1006175 - Víghólastígur 24, umsókn um byggingarleyfi.
Guðríður Arnardóttir lagði til að afgreiðslu yrði vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar. Var það samþykkt með tveimur samhljóða atkvæðum, sbr. lið 7 í fundargerð bæjarráðs 3/5.
Forseti óskaði eftir heimild fundarins til að veita Birgi Sigurðssyni skipulagsstjóra orðið og var það samþykkt einróma. Birgir Sigurðsson tók til máls og fór yfir þau sex mál sem þurfa staðfestingu bæjarstjórnar, þessi liður og næstu fimm liðir í fundargerð bæjarstjórnar. Til máls tók Ólafur Þór Gunnarsson um lið 15 (1011193) hér að neðan, Hjálmar Hjálmarsson um sama lið, Margrét Björnsdóttir um sama lið, Hjálmar Hjálmarsson um sama lið, Margrét Björnsdóttir til að svara spurningu Hjálmars, Ólafur Þór Gunnarsson um lið 15 hér að neðan, Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, um lið 15, Guðríður Arnardóttir um lið 15 og lagði fram svohljóðandi bókun:
"Nú hefur verið skipaður starfshópur sem hefur það hlutverk að fjalla um skipulag, umhverfi og nýtingu Kópavogstúns og bygginga á svæðinu. Tillögur frá hópnum liggja ekki fyrir og er því ótímabært að reka í gegn breytingar á skipulagi á svæðinu.
Guðríður Arnardóttir, Hafsteinn Karlsson, Pétur Ólafsson og Ólafur Þór Gunnarsson."
Þá tók Ómar Stefánsson til máls um lið 15, og óskaði eftir nafnakalli um þann lið. Þá tók til máls Guðríður Arnardóttir til að bregðast við ræðu Ómars, Ómar Stefánsson til að bera af sér sakir, Pétur Ólafsson til að tala um tillöguna um nafnakall, Ómar Stefánsson til að ræða um tillöguna um nafnakall og draga hana til baka, Pétur Ólafsson til að bera af sér sakir, Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, til að ræða lið 15.
Til atkvæða var borin umsókn um byggingarleyfi að Víghólastíg 24 (1006175). Bæjarstjórn staðfesti það með tíu atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi var fjarverandi.
1201090 - Þorrasalir 37, breytt deiliskipulag.
Guðríður Arnardóttir lagði til að afgreiðslu yrði vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar. Var það samþykkt með tveimur samhljóða atkvæðum, sbr. lið 8 í fundargerð bæjarráðs 3/5. Bæjarstjórn staðfesti breytt deiliskipulag með tíu atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi var fjarverandi.
1202235 - Austurkór 7-13. Breytt deiliskipulag.
Guðríður Arnardóttir lagði til að afgreiðslu yrði vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar. Var það samþykkt með tveimur samhljóða atkvæðum, sbr. lið 9 í fundargerð bæjarráðs 3/5. Bæjarstjórn samþykkti breytt deiliskipulag með níu atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi sat hjá og einn bæjarfulltrúi var fjarverandi.
1204081 - Kópavogsbrún 1, breytt deiliskipulag
Guðríður Arnardóttir lagði til að afgreiðslu yrði vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar. Var það samþykkt með tveimur samhljóða atkvæðum, sbr. lið 10 í fundargerð bæjarráðs 3/5. Bæjarstjórn samþykkti breytt deiliskipulag með tíu atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi var fjarverandi.
0801003 - Skotfélag Kópavogs, ósk um æfingasvæði
Guðríður Arnardóttir lagði til að afgreiðslu yrði vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar. Var það samþykkt með tveimur samhljóða atkvæðum, sbr. lið 11 í fundargerð bæjarráðs 3/5. Bæjarstjórn staðfesti synjun skipulagsnefndar með ellefu atkvæðum.
1011193 - Kópavogstún - Kópavogsgerði. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar afgreiðslu til bæjarstjórnar, sbr. lið 12 í fundargerð bæjarráðs 3/5. Ólafur Þór Gunnarsson óskaði eftir því að þessari tillögu yrði frestað. Sú tillaga var borin upp til atkvæða. Fimm bæjarfulltrúar sögðu já, sex bæjarfulltrúar sögðu nei. Tillagan var felld. Bæjarstjórn samþykkti að auglýsa breytingu á skipulagi með sex atkvæðum. Fimm bæjarfulltrúar voru á móti.
Skipulagsnefnd felur skipulagstjóra að skoða hugsanlegar lausnir og leggja fram fyrir næsta fund.