Skipulagsnefnd

1190. fundur 17. maí 2011 kl. 16:30 - 18:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundargerð ritaði: Birgir H. Sigurðsson skipulagsstjóri
Dagskrá

1.1104024 - Bæjarráð - 2592

Bæjarráð 28. apríl 2011.

1102013 - Smiðjuvegur 48 og 50. Óskað heimildar til gera bílastæði austan við lóð
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

1103280 - Grundarhvarf 2a, breytt deiliskipulag
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

1103344 - Lækjarbotnaland 35, stækkun
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

1103073 - Kársneshöfn. Athafnasvæði. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

1103373 - Dalsmári 9-11, útisvæði
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

1103343 - Lausar lóðir apríl 2011
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og felur sviðsstjóra umhverfissviðs að auglýsa lausar lóðir í bænum. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram tillögu um að kalla saman sérfræðinga á byggingamarkaðnum með það að markmiði að greina hvaða tegundir bygginga komi sem best til móts við þarfir markaðarins á komandi árum. Bæjarráð vísar tillögunni til nánari útfærslu skipulagsnefndar og felur nefndinni að taka saman þau gögn sem liggja fyrir um breytta eftirspurn á byggingamarkaði.

0701100 - Endurskoðun Aðalskipulags Kópavogs 2000-2012.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

2.1103343 - Lausar lóðir apríl 2011

Lögð fram eftirfarandi bókun bæjarráðs frá 28. apríl 2011:
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og felur sviðsstjóra umhverfissviðs að auglýsa lausar lóðir í bænum. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram tillögu um að kalla saman sérfræðinga á byggingamarkaðnum með það að markmiði að greina hvaða tegundir bygginga komi sem best til móts við þarfir markaðarins á komandi árum. Bæjarráð vísar tillögunni til nánari útfærslu skipulagsnefndar og felur nefndinni að taka saman þau gögn sem liggja fyrir um breytta eftirspurn á byggingamarkaði.
Jón Bjarni Gunnarsson og Friðrik Ólafsson frá Samiðn mæta til fundarins og gera grein fyrir upplýsingu um stöðu byggingariðnaðarins á höfuðborgarsvæðinu og í Kópavogi.

Skipulagsnefnd þakkar fulltrúum Samiðnar fyrir greinargóðar upplýsingar.

Skipulagsnefnd samþykkir framlagða áætlun sviðsstjóra umhverfissviðs dags. 17. maí 2011 um kynningu lausra lóða.

Í vinnslu.

3.1010192 - Rjúpnahæð vesturhluti, breytt aðalskipulag.

Lagt fram erindi Umhverfisráðuneytisins dags. 2. maí 2011 þar sem fram kemur að ráðuneytið hafi staðfest breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2000-2012 fyrir Rjúpnahæð vesturhluta. Breytingin tók gildi 16. maí 2011 með birtingu auglýsingar í B-deild.

Lagt fram.

4.905237 - Borgarholtsbraut 15. Ósk um breytt aðgengi.

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga Skipulags- og byggingardeildar að breyttu aðgangi lóðarinnar nr. 15. við Borgarholtsbraut. Lögð fram drög að endurnýjum lóðarleigusamningi fyrir lóðina sem tekur mið af afmörkun lóðarinnar samanber gildandi deiliskipulag sem samþykkt var í bæjarráði 24. maí 2002 og útgefið í B-deild Stjórnartíðinda 19. júní 2002. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir og ábendingar: Jón Guðlaugur Magnússon, dags. 28. mars 2011, Valgerður Benediktsdóttir, dags. 29. mars 2011, Árni Björn Jónsson og Guðrún Ragnarsdóttir, dags. 29. mars 2011. Lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar við athugasemdir og ábendingar er bárust á kynningartíma. Er umsögnin dags. 17. maí 2011.

Skipulagsnefnd samþykkir að heimilt verði að ljúka framkvæmdum við gerð aksturs- og gönguaðkomu að húsinu nr. 15 við Borgarholtsbraut í samræmi við kynnta tillögu að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar. Tillaga þessi er m.a. gerð með hliðsjón af 8. mgr. 8. gr. byggingarreglugerðar nr. 441/1998 og 63 gr. sömu laga þar sem fram kemur að tryggja þurfi aðkomu að húsinu sem uppfylli þar tilgreind skilyrði.

