Á fundi skipulagsnefndar 3. nóvember 2009 er lagt fram erindi Jónasar Þórðarsonar byggingarfræðings fh. lóðarhafa nr. 161 við Austurkór. Í erindi felst að óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar. Á norður- vestur og suðurhlið verði byggt út fyrir ytri byggingarreit, sem nemur frá 0,5 til 1,5 metrum. Kóti bílageymslu verði 0,15 m lægri en kóti húss. Mænishæð húss fari 0,11 m upp fyrir byggingarreit. Tillagan gerir ráð fyrir að heildarstærð húss verði 261,8 m² en skilmálar gera ráð fyrir 250 m².
Meðfylgjandi: Skýringaruppdrættir dags. okt. ´09 í mkv. 1:100
Skipulagsnefnd samþykkir að senda erindið í kynningu til lóðarhafa Austurkór 149, 151, 153, 155, 157, 159, 163 og 165. Mænishæð fari ekki upp fyrir hámarkshæð skv. skipulagsskilmálum.
Kynning fór fram 17. nóvember til 22. desember 2009. Engar athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 19. janúar 2010 er erindið lagt fram að nýju.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs.