Skipulagsnefnd

1238. fundur 15. apríl 2014 kl. 16:30 - 18:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Kristinn D Gissurarson aðalfulltrúi
  • Jóhann Ísberg aðalfulltrúi
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
  • Vilhjálmur Einarsson aðalfulltrúi
  • Helga Elínborg Jónsdóttir aðalfulltrúi
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
  • Smári Magnús Smárason starfsmaður nefndar
  • Arnþór Sigurðsson varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Birgir Sigurðsson skipulagsstjóri
Dagskrá

1.1403015 - Bæjarráð - 2724. Fundur haldinn 20. mars 2014.

1403004F - Skipulagsnefnd, 18. mars 1237. fundargerð í 24 liðum. Lagt fram.

1401078 - Digranesheiði 1. Bílskúr og ris.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagt erindi. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

1401539 - Kópavogsgerði 1-3. Breytt deiliskipulag.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagt erindi með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

1403337 - Austurkór 2. Breytt deiliskipulag.
Skipulagsnefnd telur framlagða breytingu ekki hafa grenndaráhrif og samþykkir hana með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

1401070 - Sölustæði við Salalaug.
Skipulagsnefnd tekur ekki afstöðu til málsins og vísar því bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð hafnaði erindinu á fundi sínum þann 6. febrúar sl., en fyrir lágu umsagnir íþróttaráðs og skólanefndar, sem mæltu með að erindinu yrði hafnað. Málinu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

1307121 - Dalsmári 13. Stækkun Tennishallar og nýr rekstrarsamningur.
Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Samþykkt með fjórum atkvæðum gegn þremur. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

1401966 - Fjölgun bílastæða á miðbæjarplani
Skipulagsnefnd tekur undir afgreiðslu umhverfis- og samgöngunefndar dags. 17. mars 2014 um fjölgun bílastæða sunnan Hamraborgar nr. 10. Einn nefndarmaður var á móti tillögunni. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar, sbr. lið 20 í fundargerð skipulagsnefndar frá 18. mars.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

 

2.1403017 - Bæjarstjórn - 1093. Fundur haldinn 25. mars 2014.

1403004F - Skipulagsnefnd, 18. mars 1237. fundargerð í 24 liðum. Lagt fram.

1401078 - Digranesheiði 1. Bílskúr og ris.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagt erindi. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir erindið með tíu atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi greiddi ekki atkvæði

1401539 - Kópavogsgerði 1-3. Breytt deiliskipulag.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagt erindi með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir erindið með átta atkvæðum. Þrír bæjarfulltrúar greiddu ekki atkvæði

1403337 - Austurkór 2. Breytt deiliskipulag.
Skipulagsnefnd telur framlagða breytingu ekki hafa grenndaráhrif og samþykkir hana með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu að breyttu deiliskipulagi með tíu atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi greiddi ekki atkvæði.

1401070 - Sölustæði við Salalaug.
Skipulagsnefnd tekur ekki afstöðu til málsins og vísar því bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð hafnaði erindinu á fundi sínum þann 6. febrúar sl., en fyrir lágu umsagnir íþróttaráðs og skólanefndar, sem mæltu með að erindinu yrði hafnað. Málinu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn hafnar erindinu með sjö atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi greiddi atkvæði með erindinu og tveir bæjarfulltrúar greiddu ekki atkvæði.
Hafsteinn Karlsson vék af fundi undir þessum lið.

1307121 - Dalsmári 13. Stækkun Tennishallar og nýr rekstrarsamningur.
Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Samþykkt með fjórum atkvæðum gegn þremur. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.Bæjarráð vísaði málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir erindið með sjö atkvæðum. Fjórir bæjarfulltrúar greiddu ekki atkvæði.

