Skipulagsnefnd

1241. fundur 21. júlí 2014 kl. 16:30 - 18:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Sverrir Óskarsson aðalfulltrúi
  • Anna María Bjarnadóttir aðalfulltrúi
  • Sigríður Kristjánsdóttir varafulltrúi
  • Kristinn D Gissurarson aðalfulltrúi
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir aðalfulltrúi
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
  • Gísli Norðdahl byggingarfulltrúi
  • Jón Finnbogason varafulltrúi
  • Helga Elínborg Jónsdóttir varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Þóra Kjarval arkitekt
Dagskrá

1.1406007 - Bæjarstjórn - 1098. Fundur haldinn 10. júní 2014.

1404440 - Hugmyndasamkeppni um framtíðarnýtingu Vallargerðisvallar. Tillaga.
Tekin fyrir tillaga um hugmyndasamkeppni um framtíðarnýtingu Vallargerðisvallar, ásamt umsögnum íþróttaráðs og skipulagsnefndar. Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Legg til að tillögu Hjálmars og Aðalsteins varðandi framtíðarnýtingu Vallargerðisvallar verði vísað til næstu bæjarstjórnar. Tillaga Ómars Stefánssonar var samþykkt með sex atkvæðum gegn þremur. Einn bæjarfulltrúi greiddi ekki atkvæði.

1403199 - Laxalind 15. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi með 10 atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi greiddi ekki atkvæði.

1403263 - Kópavogsgerði 5-7. Breytt deiliskipulag.
Forseti lagði til að afgreiðslu erindisins verði frestað til næsta fundar bæjarstjórnar. Bæjarstjórn samþykkir tillögu forseta bæjarstjórnar um að fresta afgreiðslu erindisins með 10 atkvæðum gegn einu.

1406131 - Austurkór 155. Breytt deiliskipulag.
Forseti lagði til að afgreiðslu erindisins verði frestað til næsta fundar bæjarstjórnar. Bæjarstjórn samþykkir tillögu forseta bæjarstjórnar um að fresta afgreiðslu erindisins með níu atkvæðum. Tveir bæjarfulltrúar greiddu ekki atkvæði.

1406120 - Austurkór 167-169. Breytt deiliskipulag.
Forseti lagði til að afgreiðslu erindisins verði frestað til næsta fundar bæjarstjórnar. Bæjarstjórn samþykkir tillögu forseta bæjarstjórnar um að fresta afgreiðslu erindisins með níu atkvæðum. Tveir bæjarfulltrúar greiddu ekki atkvæði.

1403302 - Furugrund 3. Nýbygging
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, lagði til að erindinu verði vísað til skipulagsnefndar að nýju til úrvinnslu. Bæjarstjórn samþykkir með tillögu Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjarstjóra, með níu atkvæðum. Tveir bæjarfulltrúar greiddu ekki atkvæði.

2.1406013 - Bæjarstjórn - 1099. Fundur haldinn 24. júní 2014.

406251 - Kosningar í skipulagsnefnd 2014
Kosning sjö aðalmanna og jafnmargra til vara í skipulagsnefnd.
Kosningu hlutu:
Aðalmenn:
Af A-lista:
Guðmundur G. Geirdal, Fákahvarf 1
Sigríður Kristjánsdóttir, Daltún 21
Sverrir Óskarsson, Vallargerði 31
Anna María Bjarnadóttir, Álfhólsvegi 114
Af B-lista:
Ása Richardsdóttir, Lækjarhjalla 22
Kristinn Dagur Gissurarson, Hjallabrekku 13
Margrét Júlía Rafnsdóttir, Bakkasmári 24
Kosningu varamanna frestað.

1406267 - Kosningar í svæðisskipulagsnefnd hbsv. 2014
Kosning tveggja aðalmanna og jafnmargra til vara í svæðisskipulagsnefnd hbsv.
Kosningu hlutu:
Aðalmenn:
Af A-lista:
Sverrir Óskarsson, Vallargerði 31
Af B-lista:
Ása Richardsdóttir, Lækjarhjalla 22

1403263 - Kópavogsgerði 5-7. Breytt deiliskipulag.
Mál sem frestað var á fundi bæjarstjórnar þann 10. júní sl. Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og samþykkir framlagða tillögu með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með níu atkvæðum en tveir bæjarfulltrúar greiddu ekki atkvæði.
1406131 - Austurkór 155. Breytt deiliskipulag.
Mál sem frestað var á fundi bæjarstjórnar þann 10. júní sl. Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og samþykkir framlagða tillögu með vísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með 11 atkvæðum.

