Skipulagsnefnd

1217. fundur 16. október 2012 kl. 16:30 - 18:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Birgir Hlynur Sigurðsson sviðsstjóri
  • Smári Magnús Smárason skipulagsstjóri
  • Guðmundur Örn Jónsson aðalfulltrúi
  • Jóhann Ísberg aðalfulltrúi
  • Kristinn D Gissurarson aðalfulltrúi
  • Einar Ingvarsson aðalfulltrúi
  • Vilhjálmur Einarsson
Fundargerð ritaði: Þóra Kjarval
Dagskrá

1.1210005 - Bæjarstjórn - 1064

Eftirfarandi var bókað í bæjarstjórn 9/10:
1006252 - Kosningar í skipulagsnefnd 2012 - 2014
Kosning aðalmanns í skipulagsnefnd í stað Guðnýjar Dóru Gestsdóttur. Hreggviður Norðdahl var kosinn aðalmaður í skipulagsnefnd í stað Guðnýjar Dóru Gestsdóttur.

1008104 - Kosningar í samvinnunefnd um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins.
Margrét Júlía Rafnsdóttir kosin aðalmaður í samvinnunefnd um svæðisskipulag hbsv. í stað Guðnýjar Dóru Gestsdóttur.

2.1209014 - Bæjarráð - 2654

1209007F - Skipulagsnefnd, 13. september 1216. fundur
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

1205200 - Vatnsendablettur 4, Fagrabrekka - Ný íbúðarlóð.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu ásamt ofangreindri umsögn að því gefnu að aðkoma sé tryggð og frárennslismál séu í lagi. Vísað til bæjarstjórnar og bæjarráðs til staðfestingar.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar, sbr. lið 2 í fundargerð frá 18. september og vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

1204242 - Engjaþing 1, 3 og 5. Breytt deiliskipulag.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu ásamt umsögn skipulags- og byggingadeildar. Vísað til bæjarstjórnar og bæjarráðs til staðfestingar.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar, sbr. lið 3 í fundargerð frá 18. september og vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bókun Ármanns Kr. Ólafssonar:
"Teldi eðlilegt að málið yrði afgreitt í bæjarráði þar sem allir fulltrúar voru því fylgjandi í skipulagsnefnd og hraða með því afgreiðslu málsins."
Bókun Ómars Stefánssonar :
"Ég minni á fyrri bókanir varðandi skipulagsmál og afgreiðslu þeirra."

1208332 - Þríhnúkagígur - aðgengi, aðkoma og þjónustubygging.
Lagt fram að nýju erindi Skipulagsstofnunar dags. 3. ágúst 2012 og skýrslu um mat á umhverfisáhrifum fyrirhugaðra framkvæmda við Þríhnúkagíg - aðgengi, aðkomu og þjónustubyggingu, ásamt minnisblaði skipulags- og byggingardeildar dags. 18. september 2012 varðandi skýrsluna. Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar, sbr. lið 4 í fundargerð frá 18. september og vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

1111541 - Kópavogsbraut 98, umsókn um byggingarleyfi.
Lóðarhafar Kópavogsbrautar 96 óska eftir frekari rökstuðningi frá skipulagsdeild vegna umsagnar dags. 19. júlí 2012. Lagt fram að nýju ásamt ítarlegri rökstuðningi dags. 18. september 2012. Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar, sbr. lið 7 í fundargerð frá 18. september og vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bókun Ármanns Kr. Ólafssonar:
"Teldi eðlilegt að málið yrði afgreitt í bæjarráði þar sem allir fulltrúar voru því fylgjandi í skipulagsnefnd og hraða með því afgreiðslu málsins."

1103073 - Kársneshöfn. Athafnasvæði. Breytt deiliskipulag.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu og umsögn skipulags- og byggingardeildar, dags. 7. september. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar, sbr. lið 12 í fundargerð frá 18. september og vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

1011193 - Kópavogstún - Kópavogsgerði. Breytt deiliskipulag.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem umrædd breyting hefur að mati nefndarinnar ekki grenndaráhrif.Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar til staðfestingar.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar, sbr. lið 14 í fundargerð frá 18. september og vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bókun Ármanns Kr. Ólafssonar:
"Teldi eðlilegt að málið yrði afgreitt í bæjarráði þar sem allir fulltrúar voru því fylgjandi í skipulagsnefnd og hraða með því afgreiðslu málsins."