1401966 - Fjölgun bílastæða á miðbæjarplani.
Skipulagsnefnd tekur undir afgreiðslu umhverfis- og samgöngunefndar dags. 17. mars 2014 um fjölgun bílastæða sunnan Hamraborgar nr. 10. Einn nefndarmaður var á móti tillögunni. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar, sbr. lið 20 í fundargerð skipulagsnefndar frá 18. mars. Bæjarráð vísaði málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu um fjölgun bílastæða með tíu atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi greiddi ekki atkvæði.

1403204 - Melahvarf 3. Breytt deiliskipulag. Skipulagsnefnda samþykkti með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna tillöguna fyrir lóðarhöfum við Melahvarf 1, 2, 4, 5 og 6 ásamt Grundarhvarf 2, 4, og 6.
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, lagði til að afgreiðslu málsins yrði frestað.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu Ármanns Kr. Ólafssonar með sjö atkvæðum. Fjórir bæjarfulltrúar greiddu ekki atkvæði.

3.1312123 - Hverfisskipulag

Kynnt áframhaldandi vinna við hverfisskipulag Kópavogs.

Lagt fram og kynnt.

4.1404286 - Vogatunga 15. Kynning á byggingarleyfi.

Frá byggingarfulltrúa:
Lagt fram erindi Sigurðar Hafsteinssonar, byggingatæknifræðings fh. lóðarhafa þar sem óskað er eftir heimild skipulagsnefndar til að reisa sólskála við Vogatundu 15. Uppfrætti í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 3. apríl 2014.

Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna tillöguna í samræmi við 44. gr. skipulagslaga fyrir lóðarhöfum Vogatungu 11 og 13.

5.1404352 - Vallakór 6-8 (áður nr. 10)og Vallakór 1-3. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar dags. 18.3.2014, f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi við Vallakór 6-8 (áður nr. 10) og Vallakór 1-3. Skipulagssvæðið Vallakór 1-3 og 6-8 er um 1.7 ha að flatarmáli. Gert er ráð fyrir að lóðinni sem áður var Vallakór 10, 12 og 14 verði skipt í þrjár lóðir og þær númerðar Vallakór nr. 6, 8 og 10-12. Vallakór 6 verður 4.300 m2 að stærð og Vallakór nr. 8 sem verður ný lóð 3.400 m2 að stærð. Vallakór 10-12 verður lóð fyrir Kórinn og fyrirhugaðan menntaskóla verður eftir breytingu um 7 ha að stærð. Á lóðinni að Vallakór nr. 6 er gert ráð fyrir að í stað blandaðrar landnotkunar verslunar- þjónustu og íbúða samtals um 13.000 fermetrar komi 72 íbúðir í 10 hæða fjölbýlishúsi með kjallara og niðurgrafinni bílageymslu. Heildar byggingarmagn á lóðinni er áætlað um 8.600 m2 þarf af um 1.800 m2 í niðurgrafinni bílageymslu. Á lóðinni að Vallakór 8 er gert ráð fyrir verslun og þjónustuhúsi á þremur hæðum með kjallara og niðurgrafinni bílageymslu. Heildarstærð er áætluð um 8.700 m2 þar af 2.500 m2 í niðurgrafinni bílageymslu. Með tilkomu nýrrar tengibrautar frá Vatnsendavegi að Kórnum er lagt til að fella út beina tengingu frá safngötunni Vallakór úr austri að Kórnum og breyta þar með aðkomu að Vallakór 1-3 sem verður botnlangi.

Í tillögunni er gert ráð fyrir 128 bílastæðum á lóðinni að Vallakór 6 þar af 68 stæðum í niðurgrafinni bílageymslu. Reiknað er með um 150 bílastæðum á lóðinni að Vallakór 8 eða einu stæði á hverja 35 m2 í verslunarhúsnæði. Á skipulagsuppdrætti og skipulagsskilmálum kemur fjöldi bílastæða fram fyrir hverja lóð bæði ofanjarðar og neðan. Það sem neðanjarðarbílageymslur eru er gefinn upp hámarks fjöldi bíla í kjallara en lóðarhafar geta valið fjölda stæða þó þannig að ekki verið farið undir lágmarkskröfu um fjölda bílastæða sem gefin er upp í skipulagsskilmálum fyrir hverja lóð.

