Á fundi skipulagsnefndar 21. september 2010 var lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 17. september 2010 varðandi nr. 53 við Álfhólsveg. Erindi varðar leyfi til að byggja viðbyggingu norðan við húsið á tveimur hæðum alls um 197 m² með grunnfleti um 150 m².
Meðfylgjandi: Skýringaruppdráttur dags. 10. sept.´10 í mkv. 1:100.
Skipulagsnefnd samþykkir að senda erindið í kynningu skv. 7. mgr. 43. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 til lóðarhafa Álfhólsvegi 34, 36, 38, 40, 42, 47, 49, 51. Löngubrekku 11, 13, 15, 15a, 17, 19, 21.
Enda liggi fyrir samþykki lóðarhafa Álfhólsvegi 51 og Löngubrekku 15 og 15a.
Kynning fór fram 30. september til 1. nóvember 2010. Athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 16. nóvember 2010 var erindið lagt fram á ný ásamt athugasemdum.
Frestað. Skipulagsnefnd felur Skipulags- og umhverfissviði að taka saman umsögn um innsendar athugasemdir.
Á fundi skipulagsnefndar 13. desember 2010 er erindið lagt fram að nýju ásamt drögum að umsögn dags. 13. desember 2010 og bréfi lögmanns fh. lóðarhafa dags. 10. desember 2010.
Frestað.
Á fundi skipulagsnefndar er erindið lagt fram að nýju ásamt umsögn dags. 18. janúar 2011.