Skipulagsnefnd

1278. fundur 27. júní 2016 kl. 16:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
 • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
 • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
 • J. Júlíus Hafstein aðalfulltrúi
 • Kristinn D Gissurarson aðalfulltrúi
 • Ása Richardsdóttir aðalfulltrúi
 • Andrés Pétursson aðalfulltrúi
 • Ármann Kristinn Ólafsson varafulltrúi
 • Arnþór Sigurðsson vara áheyrnarfulltrúi
 • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
 • Steingrímur Hauksson sviðsstjóri skipulags- umhverfissviðs
 • Smári Magnús Smárason starfsmaður umhverfissviðs
 • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Berglind Ósk Kjartansdóttir
Dagskrá
Ármann Kr. Ólafsson sat fundinn í stað Sigríðar Kristjánsdóttur. Arnþór Sigurðsson sat fundinn í stað Margrétar Júlíu Rafnsdóttur.

1.1605020 - Bæjarráð - 2824. Fundur haldinn 2. júní 2016.

Skipulagsnefnd, dags. 30. maí 2016.
1277. fundur skipulagsnefndar í 29. liðum.
Lagt fram.
Birkir Jón Jónsson tekur undir bókun Kristins Dags Gissurarsonar undir lið 5 í fundargerðinni.

1602251 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024. Endurskoðun. Skipulagslýsing: Auðbrekka.
Frá skipulagsstjóra, dags. 31. maí, lögð fram að nýju að lokinni kynningu, með tilvísan í 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, lýsing á skipulagsverkefninu: Breyting á aðalskipulagi nr. 7: Auðbrekka, dags. 3. janúar 2016. Kynningu lauk 4.5.2016. Erindi bárust frá Skipulagsstofnun, dags. 22.4.2016, sem gerir ekki athugasemdir við framlagða lýsingu verkefnisins; frá Vegagerðinni, dags. 3.5.2016, sem gerir ekki athugasemdir við framlagða lýsingu verkefnisins; frá Mosfellsbæ, dags. 4.5.2016, sem gerir ekki athugasemdir við framlagða lýsingu verkefnisins. Fyrir liggur tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024, Auðbrekka, dagsett 10. maí 2016. Um er að ræða 3. breytingu frá staðfestingu þess 24. febrúar 2014. Breytingin tekur á auknum fjölda íbúða og aukningu á atvinnuhúsnæði í Auðbrekku miðað við gildandi Aðalskipulag Kópavogs. Í breytingartillögunni er ekki gert ráð fyrir að hnika frá stefnu aðalskipulags um svæðið en lagt er til að fjölga íbúðum úr 165 í 365 og fermetrum í atvinnuhúsnæði um 20.000 ofanjarðar. Skipulagsnefnd lagði til við bæjarstjórn að samþykkja tillöguna til auglýsingar skv. 1 mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að undangenginni kynningu fyrir íbúum og hagsmunaaðilum skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1602252 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024. Endurskoðun. Skipulagslýsing: Smárinn vestan Reykjanesbrautar.
Frá skipulagsstjóra, dags. 31. maí, lögð fram að nýju að lokinni kynningu, með tilvísan í 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, lýsing á skipulagsverkefninu: Breyting á aðalskipulagi nr. 8: Smárinn vestan Reykjanesbrautar, dags. 3. janúar 2016. Kynningu lauk 4.5.2016. Erindi bárust frá Skipulagsstofnun, dags. 22.4.2016, sem gerir ekki athugasemdir við framlagða lýsingu verkefnisins; frá Vegagerðinni, dags. 3.5.2016, sem gerir ekki athugasemdir við framlagða lýsingu verkefnisins; frá Mosfellsbæ, dags. 4.5.2016, sem gerir ekki athugasemdir við framlagða lýsingu verkefnisins; frá Reykjavíkurborg, dags. 6.5.2016, sem gerir ekki athugasemdir við framlagða lýsingu verkefnisins. Fyrir liggur tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024, Smárinn vestan Reykjanesbrautar, dagsett 10. maí 2016. Um er að ræða 2. breytingu frá staðfestingu þess 24. febrúar 2014. Breytingin tekur á auknum fjölda íbúða í Smáranum vestan Reykjanesbrautar miðað við gildandi Aðalskipulag Kópavogs. Í breytingartillögunni er ekki gert ráð fyrir að hnika frá stefnu aðalskipulags um svæðið en lagt er til að fjölga íbúðum úr 500 í 620. Skipulagsnefnd lagði til við bæjarstjórn að samþykkja tillöguna til auglýsingar skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að undangenginni kynningu fyrir íbúum og hagsmunaaðilum skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1510546 - Breiðahvarf 15. Breytt deiliskipulag.
Frá skipulagsstjóra, dags. 31. maí, lagt fram að nýju erindi lóðarhafa Breiðahvarfs 15 dags. 22.11.2015 þar sem óskað er eftir að breyta deiliskipulagi Breiðahvarfs 15. Athugasemdir bárust við kynnta tillögu. Á fundi skipulagsnefndar 11.4.2015 var málinu frestað og skipulagsnefnd fól skipulagsstjóra að funda með aðilum málsins. Greint frá fundi sem haldinn var með hlutaðeigandi aðila. Skipulagsnefnd hafnaði framlagðri tillögu og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

