Á fundi skipulagsnefndar 17. ágúst 2010 var lagt fram erindi byggingarfulltrúa vegna nr. 81 við Álfhólsveg dags. 17. ágúst 2010. Erindið varðar, að lyfta þaki, fjölga íbúðum úr þremur í fjórar og byggingu bílageymslu.
Meðfylgjandi: skýringaruppdrættir dags. 10. ág.´10 í mkv. 1:100 og 1:500.
Skipulagsnefnd samþykkir að senda erindið í kynningu skv. 7. mgr. 43. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 til lóðarhafa Álfhólsvegi 60, 62, 64, 66, 68, 70, 72, 74, 76, 77, 79a, 79b, 79c, 79d, 83, 85. Lyngbrekku 20. Selbrekku 2, 4, 6. Enda liggi fyrir samþykki meðeiganda.
Á fundi skipulagsnefndar 21. september 2010 er erindið lagt fram a nýju þar sem fram kom villa í áður kynntri tillögu. Varðar hún fjölda íbúða sem eru þrjár en samkvæmt tillögunni er fyrirhugað að fjölga þeim í fimm en ekki fjórar eins og áður kynnt gögn segja til um.
Skipulagsnefnd samþykkir að senda erindið í kynningu skv. 7. mgr. 43. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 til lóðarhafa Álfhólsvegi 60, 62, 64, 66, 68, 70, 72, 74, 76, 77, 79a, 79b, 79c, 79d, 83, 85. Lyngbrekku 20. Selbrekku 2, 4, 6. Enda liggi fyrir fullnægjandi samþykki meðeiganda.
Umferðarnefnd verði gerð grein fyrir erindinu.
Kynning fór fram 7. október til 8. nóvember 2010. Athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 16. nóvember 2010 var erindið lagt fram á ný ásamt athugasemdum.
Frestað. Skipulagsnefnd felur Skipulags- og umhverfissviði að taka saman umsögn um innsendar athugasemdir.