1406120 - Austurkór 167-169. Breytt deiliskipulag.
Mál sem frestað var á fundi bæjarstjórnar þann 10. júní sl. Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og samþykkir framlagða tillögu með vísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með 11 atkvæðum.

3.1407004 - Bæjarstjórn - 1100. Fundur haldinn 15. júlí 2014.

1406251 - Kosningar í skipulagsnefnd 2014
Kosning sjö varamanna í skipulagsnefnd.
Kosningu hlutu:
Af A-lista:
Andrés Pétursson, Lækjasmára 90
Vilhjálmur Einarsson, Birkigrund 9b
Jón Finnbogason, Skjólsalir 16
Margrét Friðriksdóttir, Bæjartún 9
Af B-lista:
Helga Jónsdóttir, Furugrund 62
Sigurbjörn T Vilhjálmsson, Furugrund 70
Arnþór Sigurðsson, Bjarnhólastíg 12

1406252 - Kosningar í landsskipulagsnefnd
Kosning aðalmanns í landsskipulagsnefnd.
Kosningu hlaut Sverrir Óskarsson, Vallargerði 31.

4.1407208 - Stutt kynning á starfi skipulags- og byggingardeildar

5.1406251 - Kosningar í skipulagsnefnd

Konsning formanns og varaformanns í skipulagsnefnd 2014-2018.
Einróma var kosinn formaður skipulagsnefndar 2014-2018: Sverrir Óskarsson, Æ-lista. Kosningu varaformanns frestað.

6.1406468 - Melaheiði 19. Bílskúr. Kynning á byggingarleyfi.

Frá byggingarfulltrúa: Lagt fram erindi Jóhanns Magnúsar Kristinssonar, dags. 13.6.2014, f.h. lóðarhafa þar sem óskað er eftir breytingum á bílskúr á lóðinni Melaheiði 19. Í breytingunni felst að stækka við bílskúr til suðurs um 2,7 m eða 17,2 m2. Einnig er verði reist 23m2 opið bílskýli fyrir framan bílskúr á lóðamörkum sbr. uppdráttum dags. 26.4.2014 í mkv. 1: 100 og 1:500.
Skipulagsnefnd samþykkir með vísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum við Melaheiði 17 og 21 ásamt Álfhólsvegi 90, 92 og 94.

7.1406428 - Urðarhvarf 4. Breytt lóðamörk.

Lagt fram erindi Guðmundar Bragasonar, f.h. Akralindar ehf. dags. 6.6.2014 vegna breyttra lóðamarka Urðahvarfs 4. Í breytingunni felst að færa austari enda stoðveggjar norðaustan megin á lóð lengra út í bæjarlandið sbr. meðfylgjandi uppdráttum í mkv. 1:200.
Skipulagsnefnd telur umrædda breytingu ekki varða hagsmuni annarra en umsækjanda og samþykkir tillöguna með vísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

8.1406416 - Þrymsalir 1. Einbýli í tvíbýli.

Lagt fram erindi Arinbjarnar Snorrasonar þar sem óskað er eftir að breyta þegar byggðu einbýlishúsi við Þrymsali 1 í tvíbýlishús.
Frestað.

9.1404352 - Vallakór 1-3 og 6-8 (áður nr. 10). Breytt deiliskipulag.

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga skipulags- og byggingardeildar að breyttu deiliskipulagi við Vallakór 6-8 (áður nr. 10) og Vallakór 1-3. Tillagan sem er dagsett 18. mars 2014 var samþykkt í skipulagsnefnd 15.4.2014 til kynningar í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og í bæjarstjórn 22.4.2014. Tillagan var auglýst frá og með 14.5.2014. Auglýsing birtist í Fréttablaðinu 13.5.2014 og í Lögbirtingablaðinu 14.5.2014. Tillagan var kynnt á heimasíðu bæjarins, í afgreiðslu Skipulags- og byggingardeildar. Jafnframt var sent dreifibréf á lóðarhafa aðliggjandi lóða þar sem vakin var athygli á því að kynningin stæði yfir og hvar hægt væri að nálgast upplýsingar um tillöguna. Jafnfram voru haldnir samráðsfundir með íbúum við Vallakór 1-3, 1.5.2014 og 6.5.2014. Frestur til athugasemda var til 30.6.2014. Athugasemdir bárust á kynningartíma.

Lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 21. júlí 2014.
Frestað.

