Skipulagsnefnd

1213. fundur 17. júlí 2012 kl. 16:30 - 18:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Birgir Hlynur Sigurðsson sviðsstjóri
  • Guðný Dóra Gestsdóttir aðalfulltrúi
  • Guðmundur Örn Jónsson aðalfulltrúi
  • Vilhjálmur Einarsson aðalfulltrúi
  • Jóhann Ísberg aðalfulltrúi
  • Kristinn D Gissurarson aðalfulltrúi
  • Einar Ingvarsson aðalfulltrúi
  • Þóra Hrönn Ólafsdóttir varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Þóra Kjarval Arkitekt
Dagskrá

1.1206026 - Bæjarstjórn - 1061

1206009F - Skipulagsnefnd 1211. fundur frá 19. júní
2012.

Til máls tóku Ómar Stefánsson um lið 26 og Ólafur Þór Gunnarsson um liði 26 og 25.
Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.

2.1206030 - Bæjarráð - 2647

1206025F - Skipulagsnefnd 1212. fundur frá 28. júní 2012.

1011193 - Kópavogstún - Kópavogsgerði. Breytt deiliskipulag. Lögð fram í skipulagsnefnd og samþykkt að nýju breytt tillaga dags. 27. júní 2012, þar sem komið er til móts við innsenda athugasemd Valdimars G. Guðmundssonar dags. 31. maí 2012. Einnig lagðar fram innsendar athugasemdir og umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 27. júní 2012.

Bæjarráð frestar afgreiðslu skipulagsnefndar.

1204110 - Baugakór 36, breytt deiliskipulag
Erindi umhverfissviðs dags. 24. apríl 2012 um færanlegar kennslustofur á lóð leikskólans við Baugakór 36. Sótt er um að staðsetja tvær færanlegar kennslustofur í norðvesturhluta leikskólalóðarinnar. Skipulagsnefnd vísar erindinu til bæjarráðs til afgreiðslu.

Bæjarráð samþykkir erindið.

1204080 - Huldubraut 31, umsókn um byggingarleyfi
Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í gr. 44. skipulagslaga nr. 123/2012 að kynna erindið fyrir lóðarhöfum Huldubraut 29 og 33.
Erindið var grenndarkynnt frá 15. maí til 19. júní 2012. Engar athugasemdir bárust.

Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar.

1206519 - Markavegur, breytt deiliskipulag
Lagt fram erindi skipulags- og byggingardeildar dags. 27. júní 2012 er varðar breytt fyrirkomulag hesthúsa við Markaveg 1-9. Í breytingunni felst að hestagerði stækka og bílastæði breytast.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og hafnar erindinu.

3.1206572 - Selbrekka 8, umsókn um byggingarleyfi.

Frá byggingarfulltrúa.
Á fundi skipulagsnefndar 17. júlí 2012 var lögð fram tillaga ARGOS efh arkitektar f.h. lóðarhafa að byggnigu sólstofu sem er 33 m2 að stæðr á tveimurhæðum og að svölum sem eru 14, 8 m2 verði komið fyrir á þaki núverandi íbúðarhúss. Uppdrættir í mkv. 1:100 dags. í október 2011.

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna erindið fyrir lóðarhöfum Selbrekku 6, 10, Álfhólsvegi 85, 87, 89, 91 og 93.

4.1207228 - Digranesvegur 62, umsókn um byggingarleyfi

Frá byggingarfulltrúa.
Á fundi skipulagsnefndar 17. júlí 2012 var lögð fram tillaga VSB verkfræðistofu f.h. lóðarhafa um að byggja bílageymslu á lóðamörkum Digranesvegar 64 sem verður sambyggð fyrihugaðri bílageymslu Digranesvegar 64. Vegna landhalla verðu bílageymslan á tveimur hæðum og er fyrirhugaða að nýta neðri hæð sem geymslu. Heildar byggingarmagn viðbyggingar er áætlað 60 m2. Uppdrættir í mkv. 1:100 dags.18. júní 2012.

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna erindið fyrir lóðarhöfum Digranesvegar 61, 63, 64, Hrauntungu 75, 83 og 91.

