Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Kristins Valdimarssonar um breytt deiliskipulag fyrir lóðina við Markaveg 2-3. Í breytingunni felst að stækka byggingarreit um 25cm, hækka hámarkshæð á mæni úr 4,2m í 4,5m og hækka gólfkóta úr 101,1 í 102,3 sbr. uppdráttum dags. 8. nóvember 2011. Á fundi skipulagsnefndar 11.11.2013 var samþykkt með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Markavegs 1, 4, 5 og 6; Hæðarenda 1, 2, 3, 4, 5 og 6; Heimsenda 2, 2a, 4, 6, 8, 10 og 12. Kynningu lauk 3.1.2014. Athugsemdir bárust frá Gunnari M. Zophaníassyni og Svövu J. Pétursdóttur, dags. 30.12.2013 og frá Hannesi Hjartarsyni dags. 27.12.2013.
Skipulagsnefnd telur breytinguna ekki hafa grenndaráhrif og samþykkir tillöguna með tilvísan í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.