Á fundi skipulagsnefndar 17. febrúar 2009 er lagt fram erindi Úti – Inni arkitektar f.h. lóðarhafa nr. 1 við Gulaþing dags. 13. febrúar 2009. Erindið varðar innra skipulag hússins.
Óskað er eftir leyfi til þess að skipta eigninni í tvær íbúðir í stað einnar. Að aukaíbúð verði leyfð á neðri hæð hússins.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdráttur í mkv. 1:100 dags. 12. feb. 2009.
Frestað. Skipulagsnefnd samþykkir að lóðarhafi vinni deiliskipulagstillögu fyrir umrædda lóð.
Á fundi skipulagsnefndar 17. mars 2009 er lögð fram deiliskipulagstillaga Úti og Inni arkitekta dags. 13. mars 2009.
Skipulagsnefnd samþykkir að senda málið í kynningu til lóðarhafa Gulaþingi 1, 3, 5, 7, 9, 11, 13, 46, 48, 50, 52, 54, 56, 58 og 60. Hólmaþingi 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 10, 11, 12, 13, 14, 15 og 16. Heiðaþingi 1, 2, 3, 4, 5, 6 og 8.
Kynning fór fram 7. apríl til 7. maí 2009. Engar athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 19. maí 2009 er erindið lagt fram að nýju.
Skipulagsnefnd samþykkir að óska eftir umsögn Heilbrigðiseftirlits og samþykkir að tillagan verði auglýst sbr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs.
Fulltrúar Samfylkingar eru mótfallnir erindinu. sjá ekki ástæðu til fjölgunar bensínstöðva á svæðinu.