Skipulagsnefnd

1175. fundur 16. febrúar 2010 kl. 16:30 - 18:30 Fannborg 6, 2.hæð
Fundargerð ritaði: Guðmundur G. Gunnarsson
Dagskrá

1.1001017 - Bæjarráð 21. janúar 2010. Bæjarstjórn 26. janúar 2010.

Bæjarráð 21. janúar 2010.

0905237 - Borgarholtsbraut 15, ósk um breytt aðgengi.

Bæjarráð tekur undir bókun skipulagsnefndar.

0910488 - Austurkór 161, breytt deiliskipulag.

Bæjarráð samþykkir erindið.

 

Bæjarstjórn 26. janúar 2010.

0910469 - Vatnsendi-þing, suðursvæði, breytt aðalskipulag.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna.

2.910430 - Skipulag vatnsverndar á höfuðborgarsvæðinu, breyting.

Á fundi skipulagsnefndar 3. nóvember 2009 er lögð fram tillaga Skipulags- og umhverfissviðs að breytingu á skipulagi vatnsverndar á höfuðborgarsvæðinu. Tillagan nær til svæðisins sunnan Vatnsvíkur sbr. uppdrátt 1:50.000 og greinargerð dags. í október 2009.
Frestað. Skipulagsnefnd óskar eftir umsögn aðliggjandi sveitarfélaga og Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis.
GÓJ vék af fundi eftir afgreiðslu skipulagsnefndar.
Á fundi skipulagsnefndar 16. febrúar 2010 er tillagan til umræðu á ný, ásamt bréfi Heilbrigðiseftirlits dags. 28. janúar 2010.
Ennfremur lagt fram minnisblað sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs dags. 3. febrúar 2010.

Lagt fram.

3.912623 - Kópavogsbraut 20, kynning 7. mgr. 43.gr. laga73/97.

Á fundi skipulagsnefndar 15. desember 2009 er lagt fram bréf byggingarfulltrúa varðandi nr. 20 við Kópavogsbraut dags. 15. desember 2009. Erindið varðar leyfi fyrir viðbyggingu við suðurhlið hússins að grunnfleti um 39 m² og alls um 58,3 m².
Meðfylgjandi: Skýringaruppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 27. nóv. ´09
Skipulagsnefnd samþykkir að senda erindið til kynningar til lóðarhafa Kópavogsbraut 2, 4, 6, 8, 10, 12, 14, 16, 18 og 22.
Fulltrúar Samfylkingar greiða atkvæði gegn afgreiðslunni og bóka: ,,Afstaða okkar til málsins er að götureiturinn verði deiliskipulagður.""
Kynning fór fram 21. desember 2009 til 26. janúar 2010. Engar athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 16. febrúar 2010 er erindið lagt fram að nýju.

Skipulagsnefnd hefur kynnt erindið í grenndarkynningu og vísar því til afgreiðslu byggingarnefndar. Fulltrúar Samfylkingar sitja hjá og vísa til bókunar um erindið.

4.912635 - Austurkór 64, breytt deiliskipulag.

Á fundi skipulagsnefndar 15. desember 2009 er lagt fram erindi Gunnars Páls Kristinssonar arkitekts dags. 15. desember 2009 fh. lóðarhafa nr. 64 við Austurkór. Í erindi er óskað eftir breyttri aðkomu að bílageymslu. Heildarflatarmál húss aukist um 95 m2. Bygging fer út fyrir byggingarreit á suður, vestur, norður og austurhlið. Einnig fer bygging upp úr byggingarreit vestan og austan megin. Sótt er um stækkun lóðar.
Meðfylgjandi: Uppdráttur í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 15. desember 2009.
Skipulagsnefnd samþykkir að senda erindið til kynningar til lóðarhafa Austurkórs 56, 58, 60, 62, 66, 68 og 70.
Fulltrúar Samfylkingar sitja hjá við afgreiðsluna.
Kynning fór fram 18. desember 2009 til 21. janúar 2010. Engar athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 16. febrúar 2010 er erindið lagt fram að nýju.

Skipulagsnefnd hafnar erindinu. Tveir greiða atkvæði með jákvæðri afgreiðslu erindisins, tveir hafna erindinu og einn situr hjá. Fulltrúar Samfylkingar bóka að "engin skipulagsleg rök eru fyrir breytingu á nýsamþykktu deiliskipulagi." Áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna tekur undir bókunina.

5.904140 - Álaþing 5, stækkun lóðar.

