Skipulagsnefnd

1240. fundur 05. júní 2014 kl. 16:30 - 18:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Kristinn D Gissurarson aðalfulltrúi
  • Jóhann Ísberg aðalfulltrúi
  • Einar Ingvarsson aðalfulltrúi
  • Helga Elínborg Jónsdóttir aðalfulltrúi
  • Hreiðar Oddsson varafulltrúi
  • Steingrímur Hauksson starfsmaður nefndar
  • Gísli Norðdahl byggingarfulltrúi
  • Þóra Hrönn Ólafsdóttir varafulltrúi
  • Arnþór Sigurðsson varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Þóra Kjarval arkitekt
Dagskrá

1.1405016 - Bæjarráð - 2732. Fundur haldinn 22.5.2014.

1404024F - Skipulagsnefnd, 20. maí<br />1239. fundargerð í 30 liðum. Lagt fram. <br /><br />1403263 - Kópavogsgerði 5-7. Breytt deiliskipulag.<br />Skipulagsnefnd samþykkti framlagða breytingartillögu með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.<br />Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. <br /><br />1404286 - Vogatunga 15. Kynning á byggingarleyfi.<br />Lagt fram erindi Sigurðar Hafsteinssonar, byggingatæknifræðings fh. lóðarhafa þar sem óskað er eftir heimild skipulagsnefndar til að reisa sólskála við Vogatungu 15, sbr. uppdrætti í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 3. apríl 2014. Samþykkt með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.<br />Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. <br /><br />1312175 - Melahvarf 5. Breytt deiliskipulag.<br />Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Sveins Ívarssonar, arkitekts, dags. 5.12.2013 f.h. lóðarhafa. Óskað er eftir að breyta hesthúsi í tvö gistirými sbr. uppdráttum dags. 5.12.2013 í mkv. 1:100 og 1:500. Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. <br /><br />1309369 - Lundur 8-18. Breytt deiliskipulag.<br />Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Guðmundar Gunnlaugssonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi Lundar 8-18. Samþykkt með fyrirvara um lóðamörk. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.<br /> <br />1402453 - Nýbýlavegur 26. Ný íbúð.<br />Lagt fram að nýju erindi Jakobs Líndal, arkitekts, dags. 4.2.2014, f.h. lóðarhafa. Óskað er eftir að breyta vinnusal á eystri helming 2. hæðar hússins í íbúð. Samþykkt. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. <br /><br />1405359 - Hlégerði 8. Kynning á byggingarleyfi.<br />Lagt fram erindi Sigurðar Hafsteinssonar, byggingartæknifræðings, dags. 6.5.2014 f.h. lóðarhafa Hlégerðis 8. Samþykkt með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulaglagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. <br /><br />1403171 - Settjörn við Fornahvarf<br />Lögð fram tillaga að breyttri staðsetningu settjarnar við Fornahvarf sbr. uppdrætti dags. 20.5.2014 í mkv. 1:2000 ásamt skýringarmyndum og greinargerð. Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. <br /><br />1405381 - Skíðasvæði. Bláfjöll. Færsla á dómarahúsi.<br />Lögð fram tillaga Landslags ehf., f.h. Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins að færslu dómarahúss í Kóngsgili í Bláfjöllum. Uppdrættir í mkv. 1:50.000 ásamt skýringarmyndum og greinargerð dags. 9.5.2014. Samþykkt með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. <br /><br />1402210 - Gulaþing 2. Breytt deiliskipulag.<br />Lagt fram að nýju erindi Jakobs Líndal dags. 4.2.2014 f.h. Kópavogsbæjar að breyttu deiliskipulagi Gulaþings 2. Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.