Skipulagsnefnd

1160. fundur 03. mars 2009 kl. 16:30 - 18:45 Fannborg 6, 2.hæð
Fundargerð ritaði: Guðmundur G. Gunnarsson
Dagskrá

1.902010 - Bæjarráð, bæjarstjórn, afgreiðslur

Bæjarráð 19. febrúar 2009:
Skipulagsnefnd 17. feb. 2009.
09.031 - 0901386-Háspennulínur, Landsnet. Aðalskipulag Reykjavíkur. Bæjarráð samþykkir erindið.
09.032 - 0701193-Háspennulínur frá Hellisheiði til Reykjaness. Bæjarráð samþykkir erindið.
09.037 - 0808065-Arnarnesvegur. Reykjanesbraut - Fífuhvammsvegur. Bæjarráð samþykkir erindið og vísar því til afgreiðslu bæjarstjórnar.
09.038 - 0811090-Dalvegur 24. Breytt aðalskipulag. Bæjarráð vísar aðalskipulagstillögu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
09.039 - 0811090-Dalvegur 24. Breytt deiliskipulag. Frestað.
09.042 - 0806258-Austurkór 76-92. Breytt deiliskipulag. Bæjarráð samþykkir erindið.
09.043 - 0810312-Smáratorg 1, bónstöð. Bæjarráð samþykkir erindið.
09.045 - 0812081-Kársnesbraut 106. Deiliskipulag. Bæjarráð samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
09.052 - 0902151-Smiðjuvegur 68-72. Breytt deiliskipulag. Bæjarráð samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
09.61
- 0902197-Kópavogsbrún 1. Breytt deiliskipulag. Samþykkt.

Bæjarstjórn 24. febrúar 2009.
Arnarnesvegur. Reykjanesbraut - Fífuhvammsvegur.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu að deiliskipulagi Arnarnesvegar dags. 28. október 2008 og breytt 17. febrúar 2009 ásamt ofangreindri umhverfisskýrslu, greinargerð með endanlegri áætlun og umsögn bæjarskipulags dags. 17. febrúar 2009.
Dalvegur 24. Breytt aðalskipulag.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu að breyttu aðalskipulagi Dalvegar 24 dags. í nóvember 2008, ásamt umsögn bæjarskipulags dags. 17. feb.´09.

2.811125 - Austurkór 7, 9, 11 og 13. Breytt deiliskipulag

Á fundi skipulagsnefndar 18. nóvember 2008 er lagt fram erindi Teiknistofu Kjartans dags. 11. nóvember 2008 fh. lóðarhafa nr. 7, 9, 11 og 13 við Austurkór. Í erindinu felst að óskað er eftir að breyta tveggja hæða raðhúsum með fjórum íbúðum í átta sérbýli. Til að koma fyrir svölum stækka byggingarreitir til suðurs, vesturs og austurs um 2 metra. Hluti húsa fer 0.5 metra upp úr byggingarreit á 3.9 metra svæði í suðurhluta byggingarreits. Bílastæðum fjölgar úr 12 í 16 stæði.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdráttur í mkv. 1:200 og 1:500 dags. 10. nóvember 2008.
Skipulagsnefnd heimilar lóðarhafa að vinna deiliskipulagstillögu fyrir umrædda lóð.
Á fundi skipulagsnefndar 16. desember 2008 er erindið lagt fram að nýju ásamt deiliskipulagstillögu.

Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 25 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs.
Á fundi bæjarráðs 18. desember 2008 er samþykkt að tillagan verði auglýst.
Tillagan var auglýst 13. janúar til 10. febrúar 2009 með athugasemdafresti til 24. febrúar 2009. Engar athugasemdir bárust.


Á fundi skipulagsnefndar 3. mars 2009 er erindið lagt fram að nýju.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs.

3.807096 - Vatnsendablettur 72. Ný hesthús

Á fundi skipulagsnefndar 12. ágúst 2008 er lagt fram erindi lóðarhafa nr. 72 við Vatnsendablett dags. 1. júlí 2008. Óskað er eftir samvinnu um útfærslu á skipulagi fyrir 11 hesta hesthús í samræmi við samning við Kópavogsbæ auk tengdrar aðstöðu fyrir starfsemi lóðarhafa. Í tillögunni er gert ráð fyrir að núverandi hesthús á lóðinni verði rifið og kemur nýtt hús í staðinn.
Skipulagsnefnd heimilar lóðarhafa að vinna deiliskipulagstillögu fyrir umrædda lóð.
Á fundi skipulagsnefndar 16. desember 2008 er erindið lagt fram að nýju ásamt deiliskipulagstillögu.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 25 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs.

