Skipulagsnefnd

1235. fundur 21. janúar 2014 kl. 16:30 - 18:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
 • Kristinn D Gissurarson aðalfulltrúi
 • Jóhann Ísberg aðalfulltrúi
 • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
 • Vilhjálmur Einarsson aðalfulltrúi
 • Hreggviður Norðdahl aðalfulltrúi
 • Einar Ingvarsson aðalfulltrúi
 • Helga Elínborg Jónsdóttir aðalfulltrúi
 • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
 • Smári Magnús Smárason starfsmaður nefndar
 • Steingrímur Hauksson starfsmaður nefndar
 • Gísli Norðdahl byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Þóra Kjarval arkitekt
Dagskrá

1.1312012 - Bæjarráð - 2713. Fundur haldinn 19.12.2013

Skipulagsnefnd - 1234 fundargerð í 1 lið.
Lagt fram.

2.1401002 - Bæjarráð - 2714. Fundur haldinn 9.1.2014.

1202610 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024
Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 6. janúar, lagt fram erindi Skipulagsstofnunar frá 30. desember, þar sem tilkynnt er að ekki verði unnt að afgreiða Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024 innan tilskilins frests, en það verði afgreitt svo fljótt sem unnt er og eigi síðar en 27. janúar 2014.

Lagt fram.

3.1401004 - Bæjarstjórn - 1088. Fundur haldinn 14.1.2013.

0903113 - Glaðheimar. Endurskoðun deiliskipulags.
Bæjarstjórn samþykkir með níu atkvæðum tillögu að breyttu deiliskipulagi. Tveir bæjarfulltrúar sátu hjá. Lóðargjöld verði innheimt samkvæmt breyttu deiliskipulagi.

4.1310436 - Hafraþing 2-4. Breytt deiliskipulag.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Guðna Pálssonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi Hafraþings 2-4. Í breytingunni felst að parhús verði á einni hæð í stað tveggja og byggingarreitur stækkar sbr. uppdráttum dags. 31.10.2013 í mkv 1:2000 og 1:500. Á fundi skipulagsnefndar 5.11.2013 var samþykkt með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum við Hafraþing 1, 3, 5, 6, 7 og 8; Hálsaþing 1, 3, 5, 7, 9 og 11 ásamt Gulaþingi 26 og 28. Kynningu lauk 18.12.2013. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.

Skipulagsnefnd samþykkir framlagða breytingartillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

5.1310437 - Hafraþing 6-8. Breytt deiliskipulag.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Guðna Pálssonar, arkitekts, dags. 31.10.201, f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi Hafraþings 6-8. Í breytingunni felst að parhúsi verði á einni hæð í stað tveggja og byggingarreitur stækkar sbr. uppdráttum dags. 31.10.2013 í mkv 1:2000 og 1:500. Á fundi skipulagsnefndar 5.11.2013 var samþykkt með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum við Hafraþing 1, 3, 5, 6, 7 og 8 ásamt Hálsaþingi 1, 3, 5, 7, 9 og 11. Kynningu lauk 18.12.2013. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.

Skipulagsnefnd samþykkir framlagða breytingartillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

6.1210144 - Dalaþing 3 - Breytt deiliskipulag

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga Sigurðar Hafsteinssonar, byggingartæknifræðings, f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi Dalaþings 3. Sótt er um að stækka núverandi íbúðarhús þannig að grunnflötur þess verði 175m2 að stærð sem er 75m2 minna en gildandi skilmálar gera ráð fyrir. Stærð byggingarreits verður 9,5m x 18m sbr. uppdrætti dags. 12.11.2013. Á fundi skipulagsnefndar 10. desember 2013 var samþykkt með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða breytingartillögu fyrir lóðarhöfum Dalaþings 1, 2, 4, og 5 ásamt Frostaþings 2, 2a og 4. Engar athugasemdir og ábendingar bárust.

Skipulagsnefnd samþykkir framlagða breytingartillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

7.1205205 - Heimalind 24 - Viðbygging

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi lóðarhafa þar sem óskað er eftir að byggja geymslu við suðurgafl neðri hæðar hússins sem yrði 40m2 að stærð. Stækkun fer 4,5m út fyrir byggingarreit til suðurs og 1,45m út fyrir byggingarreit til austurs. Þak viðbyggingar verður notað sem verönd. Einnig er sótt um að breyta ásýnd vesturhliðar með því að fjarlægja svalir og í stað þeirra byggja viðbyggingu á neðri og efri hæð hússins, alls 10m2 stækkun. Sú breyting er innan samþykkts byggingarreits. Nýtingarhlutfall hækkar úr 0,34 í 0,39 sbr. uppdrætti dags. 5.11.2013. Á fundi skipulagsnefndar 5.11.2013 var samþykkt með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Heimalindar 7, 9, 11, 18, 20, 22, 26 og 28. Kynningu lauk 27.12.2013. Athugasemd barst frá lóðarhöfum Heimalindar 26 dags. 16.12.2013.

Skipulagsnefnd frestað afgreiðslu erindisins og felur skipulags- og byggingardeild að taka saman umsögn um framkomnar athugasemdir.

8.1310511 - Álmakór 19. Breytt deiliskipulag.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi lóðarhafa Álmakórs 19 varðandi breytt deiliskipulag lóðarinnar. Í breytingunni felst að hluti íbúðarhússins er hækkað um 30 sm vegna mikillar og víðfemrar klappar á lóð. Á fundi skipulagsnefndar 5.11.2013 var samþykkt með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum við Álmakór 15, 17, 21 og 23. Kynningu lauk 27.12.2013. Athugsemdir bárust frá lóðarhöfum Álmakórs 17, dags.27.12.2013 og frá lóðarhöfum Álmakórs 21, dags. 23.12.2013. Þá lagt fram erindi frá Landslagi ehf, landlagsarkitektum f.h. lóðarhafa Álmakórs 19 dags. 27.12.2013.

Skipulagsnefnd frestað afgreiðslu erindisins og felur skipulags- og byggingardeild að taka saman umsögn um framkomnar athugasemdir.

9.1204112 - Álfhólsvegur 111. Nýbygging. Deiliskipulag.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Rúm teiknistofu f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi Álfhólsvegar 111. Í breytingunni felst að einbýlishús, sem byggt var árið 1945, verður rifið og í stað þess verði byggt þriggja hæða hús með fjórum íbúðum. Heildarstærð nýbyggingar verður 585m2 og nýtingarhlutfall verður 0,59. Bílastæði á lóð verða alls 9 sbr. uppdráttum daga. 26. október 2013. Á fundi skipulagsnefndar 5.11.2013 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum við Álfhólsveg 94, 96, 98, 109 og 113 ásamt Selbrekku 28, 30, 32, 34 og 36. Kynningu lauk 18.12.2013. Athugasemd barst frá íbúum við Álfhólsveg 113 dags. 16.12.2013.

Skipulagsnefnd frestað afgreiðslu erindisins og felur skipulags- og byggingardeild að taka saman umsögn um framkomnar athugasemdir.

10.1311005 - Markavegur 2-3. Breytt deiliskipulag.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Kristins Valdimarssonar um breytt deiliskipulag fyrir lóðina við Markaveg 2-3. Í breytingunni felst að stækka byggingarreit um 25cm, hækka hámarkshæð á mæni úr 4,2m í 4,5m og hækka gólfkóta úr 101,1 í 102,3 sbr. uppdráttum dags. 8. nóvember 2011. Á fundi skipulagsnefndar 11.11.2013 var samþykkt með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Markavegs 1, 4, 5 og 6; Hæðarenda 1, 2, 3, 4, 5 og 6; Heimsenda 2, 2a, 4, 6, 8, 10 og 12. Kynningu lauk 3.1.2014. Athugsemdir bárust frá Gunnari M. Zophaníassyni og Svövu J. Pétursdóttur, dags. 30.12.2013 og frá Hannesi Hjartarsyni dags. 27.12.2013.

Skipulagsnefnd frestað afgreiðslu erindisins og felur skipulags- og byggingardeild að taka saman umsögn um framkomnar athugasemdir.

11.1307121 - Dalsmári 13. Stækkun Tennishallar og nýr rekstrarsamningur.

Lagt fram erindi Tennisfélags Kópavogs og Tennishallarinnar dags. 5.12.2013 þar sem óskað er eftir að stækka Tennishöllina við Dalsmára 13 til austurs sbr. meðfylgjandi uppdrætti.

Frestað.

12.1401539 - Kópavogsgerði 1-3. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Valdimars Harðarssonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa dags. 7.1.2014, að breyttu deiliskipulagi Kópavogsgerðis 1-3. Í breytingunni felst að íbúðum er fjölgað um fjórar á jarðhæð hússins, byggingarreitur stækkar á suðvestur hlið hússins og lítillega á norðaustur horni þess, heildarbyggingarmagn eykst úr 4405m2 í 4601m2 og nýtingarhlutfall hækkar úr 1,52 í 1,6. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi er hámarksnýtingarhlutfall lóðarinnar 1,8. Bílastæði á lóð verða 46 sbr. uppdrætti í mkv. 1:200 dags. 7.1.2014

Lagt fram og kynnt. Afgreiðslu frestað.

13.1311396 - Auðbrekka 3. Viðbygging.