<br />Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. <br /><br />1402401 - Sæbólsbraut 34. Breytt deiliskipulag.<br />Lagt fram að nýju erindi frá Studio Strik arkitektum, f.h. lóðarhafa dags. 12.2.2014. Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. <br /><br />1311396 - Auðbrekka 3. Viðbygging.<br />Lagt fram að nýju erindi Onyx ehf., dags. 27.11.2013, f.h. lóðarhafa Auðbrekku 3. Á fundi skipulagsnefndar 15.4.2014 var málinu hafnað og því vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarstjórnar var samþykkt að vísa málinu aftur til skipulagsnefndar. Við nánari skoðun er það mat skipulagsnefndar að fyrirhuguð viðbygging rýrir ekki aðkomu eða sameiginlega nýtingu bílastæða á lóð. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. <br /><br />1405034 - Þrymsalir 1. Breytt deiliskipulag. Breyta einbýli í tvíbýli.<br />Lagt fram að nýju erindi lóðarhafa þar sem óskað er eftir að breyta þegar byggðu einbýlishúsi að Þrymsölum 1 í tvíbýli sbr. uppdráttum dags. 3.2.2014. Skipulagsnefnd staðfestir bókun sína frá 18. febrúar 2014 um að hafna tillögu þess efnis að breyta Þrymsölum 1 úr einbýli í tvíbýli. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar, hafnar tillögunni og vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. <br /><br />1308322 - Þinghólsbraut 63. Viðbygging.<br />Lagt fram að nýju erindi arkitektastofunnar Kurt og Pí f.h. lóðarhafa Skipulagsnefnd samþykkir tillögu dags. 20.5.2014 þar sem komið er til móts við framkomnar athugasemdir. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. <br /><br />1404312 - Markavegur 2, 3 og 4. Breytt deiliskipulag.<br />Lagt fram erindi Kristins Valdemarssonar, lóðarhafa Markavegar 2-3 og 4, dags. 10.4.2014. Einnig samþykkir lóðarhafi að deiliskipulag fyrir Markaveg 2-3, samþykkt í bæjarstjórn 25.5.2014 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda 5.3.2014, verði afturkallað. Skipulagsnefnd samþykkir ofangreinda afturköllun og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar og með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Markarvegi 1, Heimsenda 4, 6 og 8. Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. <br /><br />1401073 - Vesturvör 12. Kynning á byggingarleyfi.<br />Lagt fram að nýju erindi Einars V. Tryggvasonar, arkitekts, dags. 16.12.2013, f.h. lóðarhafa að breytingum að Vesturvör 12. Hafnað. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. <br />Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar, hafnar erindinu og vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Skipulagsstjóri sat fundinn undir þessum lið. <br /><br />1403264 - Langabrekka 2. Breytt deiliskipulag.<br />Lagt fram að nýju erindi Fagsmíðar ehf., dags. 13.3.2014, að breyttu deiliskipulagi Löngubrekku 2. Hafnað. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð frestar afgreiðslu erindisins. Skipulagsstjóri sat fundinn undir þessum lið. <br /><br />1402523 - Grænatún 20. Byggingarleyfi. Grenndarkynning.<br />Skipulagsnefnd leggur til við bæjarráð og bæjarstjórn að samþykkja tillögu dags. 20. maí 2014 þar sem dregið hefur verið úr byggingarmagni og byggingarreitir færðir til á lóð miðað við kynnta tillögu sem afgreidd var í skipulagsnefnd 15. apríl 2014. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.<br />Bæjarráð frestar afgreiðslu erindisins. Skipulagsstjóri sat fundinn undir þessum lið.

