Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga ARGOS ehf. arkitekta fh. lóðarhafa að byggingu sólstofu 33 m2 að flatarmáli á tveimur hæðum og 14,8 m2 svölum á þaki núverandi íbúðarhúss. Uppdrætti í kv. 1:100 dags. í október 2011. Tillagan var grenndarkynnt lóðarhöfum Selbrekku 6, 10 Álfhólsvegi 85, 87, 89, 91 og 93 í samræmi við 44 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Laðgaðar fram athugasemdir og ábendingar Hreggviðs Norðdahl, Svövu H. Guðmundsdóttur, Óttari Snædal Gyðmundssyni, Vigdísi S. Fjeldsted, Álfhólsvegi 93; Sigurði Sigurðbjörnssyni, Henný Árnadóttur, Guðnjóni Elí Sturlusyni, Hrefnu Rósinbergsdóttur, Álfhólsvegi 91 sbr. bréf dags. 9. september 2012; bréf Hjördísar Rósu Daníelsdóttur Selbrekku 6 dags. 21. ágúst 2012 þar sem gerðar eru athugasemdir við fyrirhugaða framkvæmd og bréf Hjördísar Rósu Daníelsdóttur dags. 5. september 2012 þar sem fyrri athugasemdir og ábendingar eru dregnar til baka.
Þá lagður fram árituð kynningargögn þar sem Hjördís R. Daníelsdóttir, Selbrekku 6; Helgi Hallgrímsson, Selbrekku 10; Hildur Björg Ingibergsdóttir, Ólafur Sveinbjörnsson, Guðlaug Jakobsdóttir, Álfhólsvegi 85; Árni G. Vigfússon, Ragnheiður H. Sæmundsdóttir Álfhólsvegi 87; Jón Gunnar Kristinsson, Birgir Óttar Ríkharðsson, Monica Roismann Álfhólsvegi 89; Dagný Mjöll Hjálmsdóttir Álfhólsvegi 91 gera ekki athugasemdir eða ábendingar við kynnta tillögu.
Þá lagðar fram götumyndir frá Selbrekku og Álfhólsvegi með og án sólstofu að Selbrekku 8 uppdrættir í mkv. 1:200 (A2) dags. 29. nóvember 2012 og tölfupóstur frá Stefáni Erni Stefánssyni arkitekt dags. 6. desember 2012.
Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 43. gr. skipulagslagan nr. 123/2010 að kynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Þorrasala 2-10 og 21-37.