Lagt fram að nýju erindi Onyx ehf., dags. 27.11.2013, f.h. lóðarhafa Auðbrekku 3. Sótt er um að stækka við jarðhæð hússins sem nemur 3,5m x 14,8m eða 51,8m2 sbr. uppdráttum dags. í október 2013 í mkv. 1:100 og 1:500.

Á fundi skipulagsnefndar 10.12.2013 var erindinu frestað þar sem samþykki meðeigenda vantaði. Lagt fram að nýju ásamt samþykki meðeigenda dags. 10.12.2013

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða breytingartillögu fyrir lóðarhöfum Auðbrekku 1, 5 og Skeljabrekku 4. Samþykkt með fjórum atkvæðum, þrír fundarmenn sátu hjá.

14.1401072 - Almannakór 11. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Björgvins Halldórssonar, byggingafræðings, dags. 30.12.2013 f.h. lóðarhafa, að breyttu deiliskipulagi Almannakórs 11. Í breytingunni felst að stækka neðri hæð hússins sem um 74,1m2. Leyfilegt hámarksbyggingarmagn hækkar úr 340m2 í 414m2. Nýtingarhlutfall hækkar úr 0,41 í 0,5 sbr. uppdráttum í mkv. 1: 100 dags. 18.12.2013

Skipulagsnefnd telur breytinguna ekki hafa grenndaráhrif og samþykkir tillöguna með tilvísan í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

15.1401080 - Gnitaheiði 4-6. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Sveins Ívarssonar, arkitekts, dags. 10.1.2014, f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi lóðanna Gnitaheiði 4-6. Í breytingunni felst að kjallari stækkar til norðurs um 2,2m eða 53,6m2. Stækkun er að öllu leyti neðanjarðar. Nýtingarhlutfall hækkar úr 0,39 í 0,41 sbr. erindi og uppdráttum í mkv. 1:200 dags. 10.1.2014.

Skipulagsnefnd telur breytinguna ekki hafa grenndaráhrif og samþykkir tillöguna með tilvísan í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

 

Vilhjálmur Einarsson vék af fundi undir þessum lið.

16.1401073 - Vesturvör 12. Stækkun.

Lagt fram erindi Einars V. Tryggvasonar, arkitekts, dags. 16.12.2013, f.h. lóðarhafa að breytingum að Vesturvör 12. Óskað er eftir að að rífa hluta af eldra húsnæði eða samtals 225m2 og byggja nýja 604m2 lagerbyggingu á vesturhluta lóðarinnar. Heildarbyggingarmagn fyrir breytingu er 4456 m2 en verður 4835m2 eftir breytingar, aukning um 379m2. Nýtingarhlutfall lóðar hækkar úr 0,39 í 0,42 sbr. uppdráttum í mkv. 1:500 dags. 16.12.2013.

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Vesturvör 7, 9, 11A, 11B, 13 og 14 ásamt lóðahöfum norðan Vesturvarar 12.

17.1401078 - Digranesheiði 1. Bílskúr og ris.

Lagt fram erindi Arkitektur.is, dags. 5.12.2013, f.h. lóðarhafa að breytingum á íbúðarhúsi við Digranesheiði 1. Í breytingunni felst að byggja 26m2 bílskúr á austurhluta lóðarinnar, opna svalahurð út í garð á suðurhlið og bæta þar við 24m2 timburpalli. Einnig er óskað eftir að stækka rishæð um 3m2 á norðurhlið hússins. Nýtingarhlutfall eftir breytingu verður 0,19 sbr. uppdrætti í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 5.12.2013.

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Digranesheiði 3, Víghólastíg 14, 16, 18, Digranesvegi 77.

18.1307076 - Álfhólsvegur 22a og 22b. Þakhæð og fjölgun íbúða.

Lagt fram að nýju erindi Kjartans Sigurðssonar, arkitekts, f.h. lóðarahafa varðandi þakhæð og fjölgun íbúða að Álfhólsvegi 22a og 22b. Á fundi skipulagsnefndar 5.11.2013 var erindinu hafnað. Á fundi bæjarráðs 7.11.2013 var erindinu vísað aftur til skipulagsnefndar. Á fundi skipulagsnefndar 11.11.2013 var erindið tekið aftur til umfjöllunar og því frestað.

Lagt fram að nýju ásamt viðbótargögnum varðandi skuggavarp.

Skipulagsnefnd ítrekar bókun sína frá 5. nóvember 2013 um að hafna framlagðri breytingartillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

 

19.1309369 - Lundur 8-18. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju erindi Guðmundar Gunnlaugssonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi Lundar 8-18. Skipulagsnefnd frestaði erindinu þann 24.9.2013 og 10.12.2013 og óskaði eftir frekari gögnum.

