Skipulagsnefnd

1184. fundur 16. nóvember 2010 kl. 16:30 - 18:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundargerð ritaði: Guðmundur Gunnarsson
Dagskrá

1.1008137 - Heiðmörk, Reykjavík. Deiliskipulag.

Á fundi skipulagsnefndar 21. september 2010 var lagt fram erindi Reykjavíkurborgar dags. 13. ágúst 2010. Erindið varðar deiliskipulag Heiðmerkur. Auglýsing um deiliskipulagið var birt í dagblöðum 11. ágúst 2010 með athugasemdafresti til 22. september 2010.
Meðfylgjandi: Deiliskipulagsuppdráttur, greinargerð dags. 9. ágúst 2010 og umhverfisskýrsla dags. 9. ágúst 2010.
Bókun: "Heiðmörkin er mikilvægur hlekkur útivistarsvæða höfðuborgarsvæðisins enda mikið notuð af Kópavogsbúum sem og öðrum íbúum svæðisins. Heiðmerkursvæðið liggur að lögsögumörkum Kópavogs, sem nánast umlykja Heiðmerkursvæðið og því telur skipulagsnefnd Kópavogs að skort hafi á nauðsynlegt samráð í verkferli tillögunnar. Áður en að afgreiðslu deiliskipulagstillögunnar kemur hjá borgaryfirvöldum og bæjaryfirvöldum í Garðabæ óskar nefndin eftir því að efnt verði til samráðsfundar við bæjaryfirvöld í Kópavogi þ.e. skipulagsnefnd og umhverfisráð þar sem tillagan verður kynnt, einstakir þættir hennar yfirfarnir með tilliti til lögsögumarka Kópavogs/Reykjavíkur/Garðabæjar og mögulegar breytingar ræddar. Svo sem varðandi aðkomu að Heiðmerkursvæðinu."
Á fundi skipulagsnefndar 16. nóvember 2010 var erindið lagt fram á ný ásamt bréfi sviðsstjóra til Reykjavíkurborgar dags. 25. október 2010, þar sem fram koma athugasemdir Kópavogsbæjar við tillögu að deiliskipulagi Heiðmerkur.

Sviðsstjóri skýrði frá fundi aðila málsins, sem haldinn var 21. október sl.

2.1007118 - Skráning gamalla húsa.

Á fundi skipulagsnefndar 6. júlí 2010 var rædd skráning gamalla húsa. Sviðsstjóri greindi frá því að nokkur hús standa enn af fyrstu byggð í Kópavogi. Þau eru lítil einlyft hús, sum hver með risi, flest bárujárnsklædd eða forskölluð timburhús. Þessi hús eru að hverfa og týnast og lítið er gert til að varðveita sögu þeirra.
Skipulagsnefnd samþykkir að fela Skipulags- og umhverfissviði að taka saman upplýsingar um íbúðarhúsnæði í Kópavogi sem byggt var fyrir 1950.
Á fundi skipulagsnefndar 17. ágúst 2010 var málið til umfjöllunar á ný ásamt framlögðum lista yfir hús í Kópavogi, byggð árið 1950 og fyrr.
Skipulagsnefnd felur Skipulags- og umhverfissviði að yfirfara framlagðan lista yfir gömul hús í Kópavogi, með tilvísan í varðveislu-, menningarsögulegs- og/eða umhverfislegs gildis þeirra.
Á fundi skipulagsnefndar 16. nóvember 2010 var málið til umfjöllunar að nýju ásamt drögum að bréfi sviðsstjóra dags. 17. nóvember 2010 vegna umsókn um styrk til Húsafriðunarnefndar vegna Byggða- og húsakönnunar.

Skipulagsnefnd samþykkir að óska eftir styrk frá Húsfriðunarnefnd vegna byggða- og húsakönnunar sbr. bréf sviðsstjóra.

3.812063 - Skíðasvæðið í Bláfjöllum, breytt deiliskipulag

Á fundi skipulagsnefndar 17. ágúst 2010 var erindið lagt fram á ný.
Sviðsstjóri Skipulags- og umhverfissviðs gerði grein fyrir stöðu málsins.
Fundur hagsmunaaðila var haldinn að Laugabóli í Laugardal 26. október 2010.
Á fundi skipulagsnefndar 16. nóvember 2010 var erindið lagt fram á ný.

Sviðsstjóri skýrði frá fundi hagsmunaaðila dags. 26. október sl.

4.903151 - Kársnesbraut 78-84, Vesturvör 7 og göng undir Vesturvör að bryggjuhverfi, deiliskipulag.

Á fundi skipulagsnefndar 17. mars 2009 var lagt fram erindi byggingarfulltrúa varðandi nr. 78 við Kársnesbraut dags. 17. mars 2009. Erindið varðar leyfi til þess að byggja bílskúr á norðurhluta lóðarinnar.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdráttur í mkv. 1:100 dags. 10. feb. ´09.
Skipulagsnefnd samþykkir að vísa erindinu til umsagnar bæjarskipulags.
Á fundi skipulagsnefndar 15. september 2009 var erindið lagt fram á ný ásamt umsögn bæjarskipulags dags. 15. september 2009.
Frestað. Skipulagsnefnd fól skipulagsstjóra að vinna að gerð deiliskipulags fyrir Kárnesbraut 78, bæjarland við Kárnesbraut 76-80 og undirgöng undir Vesturvör að Bryggjuhverfi.
Á fundi skipulagsnefndar 19. janúar 2010 var erindið lagt fram á ný og staða málsins kynnt.
Skipulagsnefnd fól skipulagsstjóra að kynna framlagða hugmynd lóðarhöfum Kársnesbraut 76, 78, 80, 82, 82a, 84 og Vesturvör 7.
Haldinn var kynningarfundur með hlutaðeigandi um skipulagsvinnuna 10. febrúar 2010. Í bréfi dags. 11. febrúar 2010 var gefinn frestur til að koma að ábendingum eða tillögum til 12. mars 2010. Engar ábendingar eða tillögur bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 16. mars 2010 er erindið lagt fram á ný ásamt tillögu að deiliskipulagi reitsins dags. 12. mars 2010.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs.
Á fundi bæjarráðs 18. mars 2010 var samþykkt að tillagan verði auglýst.
Tillagan var auglýst 30. mars til 4. maí 2010, með athugasemdafresti til 18. maí 2010. Ábendingar og athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 18. maí 2010 var tillagan til umfjöllunar á ný ásamt ábendingum og athugasemdum.
Skipulagsnefnd felur Skipulags- og umhverfissviði að taka saman umsögn um innsendar athugasemdir.
Á fundi skipulagsnefndar 6. júlí 2010 var tillagan til umfjöllunar á ný.
Skipulagsnefnd felur Skipulags- og umhverfissviði að taka saman umsögn um innsendar athugasemdir.
Á fundi skipulagsnefndar 17. ágúst 2010 var tillagan, breytt 17. ágúst 2010, til umfjöllunar á ný ásamt umsögn dags. 17. ágúst 2010 og bréfi lóðarhafa Kársnesbrau 80a dags. 13. ágúst 2010.
Skipulagsnefnd samþykkir umsögn Skipulags- og umhverfissviðs dags. 17. ágúst 2010, erindi dags. 14. desember 2009 og breytt 17. ágúst 2010, þar sem komið hefur verið til móts við innsendar athugasemdir og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Á fundi bæjarráðs 26. ágúst 2010 er afgreiðsla skipulagsnefndar staðfest.
Á fundi skipulagsnefndar 16. nóvember 2010 var erindið lagt fram á ný ásamt bréfi Skipulagsstofnunar dags. 11. október 2010 og uppdrætti breytt 11. október 2010.

Skipulagsstjóri gerði grein fyrir bréfi Skipulagsstofnunar og leiðréttum uppdrætti.  Skipulagsnefnd samþykkir uppdrátt breytt 11. október 2010 og vísar erindinu til bæjarráðs til afgreiðslu.

5.1007143 - Hjallabrekka 16, viðbygging

Á fundi skipulagsnefndar 17. ágúst 2010 var lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 12. júlí 2010 varðandi nr. 16 til Hjallabrekku. Erindið varðar leyfi til byggingar 28 m² geymslu vestan íbúðarhússins.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdrættir dags. 23. júní ´10 í mkv. 1:500 og 1:100
Skipulagsnefnd samþykkir að senda erindið í kynningu skv. 7. mgr. 43. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 til lóðarhafa Hjallabrekku 12, 13, 14, 15, 17, 18, 19. Lyngbrekku 5, 7, 9.
Kynning fór fram 9. september til 11. október 2010. Athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 19. október 2010 var erindið lagt fram að nýju ásamt athugasemdum.
Frestað. Skipulagsnefnd felur Skipulags- og umhverfissviði að taka saman umsögn um innsendar athugasemdir.
Á fundi skipulagsnefndar 16. nóvember 2010 var erindið lagt fram á ný ásamt umsögn dags. 16. nóvember 2010.

Skipulagsnefnd hefur kynnt erindið í grenndarkynningu, samþykkir umsögn dags. 16. nóvember 2010 og vísar erindinu til afgreiðslu byggingarnefndar.

 

6.1006315 - Björtusalir 17, breytt deiliskipulag.

Á fundi skipulagsnefndar 6. júlí 2010 var lagt fram erindi byggingarfulltrúa vegna nr. 17 við Björtusali dags. 21. júní 2010. Erindið varðar leyfi til að þegar reist 5,3 m² útigeymsla fái að standa á norður hluta lóðarinnar.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdráttur dags. 14. júní ´10 í mkv. 1:100
Frestað. Skipulagsnefnd samþykkir að fela Skipulags- og umhverfissviði að ræða við lóðarhafa.
Á fundi skipulagsnefndar 17. ágúst 2010 var erindið lagt fram að nýju.
Skipulagsnefnd samþykkir að senda erindið í kynningu skv. 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 til allra lóðarhafa Björtusala.
Kynning fór fram 1. til 30. september 2010. Athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 19. október 2010 var erindið lagt fram á ný ásamt athugasemdum.
Frestað. Skipulagsnefnd felur Skipulags- og umhverfissviði að taka saman umsögn um innsendar athugasemdir.
Á fundi skipulagsnefndar 16. nóvember 2010 var erindið lagt fram á ný ásamt umsögn dags. 16. nóvember 2010. Ennfremur lagt fram bréf lóðarhafa dags. 14. nóvember 2010.

Skipulagsnefnd hefur kynnt erindið í grenndarkynningu, samþykkir umsögn dags. 16. nóvember 2010 og vísar erindinu til afgreiðslu byggingarnefndar.

7.1008125 - Álfhólsvegur 81, fjölgun íbúða og bílageymsla.

Á fundi skipulagsnefndar 17. ágúst 2010 var lagt fram erindi byggingarfulltrúa vegna nr. 81 við Álfhólsveg dags. 17. ágúst 2010. Erindið varðar, að lyfta þaki, fjölga íbúðum úr þremur í fjórar og byggingu bílageymslu.
Meðfylgjandi: skýringaruppdrættir dags. 10. ág.´10 í mkv. 1:100 og 1:500.
Skipulagsnefnd samþykkir að senda erindið í kynningu skv. 7. mgr. 43. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 til lóðarhafa Álfhólsvegi 60, 62, 64, 66, 68, 70, 72, 74, 76, 77, 79a, 79b, 79c, 79d, 83, 85. Lyngbrekku 20. Selbrekku 2, 4, 6. Enda liggi fyrir samþykki meðeiganda.
Á fundi skipulagsnefndar 21. september 2010 er erindið lagt fram a nýju þar sem fram kom villa í áður kynntri tillögu. Varðar hún fjölda íbúða sem eru þrjár en samkvæmt tillögunni er fyrirhugað að fjölga þeim í fimm en ekki fjórar eins og áður kynnt gögn segja til um.
Skipulagsnefnd samþykkir að senda erindið í kynningu skv. 7. mgr. 43. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 til lóðarhafa Álfhólsvegi 60, 62, 64, 66, 68, 70, 72, 74, 76, 77, 79a, 79b, 79c, 79d, 83, 85. Lyngbrekku 20. Selbrekku 2, 4, 6. Enda liggi fyrir fullnægjandi samþykki meðeiganda.
Umferðarnefnd verði gerð grein fyrir erindinu.
Kynning fór fram 7. október til 8. nóvember 2010. Athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 16. nóvember 2010 var erindið lagt fram á ný ásamt athugasemdum.

Frestað. Skipulagsnefnd felur Skipulags- og umhverfissviði að taka saman umsögn um innsendar athugasemdir.

