Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi ES teiknistofu f.h. lóðarhafa að Þorrasölum 29. Á fundi skipulagsnefndar 16.5.2012 var samþykkt með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Þorrasala 27, 31, Þrúðsala 10, 12 og 14. Þá lögð fram kynningargögn með áritun ofangreindra lóðarhafa, þar sem ekki eru gerðar athugasemdir við fyrirhugaða framkvæmd. Í kjölfar mótmæla íbúa í hverfinu var haldinn samráðsfundur þann 25. október 2012 á skipulags- og byggingardeild. Á fundi skipulagsnefndar 20. nóvember 2012 var lögð fram breytt tillaga þar sem húsið er 180m2 að stærð og stallast í hæð. Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Þorrasala 2-10 og 21-37 og Þrúðsala 10, 12 og 14. Kynningu lauk 15. janúar 2013. Athugasemd barst frá Gísla Þrastarsyni, Þorrasölum 2; Ingu Jónu Ingimundardóttur, Þorrasölum 4; Lárusi Yngvasyni, Þorrasölum 6; Ævari Valgeirssyni, Þorrasölum 10; Jóni Hákon Hjaltalín, Þorrasölum 23; Ragnheiði Þorkelsdóttur, Þorrasölum 35; Júlíusi Sigurjónssyni, Þorrasölum 37 dags. 14. janúar 2013.
Skipulagsnefnd samþykkir með vísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Bergsmára 8 og 12 auk Bollasmára 5, 7 og 9.