Skipulagsnefnd samþykkir að framlögð tillaga verði auglýst í samræmi við 43. gr. skipulaglaga. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

6.1403255 - Kópavogsbrún 2-4. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju erindi Jóns Guðmundssonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa dags. 12.3.2014, að breyttu deiliskipulagi Kópavogsbrúnar 2-4. Á fundi skipulagsnefndar 18.3.2013 var erindinu frestað. Í breytingunni felst að byggingarreitur 1. og 2. hæðar stækkar um 36m2 hvor. Svalir á vesturhliðum húsanna og á suðurhlið fara 1,6m út fyrir byggingarreit. Jafnframt munu útitröppur ganga út fyrir byggingarreit. Sameiginleg 520 m2 bílageymsla verður undir húsunum. Nýtingarhlutfall er innan marka gildandi deiliskipulags sbr. uppdráttum dags. 5.1.2014.

Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna framlagða tillögu í samræmi við 43. gr. skipulagslaga fyrir lóðarhöfum að Kópavogsbrún 1, Kópavogsbraut 19, Kópavogsbarði 1-3 og 5-7.

7.14011091 - Hlíðarhjalli 16. Kynning á byggingarleyfi

Frá byggingarfulltrúa:
Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Random-ark ehf. dags. 23.1.2014 f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi Hlíðarhjalla 16. Í breytingunni felst að byggja 27m2 sólskála á suðurhlið hússins, svalir verða á þaki sólskálans. Heildarbyggingarmagn hækkar úr 270,5m2 í 297,5m2 og nýtingarhlutfall hækkar úr 0,42 í 0,47 sbr. uppdráttum dags. 23.1.2014. Á fundi skipulagsnefndar 18.2.2014 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Hlíðarhjalla 6, 8, 10, 12, 14 og 18. Kynningu lauk 28.3.2014. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust og fyrir liggur skriflegt samþykki lóðarhafa Hlíðarhjalla 18.

Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

8.1309251 - Laufbrekka 8. Viðbygging.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Árna Friðrikssonar, arkitekts, dags. 27.11.2013, að breyttu deiliskipulagi Laufbrekku 8. Í breytingunni felst að byggð verður 34m2 viðbygging við vesturhlið íbúðarhússins. Hæsti punktur viðbyggingar er 3,2m og er hún 7 x 4,75m að grunnfleti sbr. uppdráttum dags. 25.11.2013. í mkv. 1:100. Á fundi skipulagsnefndar 10.12.2013 var afgreiðslu málsins frestað. Á fundi skipulagsnefndar 18.2.2014 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna að nýju framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Laufbrekku 6, 7, 9, 10, 11 og 13 ásamt Nýbýlavegi 28 og 30. Kynningu lauk 26.3.2014. Athugasemd barst frá Magnúsi Þór Sverrissyni, Laufbrekku 9, dags. 25.3.3014.

Lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 15.4.2014.

Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

9.1311396 - Auðbrekka 3. Viðbygging.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Onyx ehf., dags. 27.11.2013, f.h. lóðarhafa Auðbrekku 3. Sótt er um að stækka við jarðhæð hússins sem nemur 3,5m x 14,8m eða 51,8m2 sbr. uppdráttum dags. í október 2013 í mkv. 1:100 og 1:500. Á fundi skipulagsnefndar 21. janúar 2014 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða breytingartillögu fyrir lóðarhöfum Auðbrekku 1, 5 og Skeljabrekku 4. Samþykkt með fjórum atkvæðum, þrír fundarmenn sátu hjá. Kynningu lauk 27. febrúar 2014. Athugasemd barst á kynningartíma frá Svell ehf. dags. 1.2.2014. Á fundi skipulagsnefndar 18.3.2014 var erindinu frestað og skipulags- og byggingardeild falið að taka saman umsögn um innsendar athugasemdir.

Hafnað. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

10.1401073 - Vesturvör 12. Stækkun.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Einars V. Tryggvasonar, arkitekts, dags. 16.12.2013, f.h. lóðarhafa að breytingum að Vesturvör 12. Óskað er eftir að að rífa hluta af eldra húsnæði eða samtals 225m2 og byggja nýja 604m2 lagerbyggingu á vesturhluta lóðarinnar. Heildarbyggingarmagn fyrir breytingu er 4456 m2 en verður 4835m2 eftir breytingar, aukning um 379m2. Nýtingarhlutfall lóðar hækkar úr 0,39 í 0,42 sbr. uppdráttum í mkv. 1:500 dags. 16.12.2013. Kynningu lauk 25.3.2014. Athugasemd barst frá lóðarhöfum Vesturvarar 13 dags. 25.3.2014.

Afgreiðslu frestað. Skipulagsnefnd óskar eftir umsögn skipulags- og byggingardeildar.

11.1402523 - Grænatún 20. Byggingarleyfi. Grenndarkynning.

Frá byggingarfulltrúa:
Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Einars V. Tryggvasonar arkitekts, f.h. lóðarhafa Grænatúns 20. Í gildi er byggingarleyfi samþ. 25. maí 1989 fyrir tveggja hæða tvíbýli með tvöfaldri stakstæðri bílgeymslu. Í framlögðu erindi kemur meðal annars fram að einnar hæðar hús sem stendur á lóðinni verður rifið og tveggja hæða parhús reist í stað þess. Heildarbyggingarmagn verður 430m2, grunnflötur parhússins verður 250m2 og nýtingarhlutfall verður 0,47 sbr. uppdrætti dags. 13.2.2014. Umrædd breyting var kynnt í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá og með 24. september til 5. nóvember 2013. Athugasemdir og ábendingar bárust á kynningartíma.

Hvað varðar fyrirhugaðar breytingar að Grænatúni 20 voru þær til umfjöllunar á síðasta ári. Þá var vísað til þess að verið væri að kynna breytingu á samþykktu deiliskipulagi sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga þar sem kveðið er á um breytingar á samþykktu deiliskipulagi. Umrædd breyting var kynnt með tilvísan í deiliskipulagsuppdrátt frá 1968: Ástúnsland og umhverfi. Í ljós hefur komið við lokaafgreiðslu málsins að umrætt deiliskipulag telst ekki vera í gildi þó svo að hús við Grænatún og Ástún hafi verið byggð samkvæmt því, nú síðast Ástún 6. Þá má jafnframt benda á að umrætt deiliskipulag er á skipulagssjá Skipulagsstofnunar auðkennt sem deiliskipulagt svæði þ.m.t. Grænatún 20. Sú villa hefur nú verið leiðrétt.

Á fundi skipulagsnefndar 18.2.2014 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða byggingarleyfisumsókn fyrir lóðarhöfum Grænatúns 16, 18, 22 og 24, Álfatúns 1, 3 og Nýbýlavegi 100, 102 og 104.

Kynningu lauk 28.3.2013. Athugasemdir bárust frá íbúum, undirskriftalisti, dags. 25.3.2014. og mótt. 28.3.2014.

Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Birgir H. Sigurðsson vék af fundi undir þessum lið. Einn nefndarmaður sat hjá við afgreiðslu málsins.