8.1008244 - Marbakkabraut 11, sólskáli

Á fundi skipulagsnefndar 21. september 2010 var lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 27. ágúst 2010 varðandi nr. 11 við Marbakkabraut. Erindið varðar leyfi til að byggja um 18,8 m² sólskála sunnan hússins.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdrættir dags. 28. ág.´10 í mkv. 1:100
Skipulagsnefnd samþykkir að senda erindið í kynningu skv. 7. mgr. 43. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 til lóðarhafa Marbakkabraut 5, 7, 9, 15, 17.
Kynning fór fram 12. október til 10. nóvember 2010. Engar athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 16. nóvember 2010 var erindið lagt fram að nýju.

Skipulagsnefnd hefur kynnt erindið í grenndarkynningu og vísar því til afgreiðslu byggingarnefndar.

9.1008207 - Öldusalir 1, lóðarstækkun

Á fundi skipulagsnefndar 21 september 2010 var lagt fram erindi lóðarhafa nr. 1 við Öldusali. Erindið varðar leyfi til þess að stækka lóðina til suðvesturs um 57,5 m².
Meðfylgjandi: Skýringaruppdráttur dags. 26. ág.´10 í mkv. 1:200
Skipulagsnefnd samþykkir að senda erindið í kynningu skv. 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 til lóðarhafa Öldusölum.
Kynning fór fram 29. september til 29. október 2010. Engar athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 16. nóvember 2010 var erindið lagt fram á ný.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs. Athygli bæjarráðs er vakin á að gang þarf frá yfirtökugjöldum.

10.1009237 - Hlynsalir 14, breytt deiliskipulag.

Á fundi skipulagsnefndar 21. september 2010 var lagt fram erindi Sturla Þ. Jónssonar arkitekts dags. 20. september 2010, fh. lóðarhafa nr. 14 við Hlynsali. í erindinu er óskað eftir stækkun kjallara hússins um 31,5 m² með handriði ofan á og tröppum niður á lóðina vestan verða.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdráttur dags. 10. sept. ´10 í mkv. 1:200.
Skipulagsnefnd samþykkir skv. 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 að senda erindið í kynningu til lóðarhafa Hlynsölum 12, 16, 18. Goðasölum 11, 13, 15, 17.
Kynning fór fram 30. september til 1. nóvember 2010. Engar athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 16. október 2010 var erindið lagt fram að nýju.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs.

11.1008180 - Fornahvarf 3, sólskáli

Á fundi skipulagsnefndar 21. september 2010 var lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 23. ágúst 2010. Erindið varðar leyfi til byggingar um 32,0 m² sólskála vestan íbúðarhússins nr. 3 við Fornahvarf.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdráttur dags. 2. júlí 2010 í mkv. 1:500 og 1:100.
Skipulagsnefnd samþykkir að senda erindið í kynningu skv. 7. mgr. 43. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 til lóðarhafa Fornahvarfi 1. Dimmuhvarfi 2, 4, 6, 8, 10.
Kynning fór fram 18. október til 16. nóvember 2010, skv. 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Engar athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 16. nóvember 2010 var erindið lagt fram á ný.

Skipulagsnefnd hefur kynnt erindið skv. 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga. Erindið samþykkt og vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

12.1009225 - Álfhólsvegur 53, viðbygging.

Á fundi skipulagsnefndar 21. september 2010 var lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 17. september 2010 varðandi nr. 53 við Álfhólsveg. Erindi varðar leyfi til að byggja viðbyggingu norðan við húsið á tveimur hæðum alls um 197 m² með grunnfleti um 150 m².
Meðfylgjandi: Skýringaruppdráttur dags. 10. sept.´10 í mkv. 1:100.
Skipulagsnefnd samþykkir að senda erindið í kynningu skv. 7. mgr. 43. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 til lóðarhafa Álfhólsvegi 34, 36, 38, 40, 42, 47, 49, 51. Löngubrekku 11, 13, 15, 15a, 17, 19, 21.
Enda liggi fyrir samþykki lóðarhafa Álfhólsvegi 51 og Löngubrekku 15 og 15a.
Kynning fór fram 30. september til 1. nóvember 2010. Athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 16. nóvember 2010 var erindið lagt fram á ný ásamt athugasemdum.

Frestað. Skipulagsnefnd felur Skipulags- og umhverfissviði að taka saman umsögn um innsendar athugasemdir.

