Á fundi skipulagsnefndar 7. október 2008 er lagt fram erindi lóðarhafa nr. 93 við Fjallalind dags. 2. október 2008. Erindið varðar tillögu um stækkun byggingarreits til suðurs og norðurs. Tillagan gerir ráð fyrir stækkun Fjallalind 93 um 60,0 m² og verður heildarstærð hússins 232,0 m² og nýtingarhlutfall eykst úr 0,36 í 0,48. Meðfylgjandi: Skýringaruppdráttur. Skipulagsnefnd samþykkir að lóðarhafi vinni deiliskipulagstillögu að nefndri breytingu, enda liggi fyrir samþykki nágranna. Á fundi skipulagsnefndar 16. desember 2008 er erindið lagt fram að nýju ásamt samþykki nágranna og deiliskipulagstillögu. Skipulagsnefnd samþykkir að senda málið í kynningu til lóðarhafa Fjallalindar 49, 51, 53, 55, 57, 59, 60, 63, 85, 87, 89, 91, 97, 99, 101, 103, 105, 107, 109, og 111. Kynning stóð frá 8. janúar til 10. febrúar 2009. Athugasemdir bárust.Á fundi skipulagsnefndar 17. febrúar 2009 er erindið lagt fram að nýju ásamt athugasemdum. Frestað. Bæjarskipulagi falið að taka saman umsögn varðandi innsendar athugasemdir. Á fundi skipulagsnefndar 17. mars 2009 er erindið lagt fram á ný ásamt umsögn dags. 17. mars 2009. Hafnað á grundvelli umsagnar. Á fundi skipulagsnefndar 21. apríl 2009 er lagt fram nýtt erindi.Skipulagsnefnd samþykkir að senda málið í kynningu til lóðarhafa Fjallalindar 49, 51, 53, 55, 57, 59, 60, 63, 85, 87, 89, 91, 97, 99, 101, 103, 105, 107, 109, og 111, 101, 103, 105, 107, 109, og 111.Kynning fór fram 12. maí til 12. júní 2009. Athugasemdir bárust. Á fundi skipulagsnefndar 23. júní 2009 er erindið lagt fram á ný ásamt athugasemdum.Frestað. Skipulagsnefnd samþykkir að fela bæjarskipulagi að taka saman umsögn um innsendar athugasemdir. Á fundi skipulagsnefndar 14. júlí 2009 er erindið lagt fram á ný ásamt umsögn dags. 14. júlí 2009.
Frestað.
Á fundi skipulagsnefndar 13. október 2009 er erindið lagt fram á ný.
Formaður leggur til að Margrét Björnsdóttir verði kjörin varaformaður skipulagsnefndar. Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna.