Skipulagsnefnd

1207. fundur 21. mars 2012 kl. 16:30 - 18:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Birgir Hlynur Sigurðsson embættismaður
  • Smári Magnús Smárason embættismaður
  • Guðný Dóra Gestsdóttir aðalfulltrúi
  • Guðmundur Örn Jónsson aðalfulltrúi
  • Vilhjálmur Einarsson aðalfulltrúi
  • Jóhann Ísberg aðalfulltrúi
  • Kristinn D Gissurarson aðalfulltrúi
  • Steingrímur Hauksson embættismaður
  • Einar Ingvarsson áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Birgir H. Sigurðsson skipulagsstjóri
Dagskrá

1.1202015 - Bæjarráð - 2631 23. febrúar 2012.

1202010F - Skipulagsnefnd 21. febrúar 2012
1205. fundur

1201109 - Austurkór 74, breytt deiliskipulag
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og samþykkir erindið.

1111452 - Huldubraut 15, umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu byggingarnefndar og samþykkir erindið.

1202321 - Austurkór 78. Rými í kjallara.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og samþykkir erindið.

1202318 - Austurkór 88-92. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og hafnar erindinu.

1103343 - Lausar lóðir apríl 2011
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarráð að lausar lóðir verði auglýstar, sbr. lið 15 í fundargerð 21/2.

Bæjarráð samþykkir að lóðirnar skuli auglýstar og felur bæjarstjóra að fylgja málinu eftir.

2.1101196 - Fjallalind 108, breytt deiliskipulag.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi lóðarhafa nr. 108 við Fjallalind dags. 7. janúar 2011.

Skipulagsnefnd samþykkti 18. janúar 2012 á grundvelli umsagnar lögmanns umhverfissviðs og með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Fjallalindar 104, 106, 147, 149 og 151. Skipulagsnefnd óskar jafnframt eftir upplýsingum um kostnað vegna skemmda á umræddum göngustíg. Ábendingar bárust frá Kristínu Ragnarsdóttur, sbr. erindi dags. 20. febrúar 2012.

Samþykkt. Á það skal bent að lóðarhafi framkvæmdi ítrekað án heimildar. Skipulagsnefnd vísar til fyrri bókana varðandi gjaldtöku.

Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

3.1201099 - Bakkasmári 16, breytt deiliskipulag

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Sigurþórs Aðalsteinssonar, arkitekts f.h. lóðarhafa þar sem óskað er eftir að byggja við sökkulrými við norðausturgafl hússins að Bakkasmára 16 og reisa þar á garðskála. Uppdráttur í mkv. 1:200 og 1:1000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 6. desember 2011. Tillagan var grenndarkynnt með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum Bakkasmára 14, 18, 21,. 23 og Bergsmára 7 og 8. Þá lagt fram undirritað samþykki ofangreindra lóðarhafa fyrir fyrirhuguðum breytingu.

Samþykkt.

Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

4.1203144 - Dalvegur - hringtorg, breytt deiliskipulag

Lögð fram tillaga Umhverfissviðs dags. 12. mars 2012 um staðsetningu hringtorgs við Dalveg 10-14 og lóð Sorpu í samræmi við greinargerð vinnustofunar Þverár dags. í ágúst 2005 varðandi umferðarmál á m.a. Dalvegi. Ofangreind greinargerð var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs 11. október 2005. Í tillögunni felst að vinstri begja verður aðeins heimiluð lögreglubifreiðum við gatnamót Dalvegar 18. Teikningar frá vinnustofunni Þverá efh dags. 12. mars 2012 í mkv. 1:2000

Samþykkt.

Skipulagsnefnd felur skipulags- og byggingardeild að hefja undirbúning að breytu deiliskipulagi.

5.1203155 - Oddfellowblettur við Hólmsárbrú, deiliskipulag.