5.1206431 - Digranesvegur 64, umsókn um byggingarleyfi.

Frá byggingarfulltrúa.
Á fundi skipulagsnefndar 17. júlí 2012 var lögð fram tillaga VSB verkfræðistofu f.h. lóðarhafa að stofu 35,5 m2 að stærð, byggða úr timbri, ofan á vesturhluta núverandi hús. Einnig sótt um að byggja bílageymslu á lóðamörkum Digranesvegar 62 sem verður sambyggð fyrihugaðri bílageymslu Digranesvegar 62. Vegna landhalla verðu bílageymslan á tveimur hæðum og er fyrirhugaða að nýta neðri hæð sem geymslu.Heildarbyggingarmagn bílageymslu er áætlað um 60 m2 og stofu um 36.5 m2. Uppdrættir í mkv. 1:100 dags.18. júní 2012.

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna erindið fyrir lóðarhöfum Digranesvegar 62, 63, 66, Hrauntungu 75, 83 og 91.

6.1206525 - Kleifakór 1 - breytt deiliskipulag

Á fundi skipulagsnefndar 17. júlí 2012 var lagt fram erindi lóðarhafa Árna Stefánssonar dags. 22. júní 2012 og teikningar frá verkfræðistofunni EFLU dags. 16. maí 2012 þar sem óskað er eftir heimild til að koma fyrir sólpalli / verönd við lóð efri hæðar húss með óupphitaðri geymslu undir palli. Að framlengja bílastæði með stækkun lóðar til austurs um 22 fermetra inn á bæjarland og fjölga bílastæðum um 4 stæði. Einnig að koma fyrir skjólveggjum á lóð og við verönd og setja hringstiga frá austuhluta svala í garð. Sótt er um að koma fyrir heitum potti í suðausturhluta lóðar. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:50 dags. 16. apríl 2012.

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Kleifakór 1a, Hamrakór  7, 9 og 16.

7.1206588 - Reynihvammur 35, umsókn um byggingarleyfi.

Frá byggingarfulltrúa
Á fundi skipulagsnefndar 17. júlí 2012 var lögð fram tillaga Lugi Bartolozzi arkitekts f.h. lóðarhafa dags. 2. júlí 2012 þar sem sótt er um að stækka kajallara og byggja sólskála við vesturhlið íbúðarhússins. Flatarmál viðbyggingar er um 27 fermetrar. Viðbygging kjallara verður í samræmi við ytrabyrði húss og sólskáli verður úr stáli með tvöföldu K-gleri.Teikningar í mkv. 1:1000 og 1:100 dags. 2. júlí 2012.

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna erindið fyrir lóðarhöfum Reynihvamms 33, 34, 37, Hlíðarvegar 48, 50 og 52.

8.1207122 - Álmakór 17 - breytt deiliskipulag

Á fundi skipualgsnefndar 17. júlí 2012 var lagt fram erindi Krisjáns Leifssonar lóðarhafa dags. 9. júlí 2012 þar sem óskað er eftir að breyta deiliskipulagi á lóðinni nr. 17 við Álmakór. Í breytingunni felst að á lóðinni verði byggt parhús á einni hæð í stað einbylishúss á tveimur hæðum, byggingarreitir stækka, nýtingarhlutfall sem og hámarks byggingarmagn breytist. Uppdrættir í mkv. 1:1000 og 1:500 dags. 9. júlí 2012.

Skipulagsnefnda samþykkir með tilvísan í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum að Álmakór 9, 13, 15, 19, 21, Almannakór 9, 11, Arakór 8, 9 og 10.

9.1205197 - Öldusalir 3-5, Stígur

Á fundi skipualgsnefnar 17. júlí 2012 er lögð fram að lokinni kynningu, tillaga Skipulags- og byggingardeildar dags. í maí 2012 þar sem lagt er til að fella út úr deiliskipulagi stíg milli Öldusala 3 og 5.