13.1010209 - Fífuhvammur 25, viðbygging

Á fundi skipulagsnefndar 19. október 2010 var lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 14. október 2010 varðandi nr. 25 við Fífuhvamm. Erindið varðar umsókn lóðarhafa um að stækka íbúð á annari hæð hússins út á
bílageymslu u.þ.b. 51 m².
Meðfylgjandi: Skýringaruppdrættir dags. 1. okt.10 í mkv. 1:100
Frestað. Skipulagsnefnd vísar erindinu til umsagnar skipulags- og umhverfissviðs.
Á fundi skipulagsnefndar 16. október 2010 var erindið lagt fram að nýju ásamt umsögn dags. 16. nóvember 2010.

Skipulagsnefnd samþykkir að senda erindið í kynningu skv. 7. mgr. 43. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 til lóðarhafa Fífuhvammi 23, 27. Víðihvammi 16, 18, 20.

14.1011193 - Kópavogstún - Kópavogsgerði, breytt deiliskipulag.

Á fundum skipulagsnefndar 17. ágúst og 21. september 2010 var fjallað um endurskoðun deiliskipulags á nýbyggingarsvæðum.
Á fundi skipulagsnefndar 16. nóvember 2010 var til umfjöllunar breyting á deiliskipulagi Kópavopgstúns og Kópavogsgerðis. Vísað er í skipulagskilmála og skipulagsuppdrátt fyrir Kópavogstún samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs 8. nóvember 2005 m.s.br. Í tillögu að breytingu felst að í stað þriggja byggingarreita fyrir 53 íbúðir að Kópavogsgerði 1-6 verði gerðir tveir byggingarreitir fyrir 48 íbúðir þar af 8 íbúðir undir 80 m². Hæð byggingarreita lækkar og verður 4 hæðir með inndreginni þakhæð og kjallara. Gert er ráð fyrir niðurgrafinni bílageymslu fyrir 24 bíla. Að Kópavogstúni 10-12 fjölgar íbúðum úr 14 í 26 íbúðir þar af verða 8 íbúðir undir 80 m². Gert er ráð fyrir að byggingar við Kópavogsbraut 9, 11 og 17 verði fjarlægðar og í þeirra stað komi 4 fjórbýlishús og tvö parhús á tveimur hæðum og kjallara. Heildar fjöldi íbúða í Kópavogstúni eykst úr 281 íbúð í 311 eða um 30 íbúðir, þar af 70 þjónustuíbúðir.

Frestað. Skipulagsnefnd felur Skipulags- og umhverfissviði að vinna tillöguna áfram og undirbúa fund með hagsmunaaðilum til kynningar á drögum að breyttu deiliskipulagi svæðisins.

15.1010057 - Tjaldstæði, möguleg staðsetning.

Á fundi skipulagsnefndar 16. nóvember 2010 var lagt fram erindi frá fundi atvinnu- og upplýsinganefndar 6. október 2010. Nefndin beinir þeirri ósk til bæjarskipulagsins að kannað verði hvar mögulegt er að staðsetja tjaldstæði í Kópavogi.

Skipulagsnefnd samþykkir að vísa erindinu til endurskoðunar aðalskipulags 2000 - 2012. Skipulagsnefnd bendir á mikilvægi þess að bæjaryfirvöld marki stefnu í ferðamálum Kópavogsbæjar, þar komi m.a. fram möguleg staðsetning tjaldsvæða.

16.1010364 - Kópavogsbraut 4, bílgeymsla

Á fundi skipulagsnefndar 16. nóvember 2010 var lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 27. október 2010. Erindið varðar ósk lóðarhafa nr. 4 við Kópavogsbraut um byggingu 48,8 m² bílgeymslu í suðurhorni lóðarinnar.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdráttur dags. 8. sept.´10 í mkv. 1:100.

Skipulagsnefnd samþykkir að senda erindið í kynningu skv. 7. mgr. 43. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 til lóðarhafa Kópavogsbraut 2, 6, 8 og 10.

17.1011215 - Tunguheiði 8, þakhýsi.

Á fundi skipulagsnefndar 16. nóvember 2010 var lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 12. nóvember 2010 með vísan í erindi lóðarhafa nr. 8 við Tunguheiði dags. 11. nóvember 2010. Í erindinu felst að óskað er eftir leyfi fyrir þakhús á hluta húseignarinnar.
Meðfylgjandi: Skýringarmyndir.

GÖJ vék af fundi við umfjöllun um erindið.

