Skipulagsnefnd

1214. fundur 21. ágúst 2012 kl. 16:30 - 18:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Birgir Hlynur Sigurðsson sviðsstjóri
  • Smári Magnús Smárason skipulagsstjóri
  • Guðný Dóra Gestsdóttir aðalfulltrúi
  • Guðmundur Örn Jónsson aðalfulltrúi
  • Vilhjálmur Einarsson aðalfulltrúi
  • Jóhann Ísberg aðalfulltrúi
  • Kristinn D Gissurarson aðalfulltrúi
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
Fundargerð ritaði: Þóra Kjarval arkitekt
Dagskrá

1.1207010 - Bæjarráð - 2649

1207003F - Skipulagsnefnd, 17. júlí

1213. fundur

Bæjarráð samþykkir fundargerðina. Ómar Stefánsson leggur til að bæjarráð taki undir bókun skipulagsnefndar undir lið 17, málsnúmer 1207167. Samþykkt með fjórum atkvæðum en einn bæjarfulltrúi situr hjá.

1205197 - Öldusalir 3-5, Stígur
Skipulagsnefnd hafnar erindinu og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar með fjórum atkvæðum og hafnar erindinu. Einn bæjarfulltrúi situr hjá.

1204268 - Hlíðarvegur 14, umsókn um byggingarleyfi.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar.

1111541 - Kópavogsbraut 98, umsókn um byggingarleyfi.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir með fjórum greiddum atkvæðum afgreiðslu skipulagsnefndar. Einn bæjarfulltrúi situr hjá.

1104204 - Jórsalir 2, breytt deiliskipulag
Skipulagsnefnd samþykkir erindið og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir með fjórum greiddum atkvæðum afgreiðslu skipulagsnefndar. Einn bæjarfulltrúi situr hjá.

1203160 - Digranesvegur 8, breytt nýting húsnæðis
Skipulagsnefnd samþykkir erindið til tveggja ára til reynslu og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar.

1111598 - Dalaþing 25, umsókn um byggingarleyfi.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

2.1204267 - Kópavogsbraut 79, breytt deiliskipulag

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga Kjartans Sigurðssonar, byggingatæknifræðings fh. lóðarhafa að byggingu þakhýsis á núverandi byggingu að Kópavogsbraut. Uppdrættir í mkv. 1:200 dags. 16. apríl 2012. Enn fremur lagt fram samþykki meðeiganda ódags. en móttekið 23. apríl 2012.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í gr. 44. skipulagslaga nr. 123/2012 að kynna erindið fyrir lóðarhöfum við Kópavogsbraut 76, 77, 78, 80, 81 og við Þingholtsbraut 40, 42 og 44. Kynningu lauk 25. júlí 201. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.

Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar til staðfestingar.

3.1205486 - Hálsaþing 9-11. Breyting á deiliskipulagi

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga Ríkharðs Oddssonar, byggingafræðings, dags. 23.5.2012 f.h. lóðarhafa að Hálsaþingi 9-11. Í tillögunni felst breikkun á svölum um 42 cm á austurhlið bygginga og að útistigi á norður- og suðurhlið bygginga færist um 50 cm út fyrir byggingareit sbr. uppdrætti dags. 15.2.2012 í mkv. 1:100.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2012 að kynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Hálsaþings 7, 13, 10, 12, Hafraþings 8, 10 og 12. Kynningu lauk 3. ágúst 2012. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.

Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar til staðfestingar.

4.1206194 - Austurkór 94, umsókn um byggingarleyfi.

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju, tillaga Kristins Ragnarssonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa að staðsetningu bílgeymslu austanvert á lóðinni nr. 94 við Austurkór og gönguramp frá bílastæði að aðalinngangi. Uppdrætti í mkv. 1:200 og 1:500 dags. 5.6.2012. Kynningu lauk miðvikudaginn 13. ágúst 2012. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.

Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar til staðfestingar.

5.1205206 - Hafraþing 5 - Breytt deiliskipulag

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Gunnlaugs Jónssonar, arkitekts, dags. 9.5.2012 f.h. lóðarhafa Hafraþings 5 um breytingu á deiliskiplagi. Þar verði leyft að hafa tvær íbúðir í stað einnar, eins og gert er ráð fyrir í núgildandi skipulagi. Lagt fram skriflegt samþykki eftirtalinna lóðarhafa fyrir breytingunni: Hafraþing 7, Ásmundi Helgasyni og Sigurborgu S. Guðmundsdóttur; Hafraþing 10, Rut Gunnarsdóttur og Stefáni Rúnari Dagssyni; Hafraþing 12, Sigurði Erni Hallgrímssyni og Maríu Ósk Birgisdóttur.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2012 að kynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Hafraþings 1, 3, 7, 9, 11, 2, 4, 6, 8, 10 og 12. Kynningu lauk 13. ágúst 201. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.

Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar til staðfestingar.

6.1206525 - Kleifakór 1 - breytt deiliskipulag

Lagt fram að nýjy erindi lóðarhafa Árna Stefánssonar dags. 22. júní 2012 og teikningar frá verkfræðistofunni EFLU dags. 16. maí 2012 þar sem óskað er eftir heimild til að koma fyrir sólpalli / verönd við lóð efri hæðar húss með óupphitaðri geymslu undir palli. Að framlengja bílastæði með stækkun lóðar til austurs um 22 fermetra inn á bæjarland og fjölga bílastæðum um 4 stæði. Einnig að koma fyrir skjólveggjum á lóð og við verönd og setja hringstiga frá austuhluta svala í garð. Sótt er um að koma fyrir heitum potti í suðausturhluta lóðar. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:50 dags. 16. apríl 2012. Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Kleifakór 1a, Hamrakór 7, 9 og 16. Þá lögð fram kynningargögn með samþykki fyrrgreindra lóðarhafa.

Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar til staðfestingar.

7.1011193 - Kópavogstún - Kópavogsgerði. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Skipulagsstofnunar dags. 8. ágúst 2012 varðandi breytt deiliskipulag Kópavogstúns, Kópavogsgerði 1-9 og Kópavogstún 10-12, þar sem m.a. kemur fram að stofnunin hefur yfirfarið framlögð gögn málins og gerir ekki athugasemd við að sveitarstjórn birti auglýsingu um samþykkt deiliskipulagsbreytingarinnar í B-deild Stjórnartíðinda. Umrædd breyting tók gildi 15. ágúst 2012.

Lagt fram.

8.1208332 - Þríhnúkagígur - aðgengi, aðkoma og þjónustubygging.

Lagt fram erindi Skipulagsstofnunar dags. 3. ágúst 2012 og skýrslu um mat á umhverfisáhrifum fyrirhugaðra framkvæmda við Þríhnúkagíg - aðgengi, aðkomu og þjónustubyggingu. Forsvarsmenn Þríhnúka Björn Ólafsson og Björn H. Bjarkarson gerðu grein málinu.

Frestað. Skipulagsnefnd gerir athugasemd við stuttan umsagnafrest, þ.e. til 31. águst 2012, og felur skipulagsstjóra að óska eftir því við skipulagsstofnun að frestur til athugasemda verði lengdur til loka september 2012 svo að tími gefist til að kynna efni framlagðra gagna fyrir nefndum og ráðum bæjarins.

9.811098 - Lundur 2,4 og 6. Breytt deiliskipulag

Lagt fram erindi Guðmunds Gunnlaugssonar, arkitekts, þar sem sótt er um að fá að hafa hluta þakhæða út í veggbrún, bæta við útskotun á efri hæðir húsa nr. 2, 4 og 6 og að þakhæð húss nr. 6 verði í 7 m fjarlægð frá norðurhlið hússins í stað 10 m. sbr. teikningar dags. 10.8.2012.

Með tilvísan í 3. mgr. 44. skipulagslaga nr. 123/2012 er það mat skipulagsnefndar að umrædd breyting hafi ekki grenndaráhrif og samþykkir því erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

10.911897 - Langabrekka 5, umsókn um byggingarleyfi.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Vilhjálms Þorlákssonar f.h. lóðarhafa þar sem óskað er heimildar skipulagsnefndar til að byggja geymslu og svalir að Löngubrekku 5 sbr. uppdrætti í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 10. febrúar 2012. Á fundi skipulagsnefndar 21. febrúar 2012 var samþykkt með tilvísan í gr. 44. skipulagslaga nr. 123/2012 að kynna erindið fyrir lóðarhöfum Löngubrekku 3, 7 og Álfhólsvegi 59, 61.

Lagt hefur verið inn til byggingarfulltrúa erindi Vilhjálms Þorkelssonar f.h. lóðarhafa samanber bréf dags. 22. mars 2012 þar sem óskað er heimildar að byggja við bílskúr til suðurs að lóðinni Álfhólsvegur 61. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. í mars 2012.