16041316 - Gulaþing 11. Breytt deiliskipulag.
Frá skipulagsstjóra, dags. 31. maí, lagt fram að nýju erindi KRark, dags. í apríl 2016, f.h. lóðarhafa þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi Gulaþings 11. Í breytingunni felst að farið er út fyrir byggingarreit á suðvesturhlið hússins, svalir ná út úr byggingarreit til norðurs og hluti þakflatar á austurhlið hússins fer að hluta yfir hámarksvegghæð sbr. meðfylgjandi skilmálateikningu í mkv. 1:200 ódags. Á fundi skipulagsnefndar 2.5.2016 var samþykkt með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Gulaþings 9, 13, 15 og 17. Lagt fram ásamt skriflegu samþykki aðliggjandi lóðarhafa. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1507047 - Hamraborg 3. Gistiheimili. Grenndarkynning.
Frá skipulagsstjóra, dags. 31. maí, lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Studio apartments þar sem óskað er eftir að breyta hluta Hamraborgar 3 í gistiheimiili sbr. uppdrætti dags. 12.1.2016. Á fundi skipulagsnefndar 31.3.2016 var samþykkt með tilvísan til. 44. gr. skipulagslaga að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Hamraborgar 1 og 5. Kynningu lauk 9.5.2016. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

16011467 - Kópavogsbakki 2. Breytt deiliskipulag.
Frá skipulagsstjóra, dags. 31. maí, lagt fram að nýju erindi Gláma-Kím arkitekta, dags. 26.1.2016, f.h. lóðarhafa þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi Kópavogsbakka 2. Á fundi skipulagsnefndar 18.2.2016 var samþykkt með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Kópavogsbakka 1, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 10, 11, 13 og 15. Kynning lauk 11.4.2016. Athugasemdir bárust frá Jónasi Haraldssyni, Kópavogsbakka 9, dags. 11.3.2016; frá Birni Inga Sveinssyni, Kópavogsbakka 8, dags. 14.3.2016; frá Jóni Daða Ólafssyni, Kópavogsbakka 7, dags. 1.4.2016; frá Páli Kristjánssyni, Kópavogsbakka 1, dags. 6.4.2016. Á fundi skipulagsnefndar 2.5.2016 var málinu frestað. Lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 30.5.2016. Skipulagsnefnd samþykkti tillögu að breyttu deiliskipulagi Kópavogsbakka 2 ásamt umsögn dags. 30.5.2016, með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

2.1606003 - Bæjarstjórn - 1139. Fundur haldinn 7. júní 2016.

1602251 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024. Endurskoðun. Skipulagslýsing: Auðbrekka.
Frá skipulagsstjóra, dags. 31. maí, lögð fram að nýju að lokinni kynningu, með tilvísan í 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, lýsing á skipulagsverkefninu: Breyting á aðalskipulagi nr. 7: Auðbrekka, dags. 3. janúar 2016. Kynningu lauk 4.5.2016. Erindi bárust frá Skipulagsstofnun, dags. 22.4.2016, sem gerir ekki athugasemdir við framlagða lýsingu verkefnisins; frá Vegagerðinni, dags. 3.5.2016, sem gerir ekki athugasemdir við framlagða lýsingu verkefnisins; frá Mosfellsbæ, dags. 4.5.2016, sem gerir ekki athugasemdir við framlagða lýsingu verkefnisins. Fyrir liggur tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024, Auðbrekka, dagsett 10. maí 2016. Um er að ræða 3. breytingu frá staðfestingu þess 24. febrúar 2014. Breytingin tekur á auknum fjölda íbúða og aukningu á atvinnuhúsnæði í Auðbrekku miðað við gildandi Aðalskipulag Kópavogs. Í breytingartillögunni er ekki gert ráð fyrir að hnika frá stefnu aðalskipulags um svæðið en lagt er til að fjölga íbúðum úr 165 í 365 og fermetrum í atvinnuhúsnæði um 20.000 ofanjarðar. Skipulagsnefnd lagði til við bæjarstjórn að samþykkja tillöguna til auglýsingar skv. 1 mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að undangenginni kynningu fyrir íbúum og hagsmunaaðilum skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 9 samhljóða atkvæðum. Ólafur Þór Gunnarsson og Birkir Jón Jónsson greiddu ekki atkvæði.

