Skipulagsnefnd

1287. fundur 05. desember 2016 kl. 16:30 - 18:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
 • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
 • Andrés Pétursson aðalfulltrúi
 • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
 • Sigríður Kristjánsdóttir aðalfulltrúi
 • J. Júlíus Hafstein aðalfulltrúi
 • Ása Richardsdóttir aðalfulltrúi
 • Kristinn D Gissurarson aðalfulltrúi
 • Margrét Júlía Rafnsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
 • Steingrímur Hauksson sviðsstjóri skipulags- umhverfissviðs
 • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
 • Smári Magnús Smárason starfsmaður umhverfissviðs
 • Salvör Þórisdóttir starfsmaður nefndar
 • Valdimar Gunnarsson byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Berglind Ósk Kjartansdóttir ritari
Dagskrá

1.1611017 - Bæjarráð - 2847

1611489 - Álalind 18-20. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

1611458 - Nónhæð. Breyting á aðalskipulagi. Skipulagslýsing.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

1611463 - Smáratorg 1-3. Breyting á fyrirkomulagi bílastæða á lóð.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

1611585 - Tónahvarf 9. Breyting á deiliskipulagi.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

1611555 - Ögurhvarf 4 C. Breyting á deiliskipulagi.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

1611554 - Ögurhvarf 4 D. Breyting á deiliskipulagi.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

2.1611729 - Kosningar í skipulagsráð

Á fundi bæjarstjórnar 22. nóvember 2016 voru eftirtalin kjörin í skipulagsráð Kópavogsbæjar:
Aðalmenn í skipulagsráð:
Af A-lista:
Theódóra S. Þorsteinsdóttir
Andrés Pétursson
Guðmundur Gísli Geirdal
Sigríður Kristjánsdóttir
Júlíus H. Hafstein

Af B-lista:
Ása Richardsdóttir
Kristinn Dagur Gissurarson

Tilnefndur áheyrnarfulltúi: Margrét Júlía Rafnsdóttir

Varamenn í skipulagsráð:
Af A-lista:
Anna María Bjarnadóttir
Hreiðar Oddsson
Ármann Kr. Ólafsson
Karen Elísabet Halldórsdóttir
Margrét Friðriksdóttir

Af B-lista:
Pétur Hrafn Sigurðsson
Sigurbjörn T. Vilhjálmsson

Tilnefndur varaáheyrnarfulltrúi: Arnþór Sigurðsson

Theódóra S. Þorsteinsdóttir var kjörin formaður og Guðmundur Gísli Geirdal var kjörinn varaformaður.

3.1412128 - Lýðheilsustefna í Kópavogi

Frá sviðsstjóra menntasviðs, dags. 15. nóvember, lögð fram drög að lýðheilsustefnu Kópavogsbæjar ásamt drögum að greiningarskýrslu og aðgerðaráætlun. Bæjarráð vísar erindinu til umsagna fastra nefnda bæjarins.
Lagt fram.

4.1607188 - Borgarholtsbraut 67. Grenndarkynning.

Frá byggingarfulltrúa:
Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga Kristins Ragnarssonar fyrir hönd þinglýstra lóðarhafa dags. 13. júlí 2016 um heimild til að fjarlægja einbýlishús ásamt bílskúr byggt 1946 samtals 131,1 m2 að flatarmáli og reisa tvílyft fjórbýlishús á lóðinni með 8 bílastæðum. Lóðarstærð er 778 m2, fyrirhugað byggingarmagn er 412 m2. Nýtingarhlutfall lóðar verður 0,53 í stað 0,17 sbr. uppdrætti dags. 23.3.2016. Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Borgarholtsbrautar 63, 63a, 65, 66,68, 69, 70, 72 og Hlégerði 2, 4. Kynningartíma lauk 5. desember 2016. Athugasemdir og ábendingar bárust frá Helga Gunnari Guðlaugssyni og Ágústu Jóhönnu Sigurjónsdóttur, Borgarholtsbraut 69 sbr. erindi dags. 26. nóvember 2016; frá Þóru Hlín Friðriksdóttur, sbr. erindi dags. 21. nóvember 2016; frá Magnúsi Guðbrandssyni, Borgarholtsbraut 65 sbr. erindi dags. 2. desember 2016; frá Vigni Hreinssyni og Ingibjörgu G. Brynleifsdóttur, Borgarholtsbraut 70 sbr. erindi dags. 5. desember 2016.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar.

