1403021F - Skipulagsnefnd - 1238
1238. fundargerð í 25 liðum.
Lagt fram.
1404352 - Vallakór 6-8 (áður nr. 10)og Vallakór 1-3. Breytt deiliskipulag.
Lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar dags. 18.3.2014, f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi við Vallakór 6-8 (áður nr. 10) og Vallakór 1-3.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkv. og tveimur hjásetum að framlögð tillaga verði auglýst í samræmi við 43. gr. skipulagslaga.
14011091 - Hlíðarhjalli 16. Kynning á byggingarleyfi
Lagt fram erindi Random-ark ehf. dags. 23.1.2014 f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi Hlíðarhjalla 16. Í breytingunni felst að byggja 27m2 sólskála á suðurhlið hússins, svalir verða á þaki sólskálans.
Bæjarstjórn samþykkir einróma afgreiðslu skipulagsnefndar.
1309251 - Laufbrekka 8. Viðbygging.
Lagt fram að nýju erindi Árna Friðrikssonar, arkitekts, dags. 27.11.2013, að breyttu deiliskipulagi Laufbrekku 8. Í breytingunni felst að byggð verður 34m2 viðbygging við vesturhlið íbúðarhússins.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar með 8 atkv. og þremur hjásetum.
1311396 - Auðbrekka 3. Viðbygging.
Lagt fram að nýju erindi Onyx ehf., dags. 27.11.2013, f.h. lóðarhafa Auðbrekku 3. Sótt er um að stækka við jarðhæð hússins sem nemur 3,5m x 14,8m eða 51,8m2 sbr. uppdráttum dags. í október 2013 í mkv. 1:100 og 1:500.
Bæjarstjórn samþykkir einróma að vísa málinu aftur til skipulagsnefndar.
1402523 - Grænatún 20. Byggingarleyfi. Grenndarkynning.
Lagt fram að nýju erindi Einars V. Tryggvasonar arkitekts, f.h. lóðarhafa Grænatúns 20. Í gildi er byggingarleyfi samþ. 25. maí 1989 fyrir tveggja hæða tvíbýli með tvöfaldri stakstæðri bílgeymslu. Í framlögðu erindi kemur meðal annars fram að einnar hæðar hús sem stendur á lóðinni verður rifið og tveggja hæða parhús reist í stað þess.
Bæjarstjórn samþykkir einróma að vísa málinu aftur til skipulagsnefndar.
1312013 - Álfhólsvegur 64. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
Lögð fram að nýju tillaga Jóns Hrafns Hlöðverssonar, f.h. lóðarhafa að nýbyggingu við Álfhólsveg 64.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar með 10 atkv. og einni hjásetu.
1404313 - Geirland. Malarvinnsla. Endurnýjun starfsleyfis.
Lagt fram erindi Braga Sigurjónssonar dags. 9.4.2014. þar sem óskað er umsagnar skipulagsnefndar vegna umsóknar um framlengingu starfsleyfis hjá Heilbrigðisnefnd Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, vegna rekstrar á flokkunarvél, lager og söluaðstöðu jarðefna að Geirlandi við Suðurlandsveg.
Bæjarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti að framkvæmdaleyfi fyrir malarvinnslu við Geirland verði framlengt í fjögur ár, með 10 atkv. og einni hjásetu.
14021052 - Sjóvarnir á Kársnesi og frágangur á opnum svæðum.
Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 31.3.2014 var tekið fyrir mál vegna sjóvarna og frágangs á opnum svæðum á Kársnesi. Nefndin gerði ekki athugasemd við tillöguna og vísaði henni til afgreiðslu skipulagsnefndar.
Bæjarstjórn samþykkir að unnið verði deiliskipulag af umræddu svæði og það kynnt í samræmi við 43. gr. skipulagslaga, með 10 atkv. og einni hjásetu.
1212211 - Hagasmári 1, Smáralind, auglýsingarskilti
Lögð fram að nýju fyrirspurn G. Odds Víðissonar, arkitekts fh. Eignarhaldsfélags Smáralindar ehf. dags. 13.12.2012 þar sem óskað er álits skipulagsnefndar á áformum eiganda um að staðsetja flettiskilti á lóð Smáralindar.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar með 6 atkv. gegn einu atkv. Fjórir sitja hjá.
1311250 - Svæðisskipulag 2015-2040
Lagt fram bréf frá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dags. 24. mars þar sem óskað er eftir umsögnum og athugasemdum vegna kynningar á tillögu að nýju svæðisskipulagi hbsv. 2015-2040. Skipulagsnefnd óskar eftir því að boðað verði til sérstaks samráðsfundar skipulagsnefndar, umhverfis- og samgöngunefndar og bæjarstjórnar þar sem fulltrúar SSH kynni framlagða vinnutillögu að nýju svæðisskipulagi.
Lagt fram.
0903113 - Glaðheimar. Endurskoðun deiliskipulags.
Lögð fram að nýju tillaga skipulags- og byggingardeildar dags. 6. desember 2013 um breytt deiliskipulag fyrir Glaðheima - Austurhluta.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi Glaðheima austurhluta uppdráttur í mkv. 1:1000 ásamt skýringarmyndum og greinargerð, skipulagsskilmálum dags. 6. desember 2013 og umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 18. mars 2014 um framkomnar athugasemdir og ábendingar. Bæjarstjórn samþykkir jafnframt breytta afmörkun deiliskipulags Fífuhvammslands frá 9. desember 1993.
Samþykkt með 10 atkv. og einni hjásetu.
Hafnað. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Tveir nefndarmenn sitja hjá við afgreiðslu málsins.