Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Kristins Ragnarssonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa að byggingu fjölbýlishús með sjö íbúðum á þremur hæðum. Tillagan gerir ráð fyrir fjórum íbúðum yfir 80 m2 og þremur undir 80 m2. Bílastæði á lóð verða 12 og nýtingarhlutfall er áætlað 1,15 sbr. uppdráttum dags. 11. júlí 2012 í mkv. 1:1000 og 1:500.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna ofangreinda tillögu fyrir lóðarhöfum Furugrundar 36, 38, 40, 42, 46, 48, 50, 52, 54 og 56. Kynningu lauk 14. ágúst 2012. Athugasemdir og ábendingar bárust frá Hildi Rafnsdóttur, Furugrund 42 dags. 3.ágúst 2012, mótt. 7. ágúst 2012; frá Stefáni Rafni Elínbergssyni, Guðmundi Ævari Guðmundssyni og Aðalheiði Jóhannsdóttur, íbúum á Furugrund 42 dags. og mótt. 9.ágúst 2012; frá Ara V. Axelssyni, eiganda íbúðar í Furugrund 40 dags. og mótt. 13. ágúst 2012; frá Húsfélagi Furugrundar 36-38 dags. og mótt. 14. ágúst 2012; Frá Sigríði Óladóttur, Furugrund 56 dags. og mótt. 14. ágúst 2012.
Lagt fram að nýju ásamt ofangreindum athugasemdum og ábendingu. Enn fremur gerð grein fyrir samráðsfundum sem haldnir voru 15. nóvember og 19. nóvember 2012 með þeim íbúum sem sendu inn athugasemdir og ábendingar er tillagan var auglýst.
Lögð fram tillaga að breytingu á kynntri tillögu að nýbyggingu á lóðinni Furugrund 44. Uppdráttur í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 20. nóvember 2012. Miðað við kynnta tillögu eru eftirfarandi breytingar lagðar til í samræmi við niðurstöðu ofangreindra samráðsfunda:
- Íbúðum er fækkað um eina og verða því 6 í stað 7.
- Byggingarreit fyrirhugaðs húss er snúið um 90° og hann minnkaður.
- Byggingarmagn minnkar um tæplega 100 m2.
- Jarðhæð fyrirhugaðs húss er 1,3 m undir hæð Furugrundar.
- Gert er ráð fyrir 5 bílastæðum í bílskýli á jarðhæð undir fyrirhugðu húsi.
- Fimm bílastæði á lóð norðan við fyrirhugað hús verða auðkennd sem almenn stæði.
- Yfirbragð fyrirhugaðs húss skal taka mið af fjölbýlishúsunum við Furugrund 46-50.
Með tilvísan í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 telur skipulagsnefnd að umrædd tillaga hafi ekki grenndaráhrif og samþykkir því erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.