Lagt fram erindi Konráðs Adolphssonar dags. 27. febrúar 2012, lóðarhafa Oddfellowblettar sem er 4.5 ha svæði við Hólmsarbrú, landnr. 206-6820. Í erindinu er þess óskað að koma fyrir tveimur 5 hæða íbúðarbyggingum sérstaklega ætlað eldri borgurum á landinu

Með tilvísan til afgreiðslu skipulagsnefndar frá 18. maí 2010 er ofangreindu erindi hafnað.

Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

6.1201105 - Hellisheiðarvirkjun, ylrækarver, breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju erindi Sigurðar Jónssonar, skipulags- og byggingarfulltrúa Sveitarfélagsins Ölfuss dags. 5. janúar 2012. Erindinu fylgir skipulagslýsing og kynningargögn vegna deiliskipulags ylræktarvers við Hellisheiðavirkjun.
Á fundi skipulagsnefndar 17. janúar 2012 var afgreiðslu erindisins frestað og óskað eftir umsögn heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis um tillöguna vegna nálægðar fyrirhugaðs framkvæmdasvæðis við vatnsverndarsvæða höfuðborgarsvæðisins.
Lögð fram umsögn HHK. dags. 28. febrúar 2012.

Á gundvelli niðurstöðu heilbrigðisnefndar frá 27. febrúar 2012 gerir skipulagsnefnd Kópavogs ekki athugasemdir við skipulagslýsingu og kynningargögn vegna fyrirhugaðrar deiliskipulagsbreytingar ylræktarvers við Hellisheiðarvirkjun.

Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

7.1203154 - Álmakór 7 og 9. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga Ríkharðs Oddssonar, byggingatæknifræðings f.h. lóðarhafa dags. 26. janúar 2012 þar sem óskað er eftir að breyta deiliskipulagi á lóðunum nr. 7 og 9 við Álmakór. Í breytingunni felst að á lóðinu verði byggð parhús á einni hæð í stað einbýlishúss á tveimur hæðum, byggingarreitir stækka, nýtingarhlutfall sem og hámarks byggingarmagn breytist. Uppdrættir í mkv. 1:200 dags. 26. janúar 2012.

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Álmakórs 1, 2. 3. 4, 5, 6, 8, 10, 11, 13 og 17.

8.1203160 - Digranesvegur 8, breytt nýting húsnæðis

Frá byggingarfulltrúa.
Lagt fram erindi Hallgríms Smára Jónssonar með leyfi lóðarhafa eignarhaldsfélagsins Okkar efh. um heimild til að veita Bílaleigu Kópavogs ehf. heimild til að hefja rekstur bílaleigu í bílageymslu á lóðinni að Digranesvegi 8. Í fullum rekstri er gert ráð fyrir 8 útleigubílum og er starfsemin hluti að núverandi bón og þrifstöð. Einnig lögð fram fyrirspurn Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis til byggingarfulltrúans í Kópavogs dags. 8. febrúar 2012 þar sem óskað er umsagnar hvort leyfisveiting til umrædds rekstrar sé í samræmi við forsendur við nýtingu húsnæðis.

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga að kynna umrætt erindi fyrir lóðarhöfum Digranesvegar 8, 10, 12, Vogatungu 22, 24 og 26.

9.1203162 - Flugbraut fyrir módel flug við Bláfjallaveg

Lagt fram erindi Einar Páls Einarssonar Hjallahlíð 19c f.h. flugmódeldeildar Þyts. Í erindinu er óska eftir leyfi til að koma fyrir rýrri flugbraut sem er 10 metrar á breidd og 100 metrar á lengd fyrir módelflug. Fyrirhuguð flugbraut liggur þvert á núverandi flugbraut sem staðsett er vestan Bláfjallavegar sbr. meðfylgjandi loftmynd. Engar byggingar eru áformaðar við flugbrautina.

Frestað.

Skipulagsnefnd óskar eftir umsögn Flugmálastjórnar, HHK, Svifflugfélags Íslands og umhverfis- og samgöngunefndar.