1602252 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024. Endurskoðun. Skipulagslýsing: Smárinn vestan Reykjanesbrautar.
Frá skipulagsstjóra, dags. 31. maí, lögð fram að nýju að lokinni kynningu, með tilvísan í 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, lýsing á skipulagsverkefninu: Breyting á aðalskipulagi nr. 8: Smárinn vestan Reykjanesbrautar, dags. 3. janúar 2016. Kynningu lauk 4.5.2016. Erindi bárust frá Skipulagsstofnun, dags. 22.4.2016, sem gerir ekki athugasemdir við framlagða lýsingu verkefnisins; frá Vegagerðinni, dags. 3.5.2016, sem gerir ekki athugasemdir við framlagða lýsingu verkefnisins; frá Mosfellsbæ, dags. 4.5.2016, sem gerir ekki athugasemdir við framlagða lýsingu verkefnisins; frá Reykjavíkurborg, dags. 6.5.2016, sem gerir ekki athugasemdir við framlagða lýsingu verkefnisins. Fyrir liggur tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024, Smárinn vestan Reykjanesbrautar, dagsett 10. maí 2016. Um er að ræða 2. breytingu frá staðfestingu þess 24. febrúar 2014. Breytingin tekur á auknum fjölda íbúða í Smáranum vestan Reykjanesbrautar miðað við gildandi Aðalskipulag Kópavogs. Í breytingartillögunni er ekki gert ráð fyrir að hnika frá stefnu aðalskipulags um svæðið en lagt er til að fjölga íbúðum úr 500 í 620. Skipulagsnefnd lagði til við bæjarstjórn að samþykkja tillöguna til auglýsingar skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að undangenginni kynningu fyrir íbúum og hagsmunaaðilum skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 9 samhljóða atkvæðum. Ólafur Þór Gunnarsson og Birkir Jón Jónsson greiddu ekki atkvæði.

1510546 - Breiðahvarf 15. Breytt deiliskipulag.
Frá skipulagsstjóra, dags. 31. maí, lagt fram að nýju erindi lóðarhafa Breiðahvarfs 15 dags. 22.11.2015 þar sem óskað er eftir að breyta deiliskipulagi Breiðahvarfs 15. Athugasemdir bárust við kynnta tillögu. Á fundi skipulagsnefndar 11.4.2015 var málinu frestað og skipulagsnefnd fól skipulagsstjóra að funda með aðilum málsins. Greint frá fundi sem haldinn var með hlutaðeigandi aðila. Skipulagsnefnd hafnaði framlagðri tillögu og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 9 samhljóða atkvæðum. Ólafur Þór Gunnarsson og Birkir Jón Jónsson greiddu ekki atkvæði.

16041316 - Gulaþing 11. Breytt deiliskipulag.
Frá skipulagsstjóra, dags. 31. maí, lagt fram að nýju erindi KRark, dags. í apríl 2016, f.h. lóðarhafa þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi Gulaþings 11. Í breytingunni felst að farið er út fyrir byggingarreit á suðvesturhlið hússins, svalir ná út úr byggingarreit til norðurs og hluti þakflatar á austurhlið hússins fer að hluta yfir hámarksvegghæð sbr. meðfylgjandi skilmálateikningu í mkv. 1:200 ódags. Á fundi skipulagsnefndar 2.5.2016 var samþykkt með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Gulaþings 9, 13, 15 og 17. Lagt fram ásamt skriflegu samþykki aðliggjandi lóðarhafa. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 9 samhljóða atkvæðum. Ólafur Þór Gunnarsson og Birkir Jón Jónsson greiddu ekki atkvæði.

1507047 - Hamraborg 3. Gistiheimili. Grenndarkynning.
Frá skipulagsstjóra, dags. 31. maí, lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Studio apartments þar sem óskað er eftir að breyta hluta Hamraborgar 3 í gistiheimiili sbr. uppdrætti dags. 12.1.2016. Á fundi skipulagsnefndar 31.3.2016 var samþykkt með tilvísan til. 44. gr. skipulagslaga að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Hamraborgar 1 og 5. Kynningu lauk 9.5.2016. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 7 samhljóða atkvæðum. Ólafur Þór Gunnarsson, Birkir Jón Jónsson, Pétur Hrafn Sigurðsson og Ása Richardsdóttir greiddu ekki atkvæði.

16011467 - Kópavogsbakki 2. Breytt deiliskipulag.
Frá skipulagsstjóra, dags. 31. maí, lagt fram að nýju erindi Gláma-Kím arkitekta, dags. 26.1.2016, f.h. lóðarhafa þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi Kópavogsbakka 2. Á fundi skipulagsnefndar 18.2.2016 var samþykkt með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Kópavogsbakka 1, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 10, 11, 13 og 15. Kynning lauk 11.4.2016. Athugasemdir bárust frá Jónasi Haraldssyni, Kópavogsbakka 9, dags. 11.3.2016; frá Birni Inga Sveinssyni, Kópavogsbakka 8, dags. 14.3.2016; frá Jóni Daða Ólafssyni, Kópavogsbakka 7, dags. 1.4.2016; frá Páli Kristjánssyni, Kópavogsbakka 1, dags. 6.4.2016. Á fundi skipulagsnefndar 2.5.2016 var málinu frestað. Lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 30.5.2016. Skipulagsnefnd samþykkti tillögu að breyttu deiliskipulagi Kópavogsbakka 2 ásamt umsögn dags. 30.5.2016, með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 7 samhljóða atkvæðum. Ólafur Þór Gunnarsson, Birkir Jón Jónsson, Pétur Hrafn Sigurðsson og Ása Richardsdóttir greiddu ekki atkvæði.