Á fundi bæjarráðs 18. desember 2008 er samþykkt að tillagan verði auglýst.
Tillagan var auglýst 13. janúar til 10. febrúar 2009 með athugasemdafresti til 24. febrúar 2009. Athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 3. mars 2009 er erindið lagt fram að nýju ásamt athugasemdum.
Frestað. Bæjarskipulagi falið að taka saman umsögn varðandi innsendar athugasemdir.

4.810014 - Reynihvammur 20, viðbygging, 7. mgr. 43. greinar

Á fundi skipulagsnefndar 7. október 2008 er lagt fram erindi byggingarfulltrúa varðandi nr. 20 við Reynihvamm, dags. 3. september 2008. Erindið varðar beiðni lóðarhafa til að stækka anddyri og svalir á efri hæð, setja glugga á austurhlið neðri hæðar og setja á húsið valmaþak.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdráttur í mkv. 1:100 dags. 14. maí ´08.
Frestað.
Á fundi skipulagsnefndar 21. október 2008 er erindið lagt fram að nýju.
Skipulagsnefnd samþykkir að senda málið í kynningu til lóðarhafa Reynihvammi 14, 16, 17, 18, 19, 19a, 21, 22, 23, 24, 25 og 27. Birkihvammi 15, 17 og 19.


Kynning stóð frá 20. janúar til 18. febrúar 2009. Engar athugasemdir bárust.


Á fundi skipulagsnefndar 3. mars 2009 er erindið lagt fram að nýju.
Grenndarkynning hefur farið fram og vísar skipulagsnefnd því til byggingarnefndar.

5.901162 - Fákahvarf 8, breytt deiliskipulag.

Á fundi skipulagsnefndar 20. janúar 2009 er lagt fram erindi lóðarhafa nr. 8 við Fákahvarf. Í erindinu felst ósk um byggingu glerskála á suðurhlið hússins. Skálinn er 23 m² og fer 0,5 m út fyrir byggingarreit til suðurs.


Meðfylgjandi: Skýringaruppdráttur dags. 14. jan. 2009.
Skipulagsnefnd samþykkir að senda málið í kynningu til lóðarhafa Fákahvarfs 3, 4, 5, 6, 7, 10 og 12 og Fellahvarf 27 og 29.


Kynning stóð frá 5. febrúar til 2. mars 2009. Athugasemdir bárust.


Á fundi skipulagsnefndar 3. mars 2009 er erindið lagt fram að nýju ásamt athugasemdum.
Frestað. Bæjarskipulagi falið að taka saman umsögn varðandi innsendar athugasemdir.

6.812120 - Fróðaþing 25, breytt deiliskipulag.

Á fundi skipulagsnefndar 16. desember 2008 er lagt er fram erindi lóðarhafa nr. 25 við Fróðaþing dags. 12. desember 2008. Erindið varðar ósk um að breyta einbýlishúsinu í tvíbýli, þ.e. einbýli með aukaíbúð.
Skipulagsnefnd hafnar erindinu þar sem það samræmist ekki deiliskipulagi og heildaryfirbragði hverfisins.

Á fundi skipulagsnefndar 20. janúar 2009 er erindið lagt fram að nýju ásamt bréfi lóðarhafa dags. 13. janúar 2009.
Frestað. Skipulagsnefnd samþykkir að senda málið í kynningu til lóðarhafa Fróðaþingi 1 til 48 og Frostaþingi 1 til 15.


Kynning stóð frá 2. febrúar til 3. mars 2009. Athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 3. mars 2009 er erindið lagt fram að nýju ásamt athugasemdum.
Frestað. Bæjarskipulagi falið að taka saman umsögn varðandi innsendar athugasemdir.

7.810390 - Vatnsendablettur 134, breytt deiliskipulag

Á fundi skipulagsnefndar 21. október 2008 er lagt fram erindi skipulags og umhverfissviðs dags. 21. október 2008 varðandi breytt deiliskipulag á lóð nr. 134 við Vatnsendablett. Í tillögunni felst að lóðinni að Vatnsendabletti 134 er skipt í fjórar lóðir. Landnotkun verður í samræmi við gildandi aðalskipulag staðfest að umhverfisráðherra 16. apríl 2008. Aðkoma verður að hverri lóð frá Elliðahvammsvegi. Gönguleiðir liggja um deiliskipulagssvæðið og eru þær hluti af stærra heildarskipulagi stíga í Vatnsenda. Kvaðir um gönguleiðir eru sýndar á deiliskipulagsuppdrætti.
Meðfylgjandi: Deiliskipulagsuppdráttur í mkv 1:100 og 1:500 dags. 21. október 2008.
Frestað. Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að vinna að því sem fram kom á fundinum hvað varðar uppdeilingu á landinu í skika.
Á fundi skipulagsnefndar 18. nóvember 2008 er erindið lagt fram að nýju.
Vinna vegna erindisins verði það fellt að vinnu við Elliðavatn - umhverfi (sjá síðar í fundargerðinni). Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 25 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs.
Á fundi bæjarráðs 18. desember 2008 var samþykkt að tillagan væri auglýst.
Tillagan var auglýst 13. janúar til 10. febrúar 2009 með athugasemdafresti til 24. febrúar 2009. Athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 3. mars 2009 er erindið lagt fram að nýju ásamt athugasemdum.
Frestað. Bæjarskipulagi falið að taka saman umsögn varðandi innsendar athugasemdir.