1209154 - Almannakór 5, umsókn um byggingarleyfi.
Með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er að mat skipulagsnefndar að umrædd breyting hafi ekki grenndaráhrif og samþykkir því erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar, sbr. lið 15 í fundargerð frá 18. september og vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bókun Ármanns Kr. Ólafssonar:
"Teldi eðlilegt að málið yrði afgreitt í bæjarráði þar sem allir fulltrúar voru því fylgjandi í skipulagsnefnd og hraða með því afgreiðslu málsins."

3.1209017 - Bæjarstjórn - 1063

1205200 - Vatnsendablettur 4, Fagrabrekka - Ný íbúðarlóð
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar, sbr. lið 2 í fundargerð frá 18. september og vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og bæjarráðs einróma.

1204242 - Engjaþing 1, 3 og 5. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar, sbr. lið 3 í fundargerð frá 18. september og vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og bæjarráðs einróma.

1208332 - Þríhnúkagígur - aðgengi, aðkoma og þjónustubygging.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar, sbr. lið 4 í fundargerð frá 18. september og vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og bæjarráðs einróma.

1111541 - Kópavogsbraut 98, umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar, sbr. lið 7 í fundargerð frá 18. september og vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og bæjarráðs með níu samhljóða atkvæðum. Tveir bæjarfulltrúar sátu hjá.

1103073 - Kársneshöfn. Athafnasvæði. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar, sbr. lið 12 í fundargerð frá 18. september og vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og bæjarráðs með sjö samhljóða atkvæðum. Fjórir bæjarfulltrúar sátu hjá.

1011193 - Kópavogstún - Kópavogsgerði. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar, sbr. lið 14 í fundargerð frá 18. september og vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og bæjarráðs einróma.

1209154 - Almannakór 5, umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar, sbr. lið 15 í fundargerð frá 18. september og vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og bæjarráðs einróma.

4.1208609 - Skjólbraut 13, umsókn um byggingarleyfi.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Einars Ólafssonar f.h. lóðarhafa. Sótt um að taka í notkun óútgrafið rými á jarðhæð sem leiðir til þess að nýtingarhlutfall lóðarinnar hækkar úr 0,59 í 0,7. Í samræmi við 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 var tillagana kynnt lóðarhöfum Skjólbrautar 11 og 15; Meðalbraut 20, 22, 24 og 26. Kynningu lauk 26. september 2012. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.

Samþykkt. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar til staðfestingar.

5.1208113 - Nýbýlavegur 24 - breytt deiliskipulag

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Jakobs Líndal, arkitekts, f.h. lóðarhafa Nýbýlavegs 24. Óskað er eftir að stækka 2. hæð hússins um 80 m2 til norðurs skv. uppdráttum í mkv. 1:100. Hæðin er í dag inndregin um 4m. Í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 var tillagan kynnt lóðarhöfum Nýbýlaveg 22 og 26. Kynningu lauk 24. september 2012. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.

Samþykkt. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar til staðfestingar.

6.1208124 - Austurkór 79 - breytt deiliskipulag

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Pálmars Kristmundssonar, arkitekts, fyrir hönd lóðarhafa, dags. 14. september 2012 þar sem óskað er eftir breytingu á áður samþykktu deiliskipulagi. Í breytingunni að á lóðinni verði byggt fjölbýlishús, stallað í hæð, á 2 hæðum með 16 íbúðum í stað fjölbýlishúss á 2 og 3 hæðum auk kjallara með 12 íbúðum. Lóð og byggingareitur stækka, hámarksbyggingarmagn minnkar og nýtingarhlutfall lækkar.
Á fundi skipulagsnefndar 18. sept. 2012 var samþykkt að kynna tillöguna í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum Austurkórs 2, 4, 24, 75, 77, 81, 83 og 85. Þá lögð fram kynningargögn með undirskriftum ofangreindra lóðarhafa þar sem ekki eru gerðar athugasemdir við tillöguna.