3.1505366 - Nordic Built Cities. Hugmyndasamkeppni. Kársnes

Greint frá úrslitum úr Nordic Built Cities Challange. Niðurstaða dómnefndar sem var tilkynnt 16. júní 2016 er sú að Spot on Kársnes skyldi hljóta verðlaun fyrir annað þrep keppninar. Höfundar tillögunar eru Dagný Bjarnadóttir, landslagsarkitekt, Anders Egebjerg Terp, landslagsarkitekt og Gunnlaugur Johnson, arkitekt.
Dagný Bjarnadóttir gerði grein fyrir tillögunni.

4.16061111 - Vesturvör 38 A og B. Höfuðstöðva Wow air.

Lagðar fram tillögur að nýbyggingu höfuðstöðvar WOW air við Vesturvör. G.Oddur Víðisson, arkitekt gerir grein fyrir málinu.
Lagt fram og kynnt.

5.16041208 - Eskihvammur 2. Grenndarkynning.

Frá byggingarfulltrúa:
Lagt fram að nýju erindi Benjamíns Magnússonar, dags. 31.3.2016, f.h. lóðarhafa þar sem óskað er heimildar til að breyta einbýlishúsi í tvíbýli. Ein íbúð verður á hvorri hæð, bílskúr verður hluti af íbúð á neðri hæð. Á lóð verða fjögur bílastæði sbr. uppdráttum dags. 31.3.2016. Skipulagsnefnd samþykkti 2. maí 2016 með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Eskihvamms 4; Víðihvamms 21, 23 og 25; Birkihvamms 21, 22; Reynihvamms 24 ásamt Orkuveitu Reykjavíkur. Kynningunni lauk 27. júní 2016. Athugasemdir bárust frá Hrafnkeli Gíslasyni og Björgu Eysteinsdóttur, Eskihvammi 4, dags. 23.06.2016 og Sigurjóni Arasyni, Víðihvammi 23, dags. 27.06.2016.
Afgreiðslu frestað. Vísað til úrvinnslu skipulags- og byggingardeildar.

6.1602267 - Þverbrekka 8. Grenndarkynning.

Frá byggingarfulltrúa:
Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga Sveins Ívarssonar arkitekts, f.h. lóðarhafa, dags. 10.2.2016 þar sem óskað er eftir breytingum á húsnæði við Þverbrekku 8. Í breytingingunni felst að bætt er við einni hæð ofan á húsið og því breytt í fjölbýli með 12 íbúðum. Í kjallara verða 7 bílastæði og á lóð verða 12 bílastæði eða 1,6 stæði pr. íbúð. Meðalstærð íbúða er 64 m2 og nýtingarhlutfall lóðar verður 0,87 eftir breytingu sbr. uppdráttum dags. 20.11.2015. Breytingin er í samræmi við staðfesta breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 sem tók gildi 15. október 2015. Á fundi skipulagsnefndar 15.2.2016 var samþykkt með tilvísan til. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Þverbrekku 3 og 6; Fögrubrekku 23, 24, 25, 26, 27, 29, 31, 42 og 44. Kynningu lauk 20.4.2016. Athugasemdir bárust frá íbúum við Fögrubrekku 23, 25, 27, 29, 31, 42 og 44, dags. 13.4.2016; frá íbúum við Þverbrekku 6, dags. 17.4.2016; frá Kristínu Ólafsdóttur, Fögrubrekku 44, dags. 21.4.2016. Þá lagt fram minnisblað með framkomnum athugasemdum og ábendingum ásamt tillögu að umsögn við framkomnar athugasemdir og ábendingar. Er minnisblaðið dags. 21. júní 2016. Einnig greint frá samráðsfundum sem haldnir voru 12. maí og 14. júní 2016.
Skipulagsnefnd samþykkir framlögð byggingaráform að Þverbrekku 8 ásamt ofangreindu minnisblaði með umsögnum um athugasemdir og ábendingar er bárust á kynningartíma. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

7.16061110 - Fagrabrekka 26. Aðkoma og bílastæði.

