Skipulagsnefnd

1211. fundur 19. júní 2012 kl. 16:30 - 18:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Birgir Hlynur Sigurðsson sviðsstjóri
  • Smári Magnús Smárason skipulagsstjóri
  • Guðmundur Örn Jónsson aðalfulltrúi
  • Vilhjálmur Einarsson aðalfulltrúi
  • Kristinn D Gissurarson aðalfulltrúi
  • Tryggvi Magnús Þórðarson varafulltrúi
  • Sigríður Kristjánsdóttir varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Þóra Kjarval Arkitekt
Dagskrá

1.1205015 - Bæjarstjórn - 1059. Fundur frá 22. maí 2012.

1205009F - Skipulagsnefnd 1209. fundur frá 16. maí 2012.
Forseti óskaði eftir heimild fundarins til að gefa skipulagsstjóra orðið og var það samþykkt.
Hlé var gert á fundi kl. 17.52. Fundi var fram haldið kl. 17.53.
Til máls tók Birgir Sigurðsson, skipulagsstjóri, og gerði hann grein fyrir málum sem þarfnast staðfestingar bæjarstjórnar. Þá tóku til máls Ólafur Þór Gunnarsson um lið 5.
Hlé var gert á kl. 18.03. Fundi var fram haldið kl. 18.05.
Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.

1112145 - Arakór 9, breytt deiliskipulag
Samþykkt með tilvísan í nýja tillögu ABS teiknistofu og ofangreinda umsögn Skipulags- og byggingardeildar. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar einróma og samþykkir erindið.

1204082 - Hólmaþing 16, breytt deiliskipulag
Skipulagsnefnd samþykkir tillögu skipulagsstjóra að afmörkun lóðarinnar nr. 16 við Hólmaþing til austurs. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar samhljóða og samþykkir erindið með fyrirvara um greiðslu lóðagjalda í samræmi við stækkun lóðarinnar. Einn bæjarfulltrúi sat hjá.

1204083 - Kleifakór 1, framkvæmdir án leyfis.
Hafnað. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar einróma og hafnar erindinu.

1102314 - Holtsgöng. Nýr Landspítali. Lýsing. Breyting á aðalskipulagi.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við framlagða lýsingu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar einróma og samþykkir erindið.

 

2.1206016 - Bæjarstjórn - 1060. Fundur frá 12.júní 2012.

1206002F - Skipulagsnefnd. Fundur frá 6. júní 2012.
Forseti óskaði eftir heimild fundarins til að veita Birgi Sigurðssyni, skipulagsstjóra, orðið og var það samþykkt einróma. Birgir Sigurðsson tók til máls og gerði grein fyrir þeim málum sem þurfa staðfestingu bæjarstjórnar.
Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.

1204151 - Hófgerði 10, umsókn um byggingarleyfi.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið og vísar því til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir erindið einróma.

1103073 - Kársneshöfn. Athafnasvæði. Breytt deiliskipulag.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir heimild til að auglýsa framlagða tillögu í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt með níu samhljóða atkvæðum en tveir bæjarfulltrúar sátu hjá.

3.1203154 - Álmakór 7 og 9. Breytt deiliskipulag.

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga Ríkharðs Oddssonar, byggingatæknifræðings f.h. lóðarhafa dags. 26. janúar 2012 þar sem óskað er eftir að breyta deiliskipulagi á lóðunum nr. 7 og 9 við Álmakór. Í breytingunni felst að á lóðinni verði byggð parhús á einni hæð í stað einbýlishúss á tveimur hæðum, byggingarreitir stækka, nýtingarhlutfall sem og hámarks byggingarmagn breytist. Uppdrættir í mkv. 1:200 dags. 26. janúar 2012.
Á fundi skipulagsnefndar 21. mars 2012 var samþykkt með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Álmakórs 1, 2. 3. 4, 5, 6, 8, 10, 11, 13 og 17. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.

Samþykkt.

Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

4.1204229 - Aflakór 1-3, breytt deiliskipulag

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga Guðrúnar Fanneyjar Sigurðardóttur, arkitekts f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi við Aflakór 1-3. Í breytingunni felst að hluti útveggja fer 30 sm upp yfir hámarkshæð skv. skipulagsskilmálum lóðarinnar. Uppdrættir í mkv. 1:100 dags. 12. apríl 2012.
Skipulagsnefnd samþykkti á fundi 26.4.2012 með tilvísan í gr. 43. skipulagslaga nr. 123/2012 að kynna erindið fyrir lóðarhöfum við Aflakór 2, 4 Akrakór 2, 4 og 6. Lögð eru fram kynningargögn með áritun ofangreindra lóðarhafa, þar sem ekki eru gerðar athugasemdir við fyrirhugaða framkvæmd að Aflakór 1-3.

Samþykkt.

Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

5.1205195 - Þorrasalir 29, einbýli á einni hæð.

Lögð er fram að lokinni kynningu tillaga ES teiknistofu f.h. lóðarhafa að Þorrasölum 29. Á fundi skipulagsnefndar 16.5.2012 var samþykkt með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Þorrasala 27, 31, Þrúðsala 10, 12 og 14. Þá lögð fram kynningargögn með áritun ofangreindra lóðarhafa, þar sem ekki eru gerðar athugasemdir við fyrirhugaða framkvæmd.

Samþykkt.

Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

6.1111598 - Dalaþing 25, umsókn um byggingarleyfi.

Lögð fram tillaga Jóhanns Freys Jóhannssonar dags. 18.5.2012. um breytingu á deiliskipulagi fyrir Dalaþing 25. Sótt er um að fá að hækka hluta af norður og vesturhlið hússins sbr. uppdráttum í mkv. 1:500, 1:200 og 1:100 dags. 10.5.2012.

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2012 að kynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Dalaþings 15, 17, 19, 21, 23 og 27.

7.1205206 - Hafraþing 5 - Breytt deiliskipulag

Lagt er fram erindi Gunnlaugs Jónssonar, arkitekts, dags. 9.5.2012 f.h. lóðarhafa Hafraþings 5 um breytingu á deiliskiplagi. Þar verði leyft að hafa tvær íbúðir í stað einnar, eins og gert er ráð fyrir í núgildandi skipulagi. Lagt fram skriflegt samþykki eftirtalinna lóðarhafa fyrir breytingunni.
Hafraþing 7: Ásmundur Helgason og Sigurborg S Guðmundsdóttir.
Hafraþing 10: Rut Gunnarsdóttir og Stefán Rúnar Dagsson.
Hafraþing 12: Sigurður Örn Hallgrímsson og María Ósk Birgisdóttir.

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2012 að kynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Hafraþings 1, 3, 7, 9, 11, 2, 4, 6, 8, 10 og 12.

8.1205486 - Hálsaþing 9-11. Breyting á deiliskipulagi

Lögð er fram tillaga Ríkharðs Oddssonar, byggingafræðings, dags. 23.5.2012 f.h. lóðarhafa að Hálsaþingi 9-11. Í tillögunni felst breikkun á svölum um 42 cm á austurhlið bygginga og að útistigi á norður- og suðurhlið bygginga færist um 50 cm út fyrir byggingareit sbr. uppdrætti dags. 15.2.2012 í mkv. 1:100.

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2012 að kynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Hálsaþings 7, 13, 10, 12, Hafraþings 8, 10 og 12.

9.1206283 - Hólmaþing 5a - Breyting á lóðamörkum.

Lagt fram erindi lóðarhafa Hólmaþings 5a um að fá staðfest ný lóðamörk milli lóðanna Hómaþings 5 og 5a samkvæmt mælingum gerðum 1. júní s.l. Sjá fylgigögn og meðfylgjandi uppdrætti í mkv. 1:500.