Samþykkt. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar til staðfestingar.

7.1210108 - Austurkór 49-53 - breytt deiliskipulag

Lagt fram erindi Kjartans Rafnssonar f.h. lóðarhafa um breytt deiliskipulag fyrir Austurkór 49-53. Í breytingunni felst að byggt verði raðhús á einni hæð í stað tveggja eins og gildandi deiliskipulag segir til um. Byggingarmagn eykst um 10m2, innbyggðum bílageymslum sleppt og bílastæði á lóð verða þrjú. Byggingarreitur stækkar um 2m til norðurs og suðurs. s.br. uppdráttum dags. 10. september 2012 í mkv. 1:100 og 1:500.

Með vísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samþykkir skipulagsnefnd að kynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Austurkórs 43, 45, 47, 55, 57, 59 og 61; Arakór 1 og 2; Auðnukór 1 og 2.

8.701098 - Vindakór 2-8, breytt deiliskipulag

Lagt fram erindi Aðalsteins V. Júlíussonar, byggingartæknifræðings, f.h. lóðarhafa um breytt deiliskipulag fyrir Vindakór 2-8. Í breytingunn felst að í stað þess að staðsetja bílastæði í neðri kjallara og aðkeyrsla yrði inn á lóð verði kjallari nýttur sem geymslur og aðkoma verði um útitröppur við suð-vesturhorn neðra húss s.br. uppdráttum dags. 14. september 2012 í mkv. 1:100.

Með vísan í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 telur skipulagsnefnd að umrædd tillaga hafi ekki grenndaráhrif og er því samþykkt. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar til staðfestingar.

9.1209390 - Boðaþing 11 - 13 breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi THG arkitekta f.h. lóðarhafa varðandi deiliskipulagsbreytingu að Boðaþingi 11-13. Í breytingunni felst að einni hæð verði bætt við undir húsin og rýmum fjölgað um 16. Núverandi skipulag gerir ráð fyrir 44 rýmum en verða 60 eftir breytingu s. br. uppdráttum dags. 2. apríl 2012 í mkv. 1:200.

Frestað.

10.1209463 - Austurkór 3, deiliskipulag.

Lögð fram tillaga Alark arkitekta f.h. lóðarhafa varðandi breytt deiliskipulag fyrir sambýli við Austurkór 3. Í gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir 8 íbúðum en lagt er til að skipta lóðinni upp í tvær lóðir og gert ráð fyrir 6 íbúðum á einni lóðann en 4 íbúðum á hinni s.br. uppdráttum dags. 20. september 2012. í mkv. 1:100 og 1:500.

Með vísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samþykkir skipulagsnefnd að kynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Austurkórs 5, 7, 9, 11 og 13

11.1209186 - Markavegur - fyrirspurn

Lagt fram að nýju erindi Gunnars M. Zóphaníssonar varðandi skipulag hesthúsalóða við Markaveg dags. 16.ágúst 2012. Spurt er hvort hægt sé að koma bílastæðum fyrir norðan við húsið; Hvort hægt sé að snúa bílastæðum langsum; Er hægt að lengja lóð 4m til vesturs til að vega upp landmissi vegna vatnslagnar og rafmagnskassa.

Skipulagsnefnd leggur til að hesthúsagerði við Markaveg verði stækkuð um tvo metra til suðurs.

12.1210126 - Breiðahvarf 4 /Funahvarf 3 - breytt deiliskipulag

Lögð fram drög skipulags- og byggingardeildar Kópavogs að breyttu deiliskipulagi fyrir lóðirnar Breiðahvarf 4 og Funahvarf 3. Í gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir leikskóla við Funahvarf 3 en í drögunum felst að í staðinni koma 5 parhús á 2 hæðum. Bílastæði á hverri lóð verða fjögur. Á lóðinni Breiðahvarf 4 er í dag einbýlishús ásamt stakstæðri bílgeymslu og geymslu. Þessar byggingar verða óbreyttar á sér lóð. En hætt er við byggingu 16 stía hesthúss ásamt sýningar- og tamningarskála og þess í stað byggð tvö parhús með aðkomu frá Faxahvarfi og einbýli á tveimur hæðum austan við núverandi byggingar.Uppdrættir í mkv. 1:1000 og 1:2000 ásamt skýringarmyndum dags. 12. október 2012.

