Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Sigurðar Halldórssonar arkitekts dags. 15. mars 2012 f.h. lóðarhafa að Kópavogsbakka 2. Í erindinu felst að nýta rými undir húsinu sem íveruherbergi sbr. uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:100 dags. í mars 2012. Á fundi skipulagsnefndar 21. mars 2012 var samþykkt á grundvelli 43. gr. skipulagslaga að kynna erindið fyrir lóðarhöfum Kópavogsbakka 1, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 10, 11, 13, og 15. Guðmundur Örn sat hjá. Kynningu lauk 14.5.2012. Athugasemdir bárust frá eftirtöldum dags. 2. maí 2012, móttekið 14. maí 2012: Björg Gísladóttir og Páll Kristjánsson, Kópavogsbakki 1. Ásdís Ólafsdóttir og Sverrir Matthíasson, Kópavogsbakki 3. Magnús Valur Jóhannsson og Bjarnveig Ingvarsdóttir, Kópavogsbakki 5. Ólöf Þorvaldsdóttir, Kópavogsbakki 7. Katrín Gísladóttir og Björn Ingi Sveinsson, Kópavogsbakki 8. Halldóra Teitsdóttir, Jónas Haraldsson, Kópavogsbakki 9. Albert Þór Jónsson og Elín Þórðardóttir, Kópavogsbakki 10. Gunnar Freyr Sveinsson, Kópavogsbakki 11. Ragna Hafsteinsdóttir og Árni Þorsteinsson, Kópavogsbakki 13. Guðmundur Jóhann Jónsson og Þórhildur Hrönn Ingólfsdóttir, Kópavogsbakki 15. Athugasemd barst frá lóðarhöfum Kópavogsbakka 6, bréf dagsett 13. maí 2012 og móttekið 14. maí 2012, Flosi Eiríksson og Nína Björk Sigurðardóttir.
Afgreiðslu frestað.
Skipulagsnefnd óskar eftir umsögn Skipulags- og byggingardeildar um framkomnar athugasemdir og ábendingar.