Á fundi skipulagsnefndar 15. desember 2009 er lagt fram bréf byggingarfulltrúa varðandi nr. 20 við Kópavogsbraut dags. 15. desember 2009. Erindið varðar leyfi fyrir viðbyggingu við suðurhlið hússins að grunnfleti um 39 m² og alls um 58,3 m².
Meðfylgjandi: Skýringaruppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 27. nóv. ´09
Skipulagsnefnd samþykkir að senda erindið til kynningar til lóðarhafa Kópavogsbraut 2, 4, 6, 8, 10, 12, 14, 16, 18 og 22.
Fulltrúar Samfylkingar greiða atkvæði gegn afgreiðslunni og bóka: ,,Afstaða okkar til málsins er að götureiturinn verði deiliskipulagður.""
Kynning fór fram 21. desember 2009 til 26. janúar 2010. Engar athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 16. febrúar 2010 er erindið lagt fram að nýju.
Bæjarráð 21. janúar 2010.
0905237 - Borgarholtsbraut 15, ósk um breytt aðgengi.
Bæjarráð tekur undir bókun skipulagsnefndar.
0910488 - Austurkór 161, breytt deiliskipulag.
Bæjarráð samþykkir erindið.
Bæjarstjórn 26. janúar 2010.
0910469 - Vatnsendi-þing, suðursvæði, breytt aðalskipulag.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna.