Skipulagsnefnd

1203. fundur 23. janúar 2012 kl. 16:30 - 18:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Birgir Hlynur Sigurðsson sviðsstjóri
  • Smári Magnús Smárason skipulagsstjóri
  • Guðný Dóra Gestsdóttir formaður
  • Guðmundur Örn Jónsson aðalfulltrúi
  • Vilhjálmur Einarsson aðalfulltrúi
  • Jóhann Ísberg aðalfulltrúi
  • Kristinn D Gissurarson áheyrnarfulltrúi
  • Steingrímur Hauksson embættismaður
  • Margrét Björnsdóttir aðalfulltrúi
Fundargerð ritaði: Birgir H. Sigurðsson skipulagsstjóri
Dagskrá

1.1111285 - Hvannhólmi 4, umsókn um byggingarleyfi.

Frá byggingarfulltrúa:
Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga Einars V. Tryggvasonar, arkitekts fh. lóðarhafa þar sem óskað er heimildar til að byggja sólstofu, stækka kjallara og anddyri að Hvannhólma 4. Uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:100 dags. 4. nóvember 2011. Tillagan var grenndarkynnt með tilvísan í 44. gr skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum Hvannhólma 2, 6, 8, 10, 12, 14 og Vallhólma 4, 6, 8, 10. Kynningartíma lauk 23. janúar 2012. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.

Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

2.1111561 - Mánabraut 9, umsókn um byggingarleyfi.

Frá byggingarfulltrúa:
Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga Jóns Ólafs Ólafssonar, arkitekt Batteríinu fh. lóðarhafa að byggingu sólstofu að Mánabraut 9. Uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:100 dags. 25. nóvember 2011. Tillagan var grenndarkynnt með tilvísan í 44. gr skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum Mánabraut 7, 11 og Sunnubraut 8, 10. Kynningartíma lauk 23. janúar 2012. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.

Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

3.1112026 - Hlégerði 11, umsókn um byggingarleyfi.

Frá byggingarfulltrúa:
Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga Þorleifs Eggertssonar, arkitekts fh. lóðarhafa þar sem óskað er eftir heimild til að reisa viðbyggingu við húsið að Hlégerði 11. Uppdrættir í mkv. 1: 500 og 1:100 dags. 11. nóvember 2011. Tillagan var grenndarkynnt með tilvísan í 44. gr skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum Hélgerði 8, 9, 13, Kópavogsbraut 87, 80, 82 og Suðurbraut 1, 3. Kynningartíma lauk 23. janúar 2012. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.

Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

4.1006175 - Víghólastígur 24, umsókn um byggingarleyfi.

Frá byggingarfulltrúa.
Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga Hauks Ásgeirssonar, verkfræðings fh. lóðarhafa þar sem fram kemur ósk um viðbyggingu við húsið að Víghólastíg 24. Uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:100 dags. 18. nóvember 2011. Tillagan var grenndarkynnt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum Víghólastíg 21, 22 og Digranesheiði 7, 9, 11. Kynningartíma lauk 23. janúar 2012. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.

Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

5.701100 - Endurskoðun Aðalskipulags Kópavogs 2000-2012.

Farið yfir drög að texta greinargerðar varðandi meginmarkmið og leiðir í köflum 2-6.

Fundi slitið - kl. 18:30.