Skipulagsnefnd

1257. fundur 20. apríl 2015 kl. 16:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
 • Sverrir Óskarsson aðalfulltrúi
 • Anna María Bjarnadóttir aðalfulltrúi
 • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
 • Kristinn D Gissurarson aðalfulltrúi
 • Margrét Júlía Rafnsdóttir aðalfulltrúi
 • Helga Elínborg Jónsdóttir varafulltrúi
 • Jón Finnbogason varafulltrúi
 • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
 • Smári Magnús Smárason starfsmaður nefndar
 • Þóra Jóhannesdóttir Kjarval starfsmaður nefndar
 • Gísli Norðdahl byggingarfulltrúi
 • Sólveig Helga Jóhannsdóttir verkefnastjóri
 • Salvör Þórisdóttir lögfræðingur
Fundargerð ritaði: Þóra Kjarval arkitekt
Dagskrá
Helga Elínborg Jónsdóttir sat fundinn í stað Sigríðar Ásu Richardsdóttur.
Jón Finnbogason sat fundinn í stað Sigríðar Kristjánsdóttur.

1.1503012 - Bæjarráð - 2767. Fundur haldinn 19.3.2015.

1503002F - Skipulagsnefnd, dags. 16. mars 2015. 1255. fundur skipulagsnefndar í 27. liðum. Lagt fram.

1312426 - Austurkór 63, símahús og mastur.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1412225 - Austurkór 89. Breytt deiliskipulag.
Skipulagsnefnd samþykkti tillöguna ásamt umsögn dags. 16.3.2015 með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1306637 - Borgarholt, bílastæði.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1210126 - Breiðahvarf 4 og Funahvarf 3. Breytt
Skipulagsnefnd samþykkti tillöguna með áorðnum breytingum ásamt umsögn dags. 16.3.2015 með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1403171 - Fornahvarf 3, settjörn.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu "Vatnsendi -Settjörn við Elliðavatsstíflu" ásamt fylgigögnum og umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 15.12.2014 og deiliskipulaguppdráttinn "Vatnsendi - breytt deiliskipulag" dags. 19.5.1994 m.s.br. dags. 16.3.2015. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1502353 - Landspítalinn Kópavogstúni, húsnúmer.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu að húsnúmerum Landspítalans á Kópavogstúni. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1503359 - Lundur. Framkvæmdaleyfi fyrir lagningu holræsislagnar.
Samþykkt af skipulagsnefnd og vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1502167 - Rjúpnahæð: opin svæði, stígar og sparkvöllur.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1410344 - Smalaholt, leiksvæði.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1501305 - Vallakór gatnagerð 2015.
Óskað eftir að heimild skipulagsnefndar fyrir gatnagerð við Vallakór. Samþykkt af skipulagsnefnd og vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1501297 - Vallhólmi 12. Kynning á byggingarleyfi.
Skipulagsnefnd taldi framlagða tillögu ekki varða hagsmuni annara en lóðarhafa, sveitarfélagsins og þeirra er veita samþykki sitt. Skipulagsnefnd samþykkti því tillöguna með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1502349 - Vatnsendaskóli - Íþróttahús.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

2.1503019 - Bæjarstjórn - 1113. Fundur haldinn 24. mars 2015.

1312426 - Austurkór 63, símahús og mastur.
Lagt fram erindi Fjarskipta hf,. Skútuvogi 2, 104 Reykjavík dags. 26.2.2015 þar sem óskað er eftir heimild skipulagsnefndar til uppsetningar fjarskiptabúnaðar á húsinu Austurkór 63. Jafnfram lagt fram erindi Víglundar Þorsteinssonar, fh. húsfélags Austurkórs 63, dags. 3.2.2015. Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

1412225 - Austurkór 89. Breytt deiliskipulag.
Skipulagsnefnd samþykkti tillöguna ásamt umsögn dags. 16.3.2015 með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 10 atkvæðum.

1306637 - Borgarholt, bílastæði.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

1210126 - Breiðahvarf 4 og Funahvarf 3. Breytt deiliskipulag
Skipulagsnefnd samþykkti tillöguna með áorðnum breytingum ásamt umsögn dags. 16.3.2015 með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 10 atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi, Ólafur Þór Gunnarsson, greiddi ekki atkvæði.

