
Erindi bárust frá eftirtöldum aðilum sem gera athugasemd við breytta landnotkun efst á Nónhæð:
9.1.
Kristbjörg Guðmundsdóttir, Bakkasmára 19, dags. 30.1.2013.
9.2.
Hallgrímur Sverrisson, Ekrusmára 6, dags. 30.1.2013.
9.3.
Erla Kjartansdóttir, Grófarsmára 27, dags. 3.2.2013.
9.4.
Sigrún Jónsdóttir og Pétur Hrafn Sigurðsson, Fitjasmára 1, dags. 26.1.2013.
9.5.
Lilja Kristjánsdóttir, Arnarsmára 16, dags. 27.2.2013
9.6.
Kolbrún Sigfúsdóttir, Eyktarsmára 2, dags. 28.2.2013
9.7.
Guðmundur Árnason, Eyktarsmára 2, dags. 27.2.2013
Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum við Baugakór 8, 10, 12, 14 og 16.