Skipulagsnefnd samþykkir að óska eftir umsögn Skipulags- og umhverfissviðs um erindið.

18.1011166 - Umgengni á atvinnusvæðum Kársnesi.

Á fundi skipulagsnefndar 16. nóvember 2010 var lagt fram erindi Skipulags- og umhverfissviðs dags. 11. nóvember 2010.
Erindið fjallar um umgengni á atvinnusvæðum á Kársnesi.

Skipulagnefnd felur Skipulags- og umhverfissviði að fylgja eftir bréfi Heilbrigðiseftirlits, með áskorun til lóðarhafa um bætta umgengni. Einnig verði íbúasamtökum á Kársnesi kynnt fyrirhugað hreinsunarátak.

19.1001082 - Gjaldskrá vegna skipulagsmál.

Á fundi skipulagsnefndar 19. janúar 2010 var lögð fram tillaga sviðsstjóra Skipulags- og umhverfissviðs dags. 15. janúar 2010 og varðar mögulega gjaldtöku vegna kynningar og umsýslu á tillögum að breyttu deiliskipulagi sbr. 25., 26. og 43. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og vísar henni til afgreiðslu bæjarráðs.
Á fundi bæjarráðs 22. janúar 2010 var afgreiðslu tillögunnar frestað.
Á fundi skipulagsnefndar 16. nóvember 2010 var tillaga að gjaldskrá til umræðu á ný.

Skipulagsnefnd samþykkir tillögu Skipulags- og umhverfissviðs dags. 16. nóvember 2010 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs.

20.1011169 - Starfs- og fjárhagsáætlun Skipulags- og umhverfissviðs 2011.

Á fundi skipulagsnefndar 16. nóvember 2010 voru lögð fram drög sviðsstjóra að starfs- og fjárhagsáætlun skipulags- og umhverfissviðs 2011.

Sviðsstjóri gerði grein fyrir starfs- og fjárhagsáætlun áætlun 2011.

21.1009219 - Ný skipulagslög

Á fundi skipulagsnefndar 21. september 2010 voru lögð fram og kynnt ný skipulagslög, sem afgreidd voru frá alþingi 9. september 2010. Lögin taka gildi 1. janúar 2011.
Sviðsstjóri lagði fram nýsamþykkt skipulagslög. Umræðu frestað til næsta fundar skipulagsnefndar.
Á fundi skipulagsnefndar 16. nóvember 2010 var málið á dagskrá á ný.

Sviðsstjóri skýrði megin breytingar frá gildandi skipulags- og byggingarlögum.

22.1011238 - Skipulagsnefnd, byggingarnefnd.

Á fundi skipulagsnefndar 16. nóvember 2010 voru lögð fram drög að samþykkt fyrir Skipulagsráð Kópavogs. Skipulagsráð mun koma í stað skipulagsnefndar og byggingarnefndar og starfa í umboði bæjarráðs/bæjarstjórnar, með þeim hætti sem nánar er kveðið á um í samþykkt fyrir ráðið, sbr. einnig 6. og 38. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, 44. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998 og samþykkt um stjórn Kópavogsbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar frá 15. júní 2010.

Lagt fram.

23.1010019 - Bæjarráð - 2566, 21. október 2010. Bæjarstjórn 26. október 2010.

Bæjarráð 21. október 2010.

Skipulagsnefnd 19. október 2010.

1008101 - Akurhvarf 16, breytt deiliskipulag.

Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar.

1010191 - Þorrasalir 1 - 15, breytt deiliskipulag.

Bæjarráð vísar tillögunni til bæjarstjórnar.

1010192 - Rjúpnahæð vesturhluti, breytt aðalskipulag.

Bæjarráð samþykkir að tillagan verði auglýst.

1010193 - Rjúpnahæð vesturhluti, breytt deiliskipulag.

Bæjarráð frestar afgreiðslu tillögunnar.

 

Bæjarstjórn 26. október 2010.

1010191 - Þorrasalir 1 - 15, breytt deiliskipulag.

Bæjarstjórn samþykkir að vísa tillögunni til endurskoðunar skipulagsnefndar.

1010027 - Smiðjuvegur 11, stækkun lóðar.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

1010192 - Rjúpnahæð vesturhluti, breytt aðalskipulag.

Bæjarstjórn samþykkir að tillagan verði auglýst.

Fundi slitið - kl. 18:30.