1403171 - Fornahvarf 3, settjörn.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu "Vatnsendi -Settjörn við Elliðavatnsstíflu" ásamt fylgigögnum og umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 15.12.2014 og deiliskipulagsuppdráttinn "Vatnsendi - breytt deiliskipulag" dags. 19.5.1994 m.s.br. dags. 16.3.2015. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

1502353 - Landspítalinn Kópavogstúni, húsnúmer. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu að húsnúmerum Landspítalans á Kópavogstúni. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagnefndar með 11 atkvæðum.

1503359 - Lundur. Framkvæmdaleyfi fyrir lagningu holræsislagnar.
Samþykkt af skipulagsnefnd og vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

1502167 - Rjúpnahæð: opin svæði, stígar og sparkvöllur.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

1410344 - Smalaholt, leiksvæði.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

1501305 - Vallakór gatnagerð 2015.
Óskað eftir að heimild skipulagsnefndar fyrir gatnagerð við Vallakór. Samþykkt af skipulagsnefnd og vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

1501297 - Vallhólmi 12. Kynning á byggingarleyfi.
Skipulagsnefnd samþykkti því tillöguna með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

1502349 - Vatnsendaskóli - Íþróttahús
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 10 atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi, Pétur Hrafn Sigurðsson, greiddi ekki atkvæði.

3.1503024 - Bæjarráð - 2768. Fundur haldinn 26. mars 2015.

1411142 - Dimmuhvarf 11. Breytt deiliskipulag.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1502424 - Kópavogsbraut 115. Kynning á byggingarleyfi.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1503327 - Naustavör 7 og 22-30. Breytt deiliskipulag.
Skipulagsnefnd taldi framlagða breytingu ekki varða hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og lóðarhafa og samþykkti því tillöguna með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

4.1503027 - Bæjarstjórn - 1114. Fundur haldinn 14. apríl 2015.

1411142 - Dimmuhvarf 11. Breytt deiliskipulag.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

1502424 - Kópavogsbraut 115. Kynning á byggingarleyfi.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

1503327 - Naustavör 7 og 22-30. Breytt deiliskipulag.
Skipulagsnefnd taldi framlagða breytingu ekki varða hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og lóðarhafa og samþykkti því tillöguna með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

5.1402319 - Dalaþing 4. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju erindi Stefáns Þ. Ingólfssonar, arkitekts, dags. 13.2.2014 f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi Dalaþings 4. Á fundi skipulagsnefndar 15.12.2014 var málinu frestað og starfsmönnum falið að vinna áfram að málinu.

Skipulagsstjóri gerði grein fyrir stöðu málsins og lagði fram tillögu þess efnis að deiliskipulagi lóðarinnar að Dalaþingi 4 yrði breytt þannig að núverandi einbýlishús sem reist var á lóðinni geti staðið óbreytt. Í því felst að mesta hæð hússins fer 61,7 sm upp yfir hámarkskóta skv. skipulagsskilmálum þ.e. verði 8,117 m miðað við aðkomuhæð í stað 7,5 m og lægri hluti þaksins fer að hluta 42 sm upp yfir leyfilega hæð. Tillagan er í mkv. 1:2000 og 1:200 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 20. apríl 2015.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu skipulagsstjóra fyrir lóðarhöfum Dalaþings 1, 2, 3, 5, 6, 7, 8, 9; Hafraþings 5, 6, 8, 7, 8, 9, 10, 11, 12.

6.1312123 - Hverfisskipulag

Lagt fram minnisblað um svör við ábendingum nefndarmanna vegna hverfisáætlunar Smárans dags. 16.4.2015. Einnig lagt fram minnisblað um næstu skref við gerð hverfisáætlanna dags. 14.4.2015.
Skipulagsnefnd fól skipulags- og byggingardeild umhverfissviðs að auglýsa "Tillögu að Hverfisáætlun Smárans" í bæjarblöðum og á heimasíðu bæjarins. Bæjarbúar og aðrir hagsmunaaðilar fá þannig tækifæri til að koma með athugasemdir og ábendingar við tillöguna. Kynningartími standi til 31. maí 2015. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

7.1503553 - Hafnarbraut 2. Kynning á byggingarleyfi.

Frá byggingarfulltrúa:
Lögð fram tillaga KRark f.h. lóðarhafa þar sem óskað er eftir að breyta skrifstofuhúsnæði á 1. hæð í þrjár íbúðir sbr. uppdráttum dags. 12.12.2014.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Hafnarbrautar 4, 6, 8, 9, 10, 11; Þinghólsbraut 82; Kópavogsbraut 115; Kársnesbraut 112 og 114.

8.1502119 - Hafnarbraut 12. Breytt deiliskipulag

Lögð fram drög að deiliskipulagi (forsögn) frá Atelier arkitektum, f.h. lóðarhafa, dags. í apríl 2015 á breyttu deiliskipulagi Hafnarbrautar 12 sem afmarkast af Nesvör, Hafnarbraut, Vesturvör og vesturmörkum lóða við Kársnesbraut 104 og 106. Á fundi skipulagsnefndar 16.2.2015 var samþykkt að breyta texta í skilmálum sbr. erindi lóðarhafa dags. 2.2.2015. Skipulagsnefnd samþykkti einnig að á grundvelli framlagðs erindis yrði unnin forsögn að breyttu deiliskipulagi til afgreiðslu í skipulagsnefnd á lóðinni Hafnarbraut 12.

Í framlögðum drögum að deiliskipulagi (forsögn) kemur fam að heildarfjöldi íbúða helst óbreyttur miðað við gildandi deiliskipulag eða 130 íbúðir. Íbúðir verða 55-150m2 að stærð, heildarbyggingarmagn er áætlað um 24.000m2 sem er 2000m2 minna en gildandi deiliskipulag heimilar og nýtingarhlutfall verður 3,1 í stað 3,5 sbr. uppdráttum dags. 20.4.2015. Í gildandi deiliskipulagi er miðað við að á svæðinu rísi 2 til 5 hæða fjölbýlishús með inndregna 6 hæð sem snýr að Vesturvör og með bílageymslu að hluta á tveimur hæðum neðanjarðar. Í drögum að nýju deiliskipulagi er miðað við að ný byggð verði allt frá 1 hæð í fjórar hæðir með inndreginni 5 hæð. Hluti þakforms fer yfir hámarkshæð í gildandi deiliskipulagi.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða forsögn og að unnin verði deiliskipulagstillaga á grundvelli forsagnar.

9.1403473 - Gunnarshólmi. Oddfellowblettur. Íbúðarhús og hesthús.

Lagt fram bréf frá Hjalta Steinþórssyni, hrl., f.h. landeiganda svonefnds Oddfellowbletts í landi Gunnarshólma dags. 26.3.2015.
Frestað. Skipulagsnefnd óskaði eftir umsögn bæjarlögmanns og samantekt skipulags- og byggingardeildar um svæðið.

10.1504225 - Galtalind 5-7. Breytt deiliskipulag.

Frá byggingarfulltrúa:
Lögð fram tillaga KRark dags. 07.04.2015 f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi Galtalindar 5-7. Í breytingunni felst að sett er upp vindvörn/forstofa við innganga íbúða á suðausturhlið 3. hæðar sbr. uppdráttum dags. 7.4.2015.
Skipulagsnefnd taldi umdrædda breytingu ekki varða hagsmuni annara en sveitarfélagsins og umsækjanda og samþykkti tillöguna með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

11.1502588 - Sæbólsbraut, bílastæði

Lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar að fjölgun bílastæða við Sæbólsbraut.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Sæbólsbrautar 32, 33, 34a, 35, 37, 39.

12.1504278 - Sæbólsbraut 14-24. Bílastæði.

Lagt fram erindi Kristjáns D. Sigurbergssonar, Sæbólsbraut 22, f.h. lóðarhafa Sæbólsbrautar 14-24. Í erindi er óskað eftir að endi götunnar verði skráður sem einbabílastæði fyrir Sæbólsbraut 14-24.
Umrætt svæði sem sótt er um að skilgreina sem einkabílastæði er í enda götunnar og utan lóðamarka húsanna. Svæðið er ekki skilgreint sem bílastæði á mæliblöðum bæjarins. Ekki er hægt að afmarka botnlanga í götum sem bílastæði.

