Lagt fram erindi Ask arkitekta ehf., f.h. lóðarhafa, að breyttu deiliskipulagi. Á lóðinni Kópavogstún 1a-c er hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð og tvö fjölbýlishús með þjónustuíbúðum fyrir eldri borgara. Tillagan gerir ráð fyrir að annars vegar sé hægt að stækka/hækka núverandi byggingar og hins vegar að byggja viðbyggingu á allt að 4 hæðum sem tengist núverandi byggingu. Þá er lagt til að lóðinni Kópavogstún 3, 5, 7 og 9 verði skipt í þrjár lóðir á eftirfarandi hátt:
Lóðin Kópavogstún 3-5 verði fjölbýlishúsalóð með tveimur 6 hæða húsum, 27 íbúðir í hvoru húsi, efsta hæðin inndregin. Bílastæðakrafan er 1 stæði/íbúð í bílakjallara og 0,6 stæði/íbúð á landi.
Lóðin Kópavogstún 7 verði þjónustumiðstöð fyrir aldraða á einni hæð og skal aðlaga sig að landinu. Kjallari er leyfður. Bílastæðakrafan er 1 stæði á 75 m2.
Lóðin Kópavogstún 9 verði fjölbýlishúsalóð með húsi á fimm hæðum, 16 íbúðum og efsta hæðin inndregin. Bílastæðakrafan er 1 stæði/íbúð í bílakjallara og 0,6 stæði/íbúð á landi.
Breyting frá samþykktu skipulagi: Heildarfjöldi Íbúða í fjölbýlishúsunum þremur er óbreyttur, heildarbyggingarmagn í fjölbýlishúsum er óbreytt en bílastæðakrafan er minnkuð úr 2,3 í 1,6 fyrir öll fjölbýlishúsin. Íbúðum í Kópavogstúni 3 og 5 er fjölgað úr 24 í 27 íbúðir í húsi og 6. hæðin er nú inndregin. Kópavogstún 9 er minnkað, íbúðum fækkað úr 22 í 16 og húsið lækkað um eina hæð. Uppdráttur dags. í maí 2013.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.