Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga Skipulags- og byggingardeildar að breyttu deiliskipulagi fyrir Austurkór 88 (100), 90 (102) og 92 (104). Í breytingunni felst m.a. að komið er fyrir stakstæðum bílageymslum í norðurhluta lóðanna. Lögun, stærð og hæðarlega lóða breytist sem og hæðarlega húsagötu innan lóða. Fyrirkomulag bílastæða og hæð byggingarreita breytist. Tillagan var kynnt á grundvelli 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðahöfum Austurkórs nr. 86, 88, 90, 92, 149-157, 161, 163 og 165. Athugasemdir og ábendingar bárust frá Einari Ólafssyni f.h. Eignarhaldsfélagsins Akralind ehf. sbr. bréf dags. 29. ágúst 2011.
Þá lagðir fram minnispunktar frá samráðsfundi sem haldinn var á Skipulags- og byggingardeild 14. september 2011 með lóðahöfum Austurkórs 163 og 165.
Enn fremur lagt fram erindi Einars Ólafssonar fh. Eignarhaldsfélags Akralindar ehf. dags. 14. september 2011.
Með tilvísan í lið 4 á fundi skipulagsnefndar þann 23. ágúst 2011 og lið 4 á fundi nefndarinnar 19. júlí 2011,mál 1103082 Austurkór 92, breytt deiliskipulag er lagður fram rökstuðningur skipulagsnefndar dags. 20. september 2011.
Samþykkt.
Vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.