Með tilvísan í 3. mgr. 44. skipulagslaga nr. 123/2012 er það mat skipulagsnefndar að umrædd breyting hafi ekki grenndaráhrif og samþykkir því erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

10.1206194 - Austurkór 94, umsókn um byggingarleyfi.

Frá byggingarfulltrúa.
Lögð fram tillaga Kristins Ragnarssonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa að staðsetningu bílgeymslu austanvert á lóðinni nr. 94 við Austurkór og gönguramp frá bílastæði að aðalinngangi. Uppdrætti í mkv. 1:200 og 1:500 dags. 5.6.2012.

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2012 að kynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Austurkórs 92, 96, 151 og 165.

11.1203202 - Kópavogsbakki 2, breytt deiliskipulag

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Sigurðar Halldórssonar arkitekts dags. 15. mars 2012 f.h. lóðarhafa að Kópavogsbakka 2. Í erindinu felst að nýta rými undir húsinu sem íveruherbergi sbr. uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:100 dags. í mars 2012. Á fundi skipulagsnefndar 21. mars 2012 var samþykkt á grundvelli 43. gr. skipulagslaga að kynna erindið fyrir lóðarhöfum Kópavogsbakka 1, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 10, 11, 13, og 15. Guðmundur Örn sat hjá. Kynningu lauk 14.5.2012. Athugasemdir bárust frá eftirtöldum dags. 2. maí 2012, móttekið 14. maí 2012: Björg Gísladóttir og Páll Kristjánsson, Kópavogsbakki 1. Ásdís Ólafsdóttir og Sverrir Matthíasson, Kópavogsbakki 3. Magnús Valur Jóhannsson og Bjarnveig Ingvarsdóttir, Kópavogsbakki 5. Ólöf Þorvaldsdóttir, Kópavogsbakki 7. Katrín Gísladóttir og Björn Ingi Sveinsson, Kópavogsbakki 8. Halldóra Teitsdóttir, Jónas Haraldsson, Kópavogsbakki 9. Albert Þór Jónsson og Elín Þórðardóttir, Kópavogsbakki 10. Gunnar Freyr Sveinsson, Kópavogsbakki 11. Ragna Hafsteinsdóttir og Árni Þorsteinsson, Kópavogsbakki 13. Guðmundur Jóhann Jónsson og Þórhildur Hrönn Ingólfsdóttir, Kópavogsbakki 15. Athugasemd barst frá lóðarhöfum Kópavogsbakka 6, bréf dagsett 13. maí 2012 og móttekið 14. maí 2012, Flosi Eiríksson og Nína Björk Sigurðardóttir.

Afgreiðslu frestað.

Skipulagsnefnd óskar eftir umsögn Skipulags- og byggingardeildar um framkomnar athugasemdir og ábendingar.

12.1111541 - Kópavogsbraut 98, umsókn um byggingarleyfi.

Frá byggingarfulltrúa:
Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga Hildar Bjarnadóttur, arkitekts fh. lóðarhafa þar sem óskað er heimildar til að byggja góðurhús annað úr gleri og hitt úr plasti að Kópavogsbraut 98. Uppdrættir í mkv. 1:1000 og 1:100 dags. 15. nóvember 2011. Á fundi skipulagsnefndar 26.4.2012 var samþykkt með tilvísan í gr. 44. skipulagslaga nr. 123/2012 að kynna erindið fyrir lóðarhöfum Kópavogsbraut 96 og 100. Lögð fram athugasemd frá Maríu Sveinsdóttur og Sveini Sæmundssyni Kópavogsbraut 96 dags. 5.6.2012.

Afgreiðslu frestað.

Skipulagsnefnd óskar eftir umsögn Skipulags- og byggingardeildar um framkomnar athugasemdir og ábendingar.

13.1204110 - Baugakór 36, breytt deiliskipulag

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi umhverfissviðs dags. 24. apríl 2012 um færanlegar kennslustofur á lóð leikskólans við Baugakór 36. Sótt er um að staðsetja tvær færanlegar kennslustofur í norðvesturhluta leikskólalóðarinnar. Um er að ræða tvær 60 m2 kennslustofur úr timbri, 6,7 x 12,7 metrar að stærð og eiga þær að vera staðsettar innan reits sem er 25,4 x 14,7 metrar að stærð. Lóðmörk breytast.
Stærð lóðar fyrir breytingu: 6.722 fm. Stærð lóðar eftir breytingu: 7.542 fm. Lóðarstækkunin á sér stað í norð- vesturhluta lóðarinnar. Á fundi skipulagsnefndar þann 26. apríl 2012 var samþykkt með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að senda framlagða tillögu að færanlegum kennslustofum í grenndarkynningu til lóðarhafa við Baugakór 34, Drekakórs 2, 4 og 6, Dofrakórs 1 og 2 og Desjakórs 1 og 2. lóðarhafa við Baugakór 34, Drekakórs 2, 4 og 6, Dofrakórs 1 og 2 og Desjakórs 1 og 2. Kynningartíma lauk 12. júní 2012. Athugasemd barst frá Ingólfi Jónssyni lóðarhafa Desjakórs 2. sbr. tölvupósti dags. 8.júní 2012; frá Sædísi Magnúsdóttur, lóðarhafa Baugakórs 5, sbr. erindi úr Íbúagátt, ódagsett.

Afgreiðslu frestað.

Skipulagsnefnd óskar eftir umsögn Skipulags- og byggingardeildar um framkomnar athugasemdir og ábendingar.

14.1203160 - Digranesvegur 8, breytt nýting húsnæðis

Frá byggingarfulltrúa.
Lagt fram erindi Hallgríms Smára Jónssonar með leyfi lóðarhafa eignarhaldsfélagsins Okkar efh. um heimild til að veita Bílaleigu Kópavogs ehf. heimild til að hefja rekstur bílaleigu í bílageymslu á lóðinni að Digranesvegi 8. Í fullum rekstri er gert ráð fyrir 8 útleigubílum og er starfsemin hluti að núverandi bón og þrifstöð. Einnig lögð fram fyrirspurn Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis til byggingarfulltrúans í Kópavogs dags. 8. febrúar 2012 þar sem óskað er umsagnar hvort leyfisveiting til umrædds rekstrar sé í samræmi við forsendur við nýtingu húsnæðis. Skipulagsnefnd samþykkti á fundi 21.3.2012 með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga að kynna umrætt erindi fyrir lóðarhöfum Digranesvegar 8, 10, 12, Vogatungu 22, 24 og 26. Að lokinni kynningu barst ein athugasemd frá Önnu Einarsdóttur og Helga Baldurssyni, eigendum Vogatungu 22 dags. 5.5.2012, mótt. 10.5.2012.

Afgreiðslu frestað.

Skipulagsnefnd óskar eftir umsögn Skipulags- og byggingardeildar um framkomnar athugasemdir og ábendingar.

15.1205200 - Vatnsendablettur 4, Fagrabrekka - Ný íbúðarlóð

Lagt er fram að nýju erindi Auðbjargar Bergsveinsdóttur og Jóns B. Þorbjörnssonar, Fögrubrekku, Vatnsendabletti 4 dags. 8. maí 2012 varðandi heimild skipulagsnefndar til að breyta deiliskipulagi lóðarinnar. Í breytingunni felst að gerð er ný íbúðarlóð austan við núverandi byggingu fyrir einbýlishús á stað þar sem ráðgerður er bílskúr skv. gildandi deiliskipulagi frá 14. júlí 2005. Málinu var frestað á fundi skipulagsnefndar 16.5.2012.

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2012 að auglýsa framlagða tillögu.

Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

16.701177 - Vatnsendablettir 730-739, breytt deiliskipulag

Lögð er fram tillaga Baldurs Ó. Svavarssonar, arkitekts, um breytingu á deiliskipulagi Vatnsendabletts 730-739 dags. 11.6.2012 í mkv. 1:1000 og 1:200. Lagt er til að byggja 10 parhús á tvemur hæðum (alls 20 íbúðir) í stað 10 einbýlishúsa á tveimur hæðum eins og gildandi skipulag segir til um.