Á fundi skipulagsnefndar 21. apríl 2009 er lagt fram erindi lóðarhafa nr. 5 við Álaþing dags. 17. apríl 2009. Erindið varðar leyfi til stækkunar lóðar til vesturs um 4 metra. Meðfylgjandi: Skýringaruppdráttur í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 17. apríl 2009.Skipulagsnefnd óskar umsagnar sviðsstjóra skipulags og umhverfissviðs og framkvæmda- og tæknisviðs.
Á fundi skipulagsnefndar 19. maí 2009 er erindið lagt fram að nýju ásamt umsögn sviðsstjóranna.
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs fór yfir málið.
Skipulagsnefnd samþykkir að erindið verði kynnt lóðarhöfum Álaþingi 1, 16, 18, 20 og 22. Skipulagsnefnd vekur athygli á samningum um lóðargjöld.
Kynning fór fram 24. júní til 28. júlí 2009. Engar athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 26. ágúst 2009 er erindið lagt fram á ný.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagt erindi og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs. Skipulagsnefnd vekur athygli á samningum um lóðargjöld.
Á fundi skipulagsnefndar 16. febrúar 2010 er erindið lagt fram að nýju, ásamt bréfi til lóðarhafa dags. 30. nóvember 2009.

Skipulagsnefnd samþykkir að fela skipulagsstjóra að hafa samband við lóðarhafa vegna samþykktar deiliskipulags í B - deild Stjórnartíðinda.  

 

6.909148 - Ofanbyggðavegur, breytt deiliskipulag

Á fundi skipulagsnefndar 15. september 2009 er lagt fram erindi skipulagsstjóra Kópavogs og skipulagsstjóra Garðabæjar dags. 10. september 2009. Erindið varðar deiliskipulag hluta nýs Ofanbyggðavegar, sem nær til hluta Ofanbyggðavegar, frá Arnarnesvegi fram yfir hringtorg, sem tengir saman íbúðabyggð Smalaholts og fyrirhugaða byggð Hnoðraholts innan lögsögu Garðabæjar við fyrirhugaðan Arnarnesveg. Deiliskipulagssvæðið er á mörkum Garðabæjar og Kópavogs og er um 3 ha að stærð. Megin tilgangur tillögunnar um safngötu á umræddum kafla Ofanbyggðarvegar er að tengja ofangreint byggingarsvæði innbyrðis og við stofnbrautina Arnarnesveg. Gert er ráð fyrir að vegstæði safngötunnar liggi í væntanlegri legu Ofnabyggðarvegar sem er skilgreind sem tengibraut samkvæmt aðalskipulagi.
Tillagan er í samræmi við gildandi aðalskipulag samþykkt af umhverfisráðherra 26. apríl 2006.
Frestað. Skipulagsnefnd samþykkir að unninn verði deiliskipulagsuppdráttur fyrir umrætt svæði.
Á fundi skipulagsnefndar 16. febrúar 2010 er erindið lagt fram að nýju ásamt deiliskipulagstillögu.

Kynnt deiliskipulagstillaga. Skipulagsnefnd samþykkir að áfram verði unnið að erindinu.

7.905237 - Borgarholtsbraut 15. Ósk um breytt aðgengi.

Á fundi skipulagsnefndar 13. október 2009 er lagt fram erindi lóðarhafa nr. 15 við Borgarholtsbraut dags. 1. júlí 2009. Erindið varðar ósk um breytta aðkomu að húsi.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdrættir dags. 16. júlí ´09 í mkv. 1:500 og 1:100.
Lagt er fram bréf Forum lögmanna fh. lóðarhafa dags. 14. september 2009 ásamt myndum af svæðinu.
Skipulagsnefnd samþykkir að óska eftir umsögn bæjarlögmanns um framlögð gögn.
Á fundi skipulagsnefndar 3. nóvember 2009 er erindið lagt fram að nýju.
Frestað, þar sem umsögn liggur ekki fyrir.
Á fundi skipulagsnefndar 19. janúar 2010 er erindið lagt fram að nýju ásamt erindi Forum lögmenn fh. lóðarhafa dags. 18. desember 2009. Þá lögð fram umsögn umsögn bæjarlögmanns dags. 15. janúar 2010.
Skipulagsnefnd bendir á að fyrir umrædda lóð er í gildi deiliskipulag samþykkt í bæjarráði 24. maí 2002 og birt í B-deild Stjórnartíðinda 19. júní 2002. Jafnframt er í gildi aðaluppdrættir (byggingarnefndaruppdrættir) samþykktir 7. ágúst 2002. Þær framkvæmdir sem lóðarhafi réðist í á síðast liðnu hausti brjóta í bága við ofangreind gögn þ.e. gilt deiliskipulag og samþykktar byggingarnefndarteikningar. Lóðarhafa mátti vera ljóst að lóðin að Borgarholtsbraut 15 er á mjög viðkvæmu svæði frá náttúrunnar hendi og því mikilvægt að allar breytingar séu unnar í samráði við og með heimild bæjaryfirvalda. Það var ekki gert. Skipulagsnefnd vill benda lóðarhafa á gr. 62.4 í skipulagsreglugerð nr. 441/1998 en þar segir m.a.: ,,Óheimilt er að breyta notkun lóðar frá því sem upphaflega var áætlað , nema með samþykki byggingarnefndar"". Nefndin vill jafnframt benda lóðarhafa á 4. og 5. mgr. 56. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 en þar segir m.a.: ,,Óheimilt er að breyta skipulagi svæðis þar sem framkvæmt hefur verið í ósamræmi við skipulag fyrr en hin ólöglega bygging, eða byggingarhluti, hefur verið fjarlægt, jarðrask afmáð eða starfsemi hætt. Byggingarnefnd getur ávallt mælt fyrir um að fjarlægja skuli ólöglega byggingu eða byggingarhluta, jarðrask skuli afmáð eða starfsemi hætt."" Skipulagsnefnd ítrekar fyrri bókun sína frá 2. október 2007 og hafnar málinu. Skipulagsnefnd vísar málinu til afgreiðslu byggingarnefndar samanber ofangreint. Skipulagsnefnd felur bæjarlögmanni að svara erindi lögmanns lóðarhafa dags. 1. júlí 2009.
Á fundi skipulagsnefndar 16. febrúar 2010 er erindið lagt fram að nýju, ásamt bréfi Forum lögmanna fh. lóðarhafa dags. 25. janúar 2010.