5.1609770 - Lækjarhjalli 36. Breytt deiliskipulag.

Frá byggingarfulltrúa:
Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga Benjamíns Magnússonar, arkitekts fh. lóðarhafa að viðbyggingu við Lækjarhjalla 36 sbr. uppdrætti í mkv. 1:500 og 1:100 dags. 29. ágúst 2016. Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Lækjarhjalla 26, 28, 34 og 38. Kynningartíma lauk 5. desember 2016. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

6.1611857 - Hæðarendi 7. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Halldórs Benediktssonar og Lísu Bjarnadóttur, lóðarhafar Hæðarenda 7 þar sem óskað er eftir að færa byggingrreit fyrirhugaðs hesthúss um 4 m til suðurs þ.e. frá Hæðarenda 5 sbr. uppdrátt í mkv. 1:500 dags. í nóvember 2016. Lagt fram samþykki aðligjandi lóðarhafa dags. í nóvember 2016.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

7.16111197 - Fagraþing 2. Breyting á deiliskipulagi.

Lögð fram til kynningar tillaga Sigurðar Hallgrímssonar, arkitekts f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar nr. 2 við Fagnaþing. Í breytingunni felst að einbýlishúsi er breytt í parhús sbr. uppdrætti í mkv. 1:500 og 1:100 dags. nóvember 2016. Samþykki aðliggjandi lóðarhafa, Fagraþingi 4 og 10 liggur fyrir dags. 15. nóvember 2016.
Skipulagsnefnd samþykkir að unnin verði á grundvelli þess sem hér að ofan greinir tillaga að breytingu á deiliskipulagi svæðisins.

8.1612052 - Þverbrekka 2. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Birgis Þórissonar fh. húsfélags Þverbrekku 2 dags. 24. nóvember 2016 þar sem óskað er eftir að fjölga íbúðum úr 30 í 32. Húsfélagið hefur í huga að breyta notkun á rými í sameign þannig að til verði tvær litlar íbúðir (ca 40 fm hvor) verði útbúnar á jarðhæð í rýmum sem á teikningu voru ætlaðar fyrir gang, kerru- og hjólageymslu, leikherbergi og skrifstofu húsvarðar.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar byggingarfulltrúa.

9.1612047 - Skemmuvegur 50. Grenndarkynning.

Frá byggingarfulltrúa.
Lögð fram tillaga Jóns Davíðs Ásgeirssonar, arkitekts fh. Steinsmiðju S. Helgasonar að nýbyggingu á lóðinni nr. 50 við Skemmuveg. Í tillögunni felst að á lóðinni sem er liðlega 2,000m2 að flatarmáli verði byggt atvinnuhúsnæði á tveimur hæðum auk kjallara að samanlögðum gólffleti um 2,800 m2. Uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:100 dags. í nóvember 2016.
Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna ofangreinda byggingarleyfisumsókn fyrir lóðarhöfum Smiðjuvegi 24, 26, 28, 48, 50, 54, 56, 58, 60, 62, 64,66 og 50A.
Theódóra Þorsteinsdóttir, Andrés Pétursson, Sigríður Kristjánsdóttir, Júlíus Hafstein, Kristinn Dagur Gissurarson og Guðmundur Geirdal samþykktu tillöguna.
Ása Richardsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins.

10.1612046 - Lundur 92. Breytt deiliskipulag.

Frá byggingarfulltrúa:
Lögð fram tillaga Einars Ólafssonar, arkitekts fh. eiganda fasteingarinnar nr. 203 í fjölbýlishúsinu Lundi nr. 92. Í tillögunni felst að íbúð skráningarnúmer 203 sem er tveggja hæða samtals um 232 m2 að samanlögðum gólffleti er skipt upp í tvær íbúðir. Íbúð skráningarnúmer 203 yrði um 141 m2 að flatarmáli og íbúð, skráningarnúmer 114 yrði um 91 m2. Uppdrætti í mkv. 1:500 og 1:100 ásamt greinargerð dags. 2. desember 2016.
Afgreiðslu frestað.

