Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Skipulags- og byggingardeildar að breytingu á deiliskipulagi Rjúpnahæðar vesturhluta. Uppdráttur í mkv. 1:2000, ásamt greinargerð og skipulagsskilmálum dags. 19. október 2010. Í tillögunni felst að íbúðum fjölgar um 30 og verða eftir breytingu 162 innan deiliskipulagssvæðisins. Stærstur hluti fyrirhugaðrar byggðar verður í sérbýli. Reiknað er með um 55 íbúðum í einbýli, 22 íbúðum í parhúsum, 66 íbúðum í tveggja og þriggja hæða fjölbýlishúsum og 19 íbúðum í raðhúsum. Þéttleiki deiliskipulagssvæðisins samsvarar um 11 íbúðum að meðaltali á hvern ha eða um 30 íbúum á ha miðað við 3 íbúa í íbúð. Samanlagt flatarmál þess svæðis sem fer undir lóðir er um 8 ha. Nýtingarhlutfall fyrir einstaka landnotkunarreiti er sem hér segir til viðmiðunar: Fyrir fjölbýlishús 0,5 til 0,8; fyrir parhús að meðaltali 0,4, fyrir einbýlishús að meðaltali 0,3 og fyrir raðhús 0,5. Byggingarreitir breytast. Húsanúmer breytast. Lóðin Austurkór 44 áður Austkór 38 færist til austurs inná bæjarland. Lóðin að Austurkór 79 stækkar og færast lóðarmörk til suðurs um 6 metra. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir og ábendingar: Bæjaryfirvöld Garðabæjar dags. 21. janúar 2011, Arnar Hallsson og Guðný Steinunn Jónsdóttir dags. 24. janúar 2011, lóðarhafar að Austurkór 99, dags. xx, . Anna Margrét Jakobsdóttir og Tómas Gunnar Viðarsson dags. 23. janúar 2011, Kristinn Helgason og Þórhildur R. Guðmundsdóttir dags. 23. janúar 2011, Sverrir Ármannsson dags. 9. janúar 2011.
Hafnað.
Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.