Frestað.

13.1210144 - Dalaþing 3 - breytt deiliskipulag

Lagt fram erindi Sigurðar Hafsteinssonar, byggingartæknifræðings, f.h. lóðarhafa. Í breytingunni felst að byggingarreitur stækkar sem samsvarar núverandi reit samþykktrar bílageymslu og verður 9.5m x 22m að stærð. Hámarksgrunnflötur húss m. bílageymslu var 250m2, verður 185m2. Heildarstærð húss var 400m2, verður 350m2. Hámarksgrunnflötur hesthúss var 80m2, verður 68m2 og byggingarreitur er óbreyttur. Gólkóti hesthúss lækkar um 0,4m og nýting verður í risi. Nýtingahlutfall lóðar lækkar úr 0,44 niður í 0.38 s.br. teikningum dags. 23. september 2012 í mkv. 1:500 og 1:2000.

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna erindið fyrir lóðahöfum Frostaþings 1, 2, 2a, Dalaþings 2, 4, 5.

14.1210195 - Örvasalir 16 - breytt deiliskipulag

Lagt fram erindi Jóhanns Sigurðssonar, arkitekts, um deiliskipulagsbreytingu f.h. lóðarhafa. Í breytingunni felst hækkun á hluta byggingarreits við útvegg um 70cm til austurs og 50cm til vesturs. Einnig er sótt um að gerð verði breyting á byggingarreit til suðurs þannig að hann rúmi tröppur frá verönd niður í garð s.br. uppdrætti dags. 17. september 2012 í mkv. 1:100 og 1:200.

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna erindið fyrir lóðahöfum Örvasala 9, 11, 14 og 18.

15.1210207 - Hlíðarvegur 62a - breytt deiliskipulag

Lagt fram erindi Hugo Rasmus, lóðarhafa, þar sem hann óskar eftir að akvegur verði lagður að húsi hans.

Frestað.

16.1210213 - Helgubraut 10 - breytt deiliskipulag

Lagt fram erindi Sigurðar Hafsteinssonar, byggingatæknifræðings, f.h. lóðarhafa. Sótt er að byggja 16,5 m2 sólskóla við suðurhlið hússins s.br. uppdráttum dags. 17. september 2012 í mkv. 1:100.

Með vísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samþykkir skipulagsnefnd að kynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Helgubrautar 8.

17.1210227 - Þorrasalir 29 - mótmæli

Lagt fram erindi lóðarhafa Þorrasala 2, 4, 6, 10, 23, 35 og 37 varðandi samþykkt deiliskipulag fyrir Þorrasalir 29. Óskað er eftir skriflegum rökstuðningu skipulags- og byggingaryfirvalda í Kópavogi vegna fyrirhugaðra byggingarframkvæmda á lóð nr. 29 við Þorrasali.

Frestað.

18.1210236 - Stofnun þjóðlendu í lögsögu Kópavogs.

Lagt fram bréf frá forsætisráðuneytinu dags. 5. október 2012 varðandi umsókn um stofnun þjóðlendu á afrétti Seltjarnarneshrepps hins forna, nú Kópavogsbæjar, Reykjavíkur og Seltjarnarneskaupstaðar.

Frestað. Skipulagsnefnd óskar umsagnar bæjarlögmanns.

19.1210270 - Austurkór 141 - breytt deiliskipulag

Lagt fram erindi Erlends Birgissonar, verkfræðings, f.h. lóðarhafa. Sótt er um að nýta óuppfyllt rými á neðri hæð sem herbergi og setja glugga á útvegg s.br. uppdráttum dags. í sept. 2012 í mkv. 1:100.

Með vísan í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga er það mat skiplagsnefndar að breytingin hafi ekki grenndaráhrif og samþykkir því tillöguna. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar til staðfestingar.