Lagt fram að nýju ásamt erindi hönnuðar dags. 15.1.2014 ásamt uppdráttum í mkv. 1:2000 og 1:500 dags. 15.1.2014.

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

20.1210126 - Breiðahvarf 4 /Funahvarf 3 - breytt deiliskipulag

Kynntar hugmynd skipulags- og byggingardeildar að breyttu deiliskipulagi fyrir Breiðahvarf 4 og Funahvarf 3 dags. 15.1.2013.

Lagt fram og kynnt. Afgreiðslu frestað.

21.1202610 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024

Lagt fram bréf frá Skipulagsstofnun dags. 30.12.2013 þar sem fram kemur að ekki náist að afgreiða Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024 innan tilskilins frests vegnna anna. Verður það afgreitt eins fljótt og unnt er eða eigi síðar en 27. janúar 2014.

Lagt fram.

22.1401070 - Sölustæði við Salalaug.

Lagt fram erindi Guðmundar Ingvarssonar dags. 30.12.2013. þar sem óskað er eftir sölustæði fyrir grillbíl við Salalaug.

Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar íþróttaráðs og skólanefndar.

23.1302688 - Ennishvarf 27. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju erindi Haraldar Ingvarssonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi fyrir lóðinva við Ennishvarf 27. Á fundi skipulagsnefndar 27.8.2013 var málinu frestað í kjölfar athugasemda frá nágrönnum. Lagt fram að nýju breytt tillaga þar sem komið er til móts við athugasemdir. Í breytingunni felst að lóðinni er skipt í tvær sjálfstæðar lóðir, nr. 27a og 27b. Á hvorri lóðinni verði byggð 280m2 sérbýli á tveimur hæðum með innbyggðri bílgeymslu. Nýbyggingar eru að öllu leyti innan samþykkts byggingarreits sbr. uppdráttum í mkv. 1:500 og 1:2000 dags. 15.1.2014.
Enn fremur er lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 13. janúar 2014.

Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi Ennishvarfs 27 ásamt ofangreindri umsögn. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

24.1401362 - Taðþrær á Kjóavöllum.

Lagt fram erindi frá Hestamannafélaginu Spretti dags. 11.12.2013. Óskað er eftir því að deiliskipulagi á svæðinu verði breytt þannig að setja megi taðþrær við hesthúsin.

Hafnað. Samrýmist ekki gildandi deiliskipulagi. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

25.1312115 - Áhaldahús. Ný lóð.

Lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar að breytti deiliskipulagi lóðanna við Hestheima 4-8. Lagt er til að lóðirnar verði sameinaðar í eina lóð, Hestheima 6, sem yrði 9500m2 að stærð. Þar verður gert ráð fyrir byggingarreit fyrir Áhaldahús Kópavogs, hámarksbyggingarmagn er áætlað 3800m2, hámarkshæð byggingarreits verða 9m frá aðkomukóta.

Við austurenda nýrrar lóðar nr. 6 verða tvær nýjar lóðir, Hestheimar 2 og 4. Lóð nr. 2 verður 1200m2 að stærð og Hestheimar 4 verður 1500m2. Á lóðunum tveimur verða byggingarreitir fyrir verslun og þjónustu á tveimur hæðum, 16x17,5m að stærð með hámarkshæð 7m frá aðkomukóta. Aðkoma, bílastæði og reiðleiðir breytast sbr. uppdrætti í mkv. 1:500 og 1:2000 dags. 10.12.2013.

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

26.1401691 - Kópavogsbraut - Borgarholtsbraut. Framkvæmdaleyfi.

Óskað er eftir, í samræmi við reglugerð nr. 772/2012, og gildandi deiliskipulag birt í B-deild Stjórnartíðinda 7. mars 2006, að Skipulagsnefnd samþykki framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmdinni "Kópavogsbraut" Borgarholtsbraut nýr rampur og torg" verkkaupar eru Kópavogsbær, Orkuveita Reykjavíkur, Míla ehf. og Gagnaveita Reykjavíkur.
Í verkinu fellst að í stað einstefnurampa milli Borgarholtsbrautar og Kópavogsbrautar er gerð vegtengingu með tvístefnu á milli Kópavogsbrautar og Borgarholtsbrautar með hringtorgi á Kópavogsbraut og frá því rampi sem tengist Hafnarfjarðarvegi ásamt því að veitustofnanir leggja lagnir sínar í nýja vegtengingu.

Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

27.1304237 - Smárinn. Endurskoðun deiliskipulags.

Kynntar hugmyndir Arkitektúr.is fyrir suðursvæði Smáralindar. Enn fremur lögð fram skipulagslýsing fyrir gerð deiliskipulags á umræddu svæði dags. 21. janúar 2014.

 

Fundi slitið - kl. 18:30.