Að lokinni kynningu er lagt fram erindi Halldórs Jónssonar, verkfræðings f.h. lóðarhafa við Akrakór 6 dags. 13. september 2011 þar sem óskað er eftir að breyta einbýli í tvíbýli og fjölga bílastæðum á lóð um 1. Uppdrættir í mkv. 1:2000 og 1:1000 dags. í september 2011.
Tillagan var kynnt samkvæmt 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum við Akrakór 1-3, 2-4, 5, 7, 8, 10, 12, 14 og við Aflakór 1-3 og 5-7.
Athugasemdir og ábendingar bárust frá Ólafi Jónssyni og Jónu Sigrúnu Hjartardóttur, Aflakór 7 dags. 14. október 2011. Einnig barst Skipulags- og byggingardeild erindi ódags. undirritað af lóðarhöfum Akrakórs 1, 3, 7, 10, 14 og Aflakórs 5.
Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 14. nóvember 2011 um framkomnar athugasemdir og ábendingar.
Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.