12.1402210 - Gulaþing 2. Breytt deiliskipulag.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Jakobs Líndal dags. 4.2.2014 f.h. Kópavogsbæjar að breyttu deiliskipulagi Gulaþings 2. Í breytingunni felst að lóðin stækkar úr 5000m2 í 5650m2, lega og stærð byggingarreits breytist og göngustígur sunnan við lóð mjókkar. Í stað leikskóla á einni hæð verður hann á einni hæð og kjallara. Lögun manar til vesturs breytist sem og lega göngustígs sbr. uppdrætti dags. 2.2.2014. Á fundi skipulagsnefndar 18.2.2014 var samþykkt með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Gulaþings 2-26, Hafraþings 1-3, 5-7, 9-11, Dalaþings 1 og 2. Kynnngu lauk 28.3.2014. Athugasemdir bárust frá Ófeigi Fanndal, Dalaþingi 2, dags. 28.3.2014; frá Silfurtunglu ehf., Gulaþingi 4, dags. 28.3.2014.

Afgreiðslu frestað. Skipulagsnefnd óskar eftir umsögn skipulags- og byggingardeildar.

13.1402401 - Sæbólsbraut 34. Breytt deiliskipulag.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi frá Studio Strik arkitektum, f.h. lóðarhafa dags. 12.2.2014. Óskað er eftir heimild til að stalla hæðir hússins líkt og gert hefur verið í húsi nr. 34a í stað þess að húsið sé hæð og ris (séð frá götu). Þannig verður húsið fullar tvær hæðir. Byggingarreitur, hámarkshæð og þakform breytast ekki sbr. uppdrætti dags. 10.2.2014. Á fundi skipulagsnefndar 18.2.2014 var samþykkt með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Sæbólsbrautar 33, 34a, 35, 36, 37, 39, 41, 43, 45. Kynningu lýkur 9. apríl 2014. Athugasemd barst frá Birgi Ómari Haraldssyni, Sæbólsbraut 36, dags. 30.3.2014.

Afgreiðslu frestað. Skipulagsnefnd óskar eftir umsögn skipulags- og byggingardeildar.

14.1312013 - Álfhólsvegur 64. Nýbygging.

Lögð fram að nýju tillaga Jóns Hrafns Hlöðverssonar, f.h. lóðarhafa að nýbyggingu við Álfhólsveg 64. Á fundi skipulagsnefndar 18.3.2014 var málinu frestað og skipulags- og byggingardeild falið að taka saman umsögn um framkomnar athugasemdir.

Lagt fram að nýju ásamd umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 15.4.2014.

Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

15.1404312 - Markavegur 2, 3 og 4. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Kristins Valdemarssonar, lóðarhafa Markavegar 2-3 og 4, dags. 10.4.2014. Óskað er eftir að lóð að Markavegi 4 verði stækkuð um 5 metra, úr 20m í 25m og að það verði tekið af lóð nr. 2-3. Lóð nr. 2-3 verði þannig minnkuð um 5m. Á lóð nr. 4 verði hæðarkóti hækkaðum um 20cm eða úr 101,6 í 101,8 og breiddin verði 12,25m í stað 12m.

Einnig samþykkir lóðarhafi að deiliskipulag fyrir Markaveg 2-3, samþykkt í bæjarstjórn 25.2.2014 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda 5.3.2014, verði afturkallað.

Skipulagsnefnd samþykkir ofangreinda afturköllun og vísar til afgreiðslu bæjarráð og bæjarstjórnar og með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Markarvegi 1, Heimsenda 4, 6 og 8.

16.1403473 - Oddfellowblettur. Íbúðarhús og hesthús.

Lagt fram bréf dags. 18.3.2014 frá Hjalta Steinþórssyni, lögfræðingi, f.h. Konráðs Adolfssonar vegna Oddfellowbletts. Spurst er fyrir um hvort leyft verði að byggja á spildunni íbúðarhús ásamt hesthúsi.

Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar bæjarlögmanns.

17.1404313 - Geirland. Malarvinnsla. Endurnýjun starfsleyfis.

Lagt fram erindi Braga Sigurjónssonar dags. 9.4.2014. þar sem óskað er umsagnar skipulagsnefndar vegna umsóknar um framlengingu starfsleyfis hjá Heilbrigðisnefnd Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, vegna rekstrar á flokkunarvél, lager og söluaðstöðu jarðefna að Geirlandi við Suðurlandsveg.

Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að framkvæmdaleyfi fyrir malarvinnslu við Geirland verði framlengt í fjögur ár. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

18.1401783 - Múlalind 3. Erindi frá íbúa.

Lagt fram erindi Arnar Gunnlaugssonar dags. 2.4.2014 um atvinnustarfsemi í Múlalind 3 og slæma umgengni á lóð.

Vísað til umhverfissvið til úrvinnslu.

19.1208736 - Kópavogsbraut 98. Kæra vegna byggingarleyfis gróðurhúss.

Lagt fram bréf dags. 27.3.2014 frá Úrkurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála vegna kæru á afgreiðslu skipulagsnefndar frá 17. júlí 2012 varðandi leyfi fyrir tveimur gróðurhúsum á lóðinni nr. 98 við Kópavogsbraut. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu byggingarleyfis frá 16. október 2012 fyrir 28m2 gróðurhúsi klæddu plasti á lóðinni Kópavogsbraut 98 í Kópavogi.

Lagt fram.

20.1401539 - Kópavogsgerði 1-3. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram bréf frá Birnu Bjarnadóttur, f.h. stjórnar húsfélagsins Kópavogstúni 6-8, dags. 3.4.2014 vegna framkvæmdar grenndarkynningar vegna Kópavogsgerðis 1-3.

Á fundi skipulagsnefndar 18. apríl 2014 þegar mál nr. 6 á 1237. fundi nefndarinnar var afgreitt telur skipulagsnefnd að formsatriðum skipulagslaga hafi verið fylgt m.a. hvað varðar 2. mgr. 44. gr. laganna um grenndarkynningar. Þar segir m.a: "Grenndarkynning felst í því að skipulagsnefnd kynnir nágrönnum sem taldir eru geta átt hagsmuna að gæta leyfisumsókn eða tillögu að breytingu á skipulagsáætlunum.....". Í 3. mgr. 44. gr. segir jafnframt: "Skipulagsnefnd er heimilt að stytta grenndarkynningu ef þeir sem hagsmuna eiga að gæta sbr. 1. mgr., hafa lýst skriflega yfir með áritun sinni á kynningargögn áður en fjórar vikur eru liðnar að þeir geri ekki athugasemdir við skipulagstillöguna.....".

Ofangreint samþykki lá fyrir við afgreiðslu málsins auk þess sem það var mat nefndarinnar að þær útlitsbreytingar sem gerðar voru á fyrirhuguðu húsi hefðu ekki áhrif á lóðarhafa hússins nr. 8 við Kópavogstún þar sem þær eiga fyrst og fremst við suður hlið hússins við Kópavogsberði 1-3 þ.e þá hlið hússins sem snýr frá íbúum í Kópavogstúni 8. Skipulagsnefnd hefur  auk þess yfirfarið fjölda íbúa á íbúð í þeim húsum sem þegar eru byggð við Kópavogstún. Niðurstaðan er sú að mun færri búa í húsunum en áætlað var eða um 1,5 íbúar á íbúð í stað 3,0 íbúa á íbúð þ.e. helmingi færri íbúar er gert var ráð fyrir í skipulaginu. Sterkar líkur benda til þess að svo verði einnig við Kópavogsgerði 1-3 og 5-7. Þessi staðreynd hefur þau áhrif að mun minni umferð er í hverfinu en áætlaðar voru, íbúum hverfisins til hagsbóta.

21.14021052 - Sjóvarnir á Kársnesi og frágangur á opnum svæðum.

Frá umhverfis- og samgöngunefnd:
Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 31.3.2014 var tekið fyrir mál vegna sjóvarna og frágangs á opnum svæðum á Kársnesi. Nefndin gerði ekki athugasemd við tillöguna og vísaði henni til afgreiðslu skipulagsnefndar.

