Á fundi skipulagsnefndar 6. júlí 2010 var lagt fram erindi lóðarhafa nr. 6 við Breiðahvarf og varðar leyfi til byggingar hesthúss á lóðinni.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdráttur dags. 1. júli 2010 í mkv. 1:100 og 1:500
Skipulagsnefnd samþykkir skv. 2. mgr. 26. greinar skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, að senda erindið í kynningu til lóðarhafa Breiðahvarfi 2, 4, 7, 8, 9, 10, 11, 12, 13, 15, 17. Faxahvarf 3, 12. Fákahvarf 13, 18.
Kynning fór fram 14. júlí til 16. ágúst 2010. Athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 17. ágúst 2010 var erindið lagt fram að nýju ásamt athugasemdum.