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna tillöguna fyrir lóðarhöfum við Öldursali og Örvasali.
Kynningu lauk 30. júní 2012. Athugasemdir og ábendingar bárust frá Gísla Snæbjörnssyni og Evu Björk Aðalgreirsdóttur, Örvasölum 2 sbr. bréf dags. 4. júní 2012;Ragnari Baldurssyni og Bergrúnu Svövu Jónsdóttur, Örvasölum 18 sbr. bréf dags. 4. júní 2012; Önnu Maríu Kristjánsdóttur og Ágústi Má Ármann, Öldursölum 3, sbr. bréf dags. 6. júní 2012; Gauki Garðarssyni og Bergdísi Rósantsdóttur, Örvasölum 22, Vilhjálmi Björnssyni og Jónu Bryndísi Gísladóttur, Örvasölum 24, Andra Þór Gestssyni og Sigurborgu Önnu Ólafsdóttur, Örvasölum 26, Einari Sigurðssyni og Þóreyju Haraldsdóttur, Örvasölum 11 sbr. bréf dags. 11. júní 2012.

Hafnað. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

10.1204268 - Hlíðarvegur 14, umsókn um byggingarleyfi.

Frá byggingarfulltrúar:
Á fundi skipulagsnefndar 17. júlí 2012 var lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Helga Þórs Snæbjörnssonar, byggingarfræðings f.h. lóðarhafa dags. 15. mars 2012 þar sem óskað er heimildar til að byggja 29,1 m2 við bílskúr á lóðinni sbr. uppdrætti í mkv. 1:500 og 1:100.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Hlíðarvegi 13, 14, 16 og Reynihvammi 1. Tillagan var kynnt frá 8. júní til 6. júlí 2012. Engar athugasemdir bárust.

Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

11.1111541 - Kópavogsbraut 98, umsókn um byggingarleyfi.

Frá byggingarfulltrúa:
Á fundi skipulagsnefnar 17. júlí 2012 að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga Hildar Bjarnadóttur, arkitekts fh. lóðarhafa þar sem óskað er heimildar til að byggja góðurhús annað úr gleri og hitt úr plasti að Kópavogsbraut 98. Uppdrættir í mkv. 1:1000 og 1:100 dags. 15. nóvember 2011. Á fundi skipulagsnefndar 26.4.2012 var samþykkt með tilvísan í gr. 44. skipulagslaga nr. 123/2012 að kynna erindið fyrir lóðarhöfum Kópavogsbraut 96 og 100. Kynningartíma lauk 18. júní 2012. Athugasemdir og ábendingar bárust frá Maríu Sveinsdóttur og Sveini Sæmundssyni Kópavogsbraut 96 sbr. bréf dags. 5.6.2012.
Lögð fram umsögn Skipulags- og byggingardeildar dags. 27. júní 2012.

Samþykkt. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

12.1104204 - Jórsalir 2, breytt deiliskipulag

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga Kristins Ragnarssonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa Jórsala 2 þar sem óskað er heimildar skipulagsnefndar til að setja skyggni yfir bílastæði við húsið sbr. uppdrætti Krark dags. 15. apríl 2011. Kynningartíma laug fimmtudaginn 13.11.2011.
Athugasemdir og ábendingar bárust frá Óskari H. Valtýssyni og G. Rannveigu Jónsdóttur Jórsölum 18, sbr. bréf 5. október 2011 og Önnu Maríu Guðmundsdóttur og Þór Oddssyni, Jórsölum 12 sbr. bréf dags. 19. september 2011. Lagðar fram myndir sem sýna fyrirhugaða breytingu. Greint frá samráðsfundum 9. og 12. desember 2011. Enn fremur lögð fram greinargerð skipulags- og byggingardeildar dags. 14. desember 2011 þar sem fram koma m.a. athugasemdir og ábendingar ásamt umsögn og fylgiskjölum.
Á fundi skipulagsnefndar 17.1.2012 var afgreiðslu málsins frestað.
Lagt fram að nýju ásamt ofangreindum athugasemdum, umsögn skipulags- og byggingadeildar og breyttri tillögu að útfærslu skyggnis. Í breytingunni felst að þak skyggnis hefur verið lækkað sbr. meðfylgjandi uppdrátt dags. í maí 2012.
Á fundi skipulagsnefndar 19. júní 2012 var erindinu frestað. Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að kynna endurbætta tillögu fyrir lóðarhöfum Jórsala 12 og 18 fyrir næsta fund skipulagsnefndar.

Lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 14. desember 2011, yfirfarin 17. júlí 2012 og fundargerð samráðsfundar með lóðarhöfum Jórsala 12 og 18 dags. 12. júlí 2012.

Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

13.1203160 - Digranesvegur 8, breytt nýting húsnæðis

Frá byggingarfulltrúa.
Lagt fram erindi Hallgríms Smára Jónssonar með leyfi lóðarhafa eignarhaldsfélagsins Okkar efh. um heimild til að veita Bílaleigu Kópavogs ehf. heimild til að hefja rekstur bílaleigu í bílageymslu á lóðinni að Digranesvegi 8. Í fullum rekstri er gert ráð fyrir 8 útleigubílum og er starfsemin hluti að núverandi bón og þrifstöð. Einnig lögð fram fyrirspurn Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis til byggingarfulltrúans í Kópavogs dags. 8. febrúar 2012 þar sem óskað er umsagnar hvort leyfisveiting til umrædds rekstrar sé í samræmi við forsendur við nýtingu húsnæðis. Skipulagsnefnd samþykkti á fundi 21.3.2012 með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga að kynna umrætt erindi fyrir lóðarhöfum Digranesvegar 8, 10, 12, Vogatungu 22, 24 og 26. Að lokinni kynningu barst ein athugasemd frá Önnu Einarsdóttur og Helga Baldurssyni, eigendum Vogatungu 22 dags. 5.5.2012, mótt. 10.5.2012.

Lagt fram að nýju ásamt framkomnum athugasemdum og umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 17. júlí 2012.

Samþykkt til tveggja ára til reynslu. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

14.1203202 - Kópavogsbakki 2, breytt deiliskipulag

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Sigurðar Halldórssonar arkitekts dags. 15. mars 2012 f.h. lóðarhafa að Kópavogsbakka 2. Í erindinu felst að nýta rými undir húsinu sem íveruherbergi sbr. uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:100 dags. í mars 2012. Á fundi skipulagsnefndar 21. mars 2012 var samþykkt á grundvelli 43. gr. skipulagslaga að kynna erindið fyrir lóðarhöfum Kópavogsbakka 1, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 10, 11, 13, og 15. Guðmundur Örn sat hjá. Kynningu lauk 14.5.2012. Athugasemdir bárust frá eftirtöldum dags. 2. maí 2012, móttekið 14. maí 2012: Björg Gísladóttir og Páll Kristjánsson, Kópavogsbakki 1. Ásdís Ólafsdóttir og Sverrir Matthíasson, Kópavogsbakki 3. Magnús Valur Jóhannsson og Bjarnveig Ingvarsdóttir, Kópavogsbakki 5. Ólöf Þorvaldsdóttir, Kópavogsbakki 7. Katrín Gísladóttir og Björn Ingi Sveinsson, Kópavogsbakki 8. Halldóra Teitsdóttir, Jónas Haraldsson, Kópavogsbakki 9. Albert Þór Jónsson og Elín Þórðardóttir, Kópavogsbakki 10. Gunnar Freyr Sveinsson, Kópavogsbakki 11. Ragna Hafsteinsdóttir og Árni Þorsteinsson, Kópavogsbakki 13. Guðmundur Jóhann Jónsson og Þórhildur Hrönn Ingólfsdóttir, Kópavogsbakki 15. Athugasemd barst frá lóðarhöfum Kópavogsbakka 6, bréf dagsett 13. maí 2012 og móttekið 14. maí 2012, Flosi Eiríksson og Nína Björk Sigurðardóttir.
Á fundi skipualgsnefnar 19. júní 2012 var afgreiðslu frestað. Skipulagsnefnd óskar eftir umsögn Skipulags- og byggingardeildar um framkomnar athugasemdir og ábendingar.
Lagt fram að nýju ásamt umsögn skrifstofustjóra umhverfissviðs dags. 11. júlí 2012.