Skipulagsnefnd hafnaði framlagðri umsókn. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

13.1503337 - Kríunes. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga Nexus arkitekta, dags. 13.3.2015, f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi Kríuness. Í breytingunni felst:
1. Byggð verður 200m2 viðbygging í suðausturhorni lóðar fyrir stækkun á eldhúsi og móttöku.
2. Á austurhluta lóðar verður byggt 800 m2 viðbygging, að mestu niðurgrafin, fyrir gistirými. Þak viðbyggingarinnar verður 1,1m fyrir ofan gólfflöt aðalbyggingar.
3. Á norðausturhorni verður reist 80m2 viðbygging fyrir móttöku.
4. Á vesturhluta lóðar verður reist 50m2 geymsla á einni hæð og bílastæði á norðvesturhorni lóðar lagfærð.

Við breytinguna fjölgar herbergjum á hótelinu um 16, heildarbyggingarmagn er áætlað um 2970m2 sem er aukning um 1650m2 og nýtingarhlutfall því 0,18 sbr. uppdráttum dags. 13.3.2015.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

14.1503805 - Birkihvammur 21. Kynning á byggingarleyfi.

Frá byggingarfulltrúa:
Lagt fram erindi Vífils Magnússonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa dags. 25.9.2014. Í erindi er óskað eftir að byggja 45m2 bílskúr á norðausturhorni lóðarinnar ásamt 90 cm háum stoðvegg á lóðamörkum til austurs. Bílskúrinn verður um 3,2 m á hæð sbr. uppdráttum dags. 25.9.2014.
Frestað. Vísað til umsagnar umhverfis- og samgöngunefndar með tillti til umferðaröryggis í götunni.

15.1403302 - Furugrund 3. Breytt notkun húsnæðis.

Lögð fram að nýju tillaga skipulags- og byggingardeildar Umhverfissviðs að breyttu Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024. Breytingin nær til reits VÞ-5 (Furugrund 3) þar sem breyta á verslun og þjónustu í íbúðarbyggð. Þá lagðar fram athugasemdir og ábendingar er bárust að lokinni forkynningu skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Forkynningu á tillögunni skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 lauk 13. apríl 2015. Alls bárust athugasemdir og ábendingar frá 28 aðilum auk viðauka við undirskriftalista sem barst á fyrri stigum málsins. Það er mat skipulagsnefndar að efni athugasemda gefi ekki tilefni til breytinga á efni tillögunnar á þessu stigi máls.

Kosið var um hæfi Helgu Jónsdóttur, varamanns í skipulagsnefnd. Hún óskaði eftir að víkja af fundi meðan umræða og atkvæðagreiðsla um hæfi sitt færi fram.
Var álitið að skoða þyrfti hæfi hennar þar sem hún hefur tjáð sig um málefnið og sérstaklega skrifað undir mótmæli dags. 18.12.2014, undir yfirskriftinni "Meðfylgjandi eru undirskriftir 492 íbúa Snælandshverfis þar sem við mótmælum byggingu íbúða við Furugrund 3." Ábendingar bárust um að slíkt gæti ógilt málsmeðferð og því þurfti að greiða atkvæði um hæfi hennar.

Sverrir Óskarsson, Guðmundur Geirdal, Anna María Bjarnadóttir og Jón Finnbogason kusu með vanhæfi.
Margrét Júlía Rafnsdóttir og Kristinn Dagur Gissurarson sátu hjá í atkvæðagreiðslu.

"Skipulagsnefnd samþykkti að ofangreind tillaga að breyttu Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 Furugrund 3 verði kynnt í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar."

Sverrir Óskarsson, Anna María Bjarnadóttir, Guðmundur Geirdal, Kristinn Dagur Gissurarson og Jón Finnbogason voru samþykkt tillögunni.
Margrét Júlía Rafnsdóttir var á móti tillögunni.

"Mikil óánægja er meðal íbúa í nágrenni Furugrundar 3 vegna fyrirhugaðra breytinga á húsinu og hafa þeir sent inn fjölda undirskrifta og mótmæla. Íbúar hafa jafnfram sent inn fjölmargar tillögur og hugmyndir að nýtingu hússins. Ég legg til að málinu verði frestað og unnið úr tillögum og athugasemdum íbúa í samvinnu við þá."

Margrét Júlía Rafnsdóttir.

Sverrir Óskarsson, Anna María Bjarnadóttir, Guðmundur Geirdal, Kristinn Dagur Gissurarson og Jón Finnbogason voru á móti tillögunni.

"Vegna athugasemda íbúa Snælandshverfis varðandi Furugrund 3

Ég, undirritaður, árétta þá skoðun mína og Framsóknarflokksins í Kópavogi að Kópavogsbær hefði átt að kaupa Furugrund 3 og nota til hagsældar fyrir bæjarbúa. Það var ekki gert og lýsti bæjarstjóri því yfir á opnum fundi með íbúum í Snælandsskóla 19. nóvember 2014 að enginn áhugi væri af hálfu meirihlutans að kaupa húsið. Engin þörf væri fyrir það og aðrar lausnir boðaðar fyrir íbúa hverfisins.

Þar sem það er mat núverandi meirihluta bæjarstjórnar Kópavogs að engin þörf sé fyrir húsið og kaup alls ekki fyrirhuguð er rökrétt að verða við óskum um að landnýtingu verði breytt á þann veg að þarna verði íbúðir í hluta hússins.

Þá harmar undirritaður það sýndarsamráð er formaður skipulagsnefndar viðhafði eftir að lögboðnum kynningarfresti lauk þann 18. desember 2014. Er hér átt við fundi með "völdum" íbúum, hvernig sem það val fór nú fram, 5. febrúar og 5. mars 2015. Ljóst er að íbúar hverfisins voru afvegaleiddir með því sýndarsamráði sem þar átti sér stað eins og kom fram á síðari fundinum þar sem hinum völdu fulltrúum var tilkynnt að ekki yrði rætt við þá meira, samkvæmt þeirra eigin orðum.

Þá vísar undirritaður til fyrri bókana frá fundi skipulagsnefndar 19. janúar 2015 vegna þessa máls."

Kristinn Dagur Gissurarson

"Vísað er til bókunar á fundi skipulagsnefndar frá 16. mars 2015, undir lið 23. Eftirfarandi fulltrúar í skipulagsnefnd mótmæla öllum ótímabærum yfirlýsingum um að ekki hafi verið brugðist við athugasemdum sem fram hafa komið og/eða ábendingum frá bæjarbúum sem kunna að hafa komið fram á grundvelli ferlis skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."

Sverrir Óskarsson, Anna María Bjarnadóttir, Jón Finnbogason og Guðmundur Geirdal.

Kristinn Dagur Gissurarson tekur undir bókun meirihlutans.

"Til þessa hefur ekki verið brugðist við athugasemdum og ábendingum frá íbúum."

Margrét Júlía Rafnsdóttir.

16.1503576 - Austurkór 12. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju tillaga lóðarhafa Austurkórs 12, Árna Kristins Gunnarssonar, að breyttu deiliskipulagi Austurkórs 12. Þá lagt fram samþykki aðliggjandi lóðarhafa.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

17.1502233 - Breiðahvarf 3. Breytt deiliskipulag.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi frá A2 arkitektum ehf, dags.6.2.2015, f.h. lóðarhafa þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi Breiðahvarfs 3. Á fundi skipulagsnefndar 16.2.2015 var samþykkt með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Breiðahvarfs 1, 2, 4 og 5; Ennishvarfs 4, 6 og 13. Kynningu lauk 30.3.2015. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

18.1501295 - Krossalind 1. Breytt deiliskipulag.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Sturlu Þórs Jónssonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa, dags. 15.1.2015, þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi Krossalindar 1. Á fundi skipulagsnefndar 19.1.2015 var samþykkt með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Laxalindar 2, 4; Krossalindar 2, 3 og 5; Laugalindar 1; Kópalindar 2. Kynningu lauk 30.3.2015. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

19.1502426 - Fannborg 7-9. Kynning á byggingarleyfi.

