Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Krisjáns Leifssonar lóðarhafa, dags. 9. júlí 2012 þar sem óskað er eftir að breyta deiliskipulagi á lóðinni nr. 17 við Álmakór. Í breytingunni felst að á lóðinni verði byggt parhús á einni hæð í stað einbylishúss á tveimur hæðum, byggingarreitir stækka, nýtingarhlutfall sem og hámarks byggingarmagn breytist. Uppdrættir í mkv. 1:1000 og 1:500 dags. 9. júlí 2012. Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum að Álmakór 9, 13, 15, 19, 21, Almannakór 9, 11, Arakór 8, 9 og 10. Kynningu lauk 30. ágúst 2012. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar til staðfestingar.