 

Þá verði lóðarhafa að Borgarholtsbraut 15 gert skilt að leggja fram tillögu að mögulegri ?afskermun? fyrirhugaðra bílastæða á lóðinni til suðurs þ.e. gagnvart lóðamörkum Skjólbrautar 18 og 20. Lóðarhafi skal kynna hana fyrir bæjaryfirvöldum og lóðarhöfum Skjólbrautar 18 og 20 áður en framkvæmdir hefjast að nýju.  

Lóðarhafa að Borgarholtsbraut 15 er jafnframt bent á að breyta þarf samþykktum byggingarnefndarteikningum frá 7. ágúst 2002 m.a. hvað varðar aðkomu og bílastæði á lóð. Lagt er til að með breyttum byggingarnefndarteikningum fylgi séruppdráttur sem útskýri fyrirhugaða afskermum bílastæða gagnvart lóðum við Skjólbraut 18 og 20. 

Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar

5.1102243 - Kópavogsbakki 2- 4 og 6, breytt deiliskipulag.

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga Skipulags- og byggingardeildar að breyttu deiliskipulagi við Kópavogsbakka 2 og 4 í mkv. 1:2000 dags. 15. febrúar 2011. Enn fremur lagt fram bréf Gunnar Þórs Gíslasonar og Sólveigar Ingólfsdóttur dags. 18. apríl 2011 ""Andmæli við athugasemdir og ábendingar vegna breytingu á deiliskipulagi við Kópavogsbakka"". Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir og ábendingar: Björg Gísladóttir, Ásdís Ólafsdóttir, Sverrir Matthíasson, Magnús V. Jóhannsson, Árni Þorsteinsson, Guðmundur Jóhann Jónsson, Gunnar Freyr Sverrisson, Logi Kristjánsson, Jónas Haraldsson og Katrín Gísladóttir, dags. 6. mars 2011, Björn Ingi Sveinsson, dags. 14. mars 2011. Lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar við athugasemdir og ábendingar er bárust á kynningartíma. Er umsögnin dags. 17. maí 2011.

Guðný Pálsdóttir vék af fundi undir þessum lið 

Hafnað á grundvelli innsendra athugasemda. Jóhann Ísberg situr hjá við afgreiðslu málsins.

Vísað til bæjarráðs.

6.1104228 - Kastalagerði 4, deiliskipulag

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi lóðarhafa dags. 13. apríl 2011 þar sem óskað er heimildar til að byggja við kjallara hússins. Uppdrættir í mkv. 2000 og 1:200 dags. 29. apríl 2011. Erindið var grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum við Kastalagerði nr. 6, Urðarbraut nr. 5 og 7 og Borgarholtsbraut nr. 18.
Þá lagður fram kynningaruppdráttur með áritun ofangreindra lóðarhafa sem gera ekki athugasemdir við fyrirhugaðar framkvæmdir að Kastalagerði 4.

Samþykkt.

Vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

7.1103083 - Fífuhvammur 25. Viðbygging

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga lóðarhafa að Fífuhvammi 25. Í breytingunni felst heimild til að byggja viðbyggingu ofan á bílskúr. Greinargerð, uppdrættir og skýringarmyndir dags. 10. febrúar og 10. maí 2011 og mkv. 1:100, 1:200 og 1:500 gögn unnin af Verkfræðistofunnar Hamraborg. Athugasemd bars frá Ólafi Magnússyni Fífuhvammi 27, dags. 19. apríl 2011. Greint frá samráðfundi sem haldinn var með lóðarhöfum Fífuhvammi 27 13. maí 2011.Enn fremur lagðar fram ljósmyndir teknar af vettvangi 16. maí 2011.

Hafnað á grundvelli innsendra athugasemda og niðurstöðu skipulagsnefndar frá 18. janúar 2011.

Erindinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

8.1104026 - Kópavogsbraut 79, breytt deiliskipulag

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga ES. teiknistofunnar dags. 4. apríl 2011 að breyttu deiliskipulagi að Kópavogsbraut 79. Í tillögunni felst breytt staðsetning bílgeymslu í fyrirhugaðri nýbyggingu og lækkun húss um eina hæð. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 4. apríl 2011.
Erindið var grenndarkynnt í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum við Kópavogsbraut 76, 77, 78 og 80 og við Þingholtsbraut 40, 42 og 44. Þá lagður fram kynningaruppdráttur með áritun ofangreindra lóðarhafa sem gera ekki athugasemdir við fyrirhugaðar framkvæmdir að Kópavogsbraut 79.

Samþykkt.

Vísað til bæjarráðs.

9.1101196 - Fjallalind 108, breytt deiliskipulag.

Á fundi skipulagsnefndar 18. janúar 2011 var lagt fram erindi lóðarhafa nr. 108 við Fjallalind dags. 7. janúar 2011. Í erindi felst að óskað er eftir því að lóðarmörk verði færð 0,42 m til norð-austurs. Á lóðarmörkum er stoðveggur, sem aðhald vegna göngustígs meðfram lóðinni. Auk þessa óskar lóðarhafi eftir því að fá leyfi til að reisa bílskúr eða bílskýli á lóðinni.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdráttur dags. 14. jan. 2011.

Frestað.

10.1103144 - Vallartröð 12, deiliskipulag

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga lóðarhafa Vallartraðar 12. Í breytingunni felst heimild til að fá samþykkta kjallaraíbúð í húsinu sbr. uppdrættir Benjamíns Magnússonar, arkitekts dags. 11. mars 2011. Athugasemd barst frá Jóni Kristni Sverrissyni og Margréti Ormslev Ásgeirsdóttur, Vallartröð 4 dags. 22. apríl 2011. Lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar við athugasemdir og ábendingar er bárust á kynningartíma. Er umsögnin dags. 17. maí 2011.

Samþykkt.

Vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

11.1103082 - Austurkór 92. Breytt deiliskipulag

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju erindi Akralindar ehf. dags. 2. mars 2011 um breytt deiliskipulag á lóðinni nr. 92. Í breytingunni felst að byggingarreit fyrirhugaðs fjölbýlishúss er snúið, afmörkun lóðarinnar er breytt og hún stækkar, auk þess sem 6 stakstæðir bílskúrar verði á lóðinni í stað 3ja innbyggðra bílskúra. Meðfylgjandi er erindi lóðarhafa, kynningaruppdráttur skipulags- og byggingardeildar. Athugasemdir og ábendingar bárust frá lóðarhöfum Austurkórs 163-165, vakin er athygli á því að kynningu lýkur 18. maí 2011.

Athugasemdir og ábendingar lagðar fram.

Frestað.

12.1105099 - Endurskoðun aðalskipulags Ölfuss

Lagt fram erindi skipulags- og byggingarfulltrúa Ölfuss dags. 3. maí 2011 þar sem kynnt er lýsing á svipulagsverkefni og matslýsing fyrir endurskoðun aðalskipulags Ölfuss.

Lagt fram.

Ekki eru gerðar athugasemdir við lýsingu á skipulagsverkefni og matslýsingu fyrir endurskoðun aðalskipulags Ölfuss.

13.1104090 - Lausar kennslustofur.

Lagt fram erindi umhverfissvið dags. 17. maí 2011 um lausar kennslustofur á lóð leikskólans við Álfkonuhvarf, leikskólans við Rjúpnasali og á lóð Hörðuvallaskóla.

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að senda framlagðar tillögur að lausum kennslustofum í grenndarkynningu:

a) við Leikskólann  Álfkonuhvarfi til lóðarhafa við Álfkonuhvarf 7, 9, 11, 13 og 15, Álfahvarf 10, 12 og 14, Asparhvarf 17 og 19 Akurhvarf 16.

b) við Leikskólann Rjúpnasölum til lóðarhafa við Miðsali 8 og 10

c) við Hörðuvallaskóla til lóðarhafa við Baugakór 10, 12, 14 og 16.