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2012 að auglýsa framlagða tillögu.

Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

17.1206312 - Vallakór 2 - Stækkun byggingareitar

Lagt fram erindi Kristins Ragnarssonar, arkitekts, dags. 1.6.2012 f.h. lóðarhafa að Vallakór 2 um stækkun byggingarreits inn á lóð úr 15m í 18m. Að öðru leyti eru skilmálar óbreyttir.

Með tilvísan í 3. mgr. 44. skipulagslaga nr. 123/2012 er það mat skipulagsnefndar að umrædd breyting hafi ekki grenndaráhrif og samþykkir því erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

18.1106527 - Breiðahvarf, Ennishvarf og Brekkuhvarf. Lóðamörk og framkvæmdir við opið svæði.

Lögð fram tillaga skipulags og byggingardeildar að breyttum lóðarmörkum Breiðahvarfs og Ennishvarfs að opnu svæði í mkv. 1:500 dags. í júní 2012.

Skipulagsnefnd samþykkir að framlögð tillaga verði kynnt í samræmi við 43. gr. skipulagslaga.

19.1104204 - Jórsalir 2, breytt deiliskipulag

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga Kristins Ragnarssonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa Jórsala 2 þar sem óskað er heimildar skipulagsnefndar til að setja skyggni yfir bílastæði við húsið sbr. uppdrætti Krark dags. 15. apríl 2011. Kynningartíma laug fimmtudaginn 13.11.2011.
Athugasemdir og ábendingar bárust frá Óskari H. Valtýssyni og G. Rannveigu Jónsdóttur Jórsölum 18, sbr. bréf 5. október 2011 og Önnu Maríu Guðmundsdóttur og Þór Oddssyni, Jórsölum 12 sbr. bréf dags. 19. september 2011. Lagðar fram myndir sem sýna fyrirhugaða breytingu. Greint frá samráðsfundum 9. og 12. desember 2011. Enn fremur lögð fram greinargerð skipulags- og byggingardeildar dags. 14. desember 2011 þar sem fram koma m.a. athugasemdir og ábendingar ásamt umsögn og fylgiskjölum.
Á fundi skipulagsnefndar 17.1.2012 var afgreiðslu málsins frestað.
Lagt fram að nýju ásamt ofangreindum athugasemdum, umsögn skipulags- og byggingadeildar og breyttri tillögu að útfærslu skyggnis. Í breytingunni felst að þak skyggnis hefur verið lækkað sbr. meðfylgjandi uppdrátt dags. í maí 2012.

Frestað. Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að kynna endurbætta tillögu fyrir lóðarhöfum Jórsala 12 og 18 fyrir næsta fund skipulagsnefndar.

20.1206342 - Hlíðarsmári 4 - breytt nýting húsnæðis

Lögð fram umsókn Spangar ehf. um breytta notkun á húsnæði við Hlíðarsmára 4. Lagðar eru fram fimm tillögur að notkun, sjá fylgigögn. Einnig lagðar fram ljósmyndir af byggingunni.

Frestað. Skipulagsnefnd bendir á að umrædd bygging að Hlíðarsmára 4 er á svæði sem skilgreint er í gildandi aðalskipulagi sem verslunar- og þjónustusvæði. Í gildandi skipulagsreglugerð nr. 400/1998 m.s.b. segir m.a. að á svæðum sem þannig eru skilgreind skal fyrst og fremst gera ráð fyrir verslunum og þjónustustarfsemi sem þjónar viðkomandi hverfi. Þar sem aðstæður leyfa má gera ráð fyrir íbúðum sérstaklega á efri hæðum bygginga. Í drögum að nýrri skipulagsreglugerð eru verslunar- og þjónustusvæði skilgreind á þann hátt að auk verslun og þjónustu má gera ráð fyrir hótelum, gistiheimilum, gistiskálum, veitingahúnum og skemmtistöðum.

