Skipulagsnefnd

1171. fundur 13. október 2009 kl. 16:30 - 18:30 Fannborg 6, 2.hæð
Fundargerð ritaði: Guðmundur Gunnarsson
Dagskrá

1.910070 - Kjör aðalmanns í skipulagsnefnd.

Á fundi skipulagsnefndar 13. október 2009 er kynnt samþykkt bæjarstjórnar frá 22. september 2009. Nýr aðalmaður í skipulagsnefnd Margrét Björnsdóttir í stað Gunnsteins Sigurðssonar.

2.910071 - Kjör varaformanns skipulagsnefndar

Á fundi skipulagsnefndar 13. október 2009 er á dagskrá kosning varaformanns skipulagsnefndar.

Formaður leggur til að Margrét Björnsdóttir verði kjörin varaformaður skipulagsnefndar. Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna.

3.909486 - Skipulagsstjóri - afgreiðslur mála.

Á fundi skipulagsnefndar 13. október 2009 er lagt fram erindi sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs dags. 8. október 2009 og varðar embættisafgreiðslur skipulagsstjóra Kópavogs.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

4.811333 - Reglugerð um skilti og merkingar í Kópavogi

Á fundi skipulagsnefndar 13. október 2009 er málið lagt fram á ný. Nýr fulltrúi skipulagsnefndar í vinnuhóp um vinnureglur um merkingar og skilti í Kópavogi.

Skipulagsnefnd samþykkir að í stað Einars K. Jónssonar komi Ómar Stefánsson í vinnuhóp um vinnureglur um merkingar og skilti í Kópavogi.

5.701100 - Endurskoðun Aðalskipulags Kópavogs 2008-2020

Á fundi skipulagsnefndar 20. maí 2008 er lagt fram erindi skipulagsstjóra varðandi sameiginlegan fund aðal- og varamanna skipulagsnefndar, umhverfisráðs og byggingarnefndar um endurskoðun Aðalskipulags Kópavogs. Fundur verður haldinn miðvikudaginn 28. maí 2008 og hefst stundvíslega kl. 16.30. Ekið verður um byggðasvæði Kópavogs.
Skipulagsstjóri kynnti fyrirhugaðan fund um endurskoðun Aðalskipulags 28. maí nk.
Fundur skipulagsnefndar 28. maí 2008 og kynningarferð um byggðasvæði Kópavogs tókst í alla staði vel og fundarmenn voru hvattir til þess að koma ábendingum til bæjarskipulagsins um atriði er varðar stefnumótun aðalskipulags.
Á fundi skipulagsnefndar 3. júní 2008 er erindið á dagskrá á ný. Farið yfir árangur fundarins 28. maí 2008 og næstu skref.
Áfram verði unnið skv. tímaáætlun, m.a. með undirbúningi íbúafunda.
Á fundi skipulagsnefndar 20. janúar 2009 er erindið lagt fram að nýju.
Sviðstjóri skýrði málið og lagði m.a. fram yfirlit yfir stöðu verkefnisins, drög að stefnumörkun Aðalskipulagsins, matslýsingu og minnisblað um tímaáætlun. Áætlað er að tillaga að endurskoðuðu aðalskipulagi liggi fyrir til kynningar í lok mars 2009.
Á fundi skipulagsnefndar 17. febrúar 2009 er erindið lagt fram að nýju.
Sviðsstjóri gerði grein fyrir stöðu málsins.
Á fundi skipulagsnefndar 3. mars 2009 er erindið lagt fram að nýju.
Sviðsstjóri og Rúnar Bjarnason Mannvit hf. kynna stöðu málsins.
Á fundi skipulagsnefndar 17. mars 2009 er erindið lagt fram að nýju.
Sviðsstjóri og Rúnar Bjarnason Mannvit hf. kynna stöðu málsins.
Á fundi skipulagsnefndar 31. mars 2009 er erindið lagt fram að nýju.
Sviðsstjóri og Rúnar Bjarnason Mannvit hf. kynna stöðu málsins og leggja fram drög að greinargerð Aðalskipulags dags. 31. mars 2009 ,,Forsendur og markmið."" Einnig eru lögð fram drög dags. 31. mars 2009 að ,,Umfjöllun um uppbyggingarkosti íbúðarhúsnæðis í Kópavogi.""
Skipulagsnefnd stefnir að því að næsta umfjöllun um endurskoðun Aðalskipulagsins verði vinnufundur nefndarinnar.
Á fundi skipulagsnefndar 5. maí 2009 er erindið lagt fram að nýju á vinnufundi.
Sviðsstjóri og Rúnar Bjarnason Mannvit hf. kynna stöðu málsins.
Á fundi skipulagsnefndar 10. júní 2009 er erindið lagt fram að nýju.
Sviðsstjóri og Rúnar Bjarnason Mannviti hf. kynna stöðu málsins og leggja fram minnisblað um stöðu mála og næstu skref. Lagt er til að kynningar fyrir íbúa Kópavogs verði haldnar í lok sumars eða byrjun hausts.
Á fundi skipulagsnefndar 13. október 2009 erindið lagt fram að nýju.