14.1007118 - Skráning gamalla húsa.

Greint frá stöðu mála.
Lögð fram verkefnalýsing og uppdrættir er sýna íbúðarhúsnæði byggt 1950 og fyrr dags. í maí 2011.

Samþykkt.

15.1005063 - Þríhnúkagígur

Á fundi skipulagsnefndar 18. maí 2010 var lagt fram erindi Skipulags- og umhverfissviðs varðandi Þríhnúkagíg, framvindu undirbúningsvinnu fyrir skilgreiningu og mótun friðlýsingar, breytingar á skipulagi og gerð umhverfisskýrslu.
Stefán Gunnar Thors, umhverfishagfræðingur VSÓ Ráðgjöf gerði grein fyrir málinu.
Skipulagsnefnd lagði til við bæjarráð að fela Skipulags- og umhverfissviði í samvinnu við Þríhnúka ehf. að hefja vinnu við friðlýsingu Þríhnúkagígs, breytingar á skipulagi og gerð umhverfisskýrslu.
Á fundi bæjarráðs 20. maí 2010 var afgreiðsla skipulagsnefndar samþykkt og erindinu vísað til Skipulags- og umhverfissviðs til úrvinnslu.
Á fundi skipulagsnefndar 21. september 2010 var erindið lagt fram að nýju og greint frá stöðu mála. Enn fremur lagt fram minnisblað VSÓ ráðgjafa dags. 13. september 2010 - Samanburður á friðlýsingu og hverfisvernd ásamt minnisblaði Skipulags- og umhverfissviðs dags. 27. ágúst 2010 um verklag fyrirhugaðrar skipulagsvinnu við Þríhnúka.
Skipulagsnefnd samþykkir að unnið verði áfram að framvindu undirbúningsvinnu.
Á fundi skipulagsnefndar 18. janúar 2011 var erindið lagt fram á ný ásamt greinargerð VSÓ Ráðgjöf dags. desember 2010. Sviðsstjóri gerði grein fyrir framvindu varðandi verkferli við mat á umhverfisáhrifum. Greindi einnig frá fundi með fulltrúum Vegagerðarinnar dags. 5. janúar 2011 um úttekt á Bláfjallavegi með tilliti til vatnsverndar og hugmynda um aðkomu að Bláfjallasvæði og Þríhnúkagíg.
Skipulagsnefnd samþykkir að óska eftir umsögn Náttúrufræðistofnunar í Garðabæ og Náttúruminjasafns Íslands um náttúrufræðilegt gildi Þríhnúkagígs og tengdra minja um eldvirkni.

Lagt fram álit Náttúrufræðistofnunar íslands dags. 13. apríl 2011. Enn fremur lögð fram drög að matsáætlun: Þríhnjúkagígur. Aðgengi ferðamanna. Mat á umhverfisáhrifum. Tillaga að matsáætlun - drög VSO Ráðgjöf, apríl 2011.

Skipulagsnefnd samþykkir að efna til samráðsfundar með umhverfis- og samgöngunefnd, menningar- og þróunarráði, stjórn skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins og Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogsvæðis þar sem forsvarsmenn Þríhnúka ehf. kynna verkefnið: Þríhnúkagígur. Aðgengi ferðamanna. Mat á umhverfisáhrifum. Tillaga að matsáætlun. Drög. dags. í apríl 2011.

16.701100 - Endurskoðun Aðalskipulags Kópavogs 2000-2012

Greint frá stöðu mála.

Skipulagsstjóri fór yfir stöðu mála og næstu skref.

Skipulagsnefnd óskar eftir samstarfi við umhverfis- og samgöngunefnd um endurskoðun Sd.21 og óskar eftir greinargerð um vinnu og verkferli við verkefnið.

17.804473 - Skjólbraut 13. Íbúar Skjólbraut 11a gera athugasemdir við framkvæmdir við nr. 13

Helga Júlíusdóttir íbúi á Skjólbraut 11A hafði samband við formann skipulagsnefndar vegna frágangi á lóðinni Skjólbraut 13.

Byggingarfulltrúa falin úrlausn málsins.

Fundi slitið - kl. 18:30.