10.905148 - Ástún 6, breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga Stefáns Hallssonar byggingartæknifræðings að breyttu deiliskipulagi við Ástún 6. Í breytingunni felst að fyrirhuguðum byggingarreit er breytt og hann aðlagaður aðliggjandi byggingum, fyrirhuguð bílgeymsla er felld út, fjöldi íbúða breytist úr 12 í 14, aðkomu er breytt og fyrirkomulagi bílastæða á lóð.

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa ofangreinda breytingu á deiliskipulagi við Ástún 6.

Vísað til afgreiðslu bæjarráðs. Guðmundur Örn situr hjá.

11.1203180 - Furugrund 44, deiliskipulag

Frá byggingarfulltrúa.
Lagt fram erindi Kristins Ragnarsonar, arkitekts f.h. lóðarhafa að byggingu fjölbýlishús með 7 íbúðum á þremur hæðum. Tillagan gerir ráð fyrir 4 íbúðum yfir 80 m2 og þremur undir 80 m2. Bílastæði á lóð verða 11 og nýtingarhlutfall er áætlað 1.15

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna ofangreinda tillögu fyrir lóðarhöfum Furugrundar 36, 38, 40, 42, 46, 48, 50, 52, 54 og 56.

12.1110159 - Austurkór 104 (áður 92), breytt deiliskipulag

Lagt fram erindi Jóns Hrafns Hlöðverssonar, byggingafræðings fh. lóðarhafa dags. 15. mars 2012. Í erindinu felst að fyrirhugað fjölbýlishús er byggt út úr reit sem menur 0.8 m á hvorri hlið. Þá lagt fram samþykki lóðarhafa Austurkórs 102, 179, 181, 183 og 185 dags. 7., 12., 14. og 16. mars 2012.

Með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2012 samþykkir skipulagsnefnd umrædda tillögu.

Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

13.1203202 - Kópavogsbakki 2, breytt deiliskipulag

Lagt fram erindi Sigurðar Halldórssonar arkitekts dags. 15. mars 2012 f.h. lóðarhafa að Kópavogsbakka 2.
Í erindinu felst að nýta rými undir húsinu sem íveruherbergi sbr. uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:100 dags. í mars 2012.

Skipulagsnefnd samþykkir á grundvelli 43. gr. skipulagslaga að kynna erindið fyrir lóðarhöfum Kópavogsbakka 1, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 10, 11, 13, og 15. Guðmundur Örn situr hjá.

14.1203211 - Vatnsendahvarf, Tóna- og Turnahvarf, breytt deiliskipulag.

Lögð fram drög að breyttu skipulagi við Tóna- og Turnahvarf. Í breytingunni felst að iðnaðar- og verslunarsvæði verði íbúðarsvæði. Uppdrættir í mkv. 1:1000 ásamt skýringarmyndum.

Kynnt.

Skipulagsnefnd samþykkir að fela Skipulags- og byggingardeild að hefja undirbúning á breytingu á skipulagi svæðisins sbr. ofangreint.

15.1011193 - Kópavogstún - Kópavogsgerði. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga Skipulags- og byggingardeildar að breyttu deiliskipulagi við Kópavogstún og Kópavogsgerði að breyttu deiliskipulagi,- tillögur A,B og C. Uppdrættir í mkv. 1:1000 dags. 20. mars 2012.

Frestað.

16.1006494 - Kópavogsbær - Kópavogshæli

Tilnefning í starfshóp um Kópavogstún.

Kristinn Dagur Gissurason verður fulltrúi nefndarinnar.

17.1202417 - Svæðisskipulag 2001-24, vinnuskjal rýnihóps

Skipulagsstjóri gerði grein fyrir vinnu rýnihóps um endurskoðun Svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins.

18.1202610 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024

Greint frá stöðu mála.

Fundi slitið - kl. 18:30.