Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi frá Studio Strik arkitektum, f.h. lóðarhafa dags. 12.2.2014. Óskað er eftir heimild til að stalla hæðir hússins líkt og gert hefur verið í húsi nr. 34a í stað þess að húsið sé hæð og ris (séð frá götu). Þannig verður húsið fullar tvær hæðir. Byggingarreitur, hámarkshæð og þakform breytast ekki sbr. uppdrætti dags. 10.2.2014. Á fundi skipulagsnefndar 18.2.2014 var samþykkt með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Sæbólsbrautar 33, 34a, 35, 36, 37, 39, 41, 43, 45. Kynningu lýkur 9. apríl 2014. Athugasemd barst frá Birgi Ómari Haraldssyni, Sæbólsbraut 36, dags. 30.3.2014.
Afgreiðslu frestað. Skipulagsnefnd óskar eftir umsögn skipulags- og byggingardeildar.