Lagt fram erindi Kristins Ragnarssonar, arkitekts, dags. 14.3.2014, f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi Kópavogsgerðis 5-7. Í breytingunni felst að íbúðum er fjölgað um fjórar í kjallara hússins, eða úr 18 í 22, bílastæðum fjölgar úr 36 í 44, þar af 20 í bílageymslu. Byggingarreitur bílageymslu er breikkaður úr 17,5 metrum í 19,5 metra og færður til norðurs um 0,5 metra. Byggingarreit fyrir geymslur, hjól og vagna er komið fyrir í framhaldi af austurenda bílageymslu og rampur felldur út. Innkeyrsla í bílageymslu er flutt frá suðri og verður þess í stað milli Kópavogsgerðis 1-3 og 5-7. Staðsetning byggingarreits færist 3m til suðurs og 3m til austurs. Auk þess stækkar byggingarreitur um 2,5 x 5,6m vegna anddyris á fyrstu hæð og um 3 x 6 metra til vestur og 3 x 6 metra til austur og 1 meter til norðurs á fjórðu hæð. Svalir fara út fyrir byggingarreit til suðurs um 3 metra á allri húshliðinni. Til austurs stækkar byggingarreitur um x metra. Heildarbyggingarmagn eykst um 320m2 og verður 3900m2 eftir breytingu. Lóðarmörk breytast. Nýtingarhlutfall verður í samræmi við gildandi skipulag sbr. uppdráttum dags. 18.3.2014.
Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna tillöguna fyrir lóðarhöfum við Melahvarf 1, 2, 4, 5, 6, 7 og 8 ásamt Grundarhvarf 6, 8 og 10.