Þá lagt fram erindi lóðarhafa Kristjáns Kristjánssonar dags. 22. mars 2012 þar sem m.a. er óskað eftir að ofangreindar breytingar verði kynntar samtímis svo framalega að skipulagsnefnd heimili kynningu á lengingu á bílskúr lóðarinnar.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í gr. 44. skipulagslaga nr. 123/2012 að kynna erindið fyrir lóðarhöfum Löngubrekku 3, 7 og Álfhólsvegi 59, 61. Kynningu lauk 20. júlí 2012. Athugsemd barst frá Jóni Guðmundssyni og Ernu Jónsdóttur, Álfhólsvegi 61 dags. 18. júlí 2012, mótt. 19. júlí 2012.

Lagt fram að nýju ásamt ofangreindum athugasemdum og ábendingu.

Frestað. Skipulagsnefnd óskar eftir umsögn lögmanns Umhverfissvið.

11.1205205 - Heimalind 24 - Viðbygging

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Kristins Ragnarssonar, arkitekts dags. 10. maí 2012 f.h. lóðarhafa að viðbyggingu við Heimalind 24. Í breytingunni fellst heimild til að byggja glerskála með kjallara um 33 m2 að grunnfleti við suðausturhluta hússins. Nýtingarhlutfall lóðarinnar breytist úr 0,34 í 0,42. Uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:100 dags. í maí 2012.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Heimalindar 7, 9, 11, 18, 20, 22, 26 og 28. Kynningu lauk 24. júlí 2012. Athugasemdir og ábendingar bárust frá Helga G. Jónssyni og Elvi Baldursdóttur, lóðarhöfum Heimalindar 26 dags. 16. júlí 2012. Einnig frá Þórhalli Matthíassyni, Heimalind 11 dags. 23. júlí 2012, síðar dregin til baka sbr. tölvupósti dags. 7. ágúst 2012.

Lagt fram að nýju ásamt ofangreindum athugasemdum og ábendingu.

Frestað. Skipulags- og byggingasviði falið að taka saman umsögn um framkomnar athugasemdir og ábendingar.

12.1203180 - Furugrund 44, deiliskipulag

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Kristins Ragnarsonar, arkitekts f.h. lóðarhafa að byggingu fjölbýlishús með 7 íbúðum á þremur hæðum. Tillagan gerir ráð fyrir 4 íbúðum yfir 80 m2 og þremur undir 80 m2. Bílastæði á lóð verða 12 og nýtingarhlutfall er áætlað 1.15 s.br. uppdráttum dags. 11. júlí 2012 í mkv. 1:1000 og 1:500
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna ofangreinda tillögu fyrir lóðarhöfum Furugrundar 36, 38, 40, 42, 46, 48, 50, 52, 54 og 56. Kynningu lauk 14. ágúst 2012. Athugasemdir og ábendingar bárust frá Hildi Rafnsdóttur, Furugrund 42 dags. 3.ágúst 2012, mótt. 7. ágúst 2012;frá Stefáni Rafni Elínbergssyni, Guðmundi Ævari Guðmundssyni og Aðalheiði Jóhannsdóttur, íbúum á Furugrund 42 dags. og mótt. 9.ágúst 2012; frá Ara V. Axelssyni, eiganda íbúðar í Furugrund 40 dags. og mótt. 13. ágúst 2012; frá Húsfélagi Furugrundar 36-38 dags. og mótt. 14. ágúst 2012; Frá Sigríði Óladóttur, Furugrund 56 dags. og mótt. 14. ágúst 2012.

Lagt fram að nýju ásamt ofangreindum athugasemdum og ábendingu.

Frestað. Skipulags- og byggingardeildar falið að taka saman umsögn um framkomnar athugasemdir og ábendingar.

13.1111541 - Kópavogsbraut 98, ósk um rökstuðning.

Lagt fram bréf lóðarhafa Kópavogsbrautar 96 dags. 15. ágúst 2012, mótt. 20. ágúst 2012, þar sem óskað er eftir rökstuðningi á afgreiðslu skipulagsnefndar 17. júlí 2012, fundur nr. 1213 og staðfestingu bæjarráðs 26. júlí 2012.

Frestað. Skipulagsnefnd felur formanni nefndarinnar og skipulagsstjóra að taka saman enn frekari rökstuðning um málið.

14.1208145 - Dalaþing 8, girðing og garðskýli.

Lagt fram erindi Sigurbjörns Þorbergsson og Helgu Loftsdóttur, Dalaþingi 8, dags. 1. ágúst 2012 þar sem óskað er eftir samþykki Kópavogsbæjar til að reisa skjólgirðingu og smáhýsi á lóðarmörkum við opið svæði bæjarins.

Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna tillöguna í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum Dalaþings 6 og 10.

15.1208609 - Skjólbraut 13, umsókn um byggingarleyfi.

Lagt fram erindi Einars Ólafssonar f.h. lóðarhafa. Sótt um að taka í notkun óútgrafið rými á jarðhæð sem leiðir til þess að nýtingarhlutfall lóðarinnar hækkar úr 0,59 í 0,7.

Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna tillöguna í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum Skjólbrautar 11 og 15, Meðalbrautar 20, 22, 24 og 26.

16.1208124 - Austurkór 79 - breytt deiliskipulag

Lagt fram erindi Pálmars Kristmundssonar, arkitekts, fyrir hönd lóðarhafa, dags. 30.7. 2012 þar sem óskað er eftir breytingu á áður samþykktu deiliskipulagi. Í breytingunni felst lóðarstækkun og að á lóðinni verði byggt fjölbýlishús á 2 hæðum með 18 íbúðum í stað fjölbýlishúss á 2 og 3 hæðum auk kjallara með 12 íbúðum. Lóð og byggingareitur stækka, hámarksbyggingarmagn minnkar og nýtingarhlutfall lækkar.

Frestað. Skipulags- og byggingasviði falið að fá fleiri útfærslur á skipulagi lóðarinnar.

17.1208117 - Álaþing - skjólveggur

Lagt fram erindi íbúa við Álaþing 4, 6, 8, 10 og 12. Sótt um að byggja skjólvegg á lóðarmörkum sem liggja að göngustíg bæjarins. Óskað er eftir að fara út fyrir lóðarmörk með tvö útskot á hverri lóð. Meðfylgjandi ljósmyndir sýna aðstæður. Þá lagðir fram uppdrættir með samþykki lóðarhafa Álaþings 4, 6, 8, 10 og 12.

Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna. Skipulagsnefnd bendir á að rétt norðan lóðarmarka parhúsa við Álaþing 4, 6, 8, 10 og 12 er jarðstrengur sem þolir ekkert hnjask og þurfa framkvæmdir við fyrirhugað grindverk að taka mið af því. Ef færa þarf strenginn vegna þessa skal það gert á kostnað lóðarhafa. Framkvæmdir skulu jafnframt vera í samráði við OR og framkvæmdadeild Umhverfissviðs. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar til staðfestingar.

18.1208113 - Nýbýlavegur 24 - breytt deiliskipulag

Lagt fram erindi Jakobs Líndal, arkitekts, f.h. lóðarhafa Nýbýlavegs 24. Óskað er eftir að stækka 2. hæð hússins um 80 m2 til norðurs skv. uppdráttum í mkv. 1:100. Hæðin er í dag inndregin um 4m.

Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna tillöguna í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum Nýbýlavegs 22 og 26.

19.1208121 - Lundur 15, 17-25 - breytt deiliskipulag

Lagt fram erindi Guðmunds Gunnlaugssonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa um breytingu á deiliskipulagi á lóðunum Lundi 15, 17-23 og 25. Í breytingunni fellst að í stað leikskóla komi byggingingarreitur fyrir fjölbýlishús með 11 íbúðum, að sömu gerð og Lundur 25. Bæði hús stallast niður um eina hæð í vesturenda með inndregnum þaksvölum, í Lundi 25 verða þannig 11 íbúðir í stað 12. Nýbygging snýr austur-vestur í stað norður-suður líkt og fyrirhuguð leikskólabygging gerði. Aðkoma að húsum 17-23 breytist. Meðfylgjandi uppdrættir í mkv. 1:1000 og 1:2000.

Hafnað.

20.810496 - Svæðisskipulag. Græni trefillinn.

Lagt fram erindi velferðarráðuneytisins dags. 29. júní 2012 varðandi endurskoðunar á staðfestingu og auglýsingu umhverfisráðherra um breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins Hólmsheiði ("græni trefillinn") - losunarstaður jarðvegs.

Lagt fram.

21.1008137 - Heiðmörk, Reykjavík. Deiliskipulag.

Lagt fram erindi Reykjavíkurborgar dags. 31. júlí 2012 varðandi nýtt deiliskipulag í Heiðmörk. Á fundi skipulagsráðs Reykjavíkur 11. júlí 2012 var lagt fram erindi Landmótunar að deiliskipulagi fyrir Heiðmörk ásamt fylgigögnum. Skipulagsráð samþykkti að auglýsa tillöguna til athugasemda og ábendinga. Athugasemdafrestur er til og með 12. september 2012.