2.1405019 - Bæjarstjórn - 1097. Fundur haldinn 27.5.2014.

1403263 - Kópavogsgerði 5-7. Breytt deiliskipulag.<br />Skipulagsnefnd samþykkti framlagða breytingartillögu með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.<br />Elfur Logadóttir lagði til að erindinu verði vísað að nýju til skipulagsnefndar til úrvinnslu.<br />Bæjarstjórn samþykkir tillögu Elfar Logadóttur með átta atkvæðum gegn tveimur. Einn bæjarfulltrúi greiddi ekki atkvæði. <br /><br /><br />1404286 - Vogatunga 15. Kynning á byggingarleyfi.<br />Skipulagsnefnd samþykkti erindið með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Bæjarstjórn samþykkir erindið með átta atkvæðum gegn einu. Tveir bæjarfulltrúar greiddu ekki atkvæði. <br /><br />1312175 - Melahvarf 5. Breytt deiliskipulag.<br />Skipulagsnefnd samþykkti erindið. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.<br />Bæjarstjórn samþykkir erindið með átta atkvæðum. Þrír bæjarfulltrúar greiddu ekki atkvæði. <br /><br />1309369 - Lundur 8-18. Breytt deiliskipulag.<br />Skipulagsnefnd samþykkti erindið með fyrirvara um lóðamörk. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Bæjarstjórn samþykkir erindið með níu atkvæðum. Tveir bæjarfulltrúar greiddu ekki atkvæði. <br /><br />1402453 - Nýbýlavegur 26. Ný íbúð.<br />Skipulagsnefnd samþykkti erindið. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.<br />Bæjarstjórn samþykkir erindið með 11 atkvæðum. <br /><br />1405359 - Hlégerði 8. Kynning á byggingarleyfi.<br />Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Bæjarstjórn samþykkir erindið með tíu atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi greiddi ekki atkvæði. <br /><br />1403171 - Settjörn við Fornahvarf<br />Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna framlagða tillögu. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum að kynna framlagða tillögu. <br /><br />1405381 - Skíðasvæði. Bláfjöll. Færsla á dómarahúsi.<br />Skipulagsnefnd samþykkti tillöguna með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu með 11 atkvæðum. <br /><br />1402210 - Gulaþing 2. Breytt deiliskipulag.<br />Skipulagsnefnd samþykkti erindið. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Bæjarstjórn samþykkir erindið með níu atkvæðum. Tveir bæjarfulltrúar greiddu ekki atkvæði.<br /> <br />1402401 - Sæbólsbraut 34. Breytt deiliskipulag.<br />Skipulagsnefnd samþykkti erindið. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.<br />Bæjarstjórn samþykkir erindið með átta atkvæðum. Þrír bæjarfulltrúar greiddu ekki atkvæði.<br /><br />1311396 - Auðbrekka 3. Viðbygging.<br />Á fundi skipulagsnefndar 15.4.2014 var málinu hafnað og því vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarstjórnar var samþykkt að vísa málinu aftur til skipulagsnefndar.Við nánari skoðun er það mat skipulagsnefndar að fyrirhuguð viðbygging rýrir ekki aðkomu eða sameiginlega nýtingu bílastæða á lóð. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.<br />Bæjarstjórn samþykkir erindið með sjö atkvæðum. Fjórir bæjarfulltrúar greiddu ekki atkvæði. <br /><br />1405034 - Þrymsalir 1. Breytt deiliskipulag. Breyta einbýli í tvíbýli.<br />Skipulagsnefnd staðfestir bókun sína frá 18. febrúar 2014 um að hafna tillögu þess efnis að breyta Þrymsölum 1 úr einbýli í tvíbýli. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð hafnaði tillögunni og vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Bæjarstjórn hafnar erindinu með tíu atkvæðum gegn einu. <br /><br />1308322 - Þinghólsbraut 63. Viðbygging.<br />Skipulagsnefnd samþykkti tillögu dags. 20.5.2014 þar sem komið er til móts við framkomnar athugasemdir. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, lagði til að erindinu verði vísað að nýju til skipulagsnefndar til úrvinnslu. Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum að vísa erindinu til skipulagsnefndar að nýju til úrvinnslu. <br /><br />1404312 - Markavegur 2, 3 og 4. Breytt deiliskipulag.<br />Deiliskipulag fyrir Markaveg 2-3, samþykkt í bæjarstjórn 25.5.2014 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda 5.3.2014, verði afturkallað. Skipulagsnefnd samþykkti ofangreinda afturköllun og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar og með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Markarvegi 1, Heimsenda 4, 6 og 8. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Bæjarstjórn samþykkir ofangreinda afturköllun og samþykkir með 11 atkvæðum að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Markarvegi 1, Heimsenda 4, 6 og 8. <br /><br />1401073 - Vesturvör 12. Kynning á byggingarleyfi.<br />Skipulagsnefnd hafnaði erindinu. Bæjarráð hafnaði erindinu og vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Bæjarstjórn hafnar erindinu með 11 atkvæðum.