8.701193 - Háspennulínur frá Hellisheiði út á Reykjanes, breytt Aðalskipulag.

Á fundi skipulagsnefndar 16. desember 2008 er lagt fram erindi Landsnets hf. dags. 5. nóvember 2008. Í bréfinu er vísað til erinda dags. 17. mars 2008. Óskað er eftir því að fyrirhugaðar háspennulínur frá Hellisheiði að Straumsvík og Geithálsi verði teknar til skipulagsmeðferðar. Gert er ráð fyrir tveimur nýjum háspennulínum samsíða núverandi línu ofan Helgafells í stað einnar skv. fyrra erindi Landsnets. Bygging fyrri línunnar og samþykki fyrir seinni línunni er forsenda þess að unnt verði að fjarlægja Hamraneslínur 1 og 2.
Með erindinu er tilkynnt að verði framkvæmdir á flutningskerfinu gerðar í þeim áföngum, sem lýst er í meðfylgjandi verklýsingu, mun Landsnet bera allan kostnað af þeim, með vísan til lögbundins hlutverks fyrirtækisins.
Meðfylgjandi: Yfirlitsmyndir af línuleiðum og verklýsing dags. 6. nóvember 2008.
Frestað. Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að vinna tillögu að breyttu aðalskipulagi samanber ofangreint.

Á fundi skipulagsnefndar 20. janúar 2009 er erindið lagt fram að nýju ásamt matslýsingu dags. 20. janúar 2009.

Skipulagsnefnd samþykkti að tillagan verði auglýst í samræmi við 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Á fundi skipulagsnefndar 3. mars 2009 er erindið lagt fram að nýju ásamt umhverfisskýrslu verkfræðistofunnar Efla ehf. dags. 25. febrúar 2009.
Skipulagsnefnd samþykkir umhverfisskýrslu dags. 25. febrúar 2009 og vísar til afgreiðslu bæjarráðs.

9.701100 - Endurskoðun Aðalskipulags Kópavogs 2008-2020

Á fundi skipulagsnefndar 20. maí 2008 er lagt fram erindi skipulagsstjóra varðandi sameiginlegan fund aðal- og varamanna skipulagsnefndar, umhverfisráðs og byggingarnefndar um endurskoðun Aðalskipulags Kópavogs. Fundur verður haldinn miðvikudaginn 28. maí 2008 og hefst stundvíslega kl. 16.30. Ekið verður um byggðasvæði Kópavogs.
Skipulagsstjóri kynnti fyrirhugaðan fund um endurskoðun Aðalskipulags 28. maí nk.
Fundur skipulagsnefndar 28. maí 2008 og kynningarferð um byggðasvæði Kópavogs tókst í alla staði vel og fundarmenn voru hvattir til þess að koma ábendingum til bæjarskipulagsins um atriði er varðar stefnumótun aðalskipulags.
Á fundi skipulagsnefndar 3. júní 2008 er erindið á dagskrá á ný. Farið yfir árangur fundarins 28. maí 2008 og næstu skref.
Áfram verði unnið skv. tímaáætlun, m.a. með undirbúningi íbúafunda.
Á fundi skipulagsnefndar 20. janúar 2009 er erindið lagt fram að nýju.
Sviðstjóri skýrði málið og lagði m.a. fram yfirlit yfir stöðu verkefnisins, drög að stefnumörkun Aðalskipulagsins, matslýsingu og minnisblað um tímaáætlun. Áætlað er að tillaga að endurskoðuðu aðalskipulagi liggi fyrir til kynningar í lok mars 2009.

Á fundi skipulagsnefndar 17. febrúar 2009 er erindið lagt fram að nýju.

Sviðsstjóri gerði grein fyrir stöðu málsins.

Á fundi skipulagsnefndar 3. mars 2009 er erindið lagt fram að nýju.
Sviðsstjóri og Rúnar Bjarnason Mannvit hf. kynna stöðu málsins.

Fundi slitið - kl. 18:45.