1209007F - Skipulagsnefnd, 13. september 1216. fundur
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
1205200 - Vatnsendablettur 4, Fagrabrekka - Ný íbúðarlóð.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu ásamt ofangreindri umsögn að því gefnu að aðkoma sé tryggð og frárennslismál séu í lagi. Vísað til bæjarstjórnar og bæjarráðs til staðfestingar.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar, sbr. lið 2 í fundargerð frá 18. september og vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
1204242 - Engjaþing 1, 3 og 5. Breytt deiliskipulag.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu ásamt umsögn skipulags- og byggingadeildar. Vísað til bæjarstjórnar og bæjarráðs til staðfestingar.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar, sbr. lið 3 í fundargerð frá 18. september og vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bókun Ármanns Kr. Ólafssonar:
"Teldi eðlilegt að málið yrði afgreitt í bæjarráði þar sem allir fulltrúar voru því fylgjandi í skipulagsnefnd og hraða með því afgreiðslu málsins."
Bókun Ómars Stefánssonar :
"Ég minni á fyrri bókanir varðandi skipulagsmál og afgreiðslu þeirra."
1208332 - Þríhnúkagígur - aðgengi, aðkoma og þjónustubygging.
Lagt fram að nýju erindi Skipulagsstofnunar dags. 3. ágúst 2012 og skýrslu um mat á umhverfisáhrifum fyrirhugaðra framkvæmda við Þríhnúkagíg - aðgengi, aðkomu og þjónustubyggingu, ásamt minnisblaði skipulags- og byggingardeildar dags. 18. september 2012 varðandi skýrsluna. Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar, sbr. lið 4 í fundargerð frá 18. september og vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
1111541 - Kópavogsbraut 98, umsókn um byggingarleyfi.
Lóðarhafar Kópavogsbrautar 96 óska eftir frekari rökstuðningi frá skipulagsdeild vegna umsagnar dags. 19. júlí 2012. Lagt fram að nýju ásamt ítarlegri rökstuðningi dags. 18. september 2012. Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar, sbr. lið 7 í fundargerð frá 18. september og vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bókun Ármanns Kr. Ólafssonar:
"Teldi eðlilegt að málið yrði afgreitt í bæjarráði þar sem allir fulltrúar voru því fylgjandi í skipulagsnefnd og hraða með því afgreiðslu málsins."
1103073 - Kársneshöfn. Athafnasvæði. Breytt deiliskipulag.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu og umsögn skipulags- og byggingardeildar, dags. 7. september. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar, sbr. lið 12 í fundargerð frá 18. september og vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
1011193 - Kópavogstún - Kópavogsgerði. Breytt deiliskipulag.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem umrædd breyting hefur að mati nefndarinnar ekki grenndaráhrif.Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar til staðfestingar.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar, sbr. lið 14 í fundargerð frá 18. september og vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bókun Ármanns Kr. Ólafssonar:
"Teldi eðlilegt að málið yrði afgreitt í bæjarráði þar sem allir fulltrúar voru því fylgjandi í skipulagsnefnd og hraða með því afgreiðslu málsins."
1209154 - Almannakór 5, umsókn um byggingarleyfi.
Með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er að mat skipulagsnefndar að umrædd breyting hafi ekki grenndaráhrif og samþykkir því erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar, sbr. lið 15 í fundargerð frá 18. september og vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bókun Ármanns Kr. Ólafssonar:
"Teldi eðlilegt að málið yrði afgreitt í bæjarráði þar sem allir fulltrúar voru því fylgjandi í skipulagsnefnd og hraða með því afgreiðslu málsins."
Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna erindið fyrir lóðahöfum Frostaþings 1, 2, 2a, Dalaþings 2, 4, 5.