Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Kristins Ragnarsonar, arkitekts f.h. lóðarhafa að byggingu fjölbýlishús með 7 íbúðum á þremur hæðum. Tillagan gerir ráð fyrir 4 íbúðum yfir 80 m2 og þremur undir 80 m2. Bílastæði á lóð verða 12 og nýtingarhlutfall er áætlað 1.15 s.br. uppdráttum dags. 11. júlí 2012 í mkv. 1:1000 og 1:500
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna ofangreinda tillögu fyrir lóðarhöfum Furugrundar 36, 38, 40, 42, 46, 48, 50, 52, 54 og 56. Kynningu lauk 14. ágúst 2012. Athugasemdir og ábendingar bárust frá Hildi Rafnsdóttur, Furugrund 42 dags. 3.ágúst 2012, mótt. 7. ágúst 2012;frá Stefáni Rafni Elínbergssyni, Guðmundi Ævari Guðmundssyni og Aðalheiði Jóhannsdóttur, íbúum á Furugrund 42 dags. og mótt. 9.ágúst 2012; frá Ara V. Axelssyni, eiganda íbúðar í Furugrund 40 dags. og mótt. 13. ágúst 2012; frá Húsfélagi Furugrundar 36-38 dags. og mótt. 14. ágúst 2012; Frá Sigríði Óladóttur, Furugrund 56 dags. og mótt. 14. ágúst 2012.
Lagt fram að nýju ásamt ofangreindum athugasemdum og ábendingu.
Frestað. Skipulagsnefnd felur formanni nefndarinnar og skipulagsstjóra að taka saman enn frekari rökstuðning um málið.