Lögð fram að nýju tillaga KRark f.h. Hraunbrautar ehf. dags. 20.6.2013. Í tillögu felst að húsnæði verði breytt í íbúðir að hluta. Á jarðhæð verða 10 íbúðir, allar um 50m2 að stærð en í kjallara verða vinnustofur og geymslur. Meðfylgjandi er samþykki meðeigenda hússins dags. 9.2.2015. Á fundi skipulagsnefndar 16.2.2015 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Fannborgar 2, 3, 5, 6, 7 og 8; Digranesvegar 5 og 7. Kynningu lauk 30.3.2015. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

20.1502320 - Kópavogstún 1a-c, 3,5,7 og 9, kæra vegna byggingarleyfis, krafa um stöðvun framkvæmda.

Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 26.3.2015 vegna máls nr. 97/2013: kæra á ákvörðun bæjarráðs Kópavogsbæjar frá 25.7.2014.
Lagt fram.

21.1311250 - Svæðisskipulag 2015-2040

Lagt fram bréf frá svæðisskipulagsstjóra höfuðborgarsvæðisins dags. 13.4.2015.

Lögð fram tillaga að nýju svæðisskipulagi og umhverfismati ásamt breytingartillögum og umsögn við innkomnum athugasemdum til staðfestingar í samræmi við 2. mgr. 25. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 9. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.

Lögð fram efirfarandi fylgirit:
Skjal 1a - Auglýst svæðisskipulagstillaga
Skjal 1b - Umhverfisskýrsla með auglýstri svæðisskipulagstillögu
Skjal 1c - Breytingarskjal með auglýstri svæðisskipulagstillögu
Skjal 2 - Innkomnar athugasemdir
Skjal 3 - Umsögn svæðisskipulagsnefndar um innkomnar athugasemdir
Afgreiðslu frestað. Skipulagsnefnd óskaði eftir umsögn skipulags- og byggingardeildar sem lögð verði fram á næsta fundi nefndarinnar 4. maí 2015.

22.1502375 - Kjóavellir. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram bréf frá skipulagsstjóra Garðabæjar dags. 23.3.2015.
Lagt fram.

23.1412485 - Fornahvarf 3, settjörn, framkvæmdaleyfi

Óskað er eftir leyfi skipulagsnefndar til að hefja framkvæmdir við gerð settjarna við Fornahvarf 3.
Skipulagsnefnd samþykkti framkvæmdaleyfi fyrir gerð settjarna við Fornahvarf 3. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

24.1504292 - Kópavogsbraut 115. Starfsleyfi

Frá byggingarfulltrúa:
Lagt fram bréf frá heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar-og Kópavogssvæðis dags. 23.4.2013 vegna endurnýjunar starfleyfis fyrir bensín sjálfsafgreiðslustöð að Kópavogsbraut 115.
Skipulagsnefnd leggur áherslu á að skoðað verði að setja upp afgreiðslu á umhverfisvænum orkugjöfum.

Skipulagsnefnd fól skipulagsstjóra að svara bréfi heilbrigðiseftirlits.

25.1504445 - Arnarnesvegur - ábending frá Kristni Degi Gissurarsyni.

Þar sem ljóst er að Arnarnesvegur hefur verið tekinn inn á vegaáætlun beinir undirritaður því til bæjarráðs og bæjarstjórnar að hefja viðræður við Vegagerðina og Garðabæ um kosti og fýsileika þess að fara með Arnarnesveg í gegnum landið í stað þess að setja hann ofan á landið, án þess að tefja framkvæmdir.

Þessi tilhögun gefur færi á "ósnortnu" eða opnu svæði milli sveitarfélaganna og/eða færi á byggð nær eða jafnvel ofan á viðkomandi landi.
Kristinn Dagur Gissurarson.
Skipulagsnefnd tók undir bókun Kristins Dags og óskaði eftir umsögn skipulags- og byggingardeildar.

26.1504446 - Öryggi við bryggjur Kópavogs - ábending frá Guðmundi Geirdal

Skipulagsnefnd beindi þeim tilmælum til Hafnarstjórnar að skoðað verði öryggi hjólandi umferðar á bryggjum í Kópavogi.

Fundi slitið.