Á fundum skipulagsnefndar 17. ágúst og 21. september 2010 er fjallað um endurskoðun deiliskipulags á nýbyggingarsvæðum.
Á fundi skipulagsnefndar 19. október 2010 er lögð fram tillaga Skipulags- og umhverfissviðs dags. 19. október 2010, að breyttu deiliskipulagi Rjúpnahæð vesturhluti.
Í tillögunni felst að íbúðum fjölgar um 30 og verða eftir breytingu 162 innan deiliskipulagssvæðisins. Stærstur hluti fyrirhugaðrar byggðar verður í sérbýli. Reiknað er með um 55 íbúðum í einbýli, 22 íbúðum í parhúsum, 66 íbúðum í tveggja og þriggja hæða fjölbýlishúsum og 19 íbúðum í raðhúsum. Þéttleiki deiliskipulagssvæðisins samsvarar um 11 íbúðum að meðaltali á hvern ha eða um 30 íbúum á ha miðað við 3 íbúa í íbúð. Samanlagt flatarmál þess svæðis sem fer undir lóðir er um 8 ha. Nýtingarhlutfall fyrir einstaka landnotkunarreiti er sem hér segir til viðmiðunar: Fyrir fjölbýlishús 0,5 til 0,8; fyrir parhús að meðaltali 0,4, fyrir einbýlishús að meðaltali 0,3 og fyrir raðhús 0,5. Byggingarreitir breytast. Húsanúmer breytast. Lóðin Austurkór 44 áður Austkór 38 færist til austurs inná bæjarland. Lóðin að Austurkór 79 stækkar og færast lóðarmörk til suðurs um 6 metra.
Meðfylgjandi: Deiliskipulagsuppdráttur dags. 19. okt.´10
Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs.