Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga Skipulags- og byggingardeildar að breyttu deiliskipulagi við Kópavogsbakka 2 og 4 í mkv. 1:2000 dags. 15. febrúar 2011. Enn fremur lagt fram bréf Gunnar Þórs Gíslasonar og Sólveigar Ingólfsdóttur dags. 18. apríl 2011 ""Andmæli við athugasemdir og ábendingar vegna breytingu á deiliskipulagi við Kópavogsbakka"". Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir og ábendingar: Björg Gísladóttir, Ásdís Ólafsdóttir, Sverrir Matthíasson, Magnús V. Jóhannsson, Árni Þorsteinsson, Guðmundur Jóhann Jónsson, Gunnar Freyr Sverrisson, Logi Kristjánsson, Jónas Haraldsson og Katrín Gísladóttir, dags. 6. mars 2011, Björn Ingi Sveinsson, dags. 14. mars 2011. Lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar við athugasemdir og ábendingar er bárust á kynningartíma. Er umsögnin dags. 17. maí 2011.
Frestað.