11.1611944 - Naustavör 11 og 13, 36-42 og 44-50. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga Landark fh. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi við Naustavör. Breytingin tekur til lóðanna 11, 13, 36 til 42 og 44 til 50 (áður 52 til 66):

Naustavör 11.
Í breytingunni felst að íbúðum er fjölgað úr 12 í 18 íbúðir. Heildarbyggingarmagn eykst um 348 m2. Aðkoma að bílakjallara breytist. Bílastæðum fjölgar og verða 35 stæði á lóð þar af 9 í kjallara og 24 fyrir Naustavör11 á lóðinni. Að öðru leyti er vísað í gildandi skilmála og deiliskipulagsuppdrátt frá 22. mars 2005.

Naustavör 13.
Í breytingunni felst að íbúðum er fjölgað úr 12 í 18 íbúðir. Heildarbyggingarmagn eykst um 348 m2. Aðkoma að bílakjallara breytist. Bílastæðum fjölgar og verða 35 stæði á lóð þar af 9 í kjallara og 24 fyrir Naustavör13 á lóðinni. Að öðru leyti er vísað í gildandi skilmála og deiliskipulagsuppdrátt frá 22. mars 2005.

Naustavör 36 til 42.
Í breytingunni felst að íbúðum er fjölgað úr 42 í 44 íbúðir. Heildarbyggingarmagn eykst um 295 m2. Hámarshæð húss hækkar um 0.45 metra og hluti byggingarreitar sem skilgreindur er 3 hæðir og kjallari verður 4 hæðir og kjallari. Aðkoma og fjöldi bílastæða breytist og verða 47 stæði á lóð og 43 stæði í kjallara. Að öðru leyti er vísað í gildandi skilmála og deiliskipulagsuppdrátt frá 22. mars 2005.

Naustavör 44 til 50.
Í breytingunni felst að íbúðum er fjölgað úr 42 í 44 íbúðir. Heildarbyggingarmagn eykst um 295 m2. Hámarshæð húss hækkar um 0.45 metra og hluti byggingarreitar sem skilgreindur er 3 hæðir og kjallari verður 4 hæðir og kjallari. Aðkoma og fjöldi bílastæða breytist og verða 47 stæði á lóð og 43 stæði í kjallara. Að öðru leyti er vísað í gildandi skilmála og deiliskipulagsuppdrátt frá 22. mars 2005.

Skipulagsnefnd samþykkir framlagðar tillögur með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

12.1610283 - Kópavogsbraut 9-11. Nýbygging. Deiliskipulag.

Lögð fram að nýju tillaga skipulags- og byggingardeildar dags. 21. nóvember 2016 að breyttu deiliskipulagi Kópavogsbrautar 9 og 11.
Í breytingunni felst að í stað núverandi íbúðarhúsa á lóðunum að Kópavogsbraut 9 og 11 komi tvö fjölbýlishús á 4 og 5 hæðum auk kjallara þar sem 5 hæðin er inndregin að hluta. Lóðirnar verða sameinaðar og verður stærð lóðar eftir breytingu 2.900 m2. Fjöldi íbúða á hinni nýju lóð Kópavogsbraut 9-11 verður 40. Miðað er við 1,3 bílastæði á íbúð alls 50 stæði þar af 40 í niðurgrafinni bílgeymslu. Hámarks byggingarmagna á lóðinni er áætlað 5.800 m2 með bílageymslu sem áætluð er 900 m2 að stærð. Hámarkshæð vegghæð byggingarreits talið frá yfirborði botnplötu 1. hæðar verður 15,5 metrar og hámarks þakhæð um 15,6 metrar.
Afmörkun þess svæðis sem í gildandi deiliskipulagi Kópavogstúns sem merkt er „SKIPULAGI FRESTAГ breytist
Að öðru leiti er vísað í ofangreinda gildandi skipulagsuppdrætti og skipulagsskilmála fyrir Kópavogstún sem samþykkt var í bæjarstjórn 8. nóvember 2005 m.s.br.
Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 1. mg. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna ofangreinda tillögu. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bókun frá Kristni Degi Gissurarsyni:
Undirrituðum fulltrúa framsóknar líst vel á þær hugmyndir sem fram eru settar og hvetur til þess að Kópavogsbær, þar sem lóðirnar eru í eigu bæjarins, beiti sér í að stofnað verði sérstakt byggingasamvinnufélag sem byggi og selji fyrstu kaupendum á kostnaðarverði. Kristinn Dagur Gissurarson.

