Skipulagsnefnd

1253. fundur 09. febrúar 2015 kl. 16:30 í Fannborg 2, 1. hæð, stærra fundarherbergi
Fundinn sátu:
  • Sverrir Óskarsson aðalfulltrúi
  • Anna María Bjarnadóttir aðalfulltrúi
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
  • Sigríður Kristjánsdóttir aðalfulltrúi
  • Kristinn D Gissurarson aðalfulltrúi
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir aðalfulltrúi
  • Ása Richardsdóttir aðalfulltrúi
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
  • Smári Magnús Smárason starfsmaður nefndar
  • Þóra Jóhannesdóttir Kjarval starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Þóra Kjarval arkitekt
Dagskrá

1.1502164 - Kópavogstún. Heilsugarður.

Kristján Sigurgeirsson kynnir lokaverkefni sitt "Heilsugarður fyrir almenning á Kópavogstúni".
Skipulagsnefnd þakkaði Kristjáni Sigurgeirssyni fyrir kynninguna.

2.1502158 - Fossvogsdalur. Skipulag.

Lögð fram drög að skipulagslýsingu fyrir deiliskipulag Fossvogsdals dags. 3.2.2015 sem unnin er sem samstarfsverkefni Kópavogs og Reykjavíkur.
Skipulagsnefnd þakkaði Yngva Þór Loftssyni frá Landmótun fyrir kynningu á drögum að skipulagslýsingu.

Frestað.

3.1502159 - Kópavogsdalur. Skipulag.

Farið yfir skipulag Kópavogsdals og lagðar fram hugmyndir um að unnið verði heildarskipulag fyrir dalinn.
Skipulagsnefnd samþykkti að skipulags- og byggingardeild hefji vinnu við heildarskipulagningu svæðisins.

4.1502167 - Rjúpnahæð, opin svæði og stígar.

Lögð fram og kynnt drög að stígakerfi og staðsetningu leiksvæða í Rjúpnahæð dags. 16.1.2015.
Lagt fram og kynnt.

5.1411143 - Auðbrekka þróunarsvæði

Lögð fram samantekt frá íbúafundi sem haldinn var 29. janúar 2015.
Kynnt.

6.1410481 - Engihjalli - Þróunarverkefni

Greint frá stöðu mála.
Kynnt.

7.1410501 - Fjárhagsáætlun Kópavogs 2015

Stefán Loftur Stefánsson, deildarstjóri framkvæmdardeildar Umhverfissviðs, kynnir fjárhagsáætlun Umhverfissviðs 2015.
Lagt fram og kynnt.

Fundi slitið.