20.1210287 - Austurkór 2, 63-77 - breytt deiliskipulag

Lagt fram erindi Kristins Ragnarssonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa Austurkórs 63-77 um breytt deiliskipulag. Í breytingunni felst fjölgun íbúða úr 28-41, byggingarreitir breytast ásamt hæðum húsa og fyrirkomulagi bílastæða. Uppdrættir í mkv. 1:2000 ásamt skýringarmyndum og greinargerð dags. í október 2012.

Með vísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samþykkir skipulagsnefnd að kynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Austurkórs 4, 6, 8, 10, 55, 57, 59, 61 og 79 ásamt Auðnukór 1.

21.1210289 - Vallakór 2 - breytt deiliskipulag

Lagt fram erindi Kristins Ragnarssonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa. Í gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir 4-6 hæaða íbúðarbyggingu auk kjallara og bílageymslu með 46 íbúðum auk einnar hæðar verslunarbyggingu á suðvesturhluta lóðarinnar. Sótt er um að í stað hennar komi 4 hæða íbúðabygging með 12 íbúðum auk kjallara, heildaríbúðafjöldi verður þá 58, s.br. uppdrætti dags. 5.6.2012 í mkv. 1:1000 og 1:2000.

Frestað. Skipulagsnefnd beinir þeim tilmælum til lóðarhafa að umrædd við bygging verði lækkuð um tvær hæðir miðað við framlagða tillögu og að fjölgun íbúða á reitnum verði því 6 í stað 12.

22.1210263 - Þorrasalir 17 - breytt deiliskipulag

Lagt fram erindi Mannverks ehf. dags. 12.10.2012 þar sem óskað er eftir breytingu á samþykktu deiliskipulagi. Í breytingunni felst að íbúðum er fjölgað úr 20 í 26, hámarksgrunnflötur stækkar úr 1400 m2 í 1511 m2, hámarks flatarmál húss hækkar úr 2700 í 3734. Bílastæði á lóð verða 29, fjölgun um 7 stæði. Húsið fer út fyrir byggingarreit á norðaustur horni þess og svalir fara lítillega út fyrir reitinn á vestur-, suður- og norðurhlið þess s.br. uppdráttum dags. í okt. 2012 í mkv. 1:200.

Með vísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samþykkir skipulagsnefnd að kynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Þrymsala 1, 2, 3, Þorrasala 13, 15.

23.1203211 - Vatnsendahvarf, Tóna- og Turnahvarf, breytt deiliskipulag.

Lagðar fram hugmyndir skipulags- og byggingadeildar að deiliskipulagi íbúðarbyggðar við Tóna- og Turnahvarf.Kynningargögn dags. 16. október 2012.

Lagt fram og kynnt.

24.905148 - Ástún 6, breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga Stefáns Hallssonar byggingartæknifræðings að breyttu deiliskipulagi við Ástún 6. Í breytingunni felst að fyrirhuguðum byggingarreit er breytt og hann aðlagaður aðliggjandi byggingum, fyrirhuguð bílgeymsla er felld út, fjöldi íbúða breytist úr 12 í 14, aðkomu er breytt og fyrirkomulagi bílastæða á lóð. Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa ofangreinda breytingu á deiliskipulagi við Ástún 6. Athugasemdir bárust frá Jóhanni Ísak Péturssyni og Þóru Sæunni Úlfarsdóttur; Tómasi Birni Ólafssyni, Daltúni 13.

Frestað.

25.1202610 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024

Lögð fram drög dags. 16. október 2012 að nýju Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024; umhverfismati aðalskipulagsins; staðardagskrá 21; hverfaskipulagi fyrir Kársnes, Digranes, Smára, Fífuhvamm og Vatnsenda. Ennfremur lagðir fram minnispunktar frá kynningar- og samráðsfundum með hverfaráðum sem haldnir voru 4. 8. 9. 11 og 15. október 2012.

Skipulagsnefnd óskar heimildar bæjarstjórnar til að boða til borgarafundar þar sem ofangreind drög að greinargerð og þéttbýlisuppdrætti aðalskipulagsins verða kynnt og rædd.

Fundi slitið - kl. 18:30.