13.1611567 - Nýbýlavegur 4-10. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga ASK arkitekta fh. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi Nýbýlavegar 4-10. Í breytingunni felast eftirtaldar breytingar:
1) Íbúðum fjölgað úr 85 í 115.
2) Byggingarmagn aukið úr 187,00 m² í 19,900 eða um 1,200 m².
3) Bílastæðakrafa lækkar úr 1,3 í 1,1.
4) Hlutfall íbúða/atvinnu breyst úr 47/53 í 58/42.
Að öðru leiti vísast í gildandi deiliskipulag frá 23. maí 2016.
Þá lögð fram yfirlýsing lóðarhafa Nýbýlavegar 2, Nýbýlavegar 6, fastanr. 223-4709 og Nýbýlavegar 12 fastanr. 206-4400 dags. 18. nóvember 2016 um að þeir séu samþykkir ofangreindum breytingum.
Skipulagsnefnd hafnar framlagðri tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Theódóra Þorsteinsdóttir, Andrés Pétursson, Sigríður Kristjánsdóttir, Júlíus Hafstein, Ása Richardsdóttir og Guðmundur Geirdal samþykktu að hafna erindinu.
Kristinn Dagur Gissurarson sat hjá við afgreiðslu málsins.

14.1612048 - Hafnarbraut 6 og 8. Spennistöð.

Lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar að staðsetningu dreifistöðvar Veitna á mörkum lóða nr. 6 og 8 við Hafnarbraut. Enn fremur lögð fram umsögn Fjalars Gíslasonar fagstjóra rafmagns Veitna dags. 1. desember 2016. Þá lagt fram samþykkir lóðarhafa Hafnarbreutar 6 og 8 dags. 1. desember 2016.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagðar tillögur með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar

15.1611947 - Gistirými fyrir ferðamenn í Kópavogi.

Lögð fram samantekt skipulags- og byggingardeildar Umhverfissviðs um gistirými í Kópavogi í nóvember 2016.
Lagt fram og kynnt.

Bókun frá Ásu Richarsdóttur:
Undirrituð þakkar framlögð gögn. Ljóst er á þeim að mikil tækifæri er í fjölgun faglegrar gistiþjonustu i Kópavogi og þörf á stefnumörkun á vegum bæjarins þar um. Ása Richardsdóttir.

16.16082151 - Dalsmári 9-13 Tennishöll, kæra.

Lagður fram til kynningar úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 21. nóvember 2016 þar sem kærð var ákvörðun bæjarstjórnar Kópavogsbæjar frá 28. júní 2016 um að samþykkja breytt deiliskipulag Kópavogsdals, útivistarsvæðis vegna Dalsmára 13 (Tennishöllin). Kærumálinu var vísað frá nefndinni.
Bókun frá Margréti Júlíu Rafnsdóttur:
Kópavogsdalur er sameiginlegt útivistarsvæði allra Kópavogsbúa og nýting dalsins varðar alla bæjarbúa.
Ása Richardsóttir tekur undir bókunina.

17.1604037 - Brekkuhvarf 20, kæra vegna breytt deiliskipulag.

Lagður fram úrskurður Úrskurðarnenfdar umhverfis- og auðlindamála dags. 24. nóvember og varðar kærða breytingu á deiliskipulagi vegna lóðarinnar nr. 20 við Brekkuhvarf 20 sem samþykkt var í bæjarstjórn 23. febrúar 2016. Í úrskurðinum var ákvörðun bæjarstjórnar felld úr gildi.

18.1509910 - Brekkuhvarf 20. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar breyttu deiliskipulagi Brekkuhvarfs 20. Í breytingunni felst að lóðinni verður skipt í tvær lóðir, Brekkuhvarf 20 og 20a. Nýja lóðin, Brekkuhvarf 20a, verður 937,7 m2 að stærð. Á lóðinni verður byggingarreitur fyrir einbýlishús á einni til tveimur hæðum með hámarksnýtingarhlutfall 0,3. Heildarbyggingarmagn yrði um 220 m2, hámarksvegghæð og þakhæð byggingarreitar verður 5 m suðvesturhliðar (að götu) verður 5 m. Staðsetning bílgeymslu verður í suðvesturhluta byggingarreitar. Fyrirhuguð nýbygging rúmast að öllu leyti innan núverandi byggingarreits Brekkuhvarfs 20. Uppdráttur í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 5. desember 2016.
Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna ofangreinda tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Önnur mál:
Skipulagsnefnd samþykkir að hitta íbúasamtök og landeiganda Nónhæðar.

Fundi slitið - kl. 18:30.