Skipulagsnefnd

1232. fundur 11. nóvember 2013 kl. 16:30 - 18:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Kristinn D Gissurarson aðalfulltrúi
  • Jóhann Ísberg aðalfulltrúi
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
  • Vilhjálmur Einarsson aðalfulltrúi
  • Hreggviður Norðdahl aðalfulltrúi
  • Einar Ingvarsson aðalfulltrúi
  • Helga Elínborg Jónsdóttir aðalfulltrúi
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
  • Smári Magnús Smárason starfsmaður nefndar
  • Steingrímur Hauksson starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Þóra Kjarval arkitekt
Dagskrá

1.1311004 - Bæjarráð - 2707. Fundur haldinn 7. nóvember 2013.

1310008F - Skipulagsnefnd, 5. nóvember, 1231. fundargerð í 26 liðum.
Lagt fram.
1002159 - Útikennslusvæði í Kópavogi
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða breytingartillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og vísar tillögunni til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1311045 - Kópavogstún 6-8. Svalaskýli.
Skipulagsnefnd telur breytinguna ekki hafa grenndaráhrif og samþykkir tillöguna með tilvísan í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og vísar tillögunni til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1307353 - Boðaþing 1-3. Breytt deiliskipulag.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða breytingartillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og vísar tillögunni til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1309324 - Efstaland/Smiðjuvegur. Afmörkun íbúðarlóðar.
Skipulagsnefnd hafnar tillögunni. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar, hafnar erindinu og vísar tillögunni til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1311005 - Markavegur 2-3. Breytt deiliskipulag.
Hafnað. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar, hafnar erindinu og vísar því til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1309251 - Laufbrekka 8. Viðbygging.
Lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 5. nóvember 2013.
Skipulagsnefnd hafnar framlagðri breytingartillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar, hafnar erindinu og vísar því til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1307076 - Álfhólsvegur 22a og 22b. Þakhæð og fjölgun íbúða.
Lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 5. nóvember 2013.
Skipulagsnefnd hafnar framlagðri breytingartillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Formaður bæjarráðs leggur til að bæjarráð vísi málinu að nýju til afgreiðslu skipulagsnefndar, samþykkt með 3 atkvæðum gegn 2.
Ólafur Þór Gunnarsson bókar að hann sé samþykkur afgreiðslu skipulagsnefndar.
Guðríður Arnardóttir bókar að hún taki undir bókun Ólafs.
Rannveig Ásgeirsdóttir bókar að svo sé gert í ljósi þess að áhöld sé um að gögn hafi vantað við fyrri afgreiðslu skipulagsnefndar.

1310294 - Álmakór 17. Skipting lóðar.
Hafnað. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar, hafnar erindinu og vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1311025 - Vallaþing. Gatnagerð. Framkvæmdaleyfi.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu að framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmd við Vallaþing. Framkvæmdin nær til efnisskipta og gatnagerðar við Vallaþing, tenginga við Leiðarenda ásamt gerð undirgangna, lagna veitustofnanna ásamt frágangi að framkvæmdum loknum. Verklok eru áætluð um áramótin 2016. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og vísar málinu til bæjarstjórnar til staðfestingar.

2.1202610 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024.

Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024 var auglýst skv.31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá og með 9. ágúst til 20. september 2013. Alls barst 31 athugasemd og ábendingar. Tillagan lögð fram að nýju ásamt tillögu að breytingum á greinargerð og uppdráttum.

Eftirtalin gögn lögð fram:
a) Athugasemdir og ábendingar við tillögu að Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 ásamt fylgiskjölum og tillögu að umsögnum og greinargerð dags. 11. nóvember 2013.

b) Tillaga að afgreiðslu eftir auglýsingu (sbr.32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010) greinargerð dags. 11. nóvember 2013.

c) Aðalskipulag Kópavogsbæjar 2012-2024. Tillaga að uppfærðri greinargerð og umhverfisskýrslu eftir auglýsingu dags. 11. nóvember 2013.

d) Aðalskipulag Kópavogsbæjar 2012-2024. Tillaga að uppfærðum uppdráttum eftir auglýsingu dags. 11. nóvember 2013

Með tilvísan í framlögð gögn samþykkir skipulagsnefnd hér með aðalskipulagið með áorðnum breytingum ásamt ofangreindum umsögnum um athugasemdir og ábendingar er bárust á kynningartíma og vísar nýju aðalskipulagi Kópavogs, Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024 til bæjarstjórnar til samþykktar og afgreiðslu Skipulagsstofnunar skv. 2. mgr. 32. gr skipulagslaga nr. 123/2010. Aðalskipulagið byggir á tillögu að breytingu á Svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001-2024 sem auglýst var samtímis tillögu að Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 og er nú í lokaferli.

Pálmi Þór Másson, bæjarlögmaður; Guðjón Ármannsson, hrl., frá LEX; Óskar Örn Gunnarsson og Yngvi Þór Loftsson frá Landmótun sátu fundinn undir þessum lið.

3.903113 - Glaðheimar. Endurskoðun deiliskipulags. Austurhluti.

Lögð fram að nýju drög að breyttu deiliskipulagi austurhluta Glaðheimasvæðis.

Lagt fram.

4.1307076 - Álfhólsvegur 22a og 22b. Þakhæð og fjölgun íbúða.

Frá bæjarráði.
Að lokinni kynningu var lagt fram að á nýju fundi skipulagsnefndar 5.11.2013, erindi Kjartans Sigurðssonar, arkitekts, f.h. lóðarahafa varðandi þakhæð og fjölgun íbúða að Álfhólsvegi 22a og 22b. Einnig var lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 5.11.2013. Erindinu var hafnað í skipulagsnefnd og því vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Á fundi bæjarráðs 7.11.2013 var erindinu vísað aftur til umfjöllunar skipulagsnefndar.

Frestað.

5.1311005 - Markavegur 2-3. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju erindi Kristins Valdemarssonar vegna breytts deiliskipulag fyrir lóðina við Markaveg 2-3. Óskað er eftir að stækka byggingarreit um 25cm, hækka hámarkshæð á mæni úr 4,2m í 4,5m og hækka gólfkóta úr 101,1 í 102,3 sbr. uppdráttum dags. 8. nóvember 2011.

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Markavegs 1, 4, 5 og 6; Hæðarenda 1, 2, 3, 4, 5 og 6; Heimsenda 2, 2a, 4, 6, 8, 10 og 12.

Fundi slitið - kl. 18:30.