Frestað.

Skipulagsnefnd óskar eftir umsögn skipulags- og byggingardeildar.

22.1103073 - Kársneshöfn. Athafnasvæði. Breytt deiliskipulag.

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga
Skipulags- og byggingardeildar að breyttu deiliskipulagi athafnasvæðsins við Vesturvör. Tillagan, sem er breyting á deiliskipulagi, Kársnes - hafnarsvæði, Vesturvör 32-38, samþykkt í bæjarráði 25. ágúst 2011 og birt í B-deild Stjórnartíðinda 5. október 2011, nær til lóðarinnar við Vesturvör 38 og bæjarlandsins norðan og vestan umræddrar lóðar.

Í tillögunni er gert ráð fyrir að skipta upp lóðinni að Vesturvör 38 í tvær lóðir ca. 5.000 m2 að flatarmáli hvor fyrir sig og breyta núverandi byggingarreit þannig að gerðir verði tveir byggingarreitir 32 x 65 metrar að stærð. Mænishæð þeirra lækkar úr 12 í 10 metra og vegghæð verður 8 metrar í stað 10 metra. Heildarbyggingarmagn hvers byggingarreits er áætlað 3.000 m2 að stærð og hámarks grunnflötur er áætlaður 2.000 m2.

Á bæjarlandi vestan við hús nr. 32 til 38 við Vesturvör, sem er skilgreint í aðalskipulagi sem hafnsækið svæði, er gert ráð fyrir að stofnaðar verði þrjár nýjar athafnalóðir með möguleika á allt að 6 nýjum húsum.

Ný lóð að Vesturvör 40 er áætluð 11.700 m2 að flatarmáli og rúmar byggingarreit fyrir athafnahús með mænishæð allt að 13.5 metrar á þremur hæðum með 11.5 metra vegghæð. Hámarks flatarmál þess er 6000 m2 og grunnflötur 4500 m2.

Ný lóð að Vesturvör 42 til 48 er áætluð um 11.700 m2 að stærð og byggingarreitir hennar rúmar 2 til 4 byggingarreiti sem eru allt að 12 metrar að hæð á þremur hæðum með 10 metra vegghæð. Gert er ráð fyrir 2-4 innri byggingarreitum með mænisstefnur í austur - vestur. Samanlagt byggingarmagn á lóðinni er áætlað er 6000 m2 og hámarksgrunnflötur allra innri byggingarreita er 4000 m2.

Ný lóð að Vesturvör 50 er áætluð um 2000 m2 að flatarmáli og byggingarreitur hennar rúmar hús sem er með hámarks mænishæð 9 metrar. Fjöldi hæða 1-2. Vegghæð er óbundin og ekki er gerð krafa um mænisstefnu en mælst er til þess að þak sé flatt. Hámarks flatarmál fyrirhugaðs húss er áætlað um 1500 m2 og grunnflötur 1000 m2.

Á bæjarlandi sunna lóðarinnar nr. 40 er gert ráð fyrir aðstöðu til að sjósetja báta og viðlegukannt. Reiknað er með stálþili á um 50 m kafla og verður hæð á landi og útfærslu hafnarmannvirkis og varnargarðs ákveðin í samvinnu við Siglingastofnun. Kvöð er gerð um umferðarrétt með báta frá lóðamörkum Vesturvarar 40 að sjósetningarsvæði.

Tillagan sem er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:2000 ásamt skýringarmyndum og greinargerð dags. 6. júní 2012 var kynnt í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 18. júní með athugasemdafresti til 2. ágúst 2012. Athugasemdir og ábendingar bárust frá Örnu Harðardóttur f.h. stjórn Betri byggðar á Kársnesi sbr. bréf dags. 2. ágúst 2012.

Lagt fram að nýju ásamt ofangreindum athugasemdum og ábendingu.

Frestað.

23.1208451 - Hjóla- og göngubrú yfir Fossvog. Hugmynd.

Lagt fram erindi Alark ehf, arkitekta, varðandi hugmynd að hjóla- og göngubrú yfir Fossvoginn sbr. kynningargögn dags. 14.ágúst 2012.

Lagt fram og kynnt.

24.1208577 - Aðalskipulag 2012-2024. Hverfaskipulag

Lögð fram drög að framsetningu hverfaskipulags sem fylgja mun nýju aðalskipulagi bæjarins.

Lagt fram og kynnt.

Fundi slitið - kl. 18:30.