Lögð fram tillaga að breyttu fyrirkomulagi aðkomu og bílastæða við leikskólann við Fögrubrekku 26 ásamt útfærslu gönguleiða í næsta nágenni leikskólans. Uppdráttur Sveins Ívarssonar, arkitekts í mkv. 1:500 dags. í júní 2016.
Skipulagsnefnd samþykkir að framlögð tillaga verði unnin áfram svo hana megi kynna í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

8.1606655 - Álmakór 4. Hækkun á þaki. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga Gríma arkitekta fh. lóðarhafa að breytingu á skipulagsskilmálum Álmakórs 4 sbr. erindi dags. 12. júní 2016. Í breytingunni felst hækkun á þaki á götuhlið hússins um 43 sm. sbr. uppdrátt í mkv. 1:100 dags. 12. júní 2016.
Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Álmakórs 1, 2, 3, 5 og 6.

9.16041193 - Dalaþing 3. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga Sigurðar Hafsteinssonar, byggingatæknifræðings fh. lóðarahafa. Í tillögunni er gert ráð fyrir breyttri staðsetningu bílskúrs og hestagerðis á lóðinni. Uppdráttur í mkv. 1:500 dags. 21. júní 2016.
Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Frostaþings 2, 2a, 4; Dalaþings 1, 2, 4 og 5.

10.16061213 - Fjallalind 94. Grenndarkynning.

Frá byggingarfulltrúa:
Lögð fram tillaga Stefáns Ingólfssonar arkitekts, dagsett 30. apríl 2016, þar sem óskað er eftir að byggja sólpall, kalda geymslu og setlaug að Fjallalind 94. Uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:100.
Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Fjallalindar 92, 96 og 98.

11.1409123 - Kársnesbraut 7 (Ásbraut 1-1a). Kynning á byggingarleyfi.

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga THG arkitekta dags. 26.11.2015 f.h. lóðarhafa að uppbyggingu við Kársnesbraut 7. Í breytingunni felst að byggja tvö stakstæð íbúðarhús með þremur íbúðum hvort. Syðra húsið er samsíða Ásbrautinni en nyrðra húsið er samsíða Kársnesbrautinni. Bílastæði eru á milli húsanna tveggja og undir syðra húsinu. Heildarbyggingarmagn á lóð er um 798 m2 og nýtingarhlutfall er 0,46. Á fundi skipulagsnefndar 18.2.2016 var samþykkt með tilvísan til. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna Tillögu C fyrir lóðarhöfum Ásbrautar 2, 2a, 3, 5, 7, 7a, 9, 11 og 13; Hraunbrautar 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 10, 11, 12, 14 og 16; Kársnesbrautar 9, 11, 13, 15, 17, 19, 21a-d, 23 og 25; Marbakkabrautar 1, 3, 3a, 5 og 7. Kynningu lauk 18.5.2016. Athugasemdir bárust frá Inga Vali Jóhannssyni og Ragnheiði Harðardóttur, Kársnesbraut 9, dags. 18.5.2016; frá Guðmundi Tómas Axelssyni og Jónínu Sigurðardóttur, Ásbraut 2 ásamt Magnúsi Axelssyni, Axel Guðmundssyni og Guðbjörgu Tómasdóttur, Ásbraut 9, dags. 18.5.2016; frá Reyni Valgarðssyni, Hraunbraut 2, dags. 18.5.2016; Elísabetu Sigurðardóttur, Ásbraut 2a, dags. 18.5.2016. Þá lögð fram tillaga skipulags- og byggingarnefndar að umsögn við framkomnar athugasemdir og ábendingar. Er umsögnin dags. 24. júní 2016.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu og ofangreinda umsögn. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

12.15062191 - Sunnubraut 21-45 (oddatölur). Lóðaleigusamningar.

Lögð fram að nýju tillaga sviðsstjóra umhverfissviðs að breyttum lóðarmörkum Sunnubrautar 21, 23, 25, 27, 29, 31, 33, 35, 37, 39, 41, 43 og 45 vegna endurnýjunar á lóðaleigusamningum. Á fundi skipulagsnefndar 22.6.2015 var málinu frestað og vísað til umsagnar bæjarlögmanns.
Lagt fram minnisblað lögfræðideildar dags. 20. júlí 2015; erindi Óskars Sigurðssonar hrl. fh. lóðarhafa Sunnubrautar 31, 35, 39, 43 og 45 dags. 21. desember 2015; erindi sviðsstjóra umhverfissviðs til Óskars Sigurðssonar hrl. dags. 5. janúar 2016; erindi sviðsstjóra umhverfissviðs til skipulagsnefndar dags. 7. janúar og 13. janúar 2016 og tölvupóstsamskipti Óskars Sigurðssonar hrl og sviðsstjóra umhverfissvið 8. og 9. febrúar 2016. Greint frá samráðsfundi sem haldinn var 7.4.2016 með lóðarhöfum Sunnubrautar 21-45. Greint frá samráðsfundi sem haldinn var 7.4.2016 með lóðarhöfum Sunnubrautar 21-45.

Frestað.

13.16061112 - Bakkabraut 12 A (Nesvör 1). Spennistöð.