Skipulagsnefnd felur bæjarskipulagi að yfirfara drög að greinargerð og senda síðan nefndarmönnum. Skipulagsnefnd tekur síðan afstöðu til þess hvort haldinn verði vinnufundur um drög að greinargerð með endurskoðuðu Aðalskipulagi Kópavogs.

6.811297 - Elliðavatn umhverfi, deiliskipulag

Á fundi skipulagsnefndar 13. október 2009 er lögð fram tillaga bæjarskipulags að forsögn og afmörkun skipulagssvæðis fyrir deiliskipulag umhverfi Elliðavatn.

Skipulagsnefnd samþykkir að fela bæjarskipulagi að vinna áfram að tillögunni og vísar henni til umfjöllunar í umhverfisráði.

7.707103 - Digranesheiði 13, deiliskipulag

Á fundi skipulagsnefndar 21. ágúst 2007 var lagt fram erindi Eddu Einarsdóttur arkitekt dags. 2. júlí 2007 varðandi stækkun hússins nr. 13 við Digranessheiði, til vesturs. Lóðin er 675 m². Núverandi húsnæði er 158 m² og mun stækka í 248 m² á tveimur hæðum.
Frestað.
Á fundi skipulagsnefndar 4. september 2007 var erindið lagt fram að nýju.
Frestað. Óskað er umsagnar byggingarfulltrúa.
Á fundi skipulagsnefndar 18. september 2007 er erindið lagt fram að nýju ásamt umsögn byggingarfulltrúa.
Skipulagsnefnd óskar eftir ítarlegri gögnum frá hönnuði og heimilar lóðarhafa að kynna deiliskipulagsuppdrátt af umræddri lóð.
Á fundi skipulagsnefndar 16. október er erindið lagt fram að nýju ásamt ítarlegri gögnum.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs.
Á fundi bæjarráðs 18. október 2007 er tillagan samþykkt og að hún verði auglýst í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Tillagan var auglýst frá 30. október til 4. desember, með athugasemdafresti til 18. desember 2007. Athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 19. desember 2007 er erindið lagt fram að nýju ásamt athugasemdum.
Frestað. Bæjarskipulagi falið að taka saman umsögn varðandi innsendar athugasemdir.
Lagt fram að nýju ásamt umsögn bæjarskipulags dags. 14. janúar 2008.
Frestað. Skipulagsstjóra falið að vinna að málinu eins og fram kom á fundinum.
Á fundi skipulagsnefndar 19. maí 2009 er erindið lagt fram að nýju.
Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að ganga eftir samkomulagi milli lóðarhafa Digranesheiði 11 og 13.
Á fundi skipulagsnefndar 13. október 2009 er erindið lagt fram að nýju.

Skipulagsnefnd hafnar erindinu, þar sem of langur tími er liðinn frá kynningu erindisins og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

8.810032 - Fjallalind 93, breytt deiliskipulag

Á fundi skipulagsnefndar 7. október 2008 er lagt fram erindi lóðarhafa nr. 93 við Fjallalind dags. 2. október 2008. Erindið varðar tillögu um stækkun byggingarreits til suðurs og norðurs. Tillagan gerir ráð fyrir stækkun Fjallalind 93 um 60,0 m² og verður heildarstærð hússins 232,0 m² og nýtingarhlutfall eykst úr 0,36 í 0,48. Meðfylgjandi: Skýringaruppdráttur. Skipulagsnefnd samþykkir að lóðarhafi vinni deiliskipulagstillögu að nefndri breytingu, enda liggi fyrir samþykki nágranna. Á fundi skipulagsnefndar 16. desember 2008 er erindið lagt fram að nýju ásamt samþykki nágranna og deiliskipulagstillögu. Skipulagsnefnd samþykkir að senda málið í kynningu til lóðarhafa Fjallalindar 49, 51, 53, 55, 57, 59, 60, 63, 85, 87, 89, 91, 97, 99, 101, 103, 105, 107, 109, og 111. Kynning stóð frá 8. janúar til 10. febrúar 2009. Athugasemdir bárust.Á fundi skipulagsnefndar 17. febrúar 2009 er erindið lagt fram að nýju ásamt athugasemdum. Frestað. Bæjarskipulagi falið að taka saman umsögn varðandi innsendar athugasemdir. Á fundi skipulagsnefndar 17. mars 2009 er erindið lagt fram á ný ásamt umsögn dags. 17. mars 2009. Hafnað á grundvelli umsagnar. Á fundi skipulagsnefndar 21. apríl 2009 er lagt fram nýtt erindi.Skipulagsnefnd samþykkir að senda málið í kynningu til lóðarhafa Fjallalindar 49, 51, 53, 55, 57, 59, 60, 63, 85, 87, 89, 91, 97, 99, 101, 103, 105, 107, 109, og 111, 101, 103, 105, 107, 109, og 111.Kynning fór fram 12. maí til 12. júní 2009. Athugasemdir bárust. Á fundi skipulagsnefndar 23. júní 2009 er erindið lagt fram á ný ásamt athugasemdum.Frestað. Skipulagsnefnd samþykkir að fela bæjarskipulagi að taka saman umsögn um innsendar athugasemdir. Á fundi skipulagsnefndar 14. júlí 2009 er erindið lagt fram á ný ásamt umsögn dags. 14. júlí 2009.
Frestað.
Á fundi skipulagsnefndar 13. október 2009 er erindið lagt fram á ný.

Lögð er fram ný tillaga lóðarhafa, þar sem komið er til móts við hluta athugasemda við grenndarkynningu.

Skipulagsnefnd hafnar erindinu og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

9.801295 - Hafnarfjarðarvegur. Auglýsingaskilti

Á fundi skipulagsnefndar 19. maí 2009 er lögð fram tillaga Skipulags- og umhverfissviðs dags. 19. maí 2009 að staðsetningu flettiskiltis á bæjarlandi við Nýbýlaveg.
Meðfylgjandi: Skýringarmyndir og afstöðumynd.
Skipulagsnefnd samþykkir að óska eftir umsögnum umferðarnefndar, umhverfisráðs og Vegagerðarinnar og samþykkir að tillagan verði auglýst sbr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs.
Á fundi bæjarráðs 22. maí 2009 er staðfest afgreiðsla skipulagsnefndar.
Tillagan var auglýst 23. júní til 21. júlí 2009, með athugasemdafresti til 4. ágúst 2009. Athugtasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 26. ágúst 2009 er málið lagt fram á ný ásamt athugasemdum.
Frestað. Bæjarskipulagi falið að taka saman umsögn varðandi innsendar athugasemdir.
Á fundi skipulagsnefndar 15. september 2009 er erindið lagt fram á ný ásamt umsögn dags. 15. september 2009.

Frestað. Skipulagsnefnd samþykkir umsögn bæjarskipulags dags. 15. september 2009 og felur skipulagsstjóra að halda fund með Vegagerðinni um veghelgunarsvæði.
Á fundi skipulagsnefndar 13. október 2009 er erindið lagt fram að nýju.