10.1403255 - Kópavogsbrún 2-4. Breytt deiliskipulag.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Jóns Guðmundssonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa dags. 12.3.2014, að breyttu deiliskipulagi Kópavogsbrúnar 2-4. Í breytingunni felst að byggingarreitur 1. og 2. hæðar stækkar um 36m2 hvor. Svalir á vesturhliðum húsanna og á suðurhlið fara 1,6m út fyrir byggingarreit. Jafnframt munu útitröppur ganga út fyrir byggingarreit. Sameiginleg 520 m2 bílageymsla verður undir húsunum. Nýtingarhlutfall er innan marka gildandi deiliskipulags sbr. uppdráttum dags. 5.1.2014. Á fundi skipulagsnefndar 15.4.2014 var samþykkt með vísan í 43. gr. skipulagslag að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum að Kópavogsbrún 1, Kópavogsbraut 19, Kópavogsbarði 1-3 og 5-7. Kynningu lauk 6.6.2014. Athugasemdir bárust á kynningartíma.

Lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 21. júlí 2014. Einnig lögð fram yfirlýsing Brautargils ehf. dags. 16.7.2014 um frágang lóðar við lóðamörk Kópavogsbarðs 1, 3, 5 og 7.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða breytingartillögu með því skilyrði að gengið verði frá lóðamörkum við Kópavogsbarð 1, 3, 5 og 7 í samræmi við yfirlýsingu byggingaraðila dags. 16.7.2014, ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 21. júlí 2014. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

11.1307121 - Dalsmári 13. Stækkun Tennishallar. Breytt deiliskipulag.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Tennisfélags Kópavogs og Tennishallarinnar að stækkun tennishallarinnar til austurs. Viðbygging verður 36,7 x 39 metrar að stærð eða 1432m2. Hæsti punktur hennar verður 10m en vegghæð 6m. Einnig lögð fram umsögn sviðsstjóra menntasviðs og sviðsstjóra umhverfissviðs dags. 3.2.2014. Á fundi skipulagsnefndar 18.3.2014 samþykkti skipulagsnefnd með vísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Staðfest í bæjarstjórn 25.3.2014. Tillagan var auglýst í Fréttablaðinu 13.5.2014 og í Lögbirtingarblaðinu 14.5.2014. Einnig var tillagan til sýnis á skrifstofu skipulags- og byggingardeildar og á heimasíðu bæjarins meðan á kynningu stóð. Að auki var sent dreifibréf í hverfið til að vekja athygli á tillögunni.
Frestað.

12.1403264 - Langabrekka 2. Breytt deiliskipulag.

Frá bæjarráði: Lagt fram að nýju erindi Fagsmíðar ehf., dags. 13.3.2014, að breyttu deiliskipulagi Löngubrekku 2. Í breytingunni felst að íbúðum er fjölgað um tvær frá samþykktu deiliskipulagi og verða fimm í heildina. Á lóð verða 10 bílastæði, tvö þeirra með aðkomu frá Löngubrekku en átta frá Laufbrekku. Nýtingarhlutfall lóðar verður 0,7. Á fundi skipulagsnefndar 18.3.2014 var samþykkt með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Löngubrekku 1, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 11 og 13; Laufbrekku 1, 1a og 3; Lyngbrekku 1, 1a og 2. Kynningu lauk 2.5.2014. Athugsemdir bárust frá: Orkuveitu Reykjavíkur dags. 28.3.2014; Frá íbúum við Löngubrekku, Hjallabrekku, Lyngbrekku og Laufbrekku, alls 25 undirskriftir dags. 2.5.2014; Frá Kristjáni Kristjánssyni, Löngubrekku 5, dags. 30.4.2014. Á fundi skipulagsnefndar 20.5.2014 var málinu hafnað og vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarráðs 22.5.2014 var málinu frestað og á fundi bæjarráðs 5.6.2014 var málinu vísað aftur til úrvinnslu skipulagsnefndar.

Lagt fram að nýju ásamt viðbótargögnum lóðarhafa þar sem komið er til móts við innsendar athugasemdir.
Frestað.

13.1309441 - Skógarlind 1. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Kristins Ragnarssonar, arkitekts, dags. 16.7.2014 f.h. lóðarhafa þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi Skógarlindar 1 ásamt uppdrætti og yfirlýsingu lóðarhafa dags. 16.7.2014.
Lagt fram og kynnt. Afgreiðslu frestað.

14.1304237 - Smárinn. Endurskoðun deiliskipulags.

Lögð fram til kynningar drög að skipulagslýsingu vegna endurskoðaðs deiliskipulags Smárans, vestan Reykjanesbrautar og farið yfir stöðu mála.
Afgreiðslu frestað.

15.1201100 - Hundaleikvöllur í Kópavogi

Fyrirspurn.
Skipulagsnefnd óskar eftir upplýsingum um stöðu mála.

Fundi slitið - kl. 18:30.