Frestað.

15.1203310 - Digranesvegur 1. Óskað eftir viðræðum við Kópavogsbæ um lausnir á bílastæðavanda

Óskað eftir viðræðum við Kópavogsbæ um lausnir á bílastæðavanda. Lagt fram erindi Guðna Dags Kristinssonar fh. eiganda húseigninni Digranesvegi 1 dags. 20. mars 2012 og varðar bílastæðamál við húsið. Enn fremur greint frá fundi sem haldinn var 26. apríl 2012 á Umhverfissviði með forsvarsmönnum fyrirtækja að Digranesvegi 1 þar sem fram kom þörf á að yfirfara og endurskipuleggja bílastæða mál í miðbænum.

Á fundi skipulagsnefnar 16. maí 2012 fól skipulagsnefnd skipulagstjóra að skoða hugsanlegar lausnir og leggja fram fyrir næsta fund.
Á fundi skipulagsnefndar 17. júlí 2012 var erindið lagt fram að nýju ásamt umsögn Umhverfis- og samgöngunefndar um aðgerðir í bílastæðamálum.

Lagt fram.

16.1207163 - Ferðamannastaðir, skrásetning.

Á fundi skipulagsnefndar var lögð fram erindi ferðamálastofu dags. 17. júlí 2012 um skráningu ferðamannastaða í Kópavogi. Eftirtaldi staðir eru skráðir, Kópavogsdalur, Guðmundarlundur, Elliðavatn- Þingnes, Kópavogskirkja og menningarmiðstöð í Borgarholti.

Lagt fram. Skipulagsnefnd bendir jafnframt á Kópavogstúnið, Smáralind, Hamraborg, íþróttasvæðin í Kór og Smáranum, Kjóavelli, Kríunes, Skerjafjörð, Kópavogleirur, Þríhnúkagíg, Bláfjöll og sundlaugarnar svo fáeinir staðir séu nefndir. Vísað til atvinnu- og þróunarráðs til frekari skráningar.

17.1207167 - Holtsgöng, breyting á svæðisskipulagi

Lagt fram erindi samvinnunefndar um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins dags. maí 2012, br. 4. júlí 2012 um breytingu á Svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001-2024. Einnig lögð fram greinargerð og umhverfisskýrsla dags. 1. apríl 2012.
Í tillöguni er lagt til að fella út stofnbraut (Holtsgögn) innan Reykjavíkur og hinsvegar að breyta byggingarmagni á byggðarsvæði nr. 5. (Landspítalalóð) sbr. töflu 3.2. í greinargerð svæðisskipulagssins.

Skipulagsnefnd vísar til afgreiðslu nefndarinnar frá 16. maí 2012 og bæjarstjórnar Kópavogs frá 22. maí 2012. Skipulagsnefnd Kópavogs setu fyrirvara við það verklag sem haft hefur verið við málsmeðferð varðandi Holtsgöng og aukið byggingamagn á byggingasvæði nr. 5 (Landsspítalalóð) þar sem lítil umræða hefur farið fram á svæðisvísu um staðsetningu Landsspítalans og stofnbrautakerfi höfuðborgarsvæðisins hvað varðar Holtsgöng. Skipulagsnefnd beinir því til samvinnunefndar um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins að sú umræða fari fram áður en gengið verður endanlega frá umræddum breytingum á svæðisskipulaginu.

18.1111598 - Dalaþing 25, umsókn um byggingarleyfi.

Á fundi skipulagsnefndar nr. 1211, 19.6.2012 var lögð fram tillaga Snorra Steins Þórðarsonar f.h. lóðarhafa dags. 18.5.2012. um breytingu á deiliskipulagi fyrir Dalaþing 25. Sótt er um að fá að hækka hluta af norðurausturhluta þaks hússins sbr. uppdráttum í mkv. 1:500, 1:200 og 1:100 dags. 10.5.2012. Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2012 að kynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Dalaþings 15, 17, 19, 21, 23 og 27. Lagt fram að nýju með ásamt undirskrift ofangreindra lóðarhafa.

Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 18:30.