21.1204242 - Engjaþing 1, 3 og 5. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga Árna Friðrikssonar dags. 20.4.2012 um breytingu á deiliskipulagi á lóðununum 1-5 við Engjaþing. Lagt er til að fella út fjórbýlishúsið á lóð nr. 5; á lóðunum 1-3 er gerð tillaga að tveimur fjölbýlishúsum með 15 íbúðum á lóð 1 og 12 íbúðum á lóð 3. Uppdrættir í mkv. 1:1000 dags. 19.4.2012.

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2012 að auglýsa framlagða tillögu.

Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

22.1206259 - Asparhvarf 18 - Reiðskóli

Lagt fram erindi Jákvætts ehf. f.h. lóðarhafa Asparhvarfi 18 þar sem óskað er heimildar skipulagsnefndar til að reka reiðskóla á lóðinni sumarmánuðina júní, júlí og ágúst. Lagðar fram ljósmyndir sem sýna aðstöðu á lóð ásamt samþykki lóðarhafa að Asparhvarfi 20, 12, 14, 16, 13 og 15.

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2012 að kynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Asparhvarfs 2, 4, 6, 10, 12, 14, 16, 20 og 22.

23.1206330 - Kópavogstún - Litboltavöllur

Lögð fram umsókn Óskars Björns Óskarssonar f.h. 3C fyrir færanlegan litboltavöll á Kópavogstúni út ágúst 2012. Meðfylgjandi ljósmynd af staðsetningu.

Hafnað.

Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

24.1205198 - Skipulagsgjald

Skipulagsstjóri og fjármálastjóri gera grein fyrir stöðu mála.

25.1205196 - Íbúðir í atvinnuhúsnæði

Á fundi skipulagsnefndar 16.5.2012 var lagt fram yfirlit SHS um óleyfisíbúðir í Kópavogi. Bjarni Kjartansson sviðsstjóri hjá Slökkviliði höbuðborgarsvæðisins mætti á fundinn. Skipulagsnefnd óskaði eftir því að skipulagsstjóri, byggingarfulltrúi og fulltrúi frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins hlutist til um að framlagt yfirlit SHS frá árinu 2008 verði endurmetið fyrir næsta fund nefndarinnar.

Skipulagsstjóri greindi frá stöðu mála. Nefndin felur skipulagsstjóra og lögmanni að vinna áfram að málinu og koma með tillögu að lausn mála.

26.1206417 - Aðalskipulag Mosfellsbæjar 2011-2030

Lagt fram erindi Finns Birgissonar, skipulagsfulltrúa Mosfellsbæjar dags. 22. maí 2012: Aðalskipulag Mosfellsbæjar 2011-2030, tillaga dags. 2. maí 2012 til kynningar skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga.

Skipulagsnefnd bendir á að í framlagðri tillögu að aðalskipulagi Mosfellsbæjar er svæði sem er innan lögsögu Kópavogsbæjar sbr. sveitarfélagsuppdrátt í mkv. 1:50.000 og séruppdrætti í greinargerð tillögunnar. Þar er auðkennt  svæði norðan Sandskeiðs með orðunum skipulagi frestað. Vegna ágreining sem verið hefur um lögsögumörk Kópavogsbæjar, Mosfellsbæjar og Seltjarnarnes í afrétti ofan Lækjarbotna var skipulagi frestað í gildandi aðalskipulagi Kópavogs og í gildandi aðalskipulagi Mosfellsbæjar á umræddu svæði.  Með tilvísan í hæstaréttardóm nr. 685/2008 frá 29. októbert 2009 er ljóst að umrætt svæði er innan landamerkja Elliðahvammskots sem er, samkvæmt dómnum, innan lögsögu Kópavogs. Umrædd framsetning í tillögu að aðalskipulagi Mosfellsbæjar er því ekki í samræmi við ofangreindan dóm hæstaréttar og óskast leiðrétt áður en tillagan er kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga.

Fundi slitið - kl. 18:30.