Skipulagsnefnd samþykkir að unnið verði deiliskipulag af umræddu svæði og það kynnt í samræmi við 43. gr. skipulagslaga. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

22.1212211 - Hagasmári 1, Smáralind, auglýsingarskilti

Lögð fram að nýju fyrirspurn G. Odds Víðissonar, arkitekts fh. Eignarhaldsfélags Smáralindar ehf. dags. 13.12.2012 þar sem óskað er álits skipulagsnefndar á áformum eiganda um að staðsetja flettiskilti á lóð Smáralindar. Meðfylgjandi uppdráttur og ljósmyndir. Á fundi skipulagsnefndar 16.4.2013 var erindinu frestað þar til heildarskipulag svæðisins liggur fyrir.

Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

23.1404145 - Vallakór 1-3. Umferðamál

Lagt fram erindi íbúa við Vallakór 1-3 dags. 17.3.2013 um umferðamál um Vallkór, samantekt á atriðum sem þau telja að þarfnist úrbóta. Greint frá samráðsfundi sem haldinn var með íbúum 13.3.2014.

Lagt fram. Skipulagsnefnd óskar eftir því að skipulags- og byggingardeild boði til samráðsundar með íbúum Vallakórs 1-3 og tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir Vallakór 6-8 (áður 10).

24.1311250 - Svæðisskipulag 2015-2040

Frá bæjarráði:
Lagt fram bréf frá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dags. 24. mars þar sem óskað er eftir umsögnum og athugasemdum vegna kynningar á tillögu að nýju svæðisskipulagi hbsv. 2015-2040.

Skipulagsnend óskar eftir því að boðað verði til sérstaks samráðsfundar skipulagsnefndar, umhverfis- og samgöngunefndar og bæjarstjórnar þar sem fulltrúar SSH. kynni framlagða vinnutillögu að nýju svæðisskipulagi. Vísað til bæjarráðs og óskar skipulagsnefnd heilmildar til fundarboðunar. 

25.903113 - Glaðheimar. Endurskoðun deiliskipulags.

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga skipulags- og byggingardeildar dags. 6. desember 2013 um breytt deiliskipulag fyrir Glaðheima - Austurhluta. Á fundi skipulagsnefndar 10. desember 2013 var samþykkt með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Á fundi bæjarstjórnar 14. janúar 2014 var afgreiðsla skipulagsnefndar staðfest. Tillagan var auglýst frá 20. janúar til 3. mars 2014. Auglýsing birtist í Fréttablaðinu 18. janúar 2014 og í Lögbirtingarblaðinu 20. janúar 2014. Tillagan var ásamt fylgigögnum til sýnis á Umhverfissviði Kópavogsbæjar auk þess sem tillagan var birt á heimasíðu Kópavogsbæjar.

Lagt fram að nýju með greinargerð ásamt skipulagsskilmálum dags. 6.12.2013, minnisblöðum frá verkfræðistofunni Mannvit dags. 17. desember 2013 og 3. mars 2014 og viðauka við skipulagsskilmála "Viðmið um hönnun, frágang húsa og lóða í Glaðheimum austurhluta" dags. 6. desember 2013. Þá lagðar fram athugsemdir við kynnta tillögu frá Þorsteini Jónssyni, dags. 1.3.2014 og frá Árna Davíðssyni dags. 3.3.2014 ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 18. mars 2014 um innsendar athugasemdir.

Einnig lagður fram breyttu uppdráttur af deiliskipulagi Fífuhvammslands dags. 18.3.2014.

Greint frá kynningarfundi sem haldinn var 11.4.2014.

Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi Glaðheima austurhluta uppdráttur í mkv. 1:1000 ásamt skýringarmyndum og greinargerð, skipulagsskilmálum dags. 6. desember 2013 og umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 18. mars 2014 um framkomnar athugasemdir og ábendingar. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt breytta afmörkun deiliskipulags Fífuhvammslands frá 9. desember 1993. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 18:30.