Á fundi skipulagsnefndar 27. júní 2016 var lagt fram erindi skipulags og byggingardeildar um breytt deiliskipulag Kársneshafnar sem sem samþykkt var í bæjarstjórn 23. janúar 1990 og skipulagsstjóra ríkisins 23. mars 1990 m.s.br. samþykkt í bæjarstjórn 12. apríl 2016 og birt í B- deild Stjórnartíðinda 23. maí 2016.
Í tillögunni felst að komið verður fyrir spennistöð á bæjarlandi við Nesvör. skv. teikningum frá OR dags. 27. júní 2016. Grunnföltur spennistöðvar er 2,5 x 3 metrar og lóðarstæðr 4x4 metrar.
Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Hafnarbrautar 13-15, 17 og Bakkabrautar 10 og 12.

14.1605983 - Furugrund 3. Íbúðarhótel. Kynning á byggingarleyfi.

Frá byggingarfulltrúa:
Lögð fram tillaga Gríma arkitekta fh. lóðarhafa að breytingu á húsnæði Furugrundar 3. Í breytingunni felst að vegghæð hækkar um 2,5 m. en mænishæð er óbreytt. Í húsinu verða samtals 32 hótelíbúðir 30-45 m2 að flatarmáli ásamt móttöku, starfsmannaaðstöðu, línherbergi, þvottaaðstöðu og geymslum. Með tilkomu millilofts og stækkun útbyggingar á jarðhæð, eykst samanlagt gólfflatarmál á lóð um 520 m2 og verður því eftir breytingu alls 1540 m2. Gert er ráð fyrir útitröppum við báða gafla hússins auk lyftu við austurgaflinn. Fyrikomulag bílastæða á lóð breytist. Uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:100 ásamt grreinargerð dags. 13. júní 2016.
Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Furugrund 1, 56, 58, 60, 62, 64, 66, 71, 72, 73, 75, 76, 77, 79, 81 og Víðigrund 2.

Bókun frá Ásu Richardsdóttur:
"Íbúðahótel af þessari stærð, á þessum stað, svo nærri leik- og grunnskóla, getur haft í för með sér ófyrirséðan hávaða og rask. Ég leggst gegn þessari tillögu".

Theódóra Þorsteinsdóttir, Andrés Pétursson, Guðmundur Geirdal, Ármann Kr. Ólafsson, Júlíus Hafstein og Kristinn Dagur Gissurarson voru samþykk tillögunni.

15.1605119 - Austurkór 179. Einbýlishús í parhús. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga Kristins Ragnarssonar, arkitekts fh. lóðarhafa þar sem óskað er heimildar til að byggja parhús í stað einbýlishúss á lóðinni nr. 179 við Austurkór. Byggingarreitur fyrirhugaðs húss stækkar á allar hliðar um 1 m og grunnflötur hússins verður 269 m2 í stað 250 m2. Ennfremur lögð fram yfirlýsing lóðarhafa Austurkórs 181 dags. 2. maí 2016 þar sem fram kemur að lóðarhafi gerir ekki athugasemdir við ofangreind byggingaráform á lóðinni nr. 179 við Austurkór.
Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Austurkórs 167, 169, 171, 173, 175, 177, 181, 183 og 185.

16.1307121 - Dalsmári 13. Stækkun Tennishallar. Breytt deiliskipulag.

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga að stækkun tennishallarinnar frá Tennisfélagi Kópavogs og Tennishöllinni dags. 8.9.2015. Tillagan var til sýnis á skipulags- og byggingardeild frá 16.11.2015 til 11.1.2016. Þá var tillagan auglýst í Fréttablaðinu 13.11.2015 og í Lögbirtingarblaðinu 16.11.2015. Þá var dreifibréf sent 17.11.2015 í íbúðarhús í nágrenni Tennihallarinnar til að vekja athygli á auglýstri tillögu. Kynningu lauk 11.1.2016. Athugasemdir og ábendingar bárust á kynningartíma. Að auki bárust erindi til bæjaryfirvalda þar sem mælt var með stækkun Tennishallarinnar. Erindi bárust frá eftirtöldum:

Helga Óskari Óskarssyni, Hlíðarvegi 64, dags. 5.1.2016; frá Sigurði Erni Magnasyni, Lækjasmára 98, dags. 8.1.2016; frá Friðriki Þór Sigmarssyni, dags. 8.1.2016; frá Önnu Magnúsdóttur, Kópavogstúni 6, dags. 8.1.2016; frá Guðrúnu Benediktsdóttur, Ásmundi Hilmarssyni, Helga Þórissyni og Jóhannesi Birgi Jenssyni, dags. 11.1.2016; frá Guðrúnu Benediktsdóttur, Brekkusmára 2, dags. 11.1.2016; frá Unnsteini Jónssyni, Lindasmára 22, dags. 11.1.2016; frá Valtý Þórissyni og Elísu Guðlaugu Jónsdóttur, Lindasmára 2; Eggert Kistinssyni og Guðlaugu Hinriksdóttur, Lindasmára 42; Sylvíu Ólafsdóttur, Lindasmára 40; Elísu Guðlaugu Jónsdóttur, Lindasmára 42; Krístrúnu Zakaríasdóttur og Friðriki Haraldssyni, Lindasmára 50 dags. 11.1.2016; frá Guðmundi Sigurbergssyni, dags. 11.1.2016. Að auki barst athugasemd frá Gunnari Gylfasyni, Þinghólsbraut 33, dags. 11.1.2016, eftir að fresti til að skila inn athugasemdum lauk; Elísabetu Ólafsdóttur, Aðalþingi 11, dags. 8.1.2016; frá Ágústi Sigurjónssyni, Lautasmára 12, dags. 8.1.2016; frá Rut Steinsen, Þrymsölum 4, dags. 8.1.2016; frá Páli Kristinssyni, Lækjasmára 96, dags. 8.1.2016; frá Björg Ósk Bjarnadóttur, Klukkubergi 41, dags. 10.1.2016; frá Sólbjört Aðalsteinsdóttur, dags. 10.1.2016; frá Sigurði Óskarssyni, Hörðukór 1, dags. 10.1.2016; frá Emil B. Karlssyni, Brekkutúni 11, dags. 10.1.2016; frá Dr. Nínu Margréti Grímsdóttur og Styrkár Hendrikssyni, dags. 10.1.2016; frá Sigurði Norðdahl, dags. 10.1.2016; frá Grími Stein Emilssyni, dags. 10.1.2016; frá Gunnari Þór Finnbjörnssyni, Bakkasmára 21, dags. 10.1.2016; frá Heimi Þór Hermannssyni, Starhólma 12, dags. 10.1.2016; frá Eggerti Þór Þorsteinssyni, Hrauntungu 81, dags. 10.1.2016; frá Guðrúnu Ástu Magnúsdóttur og Joaquín Amesto Nuevo, Hlíðarvegi 18, dags. 10.1.2016; frá Ólafi Sveinssyni, dags. 11.1.2016; frá Sigurði Þorsteinssyni, Bollasmára 8, 11.1.2016; frá Stjórn Tennissambands Íslands, dags. 11.1.2016; frá Ingimar Guðjóni Bjarnasyni, Fífuhvammi 7, 11.1.2016; frá Klettaskóla, dags. 6.1.2016; frá Ernu Sigurðardóttur, Lautasmára 26, dags. 11.1.2016; frá Sigurði Jónssyni, dags. 11.1.2016; frá Helgu Hauksdóttir og Geir Gestssyni, Fífuhvammi 21, dags. 11.1.2016; frá Hildi Sigurðardóttur, Þinghólsbraut 67, dags. 11.1.2016; frá Bjarna Jóhanni Þórðarsyni, Álfatúni 25, dags. 11.1.2016; frá Eyþóri Gunnari Jónssyni, Núpalind 6, dags. 11.1.2016; frá Hótel Smára, Hlíðarsmára 13, dags. 11.1.2016; frá Kolbrúnu Sigurðardóttur og Jóni Þór Guðmundssyni, Straumsölum 5, dags. 9.1.2016; frá Dröfn Sigurðardóttur og Guðmundi Þorsteinssyni, Lindasmára 61, dags. 8.1.2016; frá Guðbrandi Elí Lúðvíkssyni, Þorrasölum 1-3, dags. 11.1.2016; frá Ólafi Helga Jónssyni, dags. 11.1.2016; frá Guðlaugu Hörpu Gunnarsdóttur, dags. 11.1.2016; frá Rögnu Sigurðardóttur, dags. 11.1.2016; frá Ragnari Tómas Árnasyni, dags. 11.1.2016; frá Rúrik Vatnarssyni, dags. 11.1.2016; frá Ernu Guðrúnu Sigurðardóttur, Lautasmára 26, dags. 11.1.2016; frá Helga Magnússyni, Hamraborg 5, dags. 11.1.2016; frá Júlíusi Þór Halldórssyni, dags. 11.1.2016.

Að auki barst undirskriftalisti með fyrirsögninni "Við styðjum stækkun Tennishallar" með 507 undirskriftum, mótt. 11.1.2016.

Á fundi skipulagsnefndar 18.1.2016 var samþykkt að unnið yrði úr innsendum athugasemdum og málið lagt fyrir 1272. fund skipulagsnefndar til afgreiðslu.

Lögð fram tillaga að umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 15.2.2016. Einnig lögð fram tillaga skipulagsstjóra að mögulegri lausn dags. 15.2.2016.
Skipulagsnefnd samþykkir kynnta tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir Dalsmára 13 og ofangreinda umsögn. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Theódóra Þorsteinsdóttir, Ármann Kr. Ólafsson, Andrés Pétursson, Kristinn Dagur Gissurarson og Júlíus Hafstein voru samþykk tillögunni.

Guðmundur G. Geirdal og Ása Richardsdóttir voru andvíg að samþykkja tillöguna.

Bókun frá Guðmundi G. Geirdal:
"Að byggja 2100 fermetra hús austan við núverandi tennishús tel ég vera í andstöðu alltof margra Kópavogsbúa, sérstaklega þeirra sem nýta sér Kópavogsdalinn til útivistar.
Það er mikilvægt nú og í anda aðalskipulags Kópavogs að þegar markvist er unnið að þéttingu byggðar, sérstaklega í nágrenni Kópavogsdals að standa vörð um grænu svæðin okkar, það er reyndar forsenda þess að sátt náist um slíka þéttingu sem nú er að hefjast.
Þess vegna tel ég að stækkun tennishússinns færi betur annarstaðar en hér er lagt til, og að ekkert verði byggt í Kópavogsdal nema kannski það sem opið væri almenningi án endurgjalds".

Bókun frá Ásu Richardsdóttur:
"Ása Richardsdóttir tekur undir bókun Guðmundar Geirdals og bókar að auki:
Undirrituð leggst gegn stækkun Tennishallar með þessum hætti. Fulltrúar í skipulagsnefnd hafa marg ítrekað þann vilja að Kópavogsdalur verði deiliskipulagður að nýju, áður en frekari uppbygging er leyfð þar."

Bókun frá Theódóru Þorsteinsdóttur, Ármanni Kr. Ólafssyni, Andrési Péturssyni, Kristni Degi Gissurarsyni og Júlíusi Hafstein:
"Það er búið að auglýsa stækkun tennishallarinnar tvisvar. Tiltölulega fáar athugasemdir hafa borist gegn tillögunni en mun fleiri hafa sent inn yfirlýsingu um stuðning við tillöguna. Þarna er einungis verið að strækka lóðina og stækka húsið út á núverandi bílastæði og sé horft á dalinn í heild sinni þá er þetta vart merkjanleg stækkun en mun lyfta grettistaki fyrir tennisíþróttina".

Bókun frá Arnþóri Sigurðsyni:
"Undirritaður hefur ekkert á móti byggingu tennishúss eða staðsetningu þess. Hinsvegar væri eðlilegt að skipuleggja íþróttasvæði í heild sinni áður en tillaga af þessu tagi er samþykkt".

Bókun frá Guðmundi Geirdal og Ásu Richarsdóttur:
"Undirrituð vilja að það komi skýrt fram að við viljum veg tennisíþróttarinnar sem mestan. Ágreiningurinn snýst um byggingu húss í Kópavogsdal".

17.1603633 - Okkar Kópavogur.

Lagt fram erindi dagsett 23.06.2016 frá verkefnastjóra Okkar Kópavogur
Staða málsins kynnt.

18.1304237 - Smárinn. Endurskoðun deiliskipulags.

Lögð fram tillaga Arkstudio/Tendra arkitektar að breyttu deiliskipulagi Smárans vestan Reykjanesbrautar. Í tillögunni felst fjölgun íbúða á svæðinu sem nemur 120 íbúum. Byggingarmagn á svæðinu er óbreytt sem og krafa um fjölda bílastæða á íbúð þ.e. 1,0-1,2 bílastæðum á svæðinu mun því fjölga samsvarandi. Uppdrætti í mkv. 1:2000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum og skilmálum dags. í júní 2016.
Skipulagsnefnd samþykkir að framlögð tillaga verði kynnt í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

19.1605085 - Auðbrekkusvæði, reitur 1-3 og 4-6. Kæra og krafa um stöðvun framkvæmda

Lagður fram til kynningar bráðabirgðaúrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 40/2016 þar sem kærð var ákvörðun bæjarstjórnar Kópavogsbæjar frá 26. apríl 2016 að samþykkja deiliskipulag Auðbrekku- þróunarsvæði, svæði 1,2 og 3.
Kröfu kærenda hafnað.
Lagt fram.

20.16031031 - Smárinn deiliskipulag, kæra og krafa um stöðvun framkvæmda.

Lagður fram til kynningar bráðabirgðaúrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 29/2016 þar sem kærð var ákvörðun bæjarstjórnar Kópavogsbæjar frá 24. nóvember 2015 að samþykkja breytt deiliskipulag fyrir Smárann vestan Reykjanesbrautar.
Kröfu kærenda hafnað.
Lagt fram.
Undir liðnum önnur mál óskaði Ása Richardsdóttir að eftirfarandi yrði fært til bókar:

"Bókun varðandi kynningu á sigurtillögu Nordic Built Cities 16.júní 2016

Undirritaðri þykir miður að láðst hafi að bjóða öllum 19 tillöguhöfum í Nordic Built Cities hugmyndasamkeppninni þegar niðurstaða var kynnt

Fundi slitið.