3.1403199 - Laxalind 15. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju erindi Tómasar Þorvaldsonar hdl. dags. 17. mars 2014 f.h. lóðarhafa Laxalindar 15 að breyttu deiliskipulagi Laxalindar 15. Á fundi skipulagsnefndar 20.5.2014 var erindinu vísað til umsagnar bæjarlögmanns.<br /><br />Lagt fram að nýju ásamt umsögn bæjarlögmanns dags. 5.6.2014.

Með vísan í umsögn bæjarlögmanns samþykkir skipulagsnefnd framlagt erindi. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður sat fundinn undir þessum lið.

4.1404440 - Tillaga um opna hugmyndasamkeppni um framtíðarnýtingu Vallargerðisvallar

Lögð fram samþykkt bæjarstjórnar Kópavogs frá 27.5. sl., þar sem forsætisnefnd lagði til að tillagan færi til umsagnar íþróttaráðs og skipulagsnefndar áður en hún yrði tekin til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Lagt fram til kynningar.

5.1403263 - Kópavogsgerði 5-7. Breytt deiliskipulag.

Frá bæjarstjórn: <br />Lagt fram að nýju erindi Kristins Ragnarssonar, arkitekts, dags. 14.3.2014, f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi Kópavogsgerðis 5-7. Í breytingunni felst að staðsetning fyrirhugaðs fjölbýlishúss er færð 3m til suðurs og 2,7m til austurs. Íbúðum fjölgar um 4 í kjallara hússins og verða því alls 22 íbúðir í húsinu. Bílastæðum fjölgar úr 36 í 44 stæði og þar af 20 í bílageymslu. Byggingarreitur bílageymslu er breikkaður um 2m og færður til norðurs sem nemur 0,5m. Rampur við austurhlið bílageymslu er felldur út og í hans stað kemur byggingarreitur fyrir sérgeymslur íbúða og fyrir hjól og vagna. Aðkoma að bílageymslu er breytt þannig að hún verður frá Kópavogsgerði frá suðri milli húsana 1-3 og 5-7.<br />Miðað við gildandi byggingarreit þá breikkar reiturinn um 0,5-1,0 m að hluta til norðurs og suðurs, Útbyggingar bætast við á austur- og vesturgöflum, 1m að dýpt en auk þess er gert ráð fyrir byggingareit fyrir einnar hæðar anddyrirsbyggingu á fyrstu hæð og innskotum í austur og vesturhluta fjórðu hæðar. Heildarbyggingarmagn hússins verður 3.900m² eftir breytingu og n.h. verður 1,35. Nýtingarhlutfall samkvæmt gildandi deiliskipulagi er 1,8. <br />Að öðru leyti er vísað í gildandi skilmála. Á fundi skipulagsnefndar 18.3.2014 var samþykkt með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Kópavogsgerðis 1-3, Kópavogstúns 10-12 og Líknardeild Landspítalans. Einn nefndarmaður sat hjá. Kynningartími er til 18. júní 2014 en fyrir liggur skriflegt samþykki þeirra lóðarhafa sem grenndarkynning var send til dags. 19.5.2014. Samþykkt með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.<br />Á fundi bæjarstjórnar 28.5.2014 var samþykkt að vísa erindinu aftur til úrvinnslu skipulagsnefndar.

Skipulagsnefnd staðfestir afgreiðslu sína frá 20. maí 2014 og samþykkir framlagða tillögu með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

6.1406131 - Austurkór 155. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Kristins Ragnarssonar, arkitekts, dags. 5.6.2014 f.h. lóðarhafa vegna breytts deiliskipulags Austurkórs 155. Í breytingunni felst að í stað einbýlishúss á einni hæð og kjallara (á þremur pöllum) verði reist einbýlishús á einni hæð. Gólfkóti aðalhæðar lækkar um 30cm sbr. uppdráttum dags. 20.6.2014.

Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu með vísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

7.1406120 - Austurkór 167-169. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Benjamíns Magnússonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi Austurkórs 167-169. Í breytingunni felst að í stað tveggja hæða parhúss verði reist einnar hæðar parhús sbr. erindi og uppdráttum dags. 4.6.2014. Í gildandi skipulagsskilmálum segir að ef komi í ljós við gerð hæða- og mæliblaða að hægt sé að koma fyrir húsi á einni hæð með eða án kjallara veiti skipulagsnefnd það leyfi og tæknideild Kópavogs ákveður þá hæðarsetningu húss.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu með vísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

8.1406119 - Almannakór 2, 4 og 6. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Kristins Ragnarssonar, arkitekts, dags. 5.6.2014 f.h. mögulegra lóðarhafa um breytt deiliskipulag lóðanna við Almannakór 2, 4, og 6. Í breytingunni felst að í stað þriggja einbýlishúsa verði byggð þrjú parhús. Byggingarreitur stækkar úr 16x17m í 16x20m, þ.e. á hverri lóð stækkar byggingarreitur um 1,5m á hvorri hlið. Tvö bílastæði verða fyrir hverja einingu. Heildarbyggingarmagn hækkar úr 400m2 í 450m2 og hámarkshæð verður 6,75m í stað 6,3m sbr. erindi og uppdráttum dags. 4.6.2014.

Með fyrirvara um lóðaúthlutun samþykkir skipulagsnefnd með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Almannakórs 1, 3, 5, 7, 8, 9 og 11; Akrakór 7 og 14 ásamt Aflakór 21 og 23.

9.1403302 - Furugrund 3. Nýbygging

Lagt fram að nýju erindi Kristins Ragnarssonar, arkitekts, f.h. lóðarhfa, dags. 23.2.2014 vegna nýbyggingar við Furugrund 3. Í breytingunni felst að í stað verslunar- og þjónustuhúsnæðis verði íbúðarhús með 18 íbúðum á lóðinni. Einni hæð verður bætt við núverandi verslunarhúsnæði sem í dag er ein hæð og kjallari. Heildarbyggingarmagn er áætlað 1624m2 og nýtingarhlutfall um 0,64 sbr. uppdráttum dags. 17.3.2014. Umrætt svæði er skilgreint sem verslunar- og þjónustusvæði í Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024.

Skipulagsnefnd samþykkir með vísan í 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 vegna breyttrar landnotkunar lóðar númer 3 við Furugrund. Einnig samþykkir skipulagsnefnd að auglýsa samhliða framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar númer 3 við Furugrund með vísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Samþykkt með fimm atkvæðum, tveir eru á móti tillögunni.

"Ég undirrituð leggst alfarið gegn erindi lóðarhafa um að verslunar og þjónustuhúsnæði verði breytt í íbúðarhús með 18 íbúðum.

Um er að ræða lóð sem skilgreind er á nýju aðalskipulagi sem verlsunar og þjónustusvæði. Aðalskipulagið var staðfest af skipulagsstofnun 24. febrúar 2014. Í aðalskipulagi birtist stefna sveitarstjórnar um landnotkun, samgöngu og þjónustukerfi, umhverfismál, þróun byggðar og byggðamunstur til a.m.k 12 ára.

Engin rök hníga í þá átt að nauðsynlegt sé að breyta nýsamþykktu aðalskipulagi með þeim hætti sem lóðarhafi fer fram á.

Íbúar í Snælandshverfi hafa frá árinu 1982 búið við það að umrædd landnotkun sé samkvæmt því sem er í dag. Ekki eru fordæmi fyrir slíkri byggingu í nágrenni grunn og leikskóla í Kópavogi,
nefnd nýbygging er nánast á skólalóð Snælandsskóla í norður og í suður er húsið dregið fram um 6 metra í átt að Furugrund . Núverandi bygging er 1030m2,hækkun um eina hæð ásamt útbyggingum eru tæpir 600m2. Aukin bílaumferð fylgir óhjákvæmilega fjölbýlishúsi sem telur 18 íbúðir. Mikil umferð er nú þegar í Furugrund, umferð sem tilheyrir leikskóla og grunnskóla hverfisins ásamt íbúum þess. "
Helga Jónsdóttir.

Fundi slitið - kl. 18:30.