Skipulagsstjóri upplýsti að hann óskaði eftir fundi með fulltrúa Vegagerðarinnar, sem sá ekki ástæðu til fundar, en ítrekaði jafnframt fyrri afstöðu Vegagerðarinnar.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

 

10.803188 - Sæbólsbraut 34. Nýtt deiliskipulag

Á fundi skipulagsnefndar 18. mars 2008 er lagt fram erindi Sigurðar Hallgrímssonar arkitekts dags. 13. mars 2008 f.h. lóðarhafa lóðar nr. 34 við Sæbólsbraut. Í erindinu felst byggja á lóðinni, einbýlishús á tveimur hæðum. Hámarkshæð húss verði 7,5 m í mænishæð. Grunnflötur húss er um 165 m² og heildarstærð húss er 330 m². Lagt fram til kynningar.
Skipulagsnefnd óskar eftir því að lóðarhafi leggi fram uppdrátt af tillögu að breyttu deiliskipulagi.
Á fundi skipulagsnefndar 16. júní 2008 er erindið lagt fram að nýju ásamt tillögu að breyttu deiliskipulagi.
Skipulagsnefnd samþykkir að senda málið í kynningu til lóðarhafa Sæbólsbraut 32, 33, 34a, 35, 36, 37, 38, 39, 40, 41, 43, 44, 45, 47, 49, 51 og 53. Kynning stóð frá 9. júlí til 8. ágúst 2008. Athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 12. ágúst 2008 er erindið lagt fram að nýju ásamt ábendingu.
Frestað. Bæjarskipulagi falið að skoða ábendinu frá lóðarhafa Sæbólsbrautar 36.
Á fundi skipulagsnefndar 26. ágúst 2008 er erindið lagt fram að nýju.
Skipulagsstjóri hefur komið ábendingu á framfæri við lóðarhafa.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagt erindi og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs.
Á fundi bæjarráðs 28. ágúst 2008 er erindið samþykkt. Á fundi skipulagsnefndar 23. júní 2009 er erindið lagt fram að nýju ásamt bréf Skipulagsstofnunar dags. 16. október 2008.
Frestað. Skipulagsstjóra falið að boða fund með aðilum málsins.
á fundi skipulagsnefnar 13. október 2009 er erindið lagt fram að nýju.

Skipulagsnefnd hafnar erindinu á grundvelli bréfs Skipulagsstofnunar dags. 16. október 2008 og vísar afgreiðslunni til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

11.909192 - Grundarhvarf 17, breytt deiliskipulag.

Á fundi skipulagsnefndar 13. október 2009 er lagt fram erindi ES teiknistofunnar fh. lóðarhafa nr. 17 við Grundarhvarf. Erindið varðar leyfi til að breyta 72 m² vinnustofu í suðurhluta hússins í íbúð.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdráttur dags. 15. sept. ´09 í mkv. 1:100 og 1:500.

Skipulagsnefnd samþykkir að senda málið í kynningu til lóðarhafa Grundarhvarfi 1 til 27 og Brekkuhvarfi 18, 20, 22 og 24. 

12.910002 - Gnitakór 1, breytt deiliskipulag.

á fundi skipulagsnefndar 13. október 2009 er lagt fram erinsdið K.R.Ark ehf fh. lóðarhafa nr. 1 við Gnitakór. Erindið varðar leyfi til að byggja 24 m² niðurgrafna garðgeymslu við suðausturhorn hússins.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdráttur dags. 7. sept. ´09 í mkv. 1:200 og 1:500.

Skipulagsnefnd samþykkir að senda málið í kynningu til lóðarhafa Gnitakór 2 og 3. Fjallakór 2 og 4. Goðakór 1, 3, 5, 7 og 9. Þá liggi fyrir samþykki meðeiganda áður en kynning er send viðkomandi.

13.904199 - Vatnsverndarsvæði í aðalskipulagi.

Á fundi skipulagsnefndar 13. október 2009 er lagt fram erindi Orkustofnunar dags. 22. apríl 2009.
Erindið varðar það hlutverk Orkustofnunar að safna gögnum um jarðrænar auðlindir og nýtingu þeirra, auk þess sem stofnunin varðveiti gögn og miðli upplýsingum til stjórnvalda og almennings, sbr. lög um Orkustofnun. Leitað er eftir samstarfi við bæjarfélagið um bætta stjórnsýslu á þessu sviði vatnaauðlindamála. Óskað er eftir upplýsingum um afmörkun vatnsverndarsvæða í Kópavogi.

Skipulagsnefnd samþykkir að fela skipulagsstjóra að afgreiða erindið.

Fundi slitið - kl. 18:30.