Lagt fram. Skipulagsnefnd vísar til afgreiðslu skipulagsnefndar 19. janúar 2010. 

8.1001088 - Aðalgatnakerfi Kópavogs, hávaðakort.

Á fundi skipulagsnefndar 19. janúar 2010 er lagt fram erindi Umhverfisstofnunar dags. 12. janúar 2010. Erindið varðar gerð hávaðakorts og skráningu yfir stóra vegi(aðalgatnakerfi), sbr. reglugerð nr. 1000/2005.
Skipulagsnefnd felur bæjarskipulagi að gera umsögn um erindið fyrir næsta fund skipulagsnefndar.
Á fundi skipulagsnefndar 16. febrúar 2010 er erindið lagt fram að nýju ásamt umsögn dags. 12. febrúar 2010.

Lagt fram til kynningar.

9.1002050 - Kastalagerði 8, kynning sbr.7.mgr.43.gr.laga 73/97.

Á fundi skipulagsnefndar 16. febrúar 2010 er lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 16. febrúar 2010 um byggingarleyfisumsókn lóðarhafa nr. 8 við Kastalagerði. Í erindinu er óskað eftir gera herbergi í viðbyggingu til suðurs um 28 m².
Meðfylgjandi: Skýringaruppdráttur dags. 1. febrúar 2010 í mkv. 1:100.

Formaður víkur sæti við afgreiðslu erindisins. Skipulagsnefnd samþykkir að senda erindið í kynningu til lóðarhafa Kastalagerði 1, 3, 4, 5, 6, 9, 11 og 13. Borgarholtsbraut 14, 16 og 18. Fulltrúar Samfylkingar sitja hjá við afgreiðslu erindisins og vísa til bókunar í máli 6. á fundinum.

10.1002114 - Ögurhvarf 6, fyrirspurn

Á fundi skipulagsnefndar 16. febrúar 2010 er lagt fram erindi Arkís arkitekta dags. 11. febrúar 2010 fh. lóðarhafa nr. 6 við Ögurhvarf. Erindið er fyrirspurn, um álit á því hvort setja megi á lóðina sjálfvirka bensínafgreiðslu og auglýsingaskilti.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdráttur dags. 11. feb.´10 í mkv. 1:500 og 1:200

Skipulagsnefnd samþykkir að fela skipulagsstjóra að afla frekari upplýsinga og skila greinargerð á næsta fund skipulagsnefndar.

11.701100 - Endurskoðun Aðalskipulags Kópavogs 2008-2020

Á fundi skipulagsnefndar 15. desember 2009 er niðurstaða íbúafunda kynnt.
Á fundi bæjarráðs 5. nóvember 2009 var samþykkt að fela skipulags- og umhverfissviði að halda hverfafundi með íbúum um endurskoðun Aðalskipulags og Staðardagskrá 21.
Þrír hverfafundir voru haldnir 18. til 25. nóvember 2009. Kórar, Hvörf og Þing, 19. nóv. Smárar, Lindir og Salir, 23. nóv. Vestur- og austurbær 25. nóv.
Lögð eru fram gögn, með upplýsingum og ábendingum frá hverfafundunum. Skipulagsnefnd þakkar íbúum fyrir þátttökuna og góðar hugmyndir, sem og starfsfólki bæjarins fyrir góða vinnu.
Á fundi skipulagsnefndar 16. febrúar 2010 eru lögð fram drög að niðurstöðu íbúafundanna og drög að greinargerð með endurskoðun Aðalskipulags og Staðardagskrá 21.

Umhverfisfræðingur kom til fundar.

Sviðsstjóri, skipulagsstjóri og umhverfisfræðingur kynntu stöðu málsins. 

Fundi slitið - kl. 18:30.